Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 23 Ásgeir Þórhallsson Smásagna- safn eftir Asgeir Þórhallsson KOMIÐ er út smásagnasafn eftir Ásgeir I>órhallsson og nefnist það „Dagurinn sem Óli borðaði sósuna með skeiðinni“. „Hér er um fimm smásögur að ræða, sem tengjast þó hver annarri. Sögurnar eru skrifaðar í 1. persónu og fjalla um sama mann- inn. Söguþráður er samfelldur, þannig að bókina má lesa sem heila sögu,“ sagði Ásgeir l>órhallsson I samtali við Mbl. „Fyrsta sagan hefst á íslandi — söguhetjan heldur til Kaup- mannahafnar í leit að sjálfum sér. Hann upplifir margt — þannig segir fyrsta sagan af útileguferð að Laugarvatni, önnur er um falskan draum um vændiskonur, sú þriðja segir frá einmanaleika á stúdentagarði í Kaupmannahöfn, sú fjórða hve örlagaríkt það getur verið að borða sósu með skeið og loks er aðalsöguhetjan komin til Islands á nýjan leik og finnur frelsi sitt í rykugu veski á Þing- vallaveginum — bókin er mixtúra af sannleika og lygi,“ sagði Ásgeir Þórhallsson. FUGLAR Rit Landverndar um fugla komið út FUGLAR nefnist rit Landverndar, sem var að koma út og er það 8. ritið í ritröðinni um umhverfismál. Ritið fjall- ar um íslenzka fugla og eru í því sjö yfirliLsgreinar um þær fuglategundir sem verpa hér á landi eða eru árvissir gestir. Sagt er frá lifnaðarháttum fugla og þeim þáttum, sem mest áhrif hafa á viðgang stofna og rætt um samskipti fugla og manna. Er í þessu riti fróðleik- ur, sem ekki er völ á annars staðar. Mikið er af myndum í bókinni, bæði svarthvítum og í.lit og sýna um 65 tegundir fugla. Einnig er mikið af töfl- um og teikningum. í ritið skrifar Ævar Petersen um sjófugla, Agnar Ingólfsson um máfa, kjóa og skúma, Arnþór Garðarsson um andfugla og aðra vatnafugla, Árni Waag Hjálmarsson um vað- fugla, Arnþór Garðarsson um núp- una, Kjartan G. Magnússon og Olaf- ur K. Nielsen um ránfugla og uglur og Kristinn Haukur Skarphéðinsson um spörfugla. Aftast er ritaskrá og atriðisorðaskrá, svo auðvelt er að fletta upp í ritinu. Rit þetta er samstætt sjöunda rit- inu í röðinni um villt spendýr og plöntur og heimkynni þeirra. Arnþór Garðarsson ritar inngang. Elsku mamma Þessi bók hefur valdið mikilli umræðu, vegna þess hve hreinskilnislega er hér sagt frá. Sagan er sögð frá óvenjulegu sjónarhorni. Hún er skrifuð af Christinu, dóttur hinnar þekktu leik- konu Joan Crawford. Heimilislíf þekktra kvikmyndastjarna er ekki neinn dans á rósum, og oft er þar stormasamt. Margt kemur hér á óvart, sérstaklega fyrir þá sem ekki þekkja stjörnur eins og Joan Crawford nema í kvikmyndum. Margir neita því að trúa að uppá- hatdsstjarnan þeirra hafi átt eins brogað lif og hér er lýst. Hér segír dóttir sögu móður sinnar og dregur ekkert undan. Hver og einn verður að meta fyrir sig, eftir lestur þessarar merkilegu bókar. flJ) PIOMEER x-noo HI-FI SYSTEM 3ja ára ábvrqð Eins og þú sérð hana.. er jólatilboð okkar . HLJOMBÆR HÉH Alfhóll, Slglufirðl — Eyjabær, Vestmannaeyjum — Ennco, Neskaup- sfað — Fataval, Keflavík — Hornabær, Hornafirði — KF Rangælnga Hvolsvelli — KF Borgfiröinga. Borgarnesi — MM, Selfossi — Portið, Akranesi — Patróna, Patreksfirði — Paloma, Vopnaflröt — Rögg, Akureyri — Radióver, Húsavik — Skógar, Egilsstöðum — Sig. Pálma- s°n. Hvammstanga — Stálbúðin. Seyðisfirði — Seria, isafirði „ „r.—. mPiOMeen SÍMI 2599! HLJOM'HEIMIUS-SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 17244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.