Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 47 félk í fréttum Britt Ekland viö réttarsalinn + Sagt var frá því hér á síðunni fyrir skömmu, aö Britt Ekland heföi misst ökuréttindi sín í eitt ár vegna þess að fyrr í sumar var hún staðin að því að aka undir áhrifum áfengis á röngum vegarhelmingi og fara yfir á rauöu Ijósi í miðborg Lundúna. Hún sést hér þar sem hún yfirgefur réttarsalinn svartklædd og tilkynnir að þetta muni hún aldrei gera aftur. Annifrid flýr sænsku skattana + Ein auðugasta kona Svíþjód- ar, Annifrid Lyngstad úr hljómsveitinni ABBA, er nú flutt til Bretlands og segja kunnugir aö ástæöan sé skattaflótti. „Frida“, eins og hún kallar sig, ætlar aö setjast aö í Lundúnum og kvaö vera búin aö brenna all- ar brýr aö baki sér og ætlar nú aö helga sig algjörlega framan- um í tónlistarheiminum. Hún neitar því alfariö aö ástæöan fyrir flutningi hennar sé skattalegs eölis, en landar hennar benda á aö þaö sé staöreynd aö í Bret- landi borgi hún um 50 prósent tekna sinna í skatta, en í Svíþjóö um 85 prósent teknanna. Samvinnan viö ABBA mun halda áfram samhliöa sóló-frama Fridu og mun hún aö sjálfsögöu veröa meö á þeirri hljómskífu sem ABBA hefur í bígerö um þessar mundir. Annifrkf Lyngatad á Hoathrow flugvalli í Lundúnum. Hárgreiðslustofan PIROLA Njálsgötu 49, R. S. 14787. Hagkvæmustu fjárfestingar- og ávöxtunarmöguleikar almennings Kaupþing hf. boðar til almenns fræðslufundar um efnið: Hagkvæmustu fjárfestingar- og ávöxtunarmögu- leikar almennings. Fundurinn veröur haldinn að Hótel Loftleiöum (Krist- alsal), í kvöld 8. desember, og hefst kl. 20.30. Erindi flytur dr. Pétur H. Blöndal, tryggingastærö- fræðingur. Fjallaö verður m.a. um fjárfestingu í • spariskírteinum • happdrættisskuldabréfum • veðskuldabréfum einstaklinga • fasteignum • hlutabréfum • vörubirgðum • listaverkum (safnhlutum) • eðalsteinum (demöntum) og eðalmálmum (gulli, platínu). Að loknu erindi verða frjálsar umræður og fyrirspurn- um svarað. Öllum er heimill aögangur, meðan hús- rúm leyfir. KAUPÞING HF. Húsi verzlunarinnar, 3. hæð. sími 86988. Fastetgna- og veröbrófasala, leigumiölun atvfnnuhúsnœöís. fjárvarzla. þjóöhag- fr»ök rekstrar- og töfvuróögjöf. Gefið tónlistargjöf American Fool Bandaríski rokksöngvarinn John Cougar ber nafn sem hljóm- ar ansi einkennilega í munni þegar þaö er sagt uppá íslensku. Þar sem þaö er lenska hér á landi aö uppnefna menn, hefur John þessi Cougar gjarnan veriö nefndur „Jón Kúkur“. Sem betur fer les John Cougar þessa auglýsingu aldrei, en sem sagt viö vildum bara benda á aö platan hans American Fool meö lögunum „Hurts so good“ og „Jack and Diane“ hefur nú verið framleidd hér á landi og fæst því í verslunum okkar. KARNABÆR HLJÓMPLÖTUDEILD Austurstræti 22, Laugavegi 66, Rauöarárstíg 16, Glæsibæ, Mars, Hafnarfiröl, Plötuklúbbur/Póstkröfusimi 11620.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.