Morgunblaðið - 09.06.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.06.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1983 Skýrsla Þjóðhagsstofiiunar um viðskilnaðinn og áhrif aðgerðanna Áætlanir um þróun launa, vcrðlags og ráðstöfunartekna á árinu 1983 og áhrif efna- hagsaðgerðanna 27. maí síð- astliðinn. 1. Breytingar á fram- færsluvísitölu í töflunni hér á eftir (töflu 1) eru settar fram niðurstöður endurmetinna framreikninga um breytingar framfærsluvísitölu á þessu ári. Þetta endurmat sýnir heldur hærri tölur en nýlegir framreikningar hafa gert, þar sem nú hefur sérstaklega verið tekið tillit til þess, að búvöruverð hækk- ar meira á þessu ári en annað inn- lent verðlag, einkum vegna þess að gert er ráð fyrir, að niðurgreiðslur haldist óbreyttar í krónutölu út árið. Búvöruverðshækkunin nú í júníbyrjun var að auki snöggtum meiri en áætlað hafði verið fyrir- fram á grundvelli upplýsinga frá sexmannanefnd. Helstu forsendur þeirra reikninga, sem hér eru sýndir, eru eftirfarandi hvað varð- ar laun og gengi: Laun: I dæminu sem nefnt er „óbreytt kerfi" er miðað við verð- bætur skv. lögum nr. 13/1979 óbreyttum og kjarasamningum. í dæminu um efnahagsaðgerðir er miðað við breytingar kauptaxta skv. nýsettum bráðabirgðaiögum (nr. 54/1983), samkvæmt þeim hækka laun almennt um 8% 1. júní og 4% 1. október 1983. Hækk- un lágmarkstekna um 2% umfram almenna hækkun 1. júní er talin ígildi 'k% meðalhækkunar launa. Gengi: í dæminu „óbreytt kerfi" er gert ráð fyrir nokkurri gengis- aðlögun í júní en að gengi breytist síðan til að jafna mun innlendra og erlendra kostnaðarbreytinga. í dæminu um aðgerðir er miðað við að núverandi meðalgengi haldist óbreytt í um það bil þrjá mánuði, en síðan er gert ráð fyrir nokkru gengissigi út árið þannig að raun- verð í erlendum gjaldeyri lækki ekki til muna. Sérstök ástæða er til að leggja áherslu á, að verðlagsframreikn- ingar eru óvenjulega óvissir við núverandi aðstæður. Hér kemur tvennt til; að fyrri reynsla sýnir glöggt, að þegar um mjög miklar verðbreytingar er að ræða reynast verðlagsspár oft verr en skyldi. Hið sama gildir, þegar reynt er að breyta verðlagsþróuninni með um- fangsmiklum afskiptum af þeim kostnaðarþáttum, sem spárnar byggjast á, en þá ríkir ekki síst óvissa um hversu fljótt áhrifa slíkra aðgerða gætir. Hér á eftir fara niðurstöður þeirra dæma, sem reiknuð hafa verið með og án aðgerða: Sjá töflu 1 Þessar tölur sýna, að „óbreytt kerfi" stefndi óðfluga í margfalt hærri verðbólgutölur en reynsla er af hér á landi. Þarf ekki að fara mörgum orðum um það, hversu mikil óvissa fylgir slíkri þróun. Margvísleg vandkvæði eru á því að gera grein fyrir afleiðingum henn- ar, en á það má benda, að fjár- mögnunarvandamál atvinnu- rekstrar yrði gífurleg og einnig hlyti vaxtastefnan að hafa tekið mið af þessari þróun, ef hún hefði gengið óheft fram. Þessu hefði fylgt mikill greiðsluvandi og óvissa í atvinnulífi. Efnahagsráð- stafanirnar virðast munu breyta þessari þróun á síðustu mánuðum ársins, eins og sést í neðsta hluta töflu 1, auk þess sem afkoma sjáv- arútvegsins er betur tryggð en ella og þar með atvinnuöryggi. 2. Þróun kaupmáttar kauptaxta og tekna Kaupmáttur kauptaxta Á grundvelii þessara talna og ofangreindrar spár fást eftirfar- andi niðurstöður um kaupmátt kauptaxta á þessu ári, miðað við verðbreytingar framfærsluvísi- tölu: Sjá töflu 2 Þessar kaupmáttartölur eru all- ar miðaðar við framfærsluvísitölu samkvæmt núgildandi grunni. Líklegt er hins vegar, að verð- breytingar einkaneyslu — og raunar framfærsluvísitölu eftir nýrri grunni — verði eitthvað frábrugðnar þessu, vegna mis- munandi vægis búvöruverðs og innflutningsverðs á þessa þrjá mælikvarða. Búvöruverð hækkaði tiltölulega lítið á sl. ári vegna stóraukinna niðurgreiðslna, en á þessu ári virðist sýnt, að búvöru- verð hækki langt umfram annað verðlag haldist niðurgreiðslur óbreyttar í krónutölu út árið. Árið 1982 er áætlað, að verðlag einka- neyslu hafi hækkað 2% meira en framfærsluvísitala, en á þessu ári er áætlað að verðlag einkaneyslu hækki 2% minna en framfærslu- vísitala (1% minna m.v. óbreytt kerfi). Kaupmáttur taxta mánuð- ina júní—desember og allt árið yrði því sem hér segir miðað við þessa áætlun. Sjá töflu 3 í tölunum, sem miðast við horf- ur fyrir þetta ár eftir efnahagsað- gerðirnar í maílok, hefur eingöngu verið tekið tillit til taxtabreytinga og ekki litið til þeirra ráðstafana, sem ákveðnar voru í því skyni að milda kaupmáttarskerðinguna, sem fram kemur í töxtum. Þessar ráðstafanir hafa verið taldar svara almennt til 4% í kaupmætti en um 6% fyrir þá, sem ráðstafan- anna njóta mað beinustum hætti, þ.e. þeir sem lægst laun hafa og mesta framfærslubyrði svo og tekjutryggingarþegar. Þessar töl- ur eru mældar á kvarða núgild- andi framfærsluvísitölu. Hér er um heilsárstölur að ræða, en áhrifin eru nokkru meiri sé ein- göngu litið til síðari hluta ársins, er ráðstafanirnar taka gildi. Á þessum grundvelli má setja upp eftirgreindar tölur um kaupmátt taxta, miðað við framfærsluvísi- tölu, sem fyrr miðað við 1982=100: Sjá töflu 4 Hér er þá gert ráð fyrir að al- mennt megi meta hinar mildandi ráðstafanir 2% meiri á síðari hluta þessa árs en á árinu öllu en um 1% meiri hjá hinum lægst launuðu og tekjutryggingarþeg- um. í tengslum við þetta mat á ráðstöfununum skal bent á, að ekki er tekið tiliit til yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar um fyrirhug- aða lækkun skatta og tolla á nauð- synjum, sem ekki hefur verið sett fram í nánari atriðum enn, sama gildir um ráðgerða frestun greiðslna vegna verðtryggðra íbúðalána. Almenna niðurstaöan virðist því sú, að efnahagsráðstafanirnar eins og þær liggja nú fyrir, valdi því að kaupmáttur taxta að teknu tilliti til mildandi ráðstafana verði um 3% minni á árinu 1983 en orðið hefði að óbreyttu en um 4% minni á síðustu sjö mánuðum ársins að meðaltali en í stefndi að óbreyttu. Samanburður af þessu tæi er þó miklum vand- kvæðum háður, eins og fyrr var get- ið. Kaupmáttur tekna Við mat á kaupmáttaráhrifum til skamms tíma eða á einstökum skömmum tímabilum í nýliðinni tíð eða næstu framtíð er yfirleitt miðað við kaupmátt kauptaxta. Þessi aðferð ræðst einvörðungu af skorti á upplýsingum um breyt- ingar á greiddum launum og á þeim tekjum, sem ekki fylgja kauptöxtum. Kaupmáttur kaup- taxta gefur hins vegar ófullkomna mynd af raunverulegum kaup- mætti tekna á hverjum tíma eins og sjá má af meðfylgjandi yfirliti nokkurra síðustu ára. Kaupmátt- urinn er hér alls staðar miðaður við verðbreytingar einkaneyslu. Sjá töflu 5 Á þessu yfirliti má e.t.v. einkum benda á árin 1975/1976 og 1981/1982 til viðmiðunar við mat á líklegum breytingum á þessu ári. Þjóðhagsstofnun hefur nú gert spá um breytingar kaupmáttar at- vinnutekna og ráðstöfunartekna á þessu ári en jafnframt hafa tölur um tilfærslu- og eignatekjur fyrir árin 1980—1982 verið endurmetn- ar. Upplýsingar úr bráðabirgða- athugun stofnunarinnar á skatt- framtölum þessa árs virðast hins vegar ekki gefa tilefni til breyt- inga á fyrri áætlunum um at- vinnutekjur á árinu 1982. í áætlun um atvinnutekjur á þessu ári er miðað við breytingar kauptaxta á grundvelli bráðabirgðalaga um launamál frá 27. maí, en gert ráð fyrir nokkurri styttingu vinnu- tíma frá fyrra ári. Með hliðsjón af fyrri reynslu, ekki síst frá árinu 1975, er gert ráð fyrir, að tekjur hækki nieira í krónutölu en taxt- ar. f þessu getur falist annars veg- ar, að sú skerðing kauptaxta, sem ákveðin hefur verið með lögum, komi ekki að fullu fram, og hins vegar að tekjur hækki umfram taxta af öðrum ástæðum, sem ekki hafa verið metnar til taxta, svo sem vegna starfsaldurshækkana yfirborgana, aukastarfa o.fl. I þessu sambandi má hafa í huga, að þrátt fyrir mikinn afturkipp í þjóðarbúskapnum eru ýmsar greinar allvel settar, t.d. útflutn- ingsiðnaður, sumar greinar sam- keppnisiðnaðar og að líkindum einnig -ýmis þjónustustarfsemi. Árið 1975 — en e.t.v má telja að þá hafi gætt áhrifa ráðstafana í efna- hagsmálum, sem eru á ýmsan hátt svipaðar og nú er um að ræða — dróst reiknaður kaupmáttur kaup- taxta saman um 14,7% en at- vinnu- og ráðstöfunartekjur hins vegar um 11,2%. Á bak við þessar tölur stendur hækkun kauptaxta í krónum, sem nam 27,0%, en at- vinnutekjur hækkuðu um 34% í krónum. Raunar hækkuðu tekjur bænda og sjómanna minna þannig að atvinnutekjur annarra laun- þega hækkuðu um nær 35%. Mun- urinn á hækkun tekna og taxta var því 5'/2—6%. f áætlun fyrir árið 1983 er gert ráð fyrir, að at- vinnutekjur launþega hækki um 4% umfram hækkun kauptaxta. Samkvæmt þessu er gert ráð fyrir, að atvinnutekjur hækki alls um 54% eða um 5216% á mann. Aðrar tekjur, þ.e. einkum tilfærslutekjur frá almannatryggingum og eigna- tekjur, eru taldar munu hækka meira en atvinnutekjur og koma þar til ýmsar ástæður, svo sem hækkun tryggingabóta umfram launahækkanir, aukning greiðslna úr lífeyrissjóðum og úr Atvinnu- leysistryggingasjóði og verðtrygg- ing sparifjár. f áætlun um beina skatta er tekið tillit til skatta- lækkunar með hækkun persónu- afsláttar og barnabóta. Niðurstað- an er sú, að ráðstöfunartekjur aukist alls um nær 60% eða um 58% á mann. Miðað við 83% hækkun einkaneysluverðlags dregst því kaupmáttur ráðstöfun- artekna saman um 13% í heild en um 14% á mann á þessu ári. 3. Yfirlit Þær niðurstöður, sem hér er lýst, benda til þess, að kaupmáttur á mann verði að meðaltali á árinu öllu um 14% lakari en í fyrra, eða um 3% lakari en að óbreyttu. Er þá ekki litið til þeirra áhrifa, sem óheft verðlagsþróun hefði að lík- TAFLA 1 Verðbreytingar á mælikvarða framfærsluvísitölu „Óbreytt kerfi" Efnahagsráðstafanir % % Þriggja mánaða breytingar til maí 1983 - 23,4 23,4 til ágúst 1983 28 21 til nóvember 1983 25 9 til desember 1983 24 6 Tólf mánaöa breytingar til maí 1983 87 87 til ágúst 1983 114 101 til nóvember 1983 127 86 til desember 1983 134 82 ársmeðaltal 1982—1983 104 87 Þriggja mánaða breytingar sem ígildi ársbreytinga febrúar—maí 132 132 maí—ágúst 168 114 ágúst—nóvember 144 41 september—desember 139 27 TAFLA2 Kaupmáttur kauptaxta á mælikvarda núgildandi framfærsluvísitölu „Óbreytt korfi“ Efnahagsráðstafanir Breyting Breyting Yísitölur fr« fyrra ári % Vísitölur frá fyrra ári % Meðaltal 1982 100 100 4. ársfj. 1982 97 +5 97 +5 1. ársfj. 1983 92 +10 92 +10 2. ársfj. 1983 88 +12 84 +16 Maíbyrjun 1983 86 +13 86 +13 Maílok 1983 80 +16 80 +16 Júníbyrjun 1983 96 +8 85 +19 3. ársfj. 1983 85 +17 76 +26 4. ársfj.1983 85 +12 73 +24 Júní—des. 1983 86 +14 75 +24 Jan.—des. 1983 87 +13 80 +20 TAFLA 3 Kaupmáttur kauptaxta á mælikvarða verðlags einkaneyslu „Óbreytt kerfi'* Ef nahagsráðstafanir Breyting Breyting Víiitölur frá fyrra ári % Vísitölur frá fyrra ári % Júní—des. 1983 87 +13 77 +22 Jan.—des. 1983 88 +12 82 +18 TAFLA4 Kaupmáttur kauptaxta að teknu tilliti til áhrifa mildandi adgerda „óbreytt kerfi*' EfnahagsráAstafanir Breyting Breyting Vísitölur frá fyrri ári % Vísitölur frá fyrra ári % Kaupmáttur taxta, júní—des. 86 +14 75' +24 Kaupmáttur taxta, jan.—des. 87 +13 80 +20 Gróft mat á áhrifum mildandi ráðstafana almennt (sjá fylgiblað 1) +4% Kaupmáttur, júní—des. 86 +14 81 +18 Kaupmáttur, jan.—des. 87 +13 84 +16 Gróft mat á áhrifum mildandi ráðstafana á lægstu laun og fyrir tekju- tryggingarþega +6% Kaupmáttur, júní—des. 86 +14 82 +17 Kaupmáttur, jan—des. 87 +13 86 +14 TAFLA5 Áætlun kaupmáltur á mann 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1. Kauptaxtar +14,7 +3,5 11,2 5,4 +2,0 +3,5 +0,6 +2,6 2. Atvinnutekjur +11,2 2,8 3. Ráðstöfunar- 13,6 5,4 +0,4 +2,3 3,8 +1,6 tekjur +11,2 2,1 12,5 8,1 1,6 0,6 5,8 0 TAFLA6 Lauslega áætluð áhrif efnahagsaðgerðanna 27. maí 1983 á horfur í verðlags- og launamálum á árinu 1983. M.V. meðalbreytingar 1982—1983 Horfur Horfur Verðlag fyrir aðgerðir eftir aðgerðir % % Verðbreyting einkaneyslu Kauplag 100 83 Atvinnutekjur á mann 72 52 Ráðstöfunartekjur á mann 78 52 Kauptaxtar Kaupmáttur á mann 77 50 Atvinnutekjur +14 +16 Ráðstöfunartekj ur +11 +14 Kauptaxtar +12 +18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.