Morgunblaðið - 09.06.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.06.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1983 21 „Líkur á kjarnorku- stríði hverfandi“ Kvikmyndun Atómstöðvarinnar í undirbúningi: Dýrust íslenskra kvikmynda segir Richard Thornton, sérfræðingur í sögu vígbúnaðarkapphlaupsins „SOVCTMENN og Bandaríkja- menn taka þitt í afvopnunarviðræð- um á mismunandi forsendum. Bandaríkjamenn vilja öðru fremur viðhalda því jafnvægi sem ríkt hefur í heimsmálunum en Sovétmenn vilja raska því. Þess vegna leggja Bandaríkjamenn áherslu á að draga úr hraða víghúnaðaruppbyggingar Sovétmanna en hinir síðarnefndu vilja á hinn bóginn halda aftur af Bandaríkjamönnum á meðan þeir sjálfir þróa og fullkomna sinn bún- að,“ sagði Kichard Thornton, pró- fessor í sögu og alþjóðamálum við George Washington-háskóla í Bandarfkjunum. Richard Thornton er staddur hér á landi á vegum Menningar- stofnunar Bandaríkjanna og held- ur fyrirlestra á vegum stofnunar- innar í tilefni af opnun sýningar- innar: „The Long Search for Peace" sem opnuð var í Neshaga 16 í fyrradag. Thornton er sér- fræðingur í málefnum Kína og Sovétríkjanna og í vígbúnaðar- Kichard Thornton kapphlaupi stórveldanna. Meðal ritsmíða hans má nefna „Mosc- ow-Peking Rivalry in Southeast Asia“, „US-Soviet Strategic Bal- ance in the Middle East, 1977—1983“, og „China: A politic- al History, 1977-1980“. Á fundi með fréttamönnum í gær rakti hann vfgbúnaðarkapp- hlaup stórveldanna frá stríðslok- um og gang afvopnunarviðræðna þeirra í milli. Hann taldi mikil þáttaskil hafa orðið eftir innrás Sovétmanna í Afganistan, fram að þeim tíma hefðu Bandaríkja- menn verið reiðubúnir til tilslak- ana og lagt áherslu á samkomu- Iag, en síðan legðu þeir áherslu á varnaviðbúnað sinn. Hann sagði Bandaríkjamenn hafa yfirhönd- ina og ekki væri mikil hætta á kjarnorkustríði t.d. í Evrópu, á meðan jafnvægi ríkti. Hann taldi Sovétmenn líta á þróuðu iðnríkin á vesturlöndum og í Japan sem mögulegan ávinning fremur en árásarmark. Þá taldi hann líkurn- ar á svokölluðu „takmörkuðu kjarnorkustríði" hverfandi eða engar af sömu sökum. KVIKMYNDIN Atómstöðin er nú á lokastigi undirbúnings hjá kvik- myndafélaginu Óðni og hefjast upp- tökur í lok júní. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness, en Þorsteinn Jónsson, Örn- ólfur Árnason og Þórhallur Sigurðs- son hafa samið kvikmyndahandritið. Leikstjóri er Þorsteinn Jónsson. Tinna Gunnlaugsdóttir leikur Uglu og Gunnar Eyjólfsson Búa Árland. Með önnur helstu hlut- verk fara Árni Tryggvason, Arnar Jónsson, Sigrún Edda Björnsdótt- ir, Jónína Ólafsdóttir, Sigurður Sigurjónson, Barði Guðmundsson, Baldvin Halldórsson og Herdís Þorvaldsdóttir. Kvikmyndatöku- maður er Karl Óskarsson, leik- myndateiknari Sigurjón Jó- hannsson, búningateiknari Una Collins, aðstoðarleikstjóri og upp- tökustjóri Þorhallur Sigurðsson og framleiðandi Örnólfur Árna- son. Heildarkostnaður við gerð Atómstöðvarinnar er áætlaður röskar 10 milljónir króna og mun það dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið á íslandi til þessa. Ensk útgáfa af kvikmyndinni verður unnin jafnhliða hinni ís- lensku og er þegar farið að semja við erlend fyrirtæki um dreifingu á Atómstöðinni, enda er skáldsag- an, sem myndin er byggð á, eitt víðlesnasta verk Halldórs Laxness - og hefur komið út í um það bil 25 löndum. í Þýskalandi einu, hafa verið prentaðar að minnsta kosti 13 útgáfur af Atómstöðinni. ■v Eitt af erfiðustu og mikilvæg- ustu hlutverkum íslenskrar kvikmyndagerðar, er að varðveita heimildir um ýmis tímabil í sögu þjóðarinnar. Til að endurskapa umhverfi liðins tíma, þarf að viða að sér geysilegu magni muna frá viðkomandi tímabili. Því eru þeir, sem látið gætu í té húsgögn, hús- muni eða annað frá árunum 1930—1945, vinsamlegast beðnir að hafa samband við Kvikmynda- félagið Óðin t.d. á fimmtudag og föstudag milli kl. 17.00 og 20.00, eða á laugardag milli kl. 15.00 og 18.00, í síma 28155. (Frétutilkynning frá Kvikmyndafél. Óðni hf.) fWKiSWK-== Norræn arkitekta- ráðstefna: 20—30% íbúða á Norð- urlöndum hönnuð af arkitektum NÝLEGA lauk í Helsinki ráð- stefnu arkitekta í Svíþjóð og Finnlandi. Þangað var boðið full- trúum frá hinum Norðurlöndua- um og fór Geirharður Þorsteins- son f.h. íslands, en alls sátu ráð- stefnuna um 40 manns. í niðurstöðum ráðstefnunnar var m.a. lýst áhyggjum af þverr- andi hlut byggingarlistar í um- hverfi svo og að mótun umhverfis færist í síauknu mæli úr höndum arkitekta. Var í því sambandi bent á að aðeins 20—30% allra íbúða á Norðurlöndum eru í raun hannað- ar af arkitektum. Aðalfundur Verktakasambands Islands: Rætt um Island sem einn markað AÐALFUNDIIR Verktakasambands fslands 1983 var haldinn nýlega á Húsa- vík. Fundinn hóf Olafur Þorsteinsson en að lokinni ræðu hans ávarpaði Bjarni Aðalgeirsson bæjarstjóri fundinn. Annað tveggja viðfangsefna, sem aðallega voru til umræðu, var „ísland einn markaður" en um það voru samþykktar m.a. ályktanir þess efnis að hvorki fjölmenni né markaður verktakaiðnaðar hérlend- is leyfði að ísland væri hlutað niður í svæði þar sem einn hefði forgang umfram annan. Einnig kom fram að eðlilegt þætti að verktakar hvar sem er á landinu hefðu sama rétt í útboðið verk en ef verkkaupi ætlaði hcimamanni verkið skyldi það boðið út í lokuðu útboði eða þess getið á annan hátt. Þá var það gert að kröfu Verk- takafélags íslands að íslenskir að- alverktakar sf. yrðu látnir þjóna sínum upphaflega tilgangi og tækju upp útboð á verkefnum á Keflavík- urflugvelli til verktakastarfsemi í landinu. Þá var rætt viðfangsefnið „Útboð og útboðsaðferð“ og m.a. skorað á yfirvöld í þvf sambandi að halda áfram þeirri stefnu að bjóða út verkframkvæmdir enda ályktun þingsins að útboð stuðli að aukinni tækni og nýtingu fjármagns. Einnig lagði Verktakasambandið til að verkaupar taki upp að hafa forval eða lokuð útboð þegar stærri og flóknari verk eru boðin út. í stjórn næsta starfsár eru: ólaf- ur Þorsteinsson formaður, Sigurður Sigurjónsson varaformaður, Jónas Frímannsson ritari, Sigurður Sig- urðsson gjaldkeri, Franz Árnason varamaður, Jóhann Bergþórsson meðstjórnandi og Jón Fr. Einarsson varamaður. Framkvæmdastjóri er Othar Örn Petersen hrl. kr. 6.490:- Innifalið: Flug Kef-PARÍS-Kef. Mótt. ogaksturfrá ORLY flugvelli til Parísar. Gisting í nóttog morgunverður. Brottfór í8.júlí—heimkoma Í4. áqúst. Aukþessfjölbreyttferðatilboð svo sem: Bílaleigur, lestarmiðar, hótel,ferðirtil Grikklands, Krítarcfl. ofl. Aðeins þetta eina tækifæri Takmarkað sœtaframboð * Verð er miðað viðgengi 30/5/83. Flugvallaskattur ekki innifalinn. Verðfyrirbörn 2-íí ára erkr. 5.490.- Sölustaður: Lækjargata 4, sími Í9377. Opið kl. Í3-Í8. UMBOÐSMENN FERÐAMIÐS TÖÐ VAR AUSTURLANDS HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.