Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1983 Eddan og færeyska samkeppnin — eftir Grétar Bergmann Grétar Bergraann Undarleg er sú árátta okkar I9- lendinga að öfundast sífellt út í allt og alla, einkum þegar eitthvað er af viti gert. Mér dettur þetta í hug að gefnu tilefni. Svo er mál með vexti að tvö helstu skipafélög landsins hafa snúið bökum saman í þeirri viðleitni sinni að gera ferjuflutninga að og frá landinu að íslensku fyrirtæki f stað þess að fela það erlendum mönnum. Þetta framtak varð til stofnunar Far- skip hf. og í framhaldi af því leigutöku á lúxusferjunni Eddu. Nú skyldi maður ætla að lands- lýður fagnaði þessu framtaki. En svo er nú ekki í öllum tilfellum. Undanfarið hef ég ótrúlega oft heyrt menn, og það menn sem ég hélt að væru málsmetandi, hálf- partinn hlakka yfir því að illa bók- aðist í Edduna. Virðist mér þarna að grunnt sé á öfundinni og ill- girninni, sem eru kenndir, sem við skyldum síst af öllu næra. Oft klykkja þessir sömu menn út með að segja sem svo: „Já, mikið hel- víti eru þeir seigir Færeyingarn- ir.“ Og mikil ósköp, það eru þeir áreiðanlega, frændur okkar. En lýsa svona setningar ekki bara þessum hroka, sem verður oft áberandi í samskiptum okkar við Færeyinga og Grænlendinga? Okkur er gjarnt að klappa á koll- inn á þessum „litlu“ þjóðum og segja eitthvað í þessa veruna í nokkrum yfirlætistón. Samgöngumál — sjálfstæðismál Samgöngumál þjóðar er jafn- framt sjálfstæðismál hennar. Ekki síst á þetta við um okkur, smáríki á eyju norður í ballarhafi. Ættum við að minnast þess að í eina tíð voru til menn meðal vor, sem töldu að hagsmunum okkar væri best borgið með því móti að láta erlendar þjóðir annast alla okkar verslun og siglingar. Þar með var sjálfstæði okkar farið veg allrar veraldar. Nánast allar þjóð- ir standa traustan vörð um sam- göngumál sín, og það er ekki að ófyrirsynju að það er gert. En líklega höfum við ekkert af sögu okkar lært og hættir til að endurtaka mistök fyrri alda. Hér á landi eru nefnilega sterk öfl, sem vinna að því að færa erlend- um aöilum samgöngur okkar. Það er til dæmis skömm að því að ferðaskrifstofa Flugleiða hf., Úr- val, skuli annast milligöngu fyrir .....við íslendingar ættum að þjappa okkur saman um Edduna, ís- lenskt fyrirtæki. Eink- anlega á þetta við um ferðaskrifstofur og sölu- aðila. Okkur ber að styðja þetta glæsilega framtak skipafélaganna með ráðum og dáð.“ færeysku ferjuna. Það er líka smánarlegt, að Seyðfirðingar skuli láta narra sig inn { færeyska kompaníið. Er íslenskum hags- munum ekki betur borgið á annan hátt? Varla yrðu Flugleiðamenn yfir sig hrifnir ef Farskip hf. tæki til við að selja farmiða með er- lendu flugfélagi til og frá landinu. Hlýtur maður að undrast þá nútíma Hansa-kaupmennsku, sem nú er stunduð. Réttur Færeyinga — Afstaða íslendinga Vafalaust munu margir benda á að Færeyingar hófu ferjusiglingar hingað til lands eftir margra ára Gullfoss-leysi okkar. Einnig er rétt að benda á að í siglingum gilda aðrar reglur en í fluginu. 1 flugmálum hófum við íslendingar að fljúga til Færeyja og gáfum þeim kost á flugi til Noregs, Skot- lands og Danmerkur. Síðar komu danskir aðilar og bönnuðu Flugfé- lagi íslands hf. að fljúga „innan- landsflug” frá Vogi til Kaup- mannahafnar. Flugleiðir þurftu því að hluta til að bakka út af markaðnum. Þetta gildir að vísu ekki um ferjusiglingarnar, sem hlíta nokkuð öðrum reglum. Hitt er svo önnur saga, að við íslendingar ættum að þjappa okkur saman um Edduna, íslenskt fyrirtæki. Einkanlega á þetta við um ferðaskrifstofur og söluaðila. Okkur ber að styðja þetta glæsi- lega framtak skipafélaganna með ráðum og dáð. Nú vil ég að hin nýja ríkis- stjórn, sem fólk bindur miklar vonir við, taki upp þetta mál og aðstoði hina íslensku viðleitni svo sem framast er unnt. Ég vil einnig að íslenska þjóðin sýni samhug með íslensku fyrirtæki og íslensk- um fyrirtækjum almennt. Allt of sjaldan skapast slík þjóðar- stemmning, en þegar það hefur gerst, höfum við unnið okkar stærstu sigra. Að lokum vil ég þakka Færey- ingum fyrir þeirra framlag til ís- lenskra ferðamála. Og ekki síður vil ég þakka íslensku skipafélög- unum tveimur og forráðamönnum þeirra. Ég býst við að Vestmann- eyingar myndu ekki vilja missa þá þjónustu sem Herjólfur veitir þeim. Á sama hátt hygg ég að við „meginlandsbúar” viljum eiga möguleika á bílferju til megin- lands Evrópu. Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa, — og þá að ís- lenskir aðilar annist þá fyrir- greiðslu. Vona ég að okkur beri gæfa til að svo verði um langa framtíð. Greiaarhöíundur, Grétar Berg- mani1, er rerslunarstjóri í Karna bæ. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna I Verkstjóri Maður með langa starfsreynslu og réttindi óskar eftir starfi sem yfirverkstjóri eða að- stoðarverkstjóri í frystihúsi. Hefur góð meðmæli. Þeir sem áhuga hafa sendi uppl. til Mbl. sem fyrst merkt: „Verkstjóri — 8668“. Vantar vanan bifreiðastjóra til útkeyrslu á olíu í tvo til tvo og hálfan mán- uð í sumar. Olíusamlag Keflavíkur og nágrennis sími 1600. UNESCO menningarmála- stofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sent öllum aðildarríkjum sínum upplýs- ingar um nokkrar lausar stöður viö stofnun- ina, sem sérstaklega eru ætlaðar umsækj- endum, sem eru 35 ára og yngri. Starfsheitin eru: Aðstoðarbókavörður viö Alþjóðafræöslu- málaskrifstofuna í Genf; starfsmaöur við tækjaval og tækjakaup viö þróunardeild; sér- fræðingur við tölvuskráningu í bókasafni UNESCO; sérfræöingur við kennsludeild náttúruvísinda; starfsmaöur við útgáfustörf, og starfsmaður við skipulagningu menning- arstarfs. Umsækjendur skulu allir hafa háskólapróf og góða kunnáttu í ensku og frönsku. Sérstök eyöublöð og nánari upplýsingar er að fá hjá menntamálaráöuneytinu. Umsóknir skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 25. júní 1983, merktar UNESCO. Menntamálaráðuneytið, 6. júní 1983. Lökkun Óskum að ráöa nú þegar mann vanan sprautingum í lökkunardeild okkar í Hafnar- firði. Upplýsingar hjá verkstjóra í símum 52711 og 21220. H.f. Ofnasmiðjan. Öskum eftir að ráða helst vana starfskrafta í snyrtingu og pökkun. Bónuskerfi. Góðir tekjumöguleikar. Fæði og húsnæði á staönum. Upplýsingar í síma 94-2524. Hraöfrystihús Tálknafjarðar hf. Meiraprófsbílstjóri Viljum ráða vanan meiraprófsbílstjóra til af- leysinga í sumar. Upplýsingar í síma: 38690. Olíufélagið h/f. Markaðsstjóri Victor 9000-tölvan er án efa fullkomnasta en þó ódýrasta 16-bita tölvan á markaðnum. Okkur vantar áhugasaman, vel menntaöan ungan mann meö góða framkomu til aö ann- ast markaösfærslu á þessari vínsælu tölvu. Góö laun í boði. Vinsamlegast hafið samband við fram- kvæmdastjóra okkar. Fyrirspurnum ekki svaraö í síma. TflLVUBlÍFIIN HF Skipholtil. Simi 25410 Matsveinn óskast í afleysing’ar. Vaktavinna. Upplýsingar gefur Guðmundur Finnbogason bryti í síma 99-3105 eða 99-1373. Kennara vantar í heila stööu viö Grunnskólann í Reykjanesi við ísafjarðardjúp sem er heimavistarskóli. Gott og ódýrt húsnæöi. Tilvaliö fyrir hjón. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar Jónas Helgason Æðey og Skarphéöinn Ólafsson skólastjóri Reykjanesi, símar um ísafjörö. Umsóknarfrestur er til 21. júlí. Laus staða Hlutastaða lektors (37%) í háls-, nef- og eyrnasjúkdómafræöi viö læknadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rann- sóknir, svo og námsferil og störf, skulu send- ar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 5. júlí nk. Menntamálaráöuneytið 7. júní 1983. Tónlistarskóli Seyðisfjarðar óskar eftir aö ráöa tónlistarkennara fyrir næsta skólaár. Æskilegar kennslugreinar: Gítar og forskóla- kennsla. Einnig er staða organista viö Seyöisfjaröar- kirkju laus til umsóknar. Umsóknarfrestur til 1. júlí. Upplýsingar í síma 97-2188 og 97- 2136. Skólanefnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.