Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 45
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 Sveinbjörn I. Baldvinsson tók saman Nú eru aðeins fáeinar dagar þangaö til jólahátíö hefst með öllum þeim heföum og venjum sem henni fylgja hjá hverri fjölskyldu um sig. Jólahald er jafnan meö mjög líku sniöi ár eftir ár og flestir eiga vafalaust mjög skýrar minningar um jólahald í bernsku sinni, af þeim sökum að það var nánast alltaf eins í stórum dráttum. Sama fólkið í fjölskylduboðunum, sami maturinn og sama tilhögunin og tímasetningin. Aður fyrr, þegar fólk lifði hér í litlum og fremur einangruðum sveitabæjasamfélög- um og hafði takmarkaöan tíma og tækifæri til hvíldar og afþreyingar, að ekki sé talað um gleðskap og hátíðahöld, voru jólin meiri viðburður í daglegu Hfi hvers og eins en nú er. Nú eru jólin orðin dálítið einsog kosningaslagur. Allt á öðrum endanum í nokkrar vikur og síðan djúp kyrrð á sjálfan kjördaginn, meðan örlög þjóðarinnar eru að ráðast. Jólin sjálf eru þannig orðin eins og afleiðing eða útkoma, óhjákvæmileg niðurstaða eftir hin hávaðasömu verslunarjól og auglýsinga. Fremur post festum, en hápunktur einhvers. Jól í bókum: Logadýrð og lærisneiðar Hér að framan er ein lýs- ing á jólum eða jóla- haldi. Slíkar lýsingar voru til skamms tíma nokkuð algengar í bókmenntum okkar, en hefur heldur fækkað á síðustu árum, sennilega vegna þess hve jólin eru orðin hávaða- söm og hversdagsleg. Fræg er lýsing Gunnars heitins Gunnarssonar á jólum Ugga Greipssonar í fyrsta hluta Fjall- kirkjunnar, þar sem Uggi litli hef- ur af því mestar áhyggjur á að- fangadag að hann verði sofnaður áður en hátíðin hefst um miðaft- an: „Aður ég fengi áttað mig, voru komin jól, og ég stóð úti á miðju gólfi á Loftinu svo yfir mig fínn, að ég mátti mig hvergi hræra og enginn snerta við mér, ætti ég ekki að fá á mig blett; eini hreyf- anlegi líkamshlutinn höfuðið, enda sneri ég því sitt á hvað, að ég mætti öðlast sem bezta útsýn yfir eigin dýrð. Komið hafði verið fyrir kertum í öllum gluggum, krókum og kim- um, jafnvel í göngunum spýtu með kerti á verið stungið í vegg hér og hvar, enda veröldin í heild sveipuð skammdegismyrkri. Og ekki mönnum einum saraan: allri skepnu yrði borinn ábætir til hátíðabrigðis. Þegar heilagt var orðið, áttum við öll með tölu að setjast undir sama veizluborðið og snæða hrísgrjónagraut með rúsín- um og steiktar rjúpur. Eftirvæntingin gerði mér erfitt um andardrátt. Helgin hófst ekki fyrr en um miðaftan og sá hængur á, að einmitt þá var ég vanur að velta út af. í kvöld skyldi það ekki henda mig, hafði ég ásett mér, en vissi ofurvel, við hvern ég átti, og bar þungan niðri. Mamma var að nostra við Betu, einnig kornabarnið átti að vera uppábúið, en leit við og við í áttina til mín og sagði að lokum undur- hlýlega: Láttu ekki liggja illa á þér, Uggi minn. í kvöld skal verða kveikt í tæka tíð, að ekki fari eins og í fyrra, þegar þú nýklæddur valzt út af á rúmstokknum. Mér hefur tekizt að ljúka verkum tímanlega; og á jafndimmum degi er ekki ástæða til að draga að tendra jóla- ljósin. Um leið og ég er búin að stássa Betu, förum við ofan að vekja logadýrðina í göngum, eld- húsi, búri og baðstofu. Þá er best, að Uggi litli fái skammtinn sinn. Svona til vonar og vara. Þú færð hvort eð er að sitja hjá okkur hin- um við borðið, sértu uppistand- andi, væni minn. Þegar þú ert bú- inn að borða, segi ég þér kannski sögu. Við röltum um bæinn fram og aftur, kveiktum á kertunum, svo að hvergi bar skugga á. Að svo búnu tók mamma mig í kjöltu sér. Milli bitanna stundi ég fram — með grátstaf í kverkunum: Er bráðum orðið heilagt? Reyndu að gleyma klukkunni, elsku barn. Annars fer þig bara að syfja, anzaði mamma og hvarf til mín.“ (Gunnar Gunnarsson: Fjall- kirkjan.l. bindi, bls. 67—68. Almenna bókafél. 1973.) Eins og flestum er víst kunnugt er jólahátíðin eldri en kristin trú, en í heiðni voru haldin miðs- vetrarblót, er dag tók að lengja á ný. Er talið að þessi hátíðahöld hafi síðan þróast yfir í kristilegt jólahald, átakalítið, enda fólki kannski meira kappsmál að gleðj- ast og drekka og eta vel, en að vita endilega af hvaða tilefni. Dæmi um þessa þróun lýsir Snorri m.a. í Heimskringlu þar sem hann segir um Sigurð Þórisson: „Hann var því vanur, meðan heiðni var, að hafa þrjú blót hvern vetur, eitt að veturnóttum, en annað að miðjum vetri, þriðja að sumri. En er hann tók við kristni, þá hélt hann þó teknum hætti um veislur. Hafði hann þá um haustið vinaboð mikið, jólaboð um vetur- inn og bauð þá enn til sín mörgum mönnum. Þriðju veislu hafði hann um páska og hafði þá og fjöl- mennt." Jólahátíðin hélt ekki aðeins nafni sínu eftir að kristni komst á á Norðurlöndum, heldur hafa líka venjur, henni tengdar í heiðni, haldist sums staðar í þessum löndum fram á þennan dag. Það tíðkaðist til dæmis í hátíðahöldum heiðinna höfðingja um jól, að gefa mönnum jólagjafir, þptt þar hafi vart verið um jólagjafir að ræða í þeirri merkingu orðsins sem við þekkj- um nú og rekja má til heilags Nik- ulásar, hins gjöfula dýrlings kaþ- ólskunnar. í Egilssögu segir frá því er Egill fær jólagjafir frá Arinbirni hersi í Firðafylki, en til hans orti Egill Arinbjarnarkviðu: „Egill fór um veturinn suður í Sogn að landskyldum sínum; dvaldist þar mjög lengi; síðan fór hann norður í Fjörðu. Arinbjörn hafði jólaboð mikið, bauð til sín vinum sínum og héraðsbóndum; var þar fjölmenni mikið og veizla góð. Hann gaf Agli að jólagjöf slæður, gervar af silki og gull- saumaðar mjög, settar fyrir allt gullhnöppum í gegnum niður; Ar- inbjörn hafði látið gera klæði það við vöxt Egils. Arinbjörn gaf Agli alklæðnað, nýskorinn, að jólum; voru þar skorin í ensk klæði með mörgum litum. Arinbjörn gaf margskonar vingjafir um jólin þeim mönnum, er hann höfðu heimsótt, því að Arinbjörn var allra manna örvastur og mestur skörungur." Eins og að var vikið í upp- hafi þessa máls, var lotn- ing fyrir jólunum meiri, þegar þau voru meiri viðburður en nú er. Þessi munur kemur fram í ýmsum lýsingum á jólahaldi og jólastemmningu í bókmenntum okkar, svo sem vænta má. Eftir því sem raunsæ- isstefnan ryður sér til rúms í skáldskap á þessari öld, taka jóla- lýsingar og jólasögur að fá á sig nýja mynd. Verður ekki óalgengt að jólahaldið verði rammi um þjóðfélagslega gagnrýni í bók- menntunum, lýst er muninum á jólum hins ríka og hins fátæka til að draga fram andstæður í þjóð- félaginu, sagðar eru „jólasögur" sem lýsa hræsni manna, gleymsku eða tillitsleysi og verða þessar lýs- ingar mun áhrifameiri en ella, ef þær eru látnar gerast um jólaleyt- ið, aðalhátíð kristninnar, trúar- bragðanna sem boða kærleika, öðru fremur. Dæmi um þetta má sjá í smá- sögu Halldórs Stefánssonar, „Sporin í mjöllinni", sem lýsir hungri og loks dauða flækings- kattar, af manna völdum um jól. Þar segir meðal annars nærri upp- hafi sögunnar: „Alstaðar eru jól, í húsum auð- mannanna, í leiguíbúðum fátækl- inganna, í kofum húsdýranna, birta og breyttur matur. Jólin eru fyrir alla eins og loftið og sólin. Gleði þeirra breiðir sig yfir heimskringluna og hvíslar samúð- arorðum í eyru jarðarbúa. Hún lýsir úr augum litla drengsins, sem stendur við rúmstokkinn og horfir á hálfbrunnið kertið sitt, hún er í augnaglóð ömmu gömlu, sem rís upp við dogg í rúminu sínu og segir dóttursyninum frá jóla- barninu, með rödd, sem naumast heyrist, því amma er orðin svo slitin af hrakningi og hor, af því að hafa lifað svo mörg jól. Gleðin stígur upp úr kampavínsglasi stórkaupmannsins, sem hugsaði um stórfiskverðið undir prédikun- inni. Hún geislar út frá ungu, fal- legu stúlkunni, sem leggur hand- legginn um hálsinn á unnusta sín- um. Þennan „mannsins son“ hefur hún eignazt í kvöld. Jólagleðin vakir yfir vöggunni hjá nýfædda barninu og endurspeglast í augum móðurinnar, sem hefur fætt það með öllum harmkvælum hinna fornu álaga. Hún streymir í gegn- um æðar drykkjumannsins, sem hefur náð sér í óhollt áfengi í jóla- giaðning, leggst eins og plástur á lúið bak verkamannsins, sem nú fær að hvíla sig eftir langt strit. Hún hoppar brosandi upp á prikið til hænsnanna, sem dotta með höfuð undir væng, eftir að hafa fengið fylli sína af jólagrautnum. Hún er alstaðar, því: Heims um ból helg eru jól. — En samt var einn, sem enga jól- aglaðning hafði fengið, en var nú að leita að henni. Það var svartur . köttur. Grænhoraður var hann og vesaldarlegur. Hann drap fótun- um hægt ofan í mjöllina, tók smá- kippi og sentist áfram, stanzaði svo og hristi af löppunum til skiptis. Hann leit flóttalega í kringum sig með grænum glyrn- unum, sem brunnu af hungri." (Halldór Stefánsson: Sporin i mjöllinni, í „Jólavaka“, Helgafell 1945, bls. 259.) Ismásögu Jóns Trausta, „Bryddir skór, jólasaga úr sveit“, frá árinu 1918 er að finna skemmtilega lýsingu á jólahaldi á myndarbúi til sveita. Þar er í senn lýst nokkuð grannt hvað var borðað á þessari hátíð, en það var jú eitt helsta inntak jólahaldsins að borða góðan mat, og jafnframt gert dálítið gys að siðum húsbændanna á bænum, sem gæta þess vandlega að greina sig frá vinnufólkinu, almúganum. Gætir hér vissulega áhrifa raun- sæisstefnunnar, svo sem vonlegt er miðað við útgáfutíma sögunnar. Fróðlegt er í því sambandi, að sjá hve þetta efni er hér tekið öðrum tökum en í Fjallkirkjunni sem gerist á svipuðum tíma. Það er þó ekki undarlegt, þegar þess er gætt að Fjallkirkjan er sett fram sem nokkurs konar endurminningar og í minningunum eru hlutirnir skoð- aðir í því Ijósi sem höfundurinn sá MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 45 þá í á sínum tíma, í þessu tilfelli sem barn, en ekki með raunsæjum og gagnrýnum augum fullveðja manns. Jón Trausti segir svo frá jólun- um á Brekku: „Jólin á Brekku voru í samræmi við allt annað þar. Þau voru í gamla stílnum. Það voru ketjól og kertajól, laufabrauðsjól, magála- jól, bringukollajól og brennivíns- jól. Þó að maturinn væri fremur sparaður alla aðra daga, var hann sannarlega ekki sparaður á jólun- um. Þá opnaði húsbóndinn skála- loftið, svo að um munaði, fyrir maurunum. Og það sýndi sig á því, sem þaðan kom út, að ekki var illa búið. Meðan verið var að skammta og bera inn matinn, ilmaði um allan bæinn af súru smjöri og hangiketi, — súru smjöri, sem var þriggja eða fjögra ára gamalt safn af leig- um af jörðum húsbóndans, — þverhandarþykkum sauðarsíðum, sem vel hefðu getað boðið þeim út, sem vinnumaðurinn í þjóðsögunni sá hjá álfakonunginum, föður Unu álfkonu, — og magálum, sem áttu við þær síður. Allt var eintómur laukur, soðinn til hálfs, síðan hengdur upp í eldhús, fluttur það- an í skálaloftið, látinn feyra og frjósa og síðan borinn fram í því ástandi, sem hann þá var kominn í. Milli fitulaganna sá í gulleitar rákir, sem eitthvað áttu skylt við eldgamla myglu, löngu, löngu dauða og breytta í eitthvað annað. Fitan var orðin meyr, búin að fá einhvern einkennilegan keim, sem minnti á dýrustu tegundir af ostum, og var munntöm og ljúf- feng eins og gamalt vín. Eitt sauð- arrif og hálfur magáll var látið á hvern disk handa fullorðnum karlmönnum, ásamt vænni hangi- ketshnútu og álitlegum pott- brauðsbita og smjörkleggja. Utan með voru lögð tvö digur tólgar- kerti. Ofan á þetta allt saman var staflað heilum kökum af fagur- lega útskornu laufabrauði, tólf handa vinnumanni, átta handa vinnukonu. Það þurfti ekki lítið lag til að koma þessu öllu fyrir á einum diski, og ennþá meira vandaverk var þó að bera diskinn með öllu saman framan úr búri og inn í baðstofu, svo að sælgætið hryndi ekki niður og færi í hund- ana. Vinnukonurnar báru tvo diska í einu og létu hverjar dyr standa opnar fyrir sér, svo að ekk- ert hindraði þær. Laufabrauðs- staflarnir tóku þeim upp fyrir % höfuð. Á Brekku var það aðeins vinnu- fólkið, sem svo ríkmannlega var skammtað. Fyrir húsbændurna og kennarann var dúkað borð með hnífum og göfflum inni í hjóna- herberginu, og ekki borið stórum meira þar á borð en hverjum vinnumanni var skammtað. Það átti að sýna, hve það fólk sem þar mataðist, væri hinu framar að sið- semi og menningu." (Jón Trausti: BRYDDIR SKÓR, í „JÓLAVAKA", Helgafell 1945, bls. 37.) En hvernig er jólunum lýst í bókmenntum samtím- ans? Þeirri spurningu er nú ekki alveg auðsvarað. Það er vitaskuld misjafnt. En ég held að óhætt sé að fullyrða að algengt sé að jólahaldið verði höf- undum tilefni til að fjalla um margs konar andstæður hinnar eiginlegu hátíðar og tengja þær henni, en við það verða þeir hlutir sem fjallað er um oft áhrifameiri en ella. Þannig fjalla höfundamir oft um ófrið eða dráp eða aðrar ógnir í Jólaboðskap" sínum nú og mikið er um kaldhæðnislegar lýs- ingar á hinu mikla verslunareðli nútímajólahalds. Dæmi um þetta síðastnefnda gæti verið eftirfar- andi nafnlaust smáljóð eftir Einar Má Guðmundsson: saklausu lömbin í biblíunni eru lærisneiðar á jólunum Kinar Mir Guðmundsson: ER NOKKUR f KÓRÓNA- FÖTUM HÉR INNI? bls. 14. Gallerí Suðurgata 7, 1980.) að segir kannski meira en mörg orð, að þegar ég fór að svipast um eftir jóla- lýsingum í yngri bók- menntum, varð mér heldur fátt til fanga og virðist andlegt verðfall jólanna hafa orðið til þess að þeirra er fremur sjaldan getið í nútímaskáldskap, miðað við það sem áður var, að minnsta kosti. Það eru til margar nútímalýs- ingar á vetri og snjókomu og skammdegi, en ekki jafn margar jólalýsingar. Mig langar að ljúka þessari litlu samantekt á prósa- ljóði eftir Jóhann Hjálmarsson. Ljóðið heitir „Aðventa" og ég leyfi mér að halda fram, að ljóð með þessu nafni hefði á öðrum tímum fjallað um komu jólanna, öðru fremur. En Jóhann Hjálmarsson er skáld samtímans og aðventa sú, sem hann lýsir, er aðventa sam- tímans: „Nónsólin skín á snjóinn kring- um Umferðarmiðstöðina og áætl- unarvagnarnir bíða í röðum eftir að leggja af stað. Gul strá standa upp úr mýrinni við flugbrautina og skýin fá á sig kynjamyndir eins og fyrirboðar um mikla atburði. En það gerist ekki neitt. Klukkan þrjú fer Selfossvagninn og lítil Piper Cub flugvél sem gæti verið frá fyrstu dögum flugsins virðist hreyfingarlaus í loftinu. Sólin lækkar á himninum og meðan hún hverfur bak við alhvítan Reykja- nessfjallgarðinn berast geislar hennar inn um rúður Umferðar- miðstöðvarinnar. Salurinn fyllist undarlegum roða svo að fólk týn- ist í glitinu og kemur ekki fram fyrr en á einhverjum fjarlægum stað.“ (Jóhann Hjálmarsson: DAGBÓK BORGARALEGS SKÁLDS, bls. 43. Hörpuút- gáfan 1976.) VERÐLAUNAGETRAUN HVAR? W«£HN P MAí Jt lS&.+i VIÐ I I Reykja- vlk geróist sagan um Vimma og fé- laga? 44. ; i S 6 * s | Svar ............................. HVORT? - jjíitiAj^nlíi/n ' Simone de Beauvoir karl eða ÉÉÉi kona? Svar HVAÐ? heitir bókin um telpuna sem sigraði timaþjófana og losaði menn við streituna? Svar ............................. LfcyH HVER? var „faðir samvinnuhreyfingarinnar"? Svar FYNN kæri herra HVER? ■ IV !■ ■ 1 ■ var það sem Anna litla talaði viö eins og vin sinn? k'A.moitat mK PW*S er3" hún ANNA Svar HVAÐ? heitir stelpan sem syngur með Alla á barnaplötunni? Svar ¥ Om Rétt svör sendist: ISAFOLD, Pósthólf 455,121 Reykjavik NAFÍT HEIMILISFANG SFMI 1. verólaun eru þrjár af ofangreindum bókum/hljómplötu. 10 aukaverólaun eru ein bók/hljómplata af ofangreindu. Dregið veróur úr réttum lausnum á Þorláksmessu — vió hringj- um eða skrifum til vinningshafa. Góóa skemmtun! ÍSAFOLD . ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.