Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.12.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1982 37 Gunnar M. Magnúss Lesbók og tilkynnti útgáfunni Vöku, að ef þetta kæmi í bókinni hótaði hann að hann myndi gera kröfu til þess að bókin yrði gerð upptæk. — Fékk ég heldur stirðlegar móttökur hjá útgáfunni, segir Einar. Ég frétti um þetta og talaði við Einar í síma . Bauð ég honum að taka þessa frásögn Þorsteins úr bókinni, en ég skrifaði í staðinn frásögn, eigin frásögn, um þetta atriði. Einar féllst á þetta. Ég las svo breytingu mína í síma fyrir Einar. Og hann sagði: — Já, þetta ætti að vera í lagi. Og þannig er frásögnin í bók- inni. Þrátt fyrir þetta rýkur Einar upp og sneipir Þorstein Kjarval fyrir missagnir um Ingimund, sem ekki eru í bókinni. í þessu sambandi gerist það, að Einar vegur að íslenskum rithöf- undum og segir, að þeir „leiti jafn- vel í sorptunnur til að búa til dóma loksins tók að rofna, skapað- ist þörf fyrir hlutlægar og réttar upplýsingar eins og finna má í þessari bók. Því miður varð reynslan sú, að óvandaðir aðiljar tóku að ausa yf- ir heiminn villandi og tryllandi óhroða, sem ekkert á skylt við sanna fræðslu og á sér sjaldnast annað markmið en það að espa og afflytja frumstæðar kenndir í fjárgróðaskyni. Frumstæðar kenndir búa með hverri einustu lifandi mannveru. Þær eru eðlilegur hluti sköpunar- verksins, hluti gróandi lífs, sem ástæðulaust er að kúga eða amast við, heldur ber að virða að verð- leikum. Bannhelgin kringum kyn- lífið stuðlaði ekki að sannri þekk- ingu, hejdur hindraði lífsham- ingju, heilbrigður eðlisþáttur var vanmetinn, lítilsvirtur og jafnvel talinn syndsamlegur. Það er sönnu nær, að einungis það, sem vísar kynhvöt okkar þar á bekk sem henni ber meðal verðmætra lífskennda, á erindi til þeirra, sem horfa til betri framtíðar á Jörð. Hitt, sem ausið er yfir alla um fjölmiðla kynlífinu til óvirðingar, réttir ekki hlut vanmetinnar lífs- kenndar, heldur viðheldur gamla vanmatinu, vísar úr öskunni í eld- inn. Slíkt er kennimark siðmenn- ingar, sem er að líða undir lok. En bók eins og þessi á aftur á móti hlut í því að ný siðmenning og betri rísi á rústum þeirra, sem er að falla. Höfóar til .fólks í öllum starfsgreinum! söguleg atvik um persónur sínar". Ég geri ekki ráð fyrir, að Einar verði krafinn þess að nefna nöfn máli sínu til staðfestingar en það er leiðinlegt til þess að vita að hann skuli vera að þefa úr sorp- tunnum. Svo kemur „sálfræðingurinn" Einar G. Ólafsson með tromp í ádeilu sinni á Ingimund fiðlu. Hann segir það fjarstæðu, að tví- tugur piltur renni hýru auga til fermingarstúlku. Vera má, að Einar þekki ekki þessa staðreynd persónulega. Hann er þá að þessu leyti undan- tekning í veraldarsögunni. Líf kynslóðanna frá örófi alda sanna að svo sé. Drottinn gaf karlinum þá tilfinningu að nálgast hið fagra kyn og gaf reyndar fyrirmæli í Biblíunni. Engir alvöru sálfræð- ingar munu rangfæra þessa stað- reynd. Þetta er því sálfræðilegur hnökri í framsókn Einars. Þáttur minn um Ingimund fiðlu er ekki reistur um fjármál hans, því síður ártalaupptalning, heldur tjáning um þá ódáins fegurð, sem hann öðlaðist með fiðlu sinni og gaf öðrum. Að lokum klykkir nefndur Einar G. Ólafsson út í grein sinni með því að segja, að útgefandi minn, Ólafur Ragnarsson, hafi gefið út bók mína í hagnaðarskyni og hafi ég þess vegna „lagt mig niður við að rangfærslur í því skyni einu að gera sögu mína læsilegri í þeim eina tilgangi að þóknast útgef- anda, sem gefur út bókina í hagn- aðarskyni." Hver er að tala um atvinnuróg? Ég nenni ekki að stefna fyrir þessi vanhugsuðu orð Einars. En þetta hefur heppnast hjá út- gefanda mínum. Bókin er uppseld hjá forlaginu og fær alls staðar góða og lofsamlega dóma. En þarna skall Einar G. Ólafs- son á svellinu og hruflaði sig dálít- ið. Þess skal að lokum getið, að ekki mun til þess ætlast, að bók þessi sé lesin frá upphafi til enda eins og reyfari, heldur er rituð á þann hátt, að auðvelt sé að nota hana sem uppsláttarrit. Efnisyf- irlit er framan við meginefni bók- arinnar og auk þess skrá atriðis- orða (index) aftan við. Þannig þarf ekki annað en leita uppi lykil- orð að því, sem óskað er eftir að vita, og fletta síðan upp á þeirri blaðsíðu, sem vísað er til. Þýðingin er lipur og íslenskun erlendra orða smekkleg, formáli hins íslenska lænis eykur gildi bókarinnar. Hver veit nema hann eigi eftir að rita bókina Frá karli til karls fáfróðum karlpeningi til sjálfs- þekkingar? VIÐ HÖFUM fOTIM SEM FARA ÞER VEL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.