Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 45 Dyggur stuðningsmaður Þessir hrmgdu einstaklingsfrelsis Birgir Þór Runólfsson skrifar: „Nú um helgina fer fram próf- kjör á vegum Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi og í fram- boði eru tíu einstaklingar. Ég vil í þessum fáu línum skora á alla Reyknesinga að veita Ellert Eiríkssyni brautargengi í þessu prófkjöri. Hann er dyggur stuð- ningsmaður einstaklingsfrelsis og einstaklingsframtaks og svarinn andstæðingur ríkisbáknsins. Ellert var formaður kjördæm- isráðs frá 1978—82 og er það mál manna að hann hafi staðið sig með stakri prýði í þeirri stöðu og ekki hyglað einum hluta kjördæm- isins á kostnað annarra. Ellert sat einnig í miðstjórn flokksins á sama tíma sem fulltrúi Reyknes- inga. Ég vil að lokum sem fyrr hvetja alla Reyknesinga til að styðja Ell- Ellert Eiríksson ert í 3.-4. sæti og gera hann þar með að þingmanni okkar að lokn- um næstu kosningum, kjördæm- inu og þjóðinni til heilla." Réttlætið er margvíslegt Sjómannskona á Austfjörðum gætum byggt okkar menntastofn- skrifar: anir og sjúkrahús upp í friði og „Sæll Velvakandi. yrðum ekki lengi að því.“ Mig langar til að senda kveðju til „sjómannskonu í Grindavík" og annarra, sem skrifað hafa um óréttlæti vegna misvægis atkvæða í landinu. Réttlætið er svo margvíslegt. Finnst ykkur t.d. ekki sann- gjarnt, að erfiðisfólk á annesjum og í afdölum þessa lands, skuli standa undir tapinu á hverri lista- hátíðinni á fætur annarri, sem haldin er fyrir ykkur þarna á suð- vesturhorninu? Ég hugsa að þetta fólk vildi heldur gefa þær fjár- hæðir til Sóknarkvenna eða ann- arra, sem lepja dauðann úr skel, fremur en að láta þær renna tií trúðleika á strætum Reykjavíkur. Ég hef gælt við þá hugsun, að gaman væri, ef landsbyggðin segði sig úr lögum við suðvesturhornið. Þá mættuð þið eiga í friði alla ykkar blaðrara, málþing, listahá- tíðir og leikaraskap, og vel að merkja, borga fyrir það sjálf. En við hefðum áreiðanlega efni á að hætta að aka á moldarvegum og Skrifið eða hringið Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þættin- um um hvaðeina, sem hug- ur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11—12 mánudaga til föstudaga. Meðal efnis, sem vel er þeg- ið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frá- sagnir, auk pistla og stuttra greina. Æskilegast er, að bréf séu vélrituð. Nöfn og nafnnúmer þurfa að fylgja öllu efni til þátt- arins. Þórður á Látrum Þegar ég var lítill drengur fyrir austan, var ekki óalgengt að sjómenn yrðu að sitja í landi vegna stórra hvalavaða, sem komu á miðin og ekki þótti hætt- andi á að vera innan um vöðurn- ar á litlum skipum. Sem sagt, all- ur sjórinn morandi af lífi, hval, síld, loðnu og þorskfiski. Skýr- ingin á þessum mikla mismun er engin önnur en geysileg rán- yrkjuvitfirring, sem stjórnendur sjávarútvegs og fiskifræðingar bera algera ábyrgð á, einsog ég hefi margoft bent á í blaðagrein- um bæði fyrr og síðar. Það er Jesús var rabbíi og lærisveinarnir skólanemendur hjá honum Dr. Jakob Jónsson hringdi vegna greinar dr. Benjamíns H.J. Ei- ríkssonar í Velvakanda á fimmtu- dag og hafði eftirfarandi að segja: — Þó að Guðspjöllin séu öll rituð eftir upprisu Jesú, er það áreiðan- legt, að höfundarnir hafa stuðst við bæði munnlegar og ritaðar heimildir. Ég er þakklátur dr. Benjamín fyrir það að halda því fram, að lærisveinar Jesú hafi ver- ið menntaðir menn, vegna þess að því hefur svo oft verið haldið fram, að þeir hafi verið ómenntað- ir og fákunnandi og tínt upp úr fjörunni hjá Galíleuvatni. Jesús var rabbíi og lærisveinar hans voru í rauninni skólanemendur, enda bendir allt til þess, að þeir hafi ekki verið venjulegir leikpré- dikarar, heldur lærðir guðfræð- ingar á þeirra tíma vísu. hlægilegt tal fjölmiðla um afla- brest. Það er eins um rányrkju- brest að ræða. Að lokum ein tillaga: Hættið nú þegar öllu rannsóknar- og fiskverndunarkáki. Látið útgerð- arauðvaldið algerlega sjálfrátt um það, hvernig það hagar sínum stórrányrkjuveiðum eða hversu stórvirk nýtískudrápstæki það notar. Klárið bara þetta skiterí sem eftir er á sem stystum tíma. En hvað ætlar blessuð þjóðin okkar að taka til bragðs, þegar fiskurinn stórminnkar eins og augljóslega stefnir nú í. Kannski fer þá einhver hluti út í sveitirn- ar til að fylla þær skógi, ökrum og búfénaði. Og ekki efa ég að annar stórhluti fengi inngöngu í sæluríkið austan við „friðarmúr- inn“. Og svo gætu leifarnar (stuðningsmenn auðvaldsins) bankað upp á hjá Bandaríkja- mönnum. Og yrðu þá ekki allir ánægðir að lokum og allt í himnalagi." Fæðingarárið gildi Sigrún Gestsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar að koma á framfæri þakk- læti til Níelsar Lund fyrir frum- varpið sem hann hefur lagt fram á Alþingi í sambandi við, að það sé fæðingarárið sem gildi, þegar um er að ræða fyrir unglinga að kom- ast inn á skemmtistaði. Með sam- þykkt þessa frumvarps verður tryKKt. að vinir og jafnaldrar geti skemmt sér saman, jafnvel þótt nokkrir mánuðir skilji þá að í aldri. Vona ég að forráðamenn þjóðarinnar sjái ástæðu til að vinna að framgangi þessa þarfa máls. Sjóndeildar- hringurinn — góður þáttur Pétur hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til að þakka fyrir þáttinn hans ólafs Torfasonar, Sjóndeildarhringur- inn, frá Akureyrarútvarpinu. Þetta er prýðilegur þáttur og hann tekur þarna fyrir ýmis kirkjuleg og kristileg málefni. Og ég held þetta sé eina röddin í hljóðvarpinu um þessi mál eins og er. Ég þakka Ólafi kærlega fyrir og vona að hann haldi sem lengst áfram. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þá væri fulldjúpt í árina tekið. Hétt væri: Þá væri fulldjúpt tekið í árinni. (Ath.: Þarna er í ekki forsetning, heldur at- viksorð. Þess vegna mætti eins segja: Þá væri árinni fulldjúpt í tekið, þó að hin orða- röðin sé venjulegri.) Námskeiö í minnisþjálfun I fræðslumiöstööinni Miðgarður verður haldiö kvöld- námskeiö í minnisþjálfun. Kenndar veröa áhrifamiklar aðferöir, sem tryggja a.m.k. þrefalt betra minni í starfi, námi og leik. Námskeiöiö byggir á aöferöum H. Lorayne, sem þykja hinar fremstu á sviöi minnisþjálfunar. Náms- fólki og öörum er þurfa aö treysta á gott minni er sérstaklega þent á námskeiðið. Kennarí: Gottskálk Þór Jensson. Tími: Byrjar 1. marz 1983. 16 tímar á 8 kvöldum, á þriðjudagskvöldum og föstudagskvöldum kl. 17—19. Verö 1200 kr. Námsgögn og kaffiveitingar innifaliö. Skráning: Miðgaröur, Bárugötu 11, sími 12980 milli kl. 10—16. /VIIÐG/1RÐUR Hádegisjazz íBlómasalnum Hótel Loftleiðir fara nú af stað með skemmtilega skammdegis skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sambland af morgun- og hádegisverði með léttri og lifandi tónlist. „JAZZ FYRIR ÞÁ SEM EKKERT GAMAN HAFA AF JAZZ!“ Þeir sem komaog leika í sunnudagshádeginu að þessu sinni: TRÍÓ - Friðriks Theódórssonar Hressið upp á sunnudagstilveruna með léttum jazz og Ijúffengum réttum í Blómasalnum. Við byrjum kl. 12 á hádegi. Verð kr. 220,- Borðapantanir í símum 22321 og 22322. Verið velkomin HÓTEL LOFTLEIÐIR HelgarhomiÓ Nýr staður og nýr fjölbreyttur matseðill. Að sjálfsögðu fylgir salat og brauðbar öllum réttum í Helgarhorninu og við þjónum til borðs. Við skerum einnig steikina í „horninu“ hjá þér. Föstudagskv. 25/2: Hreindýrasteik m/Waldorfsalati. Laugardagskv. 26/2: Fylltargrísalundir m/rauðvínssósu. Sunnudagur 27/2: hádegi: Marinerað lambalæri m/sinnepi. kvöld: Roast beef m/bearnaisesósu. Einnig bjóðum við upp á fjölbreytta rétti á Esju- bergi, að ógleymdu bragðaukaborðinu. Haukur Morthens og félagar skemmta á Esjubergi föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Víðeyjarsund Almennur danslelkur á 2. hæð Hótels Esju. Síðasti dansleikur hljómsveitarinnar PÓNIK fyrir Ameríkuferð- ina á morgun. Allir í stuöi frá kl. 22—03 í kvöld. Aðgangseyrir kr. 60.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.