Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.12.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 Fimm skipverja á línuveiöaranum Fróða frá I»ingeyri voru drepnir er kafbálur réðist á skipið um 200 sjómíl- ur frá Vestmannaeyjum, hinn 11. marz 1941. Skothríðin dundi á skipinu í heila klukkustund, með nokkrum hléum -- virtist það beinlínis vaka fyrir kafbáts- mönnum að murka lífið úr sem flestum skipverja og varna því að þeir ksemust í bátanna. Ekki voru menn á eitt sáttir um hverrar þjóðar kafbáturinn var. Sverrir Torfason, matsveinn, var einn skipverja og fór ég fram á viðtal við hann um þessa atburði. Sú spurning kynni að vakna hjá einhverjum, hvaða tilj{aní{i það þjóni að rifja upp harmleik sem þennan, sem sýnir lágkúrulega grimmd og ómennsku styrjalda umhúðalaust. Frásögn sem þessi er altént nokkurt mót- vægi við þá glansmynd sem nú er gjarnan dregin upp í kvikmyndum af styrjöldum fortíðarinnar, og þeim hetj- um sem þar voru strengbrúður óbilgjarna stjórnmála- manna. RÆTT VIÐ SVERRI TORFASON MATSVEIN VIÐTAL: BRAGI ÓSKARSSON „Hvenær ég byrjaði til sjós? Ja, ég hef eiginlega verið á sjónum alla mína hunds og kattar tíð — ég byrjaði sem stráklingur, fyrst á árabátum en síðan á trillubátum í Bolungarvík, þar sem ég er fædd- ur og uppalinn," sagði Sverrir. „En eiginlega sjómennsku hóf ég á úti- legubátum frá ísafirði, þá 15 ára gamall. Það var auðvitað í gegnum kunningskap eins og gengur, að ég fékk pláss svona ungur. „Var ráðinn í að komast í siglingar“ Eftir að hafa verið á sjó frá ísa- firði um nokkurn tíma fór mig að langa til að hleypa heimdraganum og skoða mig um í heiminum — ég var ráðinn í að komast í siglingar og fór ég til Reykjavíkur í því skyni árið 1940. En þegar suður kom þótti mér heldur betur syrta í álinn, því það var ekki nokkur leið að komast í skiprúm — sama hvar maður tíu. Það voru skip alstaðar um- hverfis okkur og máttum við þakka fyrir að verða ekki keyrðir niður þarna, því skipin héldu öll sinni stefnu og hraða án minnsta tillits til okkar, og voru þar að auki mikið hraðskreiðari en skút- an. Okkur tókst með naumindum að krussa fyrir þau öll og sleppa — þó oft munaði litlu. . Leiðin til baka gekk greiðlega, við fengum meðvind og fórum alla leið á lensi. Það var mjög hvasst með köflum og ferðin heim tók ekki nema fjóra sólarhringa — enda man ég að seglin voru orðin illa farin þegar við komum til Reykjavíkur. Þar lögðust við við Togarabryggjuna og sé ég að Fróði liggur þar við bryggjuna. Fróði var 123 lesta línuveiðari og þótti glæsilegt skip á sínum tíma. Ég frétti að þá vantaði matsvein og var ég svo ráðinn á Fróða. Ég sigldi svo með honum einn túr til Englands, en ekkert sögulegt gerð- ist á þeirri siglingu." Annars var gott í sjóinn og sigl- ingin gekk ágætlega. Ég lagði mig skömmu eftir að við héldum af stað en vaknaði upp skömmu fyrir miðnætti. Ég veit eiginlega ekki við hvað ég vaknaði, nema mér fannst eins og það væri óhugnan- leg kyrrð í káetunni — það var eins og eitthvað illt lægi í loftinu. Mér tókst þó að hrista þetta af mér og sofnaði von bráðar aftur. „Sé að brúin er öll sundur sprengd stjórn- borðsmegin“ Ég vakna svo við það um morg- uninn að einhver kemur niður í káetuna og hrópar að það sé verið að gera áras á okkur. „Hvers konar árás?“ segi ég í svefnrofanum. „Ég veit það ekki en það er skot- ið á okkur — ætli það sé ekki hel- vítis Bretinn að nota sjensinn," kallar hann og er farinn með það. Ég er nokkra stund að klæða mig Sverrir Torfason /í rásin á Fróða Á myndinni sést óglöggt hvernig skutur björgunarbátsins á Fróða hefur hreinlega sagast í sundur í kúlnahríðinni, en talið var að kafbáturinn hefði ta-mt á hann úr heilli pönnu, sem er 600 skot. Þeir bræðurnir tiunnar og Stcinþór stóðu við bátinn er þeir særðust til ólífis. reyndi fyrir sér, hvorki á fraktara né togara. Mér var sagt að eini sénsinn væri ef maður væri kokk- ur eða reyndur kyndari. Ég afréð því að fara á matsveinanámskeið sem þá voru haldin á Hótel Skjaldbreið, sem var eitt af stóru hótelunum í bænum á þessum tima. Nú, þegar ég hafði lokið þessu námskeiði fékk ég pláss sem matsveinn á færeyskri skútu sem hét „Tve Systkin". Þetta var 200 lesta skúta, búin hjálparvél, og sigldi héðan með fisk til Éng- lands." — Og þar með ert þú kominn í siglingar. „Já, við sigldum frá Vestmanna- eyjum til Fleetwood í Englandi og vorum hvorki meira né minna en ellefú sólarhringa á leiðinni — veðrið var alltaf á móti og þetta var stanzlaus barningur. Þetta eru ekki nema um 900 sjómílur, þann- ig að þú sérð að ekki hafa dagleið- irnar verið langar hjá okkur. A leiðinni heim gekk aftur greiðar en þá vorum við líka hætt komnir. í írska kanalinum lentum við í svarta þoku og þegar við komun framúr honum vitum við ekki fyrr til en við erum staddir í miðri skipalest — þetta var heil borg af skipum, líklega ekki færri en átta- „Þessi ferö lagðist illa í mig frá byrjun“ — Hvernig var að sigla á stríðs- árunum — bar mikið á því að menn óttuðust árásir? „Nei, maður varð ekki beinlínis var við að menn væru hræddir, en eflaust hefur ótti stundum hvarfl- að að mönnum, því auðvitað viss- um við að kafbátar Þjóðverja voru þarna um allan sjó að skjóta niður skip sem virtu ekki hafnbannið á Bretland. Eflaust hafa allir hugs- að sitt þótt þeir létu ekki á neinu bera. Ég þekkti þessa menn heldur ekki mikið — var aðeins búinn að vera einn túr, og svo er kokkurinn alltaf dálítið sér á parti og þess vegna lengi að kynnast öðrum skipverjum." — Og svo leggið þið af stað aft- ur til Englands. „Já, og einhvern veginn lagðist sú ferð illa í mig allt frá byrjun. Við lögðum af stað frá Reykjavík um eftirmiðdag og skipstjórinn flautaði þegar við lögðum frá til að kveðja fólkið sem stóð á bryggj- unni — hann flautaði óvenju lengi og mér fannst eins og flautan ætl- aði aldrei að hætta. Þetta hafði einhvern veginn ekki góð áhrif á mig, og ég man að ég velti þessu fyrir mér. og heyri að það er skotið á skipið öðru hvoru — og fór ég svo upp í eldhús. í því kemur kúla þvert í gegnum eldhúsið — inn í kýraugað stjórnborðsmegin og út hins veg- ar. Við þetta áttaði ég mig fyrst á hve ástandið var alvarlegt og snaraðist niður aftur til að klæða mig betur — því mér var orðið ljóst að við þyrftum ef til vill að yfirgefa skipið. Erum við fjórir saman þarna í káetunni og vissum ekki hvað við ættum til bragðs að taka — skipið var ferðlaust og alltaf ríður á því eitt og eitt skot. Skyndilega heyrum við afskap- legan skotdyn og augnabliki síðar feikna sprengingu svo skipið hristist allt stafna á milli. Ég réð- ist þá strax til uppgöngu, sem ég sé nú að var heimska — á leiðinni upp kalla ég á Benedikt Halldórs- son kyndara, sem var með okkur í káetunni og bið hann að fylgja mér, en hann gegnir því engu. Þegar ég kem upp á bátadekkið sé ég að brúin er öll sundursprengd stjórnborðsmegin og þar liggja tveir skipverjar í blóði sínu. í dyr- um „bestikk“-húsins lá Sigurður Jörundsson stýrimaður látinn — þar inni var allt umturnað, ljósin voru slokknuð og ofnpípa, sem lá þarna upp, hafði sprungið, — spýttist úr henni gufusvækja svo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.