Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 Yfirbragðið var annað þegar viö komum til Austur-Berlínar 1980, en sumarið 1953. Við fórum með lest um Austur-Þýskaland og síð- an gegnum múrinn frá Vestur-Berlín, eða þar sem heitir Cheque Point Charlie. Frá því er sagt í njósnasögum. Við flugum aftur á móti til Berlínar 1953. Það var óskemmti- legt flug. Það tók okkur nú þrjá stundarfjórðunga að kom- ast í gegnum múrinn til Austur-Berlínar. Okkur var sagt, að bannað væri aö taka myndir. „Þetta er hemaðarsvæði," sögðu þeir. Við vorum skoðuð nákvæmlega, andlit okkar borin saman við mynd- irnar í vegabréfunum, speglar settir undir bílinn, ef þar skyldi leynast mannvera. Sýnileg merki alræðis hvert sem litið var, ósýnileg ógn í loftinu. Vfir- bragðið var þó annað og betra en íjúní/júlí 1953, þegar Brandenburgarhlið og Potsdamer Platz voru eins og vígvellir. í kynningarferð um Austur-Berlín fengum við heilaþvott um ágæti „vís- indalegs sósíalisma" og vináttu austur-þýzka al- þýöulýðveldisins og Sov- étríkjanna. Hvarvetna blasti þessi „vinátta" við augum. „ Je stárker der Socialismus desto sicher- er der Frieden!" Menn voru í biðröðum til að fá keypt grænmeti, stærsta ^styttan er af Lenin, stærsti parkurinn og helzta minn- ismerkið í kirkjugarði rússneskra hermanna. „Hvar er kirkjugarður ungra þýzkra hermanna?" spuröi einhver. Ekkert svar. En þó nokkurt fjað- rafok. Miðborgin hefur verið byggð fallega úr rústun- um. Af því geta Austur- Þjóðverjar verið stoltir með réttu. En minnis- merkin eru yfirleitt Ijót og leiðinleg. Og úthverfin eru ömurleg með leiöigjörnum fjölbýlishúsum, sem flest eru eins og ósmekkleg. „Þarna fóru bókabrennur nazista fram, “ sagði opinberi túlkurinn og benti á torgið fyrir framan von Humboldt-háskólann. Nú eru vfst engar bæk- ur til að brenna. m. 'm A* # * í ' -*•- * ***■ *% ' Ji o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.