Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 Fundir í báðum þing- deildum Nýtt heimsmet í hljóðfæraleik „JÍJ, MIKIL ósköp, ég er himinlif- andi. Þetta hefur tekist framar öll- um vonum," sagði Jóhann G. Jó- hannsson hjá SATT, Samtökum al- þýðutónskálda og tónlistarmanna, er Morgunblaðið ræddi við hann eftir að heimsmetinu hafði verið náð á maraþontónleikum SATT og Tefla ytra um áramót TAFLFÉLAG Reykjavíkur hefur ákveðið að styrkja nokkra unga skákmenn til þátttöku í mótum í út- löndum um áramótin, með því aö greiða fargjöld þeirra. Lárus Jóhannesson tekur þátt í alþjóðlegu móti unglinga 20 ára og yngri í Halsberg í Svíþjóð frá 28. desember til 5. janúar, en þar verða tefldar níu umferðir eftir Monrad-kerfi. Þá verða Arnór Björnsson og Björn Sveinn Björnsson sendir á alþjóðlegt mót unglinga 18 ára og yngri í Plymouth í Englandi 4.-7. janúar, þar sem tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Tónabæjar upp úr kl. 23 á föstu- dagskvöld. „Ég held að okkur hafi tekist með þessum maraþontónleikum að skapa vissa stemmningu á meðal almennings og tónlistarmannanna sjálfra og um leið að vekja athygli á þeirri miklu grósku, sem nú er í íslenskri popptónlist. En ég vil taka það skýrt fram, að þetta hefði verið ómögulegt án einstaklega góðrar samvinnu við Tónabæ og Æskulýðsráð og þá hafa fjölmiðl- arnir stutt vel við bakið á okkur,“ sagði Jóhann ennfremur. Þegar klukkan sló ellefu í fyrra- kvöld hafði heimsmetið, 321 klst., verið jafnað og áfram var haldið á fullri ferð inn i nóttina. Tónleikum þessum lýkur ekki formlega fyrr en á morgun, en hljómsveitin Trúður- inn er síðust á dagskrá. Hún ætlar sér að reyna að setja íslandsmet og ieika í rúman sólarhring. Metið er nú sem stendur í eigu hljómsveit- arinnar Gift, sem sló 20 tíma met Pass. Hljómsveitin Upplyfting mun í dag leggja sitt af mörkum til þess- ara tónleika og um leið verður haldið jólaball í Tónabæ. í kvöld kemur svo hljómsveitin DRON, sig- urvegarinn úr Músíktilraunum ’82, fram. Morgunblaðiö/Rax. Þessi mynd var tekin á tólfta tímanum í fyrrakvöld, þegar heims- metið hafði verið slegið. Iðnaðarráðuneytið ekki fráhverft þriðja eignar- aðila að járnblendinu segir Paul Falck hjá Elkem-samsteypunni Karl Þorsteins og Sævar Bjarnason verða sendir á Astoria-skákmótið í Hamar í Nor- egi 2.-8. janúar, þar sem tefldar verða níu umferðir eftir Monrad- kerfi, en þar er búist við þátttöku stórmeistara og alþjóðlegra meist- ara. Sævar tekur væntanlega einnig þátt í Gausdal-mótinu 9.—15. janúar. Jafnframt tekur Ágúst Karlsson nýbakaður unglingameistari þátt í Astoria- mótinu, en það er Skáksamband íslands sem sendir hann til móts- ins. Þá teflir Elvar Guðmundsson á Evrópumeistaramóti unglinga, sem hefst i Gröningen í Hollandi á morgun, mánudag. Bandaríski skákmaðurinn John Collins, sem oft hefur verið nefndur faðir skáklistarinnar í Bandarikjun- um, kemur hingað til lands i boði Taflfélags Reykjavíkur og Skáksam- bands íslands um áramótin með hóp bandarískra skákmanna, sem er eins konar unglingalandslið Banda- ríkjanna í þeirri íþróttagrein. Að sögn Jóhanns verður ekki lát- ið sitja við svo búið. Um helgina eru svonefndir dægurtónlistardag- ar, þar sem boðnir verða til sölu happdrættismiðar SATT, sem dregið verður úr á Þorláksmessu. Þá hefur SATT á döfinni að reyna að opna veitingastaðina fyrir hljómsveitum í miklu ríkari mæli en verið hefur og ennfremur er unnið að aukinni hlutdeild íslensks efnis í poppþáttum sjónvarpsins. „Markmiðið með þessu öllu sam- an er að auka fjölbreytnina í skemmtanalífi borgarbúa og ann- arra. Takist okkur að opna veit- ingahúsin fyrir lifandi tónlist á ný, tel ég merkum áfanga í sögu SATT náð,“ sagði Jóhann. Collins kemur með sveit sína 29. desember og verður hópurinn hér til 3. janúar. í hópnum eru 23 ungmenni á aldrinum 12—17 ára, sem valin hafa verið úr hinum ýmsu ríkjum Bandaríkjanna. Ungmennin eru hvert um sig í hópi sterkustu skákmanna við- komandi ríkis. Osló, 16. deseraber. Kri Jan Erik Laoré fróttaritara Mbl.: „EFTIR fyrstu viðbrögðum íslenska iðnaðarráðuneytisins að dæma, virð- ist okkur sem það sé ekki fráhverft því, að til komi þriðji eignaraðilinn að járnblendiverksmiðjunni á Grundar- tanga,“ sagði Paul Falck, yfirmaður upplýsingamála hjá Elkem-samsteyp- unni norsku, í viðtali, sem fréttaritari Mbl. í Osló átti við hann i dag. Að sögn Falcks hefur Elkem haft samband við ýmis fyrirtæki, sem talin eru hafa áhuga á þessum rekstri á íslandi, en að svo stöddu vildi hann ekki segja hvaðan og hver þessi fyrirtæki væru. „Það liggur í hlutarins eðli, að við getum ekki gefið upplýsingar um það fyrr en við vitum með vissu hvort Is- lendingar hafa áhuga á þriðja eign- araðilanum," sagði Paul Falck. Ýmsar ástæður eru fyrir áhuga Elkems á nýjum eignaraðila. Með honum opnast nýir markaðir, nýjar hugmyndir skipta miklu fyrir framleiðsluþróunina og að síðustu dreifist tímabundinn halli og mik- ill fjármagnskostnaður nýrrar verksmiðju á fleiri herðar. Falck tók það skýrt fram, að Elkem myndi ekki draga sig út úr rekstr- inum þótt nýr eignaraðili fengist ekki nú. „Markaðsverð á kísilmálmi er lágt um þessar mundir og er þar um að kenna efnahagslegum sam- drætti í heiminum og erfiðleikun- um í stáliðnaði. Við búumst hins vegar við batnandi tíð þótt ekki sé unnt að segja hvenær það verði, enda hagfræðingar ekki á eitt sátt- ir um það,“ sagði Paul Falck. „Framleiðsla járnblendis mun ávallt verða vænlegt verkefni fyrir íslendinga og Norðmenn. Við ráð- Kópavogur: íbúð skemmd- ist af eldi ÍBÚÐ í Engihjalla 9 I Kópavogi skemmdist talsvert af eldi á föstu- dagskvöld og var þrennt flutt á slysadeild með snert af reykeitrun, en fólkið fékk fljótlega að fara heim aftur, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá slökkviliði Reykjavík- ur. Slökkviliðið var kvatt á staðinn klukkan 22.43 á föstudagskvöld og var þá eldur laus í íbúð á 3. hæð. Eldur var í stofu íbúðarinnar, en greiðlega gekk að ráða niðurlögum hans. Skemmdir urðu talsverðar af reyk, eldi og sóti, og einnig skemmdist íbúðin fyrir neðan lít- illega af vatni. Talið er að eldur- inn hafi kviknað út frá kerti. FUNDIR voru í báðum deildum Alþingis í gær þegar Morgun- blaðið fór í prentun. I neðri deild voru afgreidd tvenn lög í gærmorgun, í fyrsta lagi um málefni aldraðra, og öðru lagi frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til Al- þingis, sem fjallar um notkun nafnnúmera í sambandi við utankjörstaðaatkvæðagreiðslu. í efri deild voru samþykkt frumvörp, í fyrsta lagi lög um lengingu orlofs, um að laugardag- ar í orlofi skuli ekki lengur reikn- ast sem virkir dagar og að frídag- ur verzlunarmanna sé löghelgaður frídagur, í öðru lagi frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku. Eftir hádegi var búist við að fjárlög yrðu afgreidd, þar á meðal tillaga um heiðurslaun lista- manna, sem sagt var frá á þing- síðu Mbl. í gær. Þá var búizt við að fram kæmi tillaga til þingsálykt- unar um þinghlé, sem þýðir að rík- isstjórnin hefur rétt til setningu bráðabirgðalaga. um yfir hráefnunum og möguleikar okkar í ódýrri orkuframleiðslu eru miklir. Við erum þess líka fullviss- ir, að þegar úr rætist í efnahags- málunum munum við endurheimta okkar sterku stöðu á heims- markaðnum," sagði Paul Falck, yf- irmaður upplýsingamála hjá Elk- em, í viðtalinu við Mbl. Halldór Blöndal: Farsælast að viðhafa prófkjör „ÉG ER mjög ánægður yfir því að prófkjör skuli viðhaft fyrir þessar alþingiskosningar,“ sagði Halldór Blöndal alþingismaður í samtali við Mbl., er hann var spurður um prófkjör sjálfstæð- ismanna sem haldið verður í Norðurlandskjördæmi eystra á næstunni. „Ég var alltaf þeirrar skoð- unar að það myndi reynast farsælast, því vitaskuld eru ekki allir sammála um það, hverjir eigi að skipa efstu sæti framboðslista Sjálfstæðis- flokksins, og prófkjör hefur aldrei verið viðhaft áður í kjördæminu. Þeir menn sem ég hef frétt um að gefið hafa kost á sér, eru allir mjög vel hæfir,“ sagði Halldór. „Gagnvart sjálfum mér vil ég segja það, að samstarf okkar Lárusar Jónssonar hef- ur verið mjög gott og ég tel að efsta sæti framboðslistans verði vel skipað þar sem hann er. Ég vona að prófkjörið fari drengilega fram og menn haldi sig við þær reglur sem settar hafa verið og uni niðurstöðum prófkjörsins að leikslokum," sagði Halldór Blöndal. Fyrsta skóflustungan að tveimur tennisvöllum var tekin í gærmorgun á athafnasvæði TBR við Gnoðarvog í Reykjavík. Vellirnir munu standa fyrir vestan TBR-húsið. Gerð þeirra á að vera lokið fyrir næsta sumar. MorgunblaAiA/ RAX. Collins kemur með 23 unga skákmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.