Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983 VtLVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS nri/MuwuM-utt þar sem við erum kölluð ýmiskon- ar gælunöfnum eins og til dæmis flóttafólk og föðurlandssvikarar, og þó undan hafi sviðið höfum við ekki látið það á okkur fá, Keldur tekið það sem dæmi um ættjarð- arást og mannkosti þeirra sem heima sitja, fram yfir okkur. En þegar við erum svipt kosningarétti og kjörgengi, veldur það sársauka eins og hnífstunga í bakið sem síð- asta kveðja. Það er varla hægt að skilja þetta öðruvísi en sem dóm íslenska löggjafarvaldsins um að við séum sek fundin og dæmd. En sagan er ekki nema hálfsögð ef við sem erlendis búum værum öll dregin í sama dilk, myndum við reyna að taka þessu með þögn og þolinmæði, en því er ekki að heilsa. Hér eru líka fámennir for- réttindahópar sem samkvæmt ís- lenskum kosningalögum fá að halda sínum kosningarétti þótt þeir séu ekki búsettir á Islandi. Eru það læknar og námsmenn. Ég nefni þetta fólk ekki hér vegna öf- undar eða illvilja, heldur vil ég fá svar við þeirri spurningu, hvort þær séu svona réttlætishugmyndir hins íslenska Alþingis á því herr- ans ári nítjánhundruð áttatíu og þrjú. Ef svo er þá er ég viss um að meirihluti þjóðarinnar er ekki á sama máli. Þegar þessi mál ber á góma við norðurlandabúa, þá eiga þeir bágt með að trúa að þetta sé satt og lái ég þeim það ekki. Þær fréttir hafa borist frá ís- landi að nú vilji þingmenn þar fjölga sér og hafi þeir staðið að þessari samþykkt sem einn maður og eru það stór tíðindi. Almenn- ingur tekur þessu fálega og telur þetta aðeins tilraun þingmanna til þess að auðvelda þeim að fela sig í fjöldanum; aðrir telja að fjárhag- ur þjóðarinnar hafi versnað með fjölgun þingmanna gegnum árin. Ég læt fljóta með þessum línum samanburðartölur um íbúafjölda á hvern þingmann frá Norður- löndunum. Sviþjóð þingm. 349, íbúar á þingm. 23.000. Danmörk þingm. 179, íbúar á þingm. 30.000 Noregur þingm. 155, íbúar á þingm. 25.000 Finnland þingm. 200, íbúar á þingm. 25.000 lsland þingm. 60, íbúar á þingm. 4.500. Eins og sjá má af þessum tölum frá nágrannþjóðum okkur eru þingmenn á Islandi of margir og sennilega þörf á að fækka þeim i það minnsta um helming. Er ef til vil öngþveiti það sem ríkir í stjórnmálum á íslandi vegna þess að þjóðin treystir ekki þingmönn- um sínum? Það er augljóst mál að fólkið á rétt á að segja álit sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar um svo mikilvæg mál er að tefla sem stjórnarskrármál og kosninga- löggjöf. Eða eru þingmenn hrædd- ir við dóm þjóðarinnar því kannski myndu sumir þeirra missa stólana sína?“ Karlynja Ásdís Erlingsdóttir skrifar: Hvernig geta konur troðið upp í fjölmiðlum og sagt: Ég er maður? En aumingja karlinn, ekki getur hann troðið upp og sagt: Eg er kona. Konan er ekki maður án þess að vera nefnd kvenmaður, því að orðið maður er ekki kvenkyns- orð. Þegar orðið maður kynbreyt- ist er útkoman manneskja, t.d. hún er góð manneskja, en um karlinn má segja: Hann er góður maður, en ekki hann er góð mann- eskja. En maður og kona eru menn; þau má nefna góðar mann- eskjur. Orðið Adam þýðir maður og maður er frumheiti karlmanns- ins. Eva þýðir kona. Kona er frumheiti karlynjunnar. Ég spyr: Er hægt að gantast með málfar heillar þjóðar? Ég tek dæmi: Fréttaöflun sem er fréttaþjón- usta er nefnd fréttamennska. Hann eða hún stunda blaða- mennsku. í seinni tíð hefir starfsheitið aðeins verið stílað á karlinn, t.d. blaðamaður, frétta- maður, en ekki ef svo ber undir blaðakona eða fréttakona. Á Alþingi sitja bæði menn og konur, þau starfa á Alþingi og vinna þingstörf, en í islensku talmáli er ekki til lengur hún er alþingiskona, kona á Alþingi, heldur aðeins karlkynsorðið al- þingismaður. Einnig er tilveru- heiti konunnar stungið undir stól í orðinu mannréttindi. Til eru kvenréttindi eins og til eru mannréttindi. Svo að rétt skal vera rétt. Réttindi beggja eru mannréttindi. Mörg starfsheiti eru karlkyns- orð, t.d. hann er eða hún er lög- fræðingur, hagfræðingur, dómari o.fl. Hvar eru málfræðingar eða þeir sem eiga að gæta að tungu vorri og hvernig getur annað eins firru-tal runnið í gegn á opinber- um vettvangi og það átölulaust? Er menntun þeirra svona ábóta- vant eða er þessi ævintýra- mennska með íslenskt mál svo fín og flott að enginn þorir að spyrna við fæti? Að sinni: í I. Mós. 2. k. segir: Og Drottinn Guð leiddi hana til mannsins, þá sagði maðurinn: Þetta er loks bein af mínum beinum og hold af mínu holdi. Hún skai karlynja kallast, því að hún er af karlmanni tekin (stytt). En ég segi: Hún, en ekki hann „karlynjan". lengri eða skemmri tíma á ári hverju. Ekki ber þeim að greiða neitt vegasjóðsgjald aukalega. Það er bersýnilegt, að hér er ráðist með óraunhæfri lagagrein á smá- hóp manna, sem kýs að verja sumarleyfum sínum í faðmi ís- lenskrar náttúru. Enn fremur vil ég ítreka þá spurningu, sem Jón Otti lagði fram: Hvað gerir sýslu- nefndin við þessa peninga? Ekki lagfærir hún vegina. Hvað bar ég úr býtum sl. sumar eftir að hafa greitt mitt sýsluvegasjóðsgjald? Það var framrúðubrot og dældað þak, hvorutveggja eftir grjót- hnullunga á óhefluðum og van- hirtum vegum í uppsveitum Ár- nessýslu; þar að auki ónýtan hljóðkút eftir að aka yfir háa hryggi, sem víða er að finna. Að lokum vonast ég til, að þeim ágætu þingmönnum, sem nú hafa lagt fram frumvarp um niðurfell- ingu þessa órettláta gjalds, vegni vel og frumvarp þeirra fái sem fyrst samþykki Alþingis, þar sem þetta er að verða mikið hitamál meðal sumarbústaðaeigenda. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þetta ber vott um hollustu. Rétt væri: Þetta ber vitni um hollustu. (Ath.: Votturinn ber vitni.) SlGGA V/öGA £ itLVtVAU Alltaf á fóstudögum VISINDASKÁLDSÖGUR ALDREI VINSÆLLI Rætt viö James Gunn, rithöfund og bók- menntafræöing, um þróun og eöli vísinda- skáldsagna. JAFNVÆGI HAMINGJUNNAR Viötal viö kvikmyndaleikstjórann Margar- ethe von Trotta. VANDAMÁL VIDEÓMANNSINS Siguröur Grímsson fjallar um heimamynd- gerö. HÁR ’83 Föstudagsblaðid er gott forskot á helgina AUGLYSINGASTOFA KRISTlNAR Hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.