Morgunblaðið - 05.02.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.02.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 1983 13 Sextugur: Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra Friðjón Þórðarson dóms- og kirkjumálaráðherra er sextugur í dag. Fæddur er hann 5. febrúar 1923 að Breiðabólstað á Fellsströnd í Dalasýslu, sonur Þórðar Krist- jánssonar hreppstjóra og konu hans, Steinunnar Þorgilsdóttur. Friðión lauk lagaprófi við Há- skóla Islands árið 1967. Hann var fulltrúi lögreglustjórans í Reykja- vík í átta ár, síðan í tíu ár sýslu- maður Dalamanna og annan ára- tug sýslumaður Snæfellinga. Öllum þessum störfum gegndi hann af dugnaði, samviskusemi og réttsýni og naut hvarvetna mikilla vinsælda. Hugur Friðjóns hneigðist snemma að stjórnmálum, og skip- aði hann sér undir merki sjálf- stæðisstefnunnar. Hann var í framboði til alþingis í Dalasýslu og síðar í Vesturlandskjördæmi, alþingismaður 1956—’59 og frá 1967. Hann hefur setið á tuttugu og þrem þingum. 8. febrúar 1980 tók Friðjón sæti í núverandi ríkisstjórn sem dóms- og kirkjumálaráðherra. Hann hef- ur verið athafnasamur í embætti og beitt sér fyrir mörgum umbóta- málum á sviði dómsmála og kirkjumála. Mun það álit forystu- manna í kirkjumálum, að vart hafi áður skipað sæti kirkjumála- ráðherra maður jafn áhugasamur og skilningsríkur um þau mál. Það sýndi pólitískan þroska og þrek, þegar þeir Friðjón Þórðar- son og Pálmi Jónsson ákváðu að styðja myndun ríkisstjórnarinnar og taka sæti í henni. í kjördæmi þeirra hefur hörð hríð verið að þeim gerð, svo að stundum hefur nálgast gerningaveður. En allt hafa þeir staðið af sér með manndómi, kjarki og vitsmunum. Kjósendur þeirra hafa vottað þeim slíkt yfirburðatraust í und- angengnum prófkjörum, að aðrir stjórnmálamenn mættu mæna þangað öfundaraugum, og gera það eflaust ýmsir — í leynum. Slíkur menningar- og mannúð- armaður, sem Friðjón er, á sér mörg hugðare(ni og áhugasviðið er vítt. Atthagatryggðin er með þeim hætti, sem Örn Arnarson lýsir: Það tekur tryggðinni’í skóvarp, sem tröllum er ekki vætt. Sagnfræði, byggðasaga, þjóðleg fræði, eru honum hugleikin. í sögu Dalamanna og í Sturlungu standa honum fáir á sporði. Tónlistin er hugstæð Friðjóni og hans fólki og söngurinn líf hans og yndi. Sjaldan mun fólk saman komið á Breiðabólstað án þess að tekið sé lagið. Sjálfur er Friðjón söngmaður mikill og var einn fjór- menninganna í söngflokknum „Leikbræðrum", sem í fullan ára- tug auðgaði tónlistarlíf lands- manna og vakti víða gleði og að- dáun. Friðjón var foringi Leik- bræðra á öllum þeirra söngferli. Friðjón hefur verið sá lánsmað- ur í lífinu að eignast að lífsföru- naut slíka afbragðskonu sem Kristín er Sigurðardóttir. Þau eiga fimm mannvænleg myndar- börn. Innilegar árnaðaróskir til Frið- jóns og fjölskyldu hans frá okkur Völu. Gunnar Thoroddsen (oWtágeng^. einn>9 Pa a emu s.m- téttingunv^|ar þér nenwr u"artOriðje>^ tali. --- QaQnarssöt' h »<077 Krist«nn Bag ^ sírnl 4107 Kársnesbra Kópav°9'- pmiajk LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMOT HF. Til sölu Playmouth Duster árg. Verö 20 þús. Uppl. í síma 92-3608. 1973 í daglegri notkun. OMRON búöarkassar fyrir minni og stærri fyrirtæki fyrirliggjandi. A % SKRIFSTOFUVELAR H.F. ___ r<5’ Hverfisgötu 33 Simi 20560 Handriðin frá G.T. eru líka húsgögn. GT HÚSGÖGN H.F. Smiðjuvegi 6, Kópavogi sími 74666. Opiö laugardag frá 10—18 Opið sunnudag frá 14—16 OMRON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.