Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 35 gleymdi hann íslendingum í við- leitni þeirra til aukins sjálfræðis. Við skulum líta á ljóðskáldið Björnstjerne Björnson. Það er erf- itt að lesa Digte og Sange (Kvæði og söngva) án þess að finna til annarra hugmyndatengsla en þeirra sem kvæðin sjálf fela í sér. „Þegar menn opna þókina," skrif- ar Poul Levin, „er eins og opnað sé fyrir eintóma hljóma. Tónskáldin hafa líka lagt kvæðin undir sig.“ Þar má minna á snillinga eins og H. Kjerulf, E. Grieg, R. Nord- raak. Björnson var oft talinn ljóð- rænt skáld fyrst og fremst. En þegar afköst hans á þessu sviði eru borin saman við annað sem hann orti, verður útkoman sú, að ljóðin eru í raun aðeins lítill hluti af því sem hann reit. — Ljóð hans eru ærið misjöfn að gæðum. En lífið sjálft hefur skapað mörg þeirra og því eiga þau enn hljómgrunn. Björnson er öðrum fremur full- trúi manngöfgi í norskri ljóðlist. Það er göfgi þar„sem enga hálf- velgju er að finna — tilfinning hans er ósvikin, ekkert holt að innan. Við sannfærumst um það við könnun á orðavali, myndnotk- un og byggingu kvæðanna. — Við fáum í kvæðum hans áþreifanlega lýsingu á landslagi og sögu norsku þjóðarinnar. Ástarjátning til lands og þjóðar er hrein og lát- laus, en snjöll í öllu sínu íburðar- leysi: Ja, vi elsker dette landet... Hreinni og einfaldari gat játn- ingin ekki verið. Nýjasta útgáfan á ritum Björnson: Samlede verker hefur að geyma fullar þrjú þúsund blaðsíð- ur með frekar smáu letri. Á bak- hlið er mynd af olíumálverki, sem P.S. Kröyer gerði af skáldinu sjö- tugu: Hvað sýnir hún? Viljakraft, meitlaða drætti, mikla reisn. Hinn konunglegi Björnson: „Björnson hefur konungsmál" (H. Ibsen). Að ég verð svo hrifinn af myndinni á sína orsök í andlitsdrætti frá munnviki og upp í vangann, mildi sem breiðir úr sér en dokar við augað: Hvass hirtingamaður og mildur friðþægjari í senn. Snúum okkur enn að Sigrúnu á Sunnuhvoli. í sögunni kemur fram róttæk pólitísk stefnuskrá með því að bændurnir eru leiddir fram í bókmenntunum. Framhald Sig- rúnar er Árni og aðrar sveita- lífssögur. Þessi skáldskapur felur í sér tilfærslu á sósíölskum og stjórnmálalegum valdtækifærum með því að gera bændastéttina fullfæra til þess að gegna embætt- um og annast kaupsýslu. — Og varla lesa menn Fiskistúlkuna (Fiskerjenten) án þess að merkja áhuga skáldsins fyrir auknum kvenréttindum. Konur leika ávallt stór hlutverk í bókum Björnsons. Fiskistúlkan, sem telja má fyrstu listrænu skáldsögu okkar og er í ætt við nútíma skáldsögu, er sam- félagskyndill skoðuð í því ljósi að hún lýsir konu sem berst gegn venjubundnu stirðnuðu samfélagi. Sagan fer að mestu fram á sviði athafnar og hugmyndafræði. Nú á dögum lifir sagan engu að síður fyrir einstæðan hæfileika Björn- sons að lýsa skapi kvenna. Björnson mat norskt bændafólk mikils og hélt því fram að það bæri uppi heilbrigði og þrótt sem birtist í fari norsku þjóðarinnar. Sveitalífssögur Björnsons eru hans mest lesnu bækur enn í dag. Skáldið trúði á „sigur ættarinn- ar“ (slektens seier). Smám saman náði ættarkennd hans til allrar þjóðarinnar, til annarra norrænna þjóða, Germana. Hann er alla sína tíð algermanskur. Bæði í grundt- vigskum kristindómi, og því sem var á hans dögum nútímaleg og vísindaleg þróunarkenning, fann hann staðfestinguna á trú sinni á framfarirnar, á „sigur ættarinn- ar“ og mannúð og mennt sem faðmaði allt að sér. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! JRorrmnMftííih Alltaf í leiðínni WUIIKfffJI NAUIMNUIA SIMI 37737 og 3C737 FEROASKRIFSTOFAN URVAL VtD AUSTURVOLL SMi 26900 #IHinTE m.# SSte Fil Aukaleikur FH — Zeljeznicar í Laugardaishöll og hefst kl. 20.00 Sjáumst í Höllinni í kvöld Við Mljum tðlvupappir FORMPRENT Hvarfisgðtu 78, ■ímar 25960 — 25566. Saltsalan hf. Hafðu samband við HAGSVNl REIKNIOGTÖLVUÞJÓNUSTA STRANDGATA33 SIMI 27100 FIMSKIP ^ fylLÁ TRVCCINGAMIÐSTOílNf LIIVIUIlll \#T\/ ADALSTRÆTt ■ - REYKJAVlK Hvað gera þeir í kvöld? eru það hafnfirsku snillingarnir gegn Júkkonum I FH er það félag sem hefur staðið sig hvaö best gegn um árin gegn erlendum liðum. Þeir leika léttan hraðan og skemmtileqan handbolta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.