Morgunblaðið - 09.06.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.1983, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1983 Atvinnuleysi í maí: Seyðfirðingar buðu nýju ferjuna velkomna í blíðviðrinu í gær. Seyðisfjörður: Mikið um dýrðir við komu Norröna SeyAisfirði 8. júní. Krá Hirti Gíslasyni, blaðamanni Mornunblaðsins. I>AÐ var mikið um dýrðir hér á Seyð- isfirði í dag þegar mf. Norröna kom í fyrsta skipti hingað til lands. brettán bátar smáir og stórir sigldu á móti skipinu og fylgdu því síðan til lands. Bátsverjar höfðu á lofti færeyska og íslenzka fána og sungu söngva til heiðurs skipinu. Þegar komið var til hafnar var öllum sem vildu boðið að skoða skipið en auk þess var sérstök mót- tökuathöfn fyrir rúmlega hundrað manns. Var þeim borinn matur og aðrar veitingar. Síðan héldu bæði færeyskir og íslenzkir áhrifamenn ræður. í ræðum þeirra kom fram veruleg ánægja með þetta nýja skip sem þeir töldu staðfestingu á nauð- syn farþegaflutninga á sjó frá ís- landi til nágrannalandanna. Þegar skipið lagði frá Serabster í Skotlandi á mánudagsmorgun virt- ust veðurguðirnir vera mjög hlynntir þessari áætlunarferð. I Skotlandi sá ekki ský á lofti, „Pent- illinn" var eins og í rjómalogni, og sömu veðurblíðuna fengu ferða- langar ekki aðeins til Færeyja, heldur alla leið til íslands. GAS- VATNSHITARI Hentugur fyrir bað og uppvask t.d. í sumarbústaðinn ogbátinn, auðvelt að færa úr stað. KJOLUR SF. Borgartún 33.105 Reykjavík. Símar 21490 - 21846 Morgunblaðið ræddi við nokkra farþega um borð og voru þeir sam- mála um að gott væri að sigla með skipinu. Og þeir sem áður höfðu siglt með Smyrli töldu sig ekki geta borið skipin saman, svo fullkomið væri nýja skipið. Óli Hammer framkvæmdastjóri Smyril-line sagði við komuna í dag að hann hefði orðið mjög snortinn af viðtökunum. Þær hefðu verið einstakar og sýndu hug Austfirð- inga og skilning á mikilvægi þess- ara sanjgangna. Þær tengdu ekki aðeins saman ísland og Færeyjar, heldur meirihluta Vestur-Evrópu. Ólafur Már Sigurðsson tók á móti skipinu fyrir hönd hafnarnefndar, sem hann veitir formennsku og fór mörgum og góðum orðum um skipið og þessa samgöngubót. ís hækkar um allt að 25% ÍS OG ísvörur hækkuðu í vikunni í kjölfar á hækkun landbúnaðarvara. Sem dæmi um hækkunina má nefna að venjulegur ís í brauðformi hækk- aði úr 25 krónum í 30 krónur, eða um 20%. Þá hækkaði ís í brauðformi með súkkulaðidýfu úr 30 krónum í 35 krónur, eða um 16,7%, eða nokkru minna. Mjólkurhristingur eða „milk shake" hækkaði úr 40 krón- um í 50 krónur, eða um 25%. Þrefalt meira en meðaltal síðustu ára 18.275 atvinnuleysisdagar voru skráðir á landinu öllu í maímánuði sl. Svarar það til þess að 840 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá allan mánuðinn. Skráðum atvinnuleysis- dögum hefur fækkað um tæplega 3.200 frá apríl en í maímánuði í fyrra voru hins vegar ekki skráðir nema 7.500 atvinnuleysisdagar, þannig að atvinnuástandið er nú mun lakara. Árin 1975—1982 voru að meðaltali skráðir um 6.600 atvinnuleysisdagar í maí, sem er rétt þriðjungur af skráðu atvinnuleysi nú. Atvinnuleysisdögum fækkaði alls staðar á landinu í maí frá fyrra mánuði nema á Reykjanesi, þar fjölgaði þeim lítillega vegna bruna frystihúss í Keflavík. Sá mikli munur sem er á atvinnuleysi nú miðað við fyrri ár veldur áhyggjum vegna sumarvinnu skólafólks, enda voru 384 skóla- nemendur skráðir atvinnulausir í Reykjavík í lok maí af þeim 650 sem þá voru skráðir í Reykjavík. Reikna ekki með álagningu veggjalds „ÉG GERI ekki ráð fyrir því að veg- gjald verði lagt á, en þarna er hins vegar gat upp á 130 milljónir króna og því verður þá einungis hægt að mæta á tvo vegu,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra á blaðamannafundi í gær, er hann var spurður hvort seilst yrði í vasa al- mennings með veggjaldi, eins og fráfarandi ríkisstjórn hafði gert til- lögu um, til að brúa þetta bil upp á 130 milljónir króna, til að endar fjár- mögnunar vegaáætlunar nái saman. Steingrímur sagði að þá yrði annaðhvort um það að ræða að ríkissjóður greiddi þennan mis- mun og þá skipti það út af fyrir sig ekki máli hvaðan hann tæki fjármagnið eða að framkvæmdir í vegamálum yrðu minni, t.d. hvað varðar tímabundið slitlag eða aðr- ar framkvæmdir. Ekki náðist í samgönguráð- herra, Matthias Bjarnason, í gærkvöldi til að spyrja hann álits. Forsetinn til Vestfjarða VIGDÍS Finnbogadóttir fer í opinbera hcimsókn til Vestfjarða 21.—26. júní nk. Dagskrá heimsóknar forsetans í Barðastrandarsýslur birtist í Mbl. á þriðjudaginn, en í gær var ekki unnt að fá dagskrá heimsóknar forsetans til annarra staða hjá forsetaskrif- stofunni. 8 mánaða fangelsi fyrir hnífsstungu KVEÐINN var upp í gærmorgun í Sakadómi Reykjavíkur dómur í máli brezks manns, sem stakk mann með hnífi í húsi hér í borg 20. marz sl. Dæmdi hlaut átta mánaða fang- elsisdóm, en þar af eru fimm mánuð- ir skilorðsbundnir og er skilorðstími fimm ár. Honum var einnig gert að greiða allan sakarkostnað. Dæmdi lýsti því yfir í Sakadómi að hann vildi una dómi, og honum verður heldur ekki áfrýjað af ákæru- valdsins hálfu. Lögskráning á Haf- þóri verður iagfærð „ALLIK skipverjar á Hafþóri eru tryggðir, frá því var gengið með til- kynningu til tryggingafélagsins,“ sagði Sæmundur Arilíusson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma á Siglufirði, í samtali við Mbl., en í Mbl. í gær kom fram að ekki er búið að lögskrá á Hafþór og haft eftir Ingólfi Stefánssyni að skipverjar væru þess vegna ekki tryggðir. Sæmundur sagði það rétt að lögskráning hefði ekki gengið í gegn. Það væri vegna þess að eng- inn loftskeytamaður væri um borð eins og vera ætti lögum sam- kvæmt. En því yrði kippt í lag þegar Hafþór kemur til hafnar. Sagði Sæmundur að menn teldu enga þörf á loftskeytamanni um borð í Hafþóri vegna þess að hann er mest á veiðum með litlu togur- unum og þeir þurfa ekki að hafa loftskeytamenn um borð til að vera í sambandi. Minnislisti ríkisstjórnarinnar: Embættismenn hreyfi sig meira milli starfa en nú tíðkast „ÉG TEL sumt á þessum lista gott og nauðsynlegt, annað ekki. Þetta eru 25 atriði, en ég tel listann ekki bindandi," sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra að- spurður á blaðamannafundi í gær um hvert innihald umrædds minn- islista ríkisstjórnarinnar væri. Fram hefur komið í fréttum vegna stöðu Tómasar Árnasonar sem forstöðu- manns Framkvæmdastofnunar, að stjórnarliðar eru ekki á einu máli um hvort listinn sé bindandi, en eins og Mbl. hefur skýrt frá er einn liður minnislistans þess efnis að for- stöðumenn fjármálastofnana skuli ekki gegna þingmennsku. Samkvæmt heimildum Mbl. voru eftirtalin atriði meðal þess- ara 25 á listanum, á meðan á stjórnarmyndunarviðræðum stóð, en listinn í endanlegri gerð hefur ekki verið gerður opinber: For- stöðumenn fjármálastofnana gegni ekki þingmennsku. Opin- berir embættismenn hreyfi sig meira á milli starfa en nú tíðkast. Hafist verði handa um byggingu flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli og framkvæmdum vegna Helgu- víkur haldið áfram. Vinnubrögð og starfshættir Alþingis bætt og fjárveitinganefnd fylgist í aukn- um mæli með framkvæmd fjár- laga. Sveitarfélög og samtök þeirra verði styrkt, verkefni færð frá ríki til sveitarfélaga. Reglur um kostnaðarskiptingu milli rfkis og sveitarfélaga verði endurskoð- aðar, þannig að fjárhagsleg ábyrgð fylgi ákvörðunarvaldi um framkvæmdir og rekstur. Virðis- aukaskattur verði tekinn upp. Farið verði sérstaklega ofan í skattamál fyrirtækja á grundvelli fyrirliggjandi tillagna. Trygg- ingakerfið gert einfaldara og hag- kvæmara. Sett verði nefnd um orkufrekan iðnað (stóriðjunefnd). Unnið verði að markvissri byggðastefnu. Öll sjálfvirk út- gjöld ríkisins verði endurskoðuð og „sólarlagsákvæðum" beitt. Það skal tekið fram að hér hef- ur aðeins verið drepið á nokkur af þeim 25 atriðum sem til umræðu var að sett yrðu á minnispunkta- seðilinn skömmu áður en gengið var frá stjórnarsáttmálanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.