Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 9 ÉöamM œeID Umsjónarmaður Gísli Jónsson 183. þáttur Burðarás er sama og mátt- arstólpi, sá ás sem ber eitthvað uppi. Burðarliður er alls ekki hið sama. Þegar eitthvað er að fæð- ast, geta menn sagt að það sé í burðarliðnum. Tilefni þessara orða er það, að samstarfsmaður minn sagð- ist hafa heyrt í útvarpinu, í fréttaþætti frá Danmörku, svo til orða tekið, að verksmiðjurn- ar margfrægu og rosknu, sem framleiða Carlsberg- og Tu- borgöl, þær væru burðarliðir dansks menningarlífs á ýmsum sviðum. Hér virðist maðurinn hafa ruglast illilega. Væntan- lega hefur hann ætlað að segja að þessar verksmiðjur styddu eða bæru uppi danskt menning- arlíf að einhverju leyti. En vissulega er dönsk menning eldri en svo að hún sé í burðar- lið þessara títtnefndu fyrir- tækja. Gunnar Bjarnason í Reykja- vík átti við mig langt símtal út af dýraheitum í síðasta þætti. Ég vona að hann geri mér bréf úr meginefni máls síns, en eigi að síður ætla ég að minnast hér á nokkur orð sem við töluðum um í símann. Karldýr laxfiska heitir hæng- ur. Á uppruna þess eru fleiri skýringar en ein. Ég ætla um sinn að setja þá fram sem mér þykir tækilegust. Til er hór í merkingunni krókur. Talað var um hóbönd á pottum í hlóða- eldhúsum. Neðri skoltur karl- laxins beygist upp í krók. Skyldi hann ekki vera nefndur hængur þess vegna? En orðsins hingst, sem í skyldum málum merkir graðfoli, veit ég engin merki í íslensku. Aftur á móti þekki ég orðið reini í þessari sömu merkingu. Best man ég eftir því í Hrím- gerðarmálum, en þau eru hluti af Helga kviðu Hjörvarðssonar: (in«KHja myndir, Atli, ef geldur né værir, hrettir sinn Mrímgeróur hala. Aftarla hjarta hygg aó þitt, Atli, sé, þólt hafi reina rödd. Og næsta vísa hefst á orðun- um: Reini mun ek þér þykkja. Orðið reini á sér mörg frænd- yrði í öðrum germönskum mál- um, svo sem dönsku vrinske = hneggja og sænskum mállýsk- um vrinsk = graðfoli. Stedda kemur fyrir í merkingunni meri, stóðmeri. Svo hafa menn kallað að það væri sambærilegt við stóð (sbr. ledda og lóð, edda og óður) og sjálfsagt er þetta skylt forn- enska orðinu stæda = graðfoli. Um apal- í samsetningum eins og apalgrár, apalgengur og apalhraun ætla ég að biðja skýr- inga frá lesendum. Sögnin að tendra tekur með sér þolfall. Ég tendra ljósið. Páli Helgasyni á Akureyri þótti að vonum álappalegt það les- mál sem hér fer á eftir: „Á sunnudaginn fer fram at- höfn á Austurvelli í Reykjavík þegar tendrað verður jólatré því sem Oslóarbúar gefa Reykvíkingum." Úr sama blaði hafði Páll þennan afkáralega samsetning: „... að íslend- ingar yrðu að varast að glata ekki brageyranu er íhugunar- efni.“ Ég held það fari að verða íhugunarefni, hvort brageyrað skipti miklu, ef ekki er hægt að skrifa og tala óbundið mál með allmiklu skaplegri hætti en þessum. Svo er hér að lokum úr Pálsbréfi dæmi þess að stagl- stíllinn er enn í fullu fjöri þrátt fyrir marga atlöguna: „Get ég nefnt að British Airways tapaði á síðasta ári allt að tveimur og hálfri milljón dollara á dag á síðasta ári.“ Jæja, við vitum þá að minnsta kosti að þetta mikla tap var í fyrra. Mig rámar í erfiljóð sem endaði á þessum áhrifamiklu braglínum: llér er orðió heljar stjörnuhrap, 1 OO't, það er mikið tap." Vinur minn, Sverrir Páll, sendir mér svo skörulegt bréf að ég hlýt að hneigja mig í þökk og birta það eins og það leggur sig: „Gísli minn. Nú þykir mér orðið marggef- ið tilefni að senda bréf milli húsa. Morgunblaðið okkar í gær fyllir þó mælinn — og það svo um munar. Mér hefur lengi verið þyrnir í augum og raunar undrast að svo greint fólk sem Norðlend- ingar létu draga sig ofan í þann aurna poll að taka sér í munn orð á borð við SNJÓSLEÐA. Þessi skepna er þó orðin svo eftirsóknarverð að hún virðist hafa verið veidd nokkuð að undanförnu og ekki allir verið á sama máli um það. Að minnsta kosti segir Moggi: „Skiptar skoðanir á snjósleðaveiðum.“ í fyrsta lagi get ég alls ekki skilið hvað rekur fólk til að tala um snjósleða. í ungdæmi mínu léku börn sér á sleða þann tíma ársins sem þau héngu ekki á tunnubarmi á síldarplani. Og sleðar voru margskonar: spark- sleðar, magasleðar, sumir töl- uðu um skíðasleða og jafnvel stýrissleða ef stýri var á. Sleða notaði enginn óvitlaus nema í snjó. Sleði rennur nefnilega. Sumir vissu að vísu af annars konar sleðum, til dæmis leiðin- lega lötum mönnum eða þeim tækjum sem heysátur voru dregnar á til hlöðu í sveitum. En það var allt annað mál. Upp rann sú tíð að hingað komu farartæki, einbeltungar drifnir af vél. Málklúðursmeist- arar á borð við þá sem fundu ekkert einfaldara nafn á skelli- nöðru en — létt bifhjól eða — reiðhjól með hjálparvél — settu nú af stað hugsunarhjólið og gáfu einbeltungnum nafnið BELTABIFHJÓL. Það notar náttúrulega enginn enda með öllu ómögulegt að skilja slíka samsuðu — að minnsta kosti held ég að lengi megi leita til að finna fráleitara nafn eða asna- legra á þetta farartæki. Upp komu vísir menn sem kölluðu einbeltunginn VÉLSLEÐA og það er ágætt nafn. Snjósleði, sem mér skilst að ættað sé að sunnan, er hins vegar jafn- fáránlegt og talað væri um vegbíl, svellskauta, naglfest- ingarhamar eða fótaskó. Sleði er notaður í snjó, a.m.k. alltaf þegar hann er farartæki. Sé hann drifinn af vél má hann heita vélsleði en vélknúinn ein- beltungur er í sjálfu sér ekkert tengdari snjó en magasleði — nema síður sé. Velvakandi er gjarn á að birta rugl. Síðast þetta með sleðaveiðarnar. Láir þú mér að leggja í fyrrgreinda fyrirsögn skilninginn að menn séu ekki á einu máli um það hversu skuli veiða sleða? Eða jafnvel að menn sem voru að veiða sleða hafi orðið ósammála? Eða ætli sé nokkur von til þess að blöðin hætti að nauðga mannamáli?" Stykkishólmur: Góa heils- ar með góðu veðri Stykkishólmi, 20. rebrúar. EFTIR rigningar og þíðviðri und- anfarna daga er jörð nú svo að segja alauð. Góa heilsar með góðu veðri, sól og sunnan andvara. Mikill snjór er þó enn í hlíð- um fjalla og hefir sá snjór sem fallið hefir eftir áramót verið vel notaður af börnum og ungl- ingum til skíðaiðkana og hafa íþróttakennarar stutt vel að því. Margir hafa í vetur keypt sér skíði. Þá hafa frjálsíþróttir verið æfðar hér og ýmsar aðrar íþróttir og má telja þar grósku í. 83000 Parhús viö Reynimel Vandað parhús á einni hæð um 120 fm. Samliggjandi stofur, 3 svefnherb., baðherb., eldhús með borðkrók, þvottahús og geymsla innaf eldhúsi. (Einkasala). Kjarrhólmi Kóp. Vönduð og falleg 4ra herb. íbúð á 4. hæð í blokk. Stór stofa, 3 svefnherb., flisalagt bað, fallegt eldhús með borðkrók og búr innaf. Sér þvottahús í íbúðinni. Stórar suðursvalir. í kjallara góð geymsla og mikil sameign. (Einkasala). Sérhæð við Bústaðaveg Góð 4ra herb. sér efri hæð í tvíbýlishúsi, ásamt risi, sem er harövið- arklætt. Verð 1150 þús. (Einkasala). Við Hofteig Falleg og góö 3ja herb. kjallaraíbuð um 85 fm. Stór stofa, svefn- herb., gott baðherb., eldhús og bað. Nýtt tvöfalt gler. Nýir gluggar. Nýjar leiðslur úr eir meö Danfoss á öllum ofnum. Stór trjágaröur. Tvær góöar geymslur. Gott þvottahús. Samþykkt. Viö Hrísateig Góð 3ja herb. íbúö um 55—60 fm. Ný eldhúsinnrétting. Lagt fyrir þvottavel í eldhúsi. Nýr sturtuklefi i baðherbergi. Sór inngangur. Samþykkt. (Einkasala). FASTEICNAÚRVALIÐ 10 ARA1973-1983 Silfurteigil Sölustjóri: Auðunn Hermannsson. Kristján Eiríksson hæstaréttarlógmaður Til sölu Glæsilegt einbýlishús 136 fm + tvöfaldur bílskúr. Verö 720 þúsund. Hagstæðir greiösluskilmálar. Uppl. í síma 92-8294. FASTEIGIMAMIOLUIM SVERRIR KRISTJÁNSSON LINDARGÖTU 6 101 REYKJAVÍK Opið í dag 1—5 Lokað á morgun, sunnudag Hafnarfjörður einbýlishús við Jófríöastaöaveg Til sölu eitt af þessu gömlu og sjarmerandi húsum í Hafnarfirði. i kjallara eru 2 herb., þvottaherb. og geymsla. Á hæðinni eru sam- liggjandi stofur, hol og eldhús með nýrri innréttingu. i risi eru 3—4 svefnherb. og gott bað. Á hanabjálka er mikið geymslurými. Bíl- skúr, trjágaröur. Verö 2 millj. Ákv. sala eöa skipti á 2ja herb. ibúö. Norðurbær Hafnarfirði einbýli — tvíbýli Til sölu ca. 340 fm einbýlishús ásamt ca. 45 fm bilskúr. Til greina kemur aö taka minni eign upp í. Teikning og nánari upplýsingar á skrifstofunni. Lindarhvammur Kóp. einbýli — tvíbýli Til sölu stórt hús á skjólgóöum stað rétt viö Skrúögaröinn. Húsiö skiptist í 60 fm 2ja herb. nýja íbúð og ca. 115 fm 4ra—5 herb. íbúð á aðalhæð ásamt 2 herb. og geymslum o.fl. í kjallara. Innbyggður bilskúr. 900 fm lóð. Gott útsýni. Húsiö er að miklu leyti ný endur- byggt þó ekki alveg fullgert. Til greina kemur aö taka minni eign upp í. Seljahverfi einbýli Til sölu ca. 150—160 fm einbýlishús á 900 fm hornlóð. Stórfallegt útsýni. Húsiö er ekki alveg fullgert. Möguleiki á lítilli einstaklings- íbúð. Skipti á raöhúsi í Fossvogi koma til greina. Einbýli í Blesugróf Til sölu vandaó 140 fm einbýli ásamt bilskúr. Stór verönd meö hitapotti. Ræktuð lóð með stórum trjám. Lltsýni. Skipti á lítilli sérhæö koma til greina. Einbýli í Smáíbúðahverfi Til sölu einbýlishús sem er 90 fm hæð og ca. 60 fm í risi ásamt bílskúr. Á hæðinni eru samliggjandi stofur 2 svefnherb., lítö baö eldhús o.fl. j risi eru 3 svefnherb. og baö. Möguleiki á sér íbúð i risi. Bílskúr. Skjólgóð ræktuö lóö Raðhús í Hvassaleiti Til sölu raðhús á tveimru hæðum. Á neðri hæö er innbyggður bilskúr, forstofa, skáli, samliggjandi stofur o.fl. Uppi eru 4 svefn- herb. og bað. Góð lóð. Raðhús í Mosfeilssveit Ca. 310 fm raöhús meö innb. bílskúr. I kjallara eru 4 svefnherb. geymslur o.fl. (m.a. möguleiki á sér íbúð.) Á hæöinni er innbyggður bílskúr. Vandað eldhús. samlíggjandi stofur, arinn. Uppi 4 rúmgóö svefnherb., bað o.fl. Stórar svalir. Mikið útsýni. Skipti á 4ra—5 herb. íbúð í Reykjavík koma til greina. Raðhús í smíðum Viö Frostaskjól, og í Hálsaseli. Afh. uppsteypt meö gleri og svo til fullgert aö utan. Raöhús í Seljahverfi Til sölu ca. 200 fm endaraöhús á tveim hæðum með 25 fm innb. bílskúr og ca. 40 fm óinnréttuðu risi. Sérhæð í Kópavogi Til sölu ca. 140 fm. efri sérhæð í tvibýlishúsi ásamt bílskúr við Nýbýlaveg. Laus í maí—júní nk. Til greina kemur að taka minni eign upp i. 4ra herb. Engihjalli. Til sölu 105 fm 4ra herb. íbúð á 8. hæð Ný íbúó með vönduóum innréttingum. Mikið útsýni. Laus 1. júlí nk. Bergstaðastræti. Til sölu ca. 110 fm 4ra herb. íbúð á 1. hæð í nýlegu steinhúsi. Laus í maí nk. 3ja herb. Kóngsbakki. Til sölu ca. 90 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Laus í apríl nk. Hraunbær. til sölu ca. 90 fm 3ja herb. íbúö á 2. hæó. Suður svalir. Laus fljótt. Framnesvegur. Til sölu 85 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð í stein- húsi. Frostaskjól. Til sölu ca. 75 fm 3ja herb. kjallaraibúð. Allt sér. Laus 1. mars nk. 2ja herb. Spóahólar. Til sölu vönduö 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Boðagrandi. Til sölu 2ja herb. íbúð á 1. hæð. Krummahólar. Til sölu 2ja herb. íbúð á 1. hæö. Suöurvangur Hf. Til sölu 70 fm 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Þvotta- herb. inn af eldhúsi. Sléttahraun. Til sölu ca. 65 fm 2ja herb. ibúö á 2. hæö. Suður svalir. Þvottaherb. inn af eld- húsi. Laus. Grettisgata. til sölu 68 fm 2ja herb. risíbúð. Sér inng. Grettisgata. Til sölu lítil ný- standsett einstaklingsibúð. Laus strax. Hef kaupanda að þriggja herb. íbúð i nýlegu húsi með bilskur. Til greina koma skipti á vönduðu 160 fm penthouse ásamt bílskúr í Hóla- hverti. Hef kaupanda að góðri sérhæð eða 4ra—5 herb. íbúð með bílskúr helst í lyftuhúsi. Mikil útborgun. Hef kaupanda að vönduöu einbýlishúsi í Fossvogi eða á sunnanverðum Flötum, Sunnuflöt, Markarflöt eða Bakkaflöt. Skipti geta komið til greina á vandaöri sérhæð með bílskúr i Holtum. Vantar ávallt góðar eignir á söluskrá. Málflutningsstofa, Sigriður Ásgeirsdóttir hdl. Hafsteinn Baldvinsson hrl. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.