Morgunblaðið - 11.12.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.12.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982 Reagan biðlar til þjóð- arinnar um stuðning Wa.shingi»n, 10. dewnber. Al*. RONALD Reagan, Randarikjafor- seti, reynir nú ákaft að ávinna sér stuðning almennings við tillögu sina um staðsetningu MX-flauganna í Wyoming-ríki. Reagan er að sögn fréttamanna orðinn mjög uggandi fSf eður víða um heim Akureyri 3 skýjað Amsterdam 8 skýjað Aþena 16 heiðakírt Barcelona 19 skýjað Berlin 10 skýjað Briistel 9 skýjað Chicago -3 skýjað Dyflinni 8 skýjað Feneyjar 7 þoka Frankfurt 10 rigning Færeyjar 7 skúr Genf 11 rigning Helsinki 1 skýjað Hong Kong 21 heiðskírt Jóhannesarborg 23 heiðskírt Kairó 19 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 rigning Las Palmas 20 súld Lissabon 17 rigning London 7 skýjað Los Angeles 20 skýjað Madrid 13 skýjað Malaga 19 skýjað Mallorca 19 skýjað Mexíkóborg 22 heiðskirt Miami 27 skýjað Moskva -5 tkýjað Nýja Delhí 27 heiðskírt New Vork 7 heiðskírt Ósló 0 skýjað Paris 13 skýjað Pekíng 8 skýjað Perth 21 rigning Reykjavík 4 skýjað Rio de Janeiro 17 rigning Róm 15 rigníng San Francisco 18 heiðskírt Stokkhólmur 4 skýjað Sydney 23 tkýjað Vancouver 6 skýjað Vín 8 skýjað um að tillaga hans nái fram að ganga eftir að hún var felld í full- trúadeild Bandarikjaþings í vikunni. Reagan óttast nú mjög, að at- kvæðagreiðslan í fulltrúadeildinni hafi þau áhrif á almenning að hann snúist gegn tillögunni. Líkur eru taldar á því að Reagan ávarpi þjóðina á morgun til þess að und- irstrika þá skoðun sína, að Banda- ríkjamönnum sé nauðsyn á að fá þessar umræddu flaugar settar niður í Wyoming. Öldungadeild Bandaríkjaþings greiðir atkvæði um tillöguna í næstu viku, að því talið er líklegt. Talsmenn deildarinnar telja ekki loku fyrir það skotið að tillagan hljóti samþykki, en hallast að því að eins fari fyrir henni þar og i fulltrúadeildinni. Kolombíski rithöfundurinn Gabriel Garcia Marquez tekur við bókmennta- verðlaunum Nóbels úr hendi Karls Gústafs, Svíakonungs. Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir og vísindi afhent í gær: Tók við verðlaununum í hvítum þjóðbúningi „E.T “ fær einróma lof gagnrýnenda Lundúnum, 10. desember. Al'. NÝJASTA mynd Steven Spielberg, E.T., sem frumsýnd var í Lundúnum í gær, og reyndar hér á íslandi á sama tima, hefur hlotið einróma lof breskra kvikmyndagagnrýnenda. Myndin var frumsýnd með mik- ' illi viðhöfn og á meðal frumsýn- ingargesta var Diana prinsessa sjálf. Lundúnablaðið The Times fer hástemmdum Iýsingarorðum um myndina og skipar henni á bekk með ódauðlegum ævintýrum kvikmyndanna á borð við King Kong og Galdrakarlinn í Oz. Fleiri dagblöð í Bretlandi tóku í sama streng og jusu lofi á mynd- ina. Daily Telegraph segir m.a. eitthvað á þá leið um leið og leik- urunum er hælt fyrir frammistöð- una, að E.T., aðalsögupersónan, lítill geimálfur, hljóti að teljast til leikara fremur en tæknibrellu þótt hann sé ekki lifandi vera. Slík sé frammistaða þessarar furðu- veru í myndinni. Stokkhólmi, 10. október. Al\ Nóbelsverdlaunin fyrir bókmenntir og vísindi voru afhent í Stokkhólmi í dag við hátíðlega athöfn. Mesta at- hygli vakti rithöfundurinn Gabriel Garcia Marquez frá Kolombíu þar sem hann kom til afhendingarinnar, íklædd- ur skjannahvítum serk, þjóð- búningi. Allir aðrir viðstaddir karlmenn voru í kjólfötum. Karl Gústaf, Svíakonungur, af- henti verðlaunahöfundunum verð- laun sín við lúðraþyt í tónleika- höllinni í Stokkhólmi. Tæplega 2.000 manns, aðallega frammá- menn í sænsku þjóðlífi, voru viðstaddir athöfnina. Marquez hafði að eigin sögn ýmsar ástæður fyrir því að koma ekki til afhendingarinnar í kjól- fötum. Hann segir kjólföt boða ógæfu, auk þess sem hann hafi viljað heiðra þjóð sína með þvi að taka við verðlaunum sínum í þjóð- búningi. Gult er happalitur Marquez og hann var með gula rós í hendinni þegar hann gekk inn í tónleikahöllina. Sex vísindamönnum voru við þetta sama tækifæri afhent verð- laun sín. Aðeins tveir Bandaríkja- menn voru í þeim hópi, en undan- farna tvo áratugi hafa bandarískir vísindamenn einokað þessi verð- laun. Bandaríkjamaðurinn Kenneth G. Wilson fékk Nóbelsverðlaunin í efnafræði, Suður-Afríkubúinn Aaron Klug fékk efnafræðiverð- launin, Svíarnir Sune K. Berg- ström og Bengt I. Samuelsson hlutu verðlaunin fyrir læknis- fræði ásamt Bretanum John R. Vane. Þá fékk Bandaríkjamaður- inn George Stiegler hagfræðiverð- laun Nóbels. ERLENT Ætla að byggja vara- bækistöðvar í Bretlandi Washinglon og Ixtndon, 10. des. Al\ TILKYNNT var í Pentagon í dag, að Bandaríkjamenn hygðu á byggingu varabækistöðvar í Bretlandi fyrir herafla sinn í Evrópu í öryggisskyni ef styrj- öld kynni að brjótast út. Höfuð- stöðvar Bandaríkjahers í Evr- ópu eru í Stuttgart í V-Þýska- landi. Þá var um leið borin til baka frétt breska blaðsins Guardian um að Bandaríkjamenn hygðust færa höfuðstöðvar sínar ti! Bretlands innan fjögurra ára. Enn finnst blásýra í töflum San José, Kaliforníu 10. des. Al\ ENN hefur fundizt blásýra í töfl- um, sem eru seldar í lyfjabúðum í Bandaríkjunum og munaði minnstu, að konan sem tók töfl- urnar inn, létist. Læknum tókst að bjarga lifi hennar, og i fyrstu var talið að hún hefðu fengið hjartaslag. Eiginmaður konunnar afhenti læknum síðan töflur sem eftir voru og kom þá í Ijós að í þeim var blásýra. Lyfjabúðir stöðvuðu samstundis dreifingu á lyfinu og stendur rannsókn yfir. Konan er cnn talin í lífshættu. Jafnað við jörðu. Þau orð lýsa myndunum hér að ofan best. Gamalt hótel í Minnea- polis varð að víkja fyrir nýju skipulagi og þetta var einfaldasta lausnin. Með sérstakri sprengiaðferð var húsið jafnað við jörðu á örstuttri stundu. Skæruliðar láta að sér kveða í San Salvador San Salvador, La Klorida, Kl Salvador 10. desc* VINSTRI sinnaðir skæruliðar réðust með eldsprengjum á fimm almenn- ingsvagna, tvo vöruflutningabila og öskubíl í höfuðborginni í morgun, en í þeim mun enginn hafa slasazt. Talsmaður hersins sagði að þrettán ungmenni sem vinstrimenn hefðu rænt hefðu komizt í burtu frá mann- ræningjum, en þó eru enn margir unglingar týndir. A sunnudaginn hieyptu skæru- liðar upp knattspyrnuleik í San Sebastian og höfðu þá á brott með sér um tvö hundruð manns. Þá varð sá ömurlegi atburður í La Florida að skæruliðar réðust fyrir nokkru á samyrkjubú við La Flor- mber. Al\ 'ida og unnu þar hin ferlegustu hryðjuverk, klufu þeir karla og konur í herðar niður, misþyrmdu börnum og unnu mikil skemmdar- verk. Af þessum atburði fréttist ekki strax, enda urðu flestir fyrir meiri eða minni misþyrmingum og hafa því lítt verið til frásagnar um atburðinn fyrr en nú. Norðmenn sitja uppi með rúm tuttugu tonn af óseldri skreið Osló, 10. desember. Frá Jan Krik Lauré, fréttaritara Morgunblaðsins. VANDAMÁL norskra skreiðarframleiðenda hefðu aldrei átt að koma til sögunnar. Norska sendiráðið í Nígeríu sendi strax í janúar á þessu ári aðvörun heim til Noregs þess efnis að Nígeríumenn hygðu á stórfelldan niðurskurð á innflutningi skreiðar frá Noregi. Norskir skreiðarframleiðendur sendiráðsins virtist þjóta sem sitja nú uppi með rúmlega 20 tonn vindur um eyru manna í sjávar- af skreið, að verðmæti um 500 útvegsráðuneytinu og því er stað- milljónir norskra króna. Aðvörun an í dag sú sem raun ber vitni. Skreiðarframleiðslu var haldið áfram af fullum krafti, eins og ekkert hefði í skorist. Mikil reiði ríkir nú hjá skreiðar- framleiðendum í garð sjávarút- vegsráðuneytisins og margir, framleiðenda benda á að íslend- ingar hafi haft pata af því sem var í uppsiglingu þótt Norðmenn, sem væru með sendiráð í Nígeríu, fengju enga vitneskju um stöðuna. Þessa dagana karpa utanríkis- og sjávarútvegsráðneytið um hvor aðilinn eigi sök á ástandinu, sem nú ríkir í skreiðarsölumálum Norðmanna. Nýr sendiherra Kínverja hjá SÞ IVking, 9. denenber. Al\ Varaforsætisráóherra Kína, Zhang Wenjin, einn af þekkt- ustu stjórnmálamönnum Kín- verja, var í dag skipaður sendi- herra þjóðar sinnar hjá Samein- uðu þjóðunum, að sögn kín- verska utanríkisráðuncytisins. Zhang, sem nú er 67 ára gamall, er einn helsti sér- fræðingur Kínverja í málefn- um Vesturlanda. Hann verður annar sendiherra Kínverja hjá Sameinuðu þjóðunum frá árinu 1979 er samskipti Kín- verja og Bandaríkjamanna urðu eðlileg á ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.