Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.12.1982, Blaðsíða 32
^/Vskriftar- síminn er 830 33 ^Auglýsinga- síminn er 2 24 80 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1982 Landsvirkjun: Rekstrarhallinn um 200 milljónir HALLINN af rekstri Landsvirkjun- ar verður í námunda við 12 milljónir dollara, eða sem nemur um 198 milljónum króna á þessu ári, sam- kvæmt upplýsingum, sem komu fram á blaðamannafundi hjá iðnað- arráðherra í gærdag. Rekstrarhalli fyrirtækisins var á liðnu ári um 5,4 milljónir króna og hefur því liðlega 36-faldast á milli ára. Aðalástæðan fyrir þess- um aukna rekstrarhalla er sú, að fjármagnskostnaður af byggingu Hrauneyjafossvirkjunar kemur nú af fullum þunga inn í reikninga fyrirtækisins. Reyndar eru fyrstu árin eftir byggingu virkjana fyrirtækinu jafnan erfið í skauti, eins og nú. Þess má geta, að fyrirtækið tók í vikunni 330 milljóna króna lán í Sviss til greiðslu á ýmsum eldri og óhagstæðum lánum vegna Hraun- eyjafossvirkjunar. Gæzluvarðhalds- kröfum hafnað KRÖFU Rannsóknarlögreglu ríkis- ins um framlengingu gæzluvarð- halds yfir manni, sem úrskurðaður var í gæzluvarðhald um miðjan des- ember, grunaður um að hafa haft samræði við ungar stúlkur, var hafn- að í Sakadómi Reykjavíkur í gær. Lögreglan með tvo kranabíla REIKNA má með, að jólaumferðin nái hámarki í dag og þar sem mikið hefur borið á því að undanförnu, að menn leggi bílum sínum ólöglega og jafnvel hættulega, hefur lögreglan ákveðið að taka tvær kranabifreiðar í þjónustu sína. Hyggst lögreglan nota þær til að fjarlægja bifreiðar, sem er ólöglega lagt. Hinir brotlegu verða síðan að greiða 350 króna flutningskostnað og a.m.k. 150 króna sekt er hann vitjar ökutækis síns á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Krafa RLR var meðal annars byggð á 67. grein hegningarlaganna, þar sem hætta er talin á, að mati RLR, að maðurinn endurtaki afbrot sín. Þá var kröfu RLR um framleng- ingu gæzluvarðhalds yfir manni, sem að undanförnu hefur komið mjög við sögu í þjófnaðarmálum, skjalafalsi og ránum, hafnað í Sakadómi Reykjavíkur í gær. RLR gerði kröfu um framlengingu gæzluvarðhalds til 26. janúar og að manninum verði gert að sæta geðrannsókn og er fallist á síðari kröfuna. Maður sá, sem grunaður er um að hafa haft samræði við ungar stúlkur, er 65 ára gamall og er grunaður um að hafa haft, með greiðslu í sumum tilvikum a.m.k., samræði við stúlkur allt niður í 13 ára gamlar. Hann var kærður eft- ir að foreldrar ungrar stúlku höfðu komnist að sambandi dóttur sinnar við manninn. Honum var sleppt úr haldi í gær. Málið er nú í höndum saksóknara til ákvörðun- ar um, hvort úrskurður Sakadóms skuli kærður. Maðurinn, sem grunaður er um þjófnaði og skjalafals, var hand- tekinn 8. nóvember síðastliðinn og úrskurðaður í gæzluvarðhald til 12. sama mánaðar og síðan aftur til 24. sama mánaðar. Hann var látinn laus 19. nóvember en var handtekinn nokkrum dögum síðar og þá úrskurðaður í gæzluvarð- hald til 22. desember. Maður þessi hefur, auk þjófnaðar og skjalafals, gert sig sekan um að ræna full- orðnar konur, en á síðustu mánuð- um hafa gamlar konur oft verið rændar, og stundum misþyrmt. m . "»■ ■ msS’f ''■***- • ' Dagur lengist um hænufet DAGINN er nú tekið að lengja á ný, um hænufet á dag, eins og stundum er sagt, því skemmstur sólargangur, vetrarsólstöður, voru í gær, 22. desember. Strangt til tekið er svartasta skammdegið því að baki, og þótt mörgum kunni að þykja langt til vors, þá eru ekki nema þrír mánuðir til vorjafndægurs. Meðfylgjandi mynd tók Ólafur K. Magnússon á hádegi í gær, á stysta degi ársins. Könnun á stööu málmiönaðarfyrirtækja: Steftiir í greiðslu- þrot og uppsagnir „STAÐAN er mjög alvarleg og sú könnun, sem við framkvæmdum hjá fyrirtækjunum, undirstrikar það, sem við sögðum áður, að fjölmörg fyrirtæki í greininni standa frammi fyrir greiðsluþroti á næstunni verði ekkert aö gert,“ sagði Skúli Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Meistarsam- bands járniðnaðarmanna, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir könnun þeirri, sem félagið fram- kvæmdi hjá félagsmönnum sínum á stöðu þjónustufyrirtækja við útgerð- ina, sem eiga um þessar mundir gríðarlegar fjárhæðir útistandandi hjá útgerðarfyrirtækjum, en þeim er ekki hægt að skuldbreyta eins og öðrum vanskilum útgerðarinnar. „Við erum ekki síður uggandi um hag fyrirtækjanna vegna þess Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Hvetur til að íslensk stjórnvöid mótmæli ekki hvalveiðibanni Boycott Japanese.Norwegian, lcelandic and Russian Goods 8TJORN Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hefur farið þess á leit við Stcingrím Hermannsson sjávar- útvegsráðherra, að hann beiti sér fyrir því að Islendingar mótmæli ekki samþykkt Alþjóðahvalveiði- ráðsins um bann við hvalveiðum. Gerði stjórn SH samþykkt um mál- ið hinn 14. desember síðastliðinn, og í gær gengu fulltrúar SH á fund ráðherra vegna sama erindis, að því er (iuðmundur H. Garðarsson blaðafulltrúi SH staðfesti í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkveldi. Að sögn Guðmundar er ástæða þessarar ályktunar SH sú, að í Bandaríkjunum hefur gætt mjög vaxandi andúðar almennings í garð þeirra ríkja, er hyggjast halda hvalveiðum áfram eftir 1986, er samþykkt Alþjóðahval- veiðiráðsins gerir ráð fyrir að hvalveiðum verði hætt. Alls sam- þykktu 25 þjóðir slíkt bann, gegn atkvæðum 7 þjóða, þar á meðal Islendinga. Sterk samtök í Bandaríkjunum hafa þegar byrj- að herferð gegn Long John Silv- er-samsteypunni, sem rekur 1.400 matsölustaði í Bandaríkjunum, og er langstærsti kaupandi af- urða frá SH. Er vaxandi þrýst- ingur á fyrirtækið að hætta að nota íslenskan fisk, haldi íslend- ingar hvalveiðum áfram. Eru bréf þegar tekin að berast til fyrirtækisins frá almenningi, og efnt hefur verið til mótmælaað- gerða við veitingahúsin. — For- ráðamenn Long John Silver hafa skýrt fulltrúum SH frá því, að þeir hafi hvorki mikinn vilja né getu til að berjast við sterka þrýstihópa vegna þessa, og voni þeir að ráðstafanir íslenskra stjórnvalda verði slíkar að ekki þurfi að koma til þess að þeir hætti að kaupa íslenskar vörur. Danskir þingmenn hafa sent Gunnari Thoroddsen, forsætis- ráðherra, bréf, þar sem þeir lýsa ánægju sinni með að íslendingar hafi ekki mótmælt banni við hvalveiðum, sem Alþjóðahval- veiðiráðið hefur samþykkt, og einnig kemur fram í bréfinu að Mynd úr dreifibréfi hinna sterku samtaka Animal Welfare Institute, þar sem fólk er hvatt til að snið- ganga japanskar, norskar, íslenskar og sovéskar vörur vegna hvalveiða viðkomandi þjóða. mótmæli Norðmanna séu nei- kvæð fyrir Norðurlönd í þessum efnum. Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, sagði í gær, að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort hvalveiði- banninu yrði mótmælt. Hins veg- ar sagði hann að eftir áramót yrði tillaga um mótmæli rædd á Alþingi, en tillöguna lagði Eiður Guðnason alþingismaður fram. slæma útlits í efnahagsmálum þjóðarinnar, sem blasir við á næsta ári. Við óttumst reyndar, að til nokkurs samdráttar komi á næsta ári, ofan á þau gríðarlegu fjárhagsvandræði, sem fyrirtækin eru í um þessar mundir," sagði Skúli ennfremur. v Skúli sagði jafnframt, að vegna slæmrar fjárhagsstöðu og fyrir- sjáanlegs samdráttar í starfsem- inni, að hætta væri á, að til upp- sagna starfsfólks myndi koma á næsta ári. „Okkar krafa í dag er því einfaldlega sú, að samfara þeim aðgerðum til hjálpar útgerð- inni, sem nú standa yfir, verði séð svo um, að hún geti greitt þjónustufyrirtækjum útistand- andi skuldir og staðið við aðrar skuldbindingar við þau,“ sagði Skúli Sigurðsson að lokum. Byggingarvísitala hækkar um 11,3% HAGSTOFA íslands hefur reiknað út vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í fyrri hluta desem- bermánaðar og reyndist hún vera I. 482 stig. Hún hefur því hækkað um II, 3% frá því í upphafi september- mánaðar, en þá reyndist vísitalan vera 1.331 stig. Vísitala byggingar- kostnaðar hefur á síðustu tólf mán- uðum hækkað um liðlega 63%, en í janúar sl. var hún reiknuð út 909 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.