Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.02.1983, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1983 1« UalwffMÉ Pnn S.nJic.li ,}Vicí> ver^um oÍ> borcSc*. uti) bracónstin er biluð-" mmm ást er ... TM Rao U.S. Pat. Off.—all rights reserved ©•J933 Loe Angaéas Ttmee Syndicate Þetta heitir ekkert annað en gá- laust flug hjá þér! HÖGNI HREKKVÍSI Endurtakið þennan þátt og birtið hann í blöðum B.A. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri áskorun um, að þáttur Vigfúsar Geirdals, Vinnu- vernd, sem fluttur var á þriðju- dagsmorguninn kl. 11.30, verði endurtekinn og helst birtur í blöð- um. Þátturinn fjallaði um leysi- efni, sem flutt eru inn og notuð í iðnaði, einkum málningariðnaði, á rannsóknastofum og víðar og víð- ar. Þeir sem vinna með þessi efni eru í mikill og stöðugri hættu, jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því. Það hefur komið í ljós í Dan- mörku, að fólk á aldrinum 20—30 ára hefur orðið fyrir varanlegum heilaskemmdum vegna þess að það hefur þurft að vinna með leysiefni við ófullnægjandi að- stæður. Og tjónið er óbætanlegt. Það verður að leggja áherslu á, að ekki er nægilegt að fá hreint loft inn á vinnustaðina, heldur þarf einnig að draga mengaða loftið út. í þættinum voru nefnd Brunabótamatið: Upplýsingarnar koma mér spánskt fyrir sjónir Jón Guðmundsson, Hafnarfirði, skrifar: „Ég vil þakka Héðni Emilssyni, deildarstjóra hjá Samvinnutrygg- ingum, fyrir svör hans um bruna- tryggingar sumarhúsa í Grims- neshreppi, sem komu til vegna fyrirspurna minna í Velvakanda 27. janúar 1983. Héðinn telur iðgjöld af bruna- tryggingum húsa hér á landi ein- hver þau lægstu í heiminum og segir orðrétt: „Enda kostar það ekki nema 36 aura á hvert þúsund af hrunabótamati hvers húss að tryggja það gegn eldsvoða I eitt ár...“ Þar sem ég hefi verið að skrifa um gjöld af sumarhúsum, koma mér þessar upplýsingar spánskt fyrir sjónir. Brunabótamat á sumarhúsi mínu 1. janúar 1983 er kr. 469.200.- iðgjald er kr. 404,- eða 860 %o. Einnig kemur fram í svari Emils Héðinssonar, að algengt sé að sveitahreppum sé veittur af- sláttur og fái t.d. Grímsneshrepp- ur 15% afslátt. Hvergi er þessa afsláttar getið á minni kvittun. Ég vil því biðja Héðin Emilsson um nánari skýringar á fyrr- nefndu. Að lokum vil ég geta þess, að í Hafnarfirði á ég íbúðarhús, sem tryggt er hjá Brunabótafélagi ís- lands. Húsið er úr steinsteypu; þar er brunabótamat kr. 1.931.000.-, iðgjald er kr. 444,10 eða 23%o. Kunningi minn, sem á íbúðarhús í Hafnarfirði, byggt úr timbri, greiðir 54 %o. Ég vil að þetta komi fram til samanburðar. Að lokum vil ég þakka þeim fjölmörgu, sem haft hafa samband við mig vegna þessa máls.“ ýmis eitrunareinkenni, sem fólk á áreiðanlega erfitt með að átta sig á, oft á tíðum, að stafi af fyrr- nefndum ástæðum af því að því hefur ekki verið bent á hættuna. Ég kannast við sum þessara ein- kenna af eigin raun, svo sem slen og þreytu, en það er ekki öll sagan. Þetta eru lífræn efni sem leysa upp fitu og ráðast á fituvefi líkam- ans, valda skemmdum á mið- taugakerfinu og geta valdið blóð- krabba. Þá getur fólk orðið fyrir hjartsláttartruflunum og fengið starblindu. Áfengisþol mjnnkar að mun og getur slíkt haft hættu í för með sér, ef viðkomandi gerir sér ekki grein fyrir ástandi sínu. f þættinum var minnst á svo- kallaðar persónuvarnir gegn þess- um efnum, en það eru tiltæk ráð sem þeir nota, sem starfa á breyti- legum vinnustöðum, þ.e. fara stað úr stað, eins og t.d. málarar. Þarna er t.d. um að ræða grímur hvers konar og þá er ekki sama hvaða tegund af grímum er notuð í hverju tilfelli. Sumar grímur hleypa leysiefnum í gegnum sig, þó að þær haldi ryki. Þarna eiga margir mikið á hættu, t.d. fólk í málningariðnaði, fólk sem vinnur með hvers konar límefni, fólk á rannsóknarstofum, fólk í prentiðnaði o.fl. o.fl. Þessi þáttur stóð aðeins í fimm- tán mínútur og þar var aðeins fjallað um aðalatriði. Þau þyrftu að komast á prent, svo að fólk sem málið snertir, gæti haft leiðbein- ingarnar uppi á vegg hjá sér á vinnustað. Fram kom, að upplýs- ingar um ástand þessara mála hér hjá okkur eru af skornum skammti, en víðtækar rannsóknir hafa farið fram erlendis á vegum heilbrigðisyfirvalda í hverju landi. Mér finnst mikið í húfi, að heil- brigðisyfirvöld hér á landi láti einskis ófreistað við að nýta sér niðurstöður þessara erlendu rann- sókna og komi niðurstöðum þeirra sem fyrst áleiðis til almennings í aðgengilegu formi. Að vita hver messar á hverj- um stað Jóhanna Guðmundsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég geri talsvert af því að fara út úr bænum í stuttar ferðir og hef þá oft gaman af því að fara í kirkjur hér í kringum Reykjavík. Nú eru messur auglýstar hjá ykk- ur í föstudagsblaðinu, en oftast er aðeins „sóknarprestur" undir auglýsingunni. Mig langar til að beina þeim ummælum til presta, hvort þeir vildu nú ekki vera svo góðir að auglýsa messurnar undir nafni sínu. Það er bæði gaman og fróðlegt að vita það, þegar maður er á ferðinni, hver er að messa á hverjum stað. Þjóðaratkvæði um vísitöluna Kristján Jónsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það er nú verið að ræða fram og aftur um þessa ólukkans vísitölu, þessa vitleysu, og það virðist ekki vera nein samstaða um að koma henni fyrir kattarnef. Væri ekki rétt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um, hvort gripið skuli til þess að af- nema hana eða ekki? Mér finnst tími til kominn að þjóðin fari að leggja eitthvað á sig til þess að vinna sig út úr þessari dellu; það er sýnilegt að þingmennirnir hafa ekki pardóm í sér til þess að hafa frumkvæði um þetta. Eftir höfðinu dansa limirnir Böðvar Bjarnason skrifar: „Heiðraði Velvakandi. Ég bið þig að setja eftirfarandi í dálka þína. Ég varð undrandi þegar ég las það í dag í Morgunblaðinu, 11. febrúar, að hvorki meira né minna en 7 ráð- herrar og 6 ráðuneytisstjórar ættu að fara á þing Norðurlandaráðs, svo og 6 þingmenn og konur þeirra flestra. Ég býst við því, að það blöskri fleirum en mér, því að þessir sömu menn hrópa til þjóðarinnar að þörf sé á sparnaði. Þarf nokkurn að undra, þó að virðing þjóðarinnar fyrir Alþingi fari þverrandi? Það eina sem þingmenn geta komið sér saman um er að fjölga sjálfum sér, þ.e. þingsætum, svo að fleiri komist á stallinn. Ég óska eindregið eftir því, að birtur verði sundurliðaður kostnað- arreikningur vegna þessarar dæma- lausu ferðar þingmanna á Norður- landaráðsþingið. Að síðustu óska ég, að allir þessir heiðursmenn, sem við höfum kosið til að sitja á Alþingi, fari að sinna vandamálum þjóðarinnar, sem ég tel að flest séu heimatilbúin. Og f því starfi þarf að sýna alvöru f hverju máli, en ekki einblína á stjórn og stjórnarandstöðu. Eins og eflaust margir muna er til gamall málsháttur sem segir: Eftir höfðinu dansa limirnir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.