Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNl 1983 31 Leikir í kvöld • Tveir l«ikir fara fram ( 1. deild ( kvöld. Á Akurayri leika Þór og ÍBV og f Laug- ardalnum leika Þróttur og Valur. í 2. deild leika Reynir og Fylkir ( Sandgeröi. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00. Úrslit í bikarnum í fyrrakvöld fóru fram nokkrir leikir í bikarkeppni KSÍ og uröu úrslit þeirra þeasi: Völsungur — Vorboöinn 2:0 Tindastóll — Vaskur 5:2 KS — KA 1:0 Sindri — Valur Rf 2:3 HV — Víöir 1:0 Árvakur — Víkverji 2:3 Fylkir — Reynir S 2:1 Grindavík — Stjarnan 3:0 Fram — FH 1:2 HSS — Leiftur 0:4 Úlfar meö vallarmet í Hafnarfirði HINN UNGj og bráöefnilegi kylfingur, Úlfar Jónsson, úr Golfklúbbnum Keili í Hafnar- firöi setti í fyrradag nýtt glæsilegt vallarmet í innan- félagsmóti Keilis. Úlfar, sem er aöeins 14 ára gamall, fór 18 holur á aðeins 66 högg- um, og bætti þar meö vall- armetiö um þrjú högg, gamla metiö var 69 högg. Ulfar paraði 14 holur og lék völlinn í heild á fjórum undir pari, sem veröur aö teljast mjög gott. Á laugardaginn fer fram opin hjóna- og parakeppni hjá Keili og á sunnudag veröur haldiö hin svonefnda Wella-keppni. Öldungamót í golfi „HORNIO“, hiö árlega öldungamót Golfklúbbs Ness veröur haldið dagana 11. og 12. júní og hefst keppni kl. 13.00 báöa dag- ana. Þetta er forgjafakeppni og því eiga allir möguleika á aö sigra, þaö er ef þeir eru 55 ára eða eldri, því aldurs- takmarkiö er 55 ár. Dunlop-Open DUNLOP-Open í golfi veröur á Leiruvelli á laugardag og sunnu- dag. Keppni hefst kl. 9.00 á laug- ardag. Leiknar veröa 36 holur meö og án forgjafar og skulu menn skrá sig í golfskálanum og fá þá gefiö upp hvenær þeir eiga aö byrja aö spila. Völlurinn er í mjög góöu ástandi núna og er búist viö mikilli þátttöku í mótinu. Eggert með met INNANFÉLAGSMÓT KR fór fram I Laugardal •iöastl laugardag. SLEGGJUKAST: m. 1. Eggert Bogason FH 2. Jón ö. Þormóóss. ÍR LÓOKAST: (15 kg) 1. Eggert Bogason FH 2. Jón ö. Þormóóss. ÍR 3. Ólafur Unnsteinss. HSK KRINGLUKAST: 1. Eggert Bogason FH Eggert Bogason FH er kominn I hóp 10 bestu kastara frá upphafi. 53,00 m í kringlu- kasti, 14,75 m i lóókasti, 16.18 I kúluvarpi, innanhúss. Níunda sasti í óllum greinum. Sleggjukast 46,10 m, 22. sssti. 45,98 42,58 14,75 FH-met 11.49 10.50 HSK-met 52,84 e Kringlukeetemethaflnn nýl, Juri Dumtejev, eem keeteöi 71,87 metra á móti (Moekvu á dögunum. Plucknett herjar á heimsmetið Bandaríkjamaðurinn Ben Plucknett kaataöi kringlunni 71,32 metra á móti í Eugene ( Oregon um helgina og geröi haröa hríð aö heimsmetinu í greininni. Plucknett setti á sínum tíma tvö heimsmet íkringlu, 71,20 og 72,34 metra, en bæði voru dæmd al honum þar eem hann varð uppvíe aö lyfjamisnotkun. Af þessum sökum gilti met Austur-Þjóðverjans Wolfgang Schmidt, sem nú er í ónáö í heima- landi sínu, en hann kastaöi 71,16 metra 1978, þar til Sovétmaðurinn Juri Dumtsjev kastaöi 71,86 metra í Moskvu um fyrri helgi. Á mótinu í Eugene kastaði Mac Wilkins 65,32 metra, en hann varö Ólymþíumeistari i Montreal 1976 og átti á sínum tima heimsmetiö, 69,18 metra og 70,86. Wilkins varö fyrstur til aö kasta kringlu yfir 70 metra, en hann reyndi m.a. aö bæta met sitt hér á landi, keppti þrisvar á Laugardalsvelli 1978. Á mótinu í Eugene kastaöi Tom Petranoff spjótinu 94,32 metra og annar varð landi hans Rod Ewaliko meö 87,24. Jose Gomez frá Mex- íkó vann 10 km á 27:56,74 og sigr- aöi Alberto Salazar sem fékk 28:00,36. Mary Decker vann 3.000 metra á 8:42,38 og sigraði Lynne Williams frá Kanada sem hljóp á 8:52,77. Fimm menn hafa kastaö kringl- unni ytir 70 metra þaö sem af er þessu ári. Auk Dumtsjev og Plucknetts hefur Kúbumaðurinn Luis Delis kastaö 71,06 metra, Mac Wilkins 70,36 metra, Tékkinn Imrich Bugar hefur kastaö 70,06 og Kúbumaðurinn Juan Martinez 70 metra slétta. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaösins lítur listinn ytir beztu kringlukastsafrek frá upphafi svona út, og er þá ekki tekiö tillit til 72,34 metra kasts Plucknetts. 71,86 Juri Dumtsjev Rússl. 1983 71,32 Ben Pluckn. Bandar. 1983 71,16 Wolfg. Schm. A-Þýzk. 1978 71,06 Luis Delis Kúbu 1983 70.98 Mac Wilkins Bandar. 1980 70,38 Jay Silv. Bandar. 1971 70,06 Imrich Bugar Tékk. 1983 70,00 Juan Martinez Kúbu 1983 69.98 John Powell Bandar. 1981 69,96 Art Burns Bandar. 1982 69,50 Knut Hjeltnes Nor. 1979 69,46 Al Oerter Bandar. 1980 69,44 Georgi Koolnots. Sov. 1982 69,40 Art Swarts Bandar. 1979 í þessum lista er aö finna afrek Jay Silvesters frá 1971, en þaö var aldrei viðurkennt þar sem kastaö var í miklum vindi. Taliö var aö mótiö heföi verið sett niður og ákveöiö vegna vindanna, og því ekki heiöarlega aö verki staðiö. — ágás. Jóhann Ingi Gunnarsson: „Það verður erfitt að skila betri árangri“ — Kiel tapaði engum heimaleik á keppnistímabilinu • Jóhann Ingi hefur gert kraftaverk meó lið sitt, Kiel, og komið því í Evrópukeppni meistaraliöa. „Ég er mjög feginn því aö deildarkeppninni er nú lokiö. Þaö er búin aö vera mikil pressa á mér og leikmönnum mínum, enda mikiö af erfiðum leikjum. Frammistaöan fór fram úr björt- ustu vonum, og nú höfum viö tryggt okkur rétt til þess aö leika í Evrópukeppni meistara- liða á næsta keppnistímabili. Kiel hafnaöi í 2. sæti í deildinni, hlaut 34 stig. Gummersbach varö V-Þýskalandsmeistari, hlaut 36 stig. Grossvaldstad varö í 3. sæti, hlaut 31 stig. Viö getum því vel viö unað,“ sagöi Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálf- ari 1. deildar liösins Kiel, ( spjalli kviö Mbl. í gærdag. Jóhann Ingi náöi hreint ótrú- lega góöum árangri meö liö sitt í vetur. Kielarliðiö hefur, undir hans stjórn, tryggt sér rétt til þátttöku í Evrópukeppni meist- araliöa á næsta keppnistímabili og átti undir lok keppnis- tímabilsins sem var aö Ijúka, góöa möguleika á aö hreppa sjálfan meistaratitilinn í V-Þýska- landi. Þess ber aö geta aö Kielarliöiö hefur á undanförnum árum barist viö fall í deildarkeppninni, en nú blómstrar liöiö undir stjórn Jó- hanns. Sem dæmi um árangur þess þá tapaöi liöið síöast leik 17. des. 1982. Liöiö setti nýtt met undir stjórn Jóhanns. Þaö náöi 23 stigum af 24 mögulegum frá þeim tíma. Liöiö vann sex úti- sigra í röö sem er einsdæmi og nýtt met í deildinni. Þá tapaði liö- ið engum heimaleik á öllu keppn- istímabilinu. Þaö er varla hægt aö státa af betri frammistöðu. Og í fyrrakvöld lék svo liö Kielar viö pólska landsliöið sem var meö alla sína bestu leikmenn og vann þaö með einu marki, 21—20. Viö inntum Jóhann eftir þess- um góöa árangri og spurðum hann hverju væri helst aö þakka. — Það er mjög margt sem spilar inn í þetta. Ég get nefnt nokkur dæmi. Fyrst og fremst er þetta bæöi ströng og hörö þjálf- un. Sem dæmi get ég nefnt aö um tima i vetur þá æföum viö þrisvar á dag. Tvívegis á morgn- ana og svo á kvöldin. Viö höfum framúrskarandi góöa aöstööu, góöa íþróttahöll sem er alltaf troöfull, 7.500 manns á hverjum heimaleik. Fólkiö hvetja okkur til dáöa og er mikill hvati tyrir leik- mennina. Öll framkvæmdastjórn hjá Kielarliðinu er til fyurirmynd- ar. Síöast en ekki síst þá eru leik- mennirnir í liöinu óvenjulega samstæðir. Þeir eru ekki aöeins félagar inná vellinum og í hand- knattleiknum, heldur lika utan hans. Þeir fara mikiö saman í leikhus og kvikmyndahús, leika tennis saman og eiga sameigin- leg áhugamál önnur en hand- knattleikinn. Þá jókst sjálfstraust þeirra mjög við hinn góöa árang- ur og frammistaöan varð betri og betri með hverjum leik. Punktur- inn yfir allt saman varö svo sigur yfir pólska landslióinu í gærdag. — En þessi góöa frammi- staöa skapar líka vandamál. Nú eru geröar gífurlegar kröfur til okkar. Fólkið er ekki ánægt meö neitt nema sigur og aftur sigur og þá helst meistaratitil á næsta ári. En þaö veröur mjög erfitt að skila betri frammistööu í hinni höröu keppni hér. Viö eigum mörg erfiö og stór verkefni fram- undan, en aö sjálfsögðu er Evr- ópukeppnin stærst. Þar ætlum viö aö reyna að standa okkur vel. Viö munum því æfa áfram í tvær vikur enn þó að keppnistíma- bilinu sé lokiö. Síöan veröur frí i sex vikur. Þá ætla ég aö koma heim í sumarfrí. Eg mun fara til Júgóslaviu meö v-þýska landsliö- inu og fylgjast með því í fimm landa-keppni nú í lok júni og vonandi læri ég eitthvaö nýtt þar, sem kemur aö góöum notum, sagöi Jóhann. Þess má geta aö Jóhann Ingi hefur í samráöi viö Flugleiöir skipulagt ferðir tyrir tvo hand- knattleikshópa frá Gróttu á Sel- tjarnarnesi og munu þeir fara til Kiel og taka þar þátt í stórum handknattleiksmótum nú í júni- mánuði. — I*R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.