Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1983 5 Geir Hallgrímsson utanrfkisriðherra og Marshall Brement sendiherra Bandarikjanna i íslandi undirrita samkomu- lag um byggingu nýrrar flugstöðvarbyggingar i Keflavfkurflugvelli. — Ljósm. Mbi. Emiii*. Orðsendingar um flugstöðvarbyggingu: Jarðvegsvinna boðin út í sumar - byggingarfram- kvæmdir á næsta ári Framkvæmdir við nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli hefjast þegar i þessu ári. Öll jarðvegsvinna verður boðin út í sumar. Unnið er að út- boðsgögnum byggingarfram- kvæmda, sem hefja i 1984. Kostnað- arhlutur íslendinga er áætlaður 20 til 25 milljónir dollara. Heildar- framlag Bandaríkjamanna verður 20 milljónir dala, hvert sem endanlegt kostnaðarverð reynist, sagði Geir Hallgrímsson utanríkisriðherra i blaðamannafundi í gær. Auk þess greiða þeir, samkvæmt eldra sam- komulagi, allan kostnað við fram- kvæmdir utanhúss, flughlaðs, vega og leiðslna. Flugstöðin verður ís- lenzk eign þegar; sem og önnur mannvirki er varnarliðið fer úr landi. Þátttaka Bandaríkjamanna í þessum kostnaði helgast af því að þeir fá gömlu flugstöðina til afnota, hafa hag af því eins og íslendingar að aðskilja almenna flugumferð og varnarliðsstarf og fi afnot af hinni nýju byggingu í neyðartilfellum. Þetta eru efnisleg atriði úr svörum ráðherrans við fyrirspurnum blaða- manna. Samkvæmt varnarsamningi milli ríkjanna er það á valdi ís- lenzkra stjórnvalda að ákveða, hverskonar ástand skuli meta sem neyðartilfelli. Vonandi kemur aldrei til slíks, sagði ráðherrann. Utanríkisráðherra var spurður, hvort gagnstæð sjónarmið, þ.e. að Bandaríkjamenn einir eða Islend- ingar einir reiddu fram kostnað við flugstöðvarbygginguna, hefðu verið rædd í ríkisstjórn. Hann sagði að hér væri farin réttlát leið í kostnaðarskiptingu, miðað við aðstæður, og að höfðu samráði við ríkisstjórn og utanríkismálanefnd Alþingis. Alþingi hefði þegar gefið grænt ljós á byrjunarframkvæmd- ir með framlagi á fjárlögum 1983 og áframhaldandi fjárveitingar væru bundnar samþykki þess. Hér fara á eftir orðsendingar þær, sem þeir skiptust á í gær, Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra og Marshall Brement sendi- herra Bandaríkjanna; Orösending sendiherra Bandaríkjanna „Herra utanríkisráðherra. Ég leyfi mér að vísa til sam- þykktrar bókunar frá 18. júlí 1979 og nýlegra viðræðna milli fulltrúa Bandaríkjanna og íslands varð- andi byggingu flugstöðvar með tvíþættu hlutverki á Keflavíkur- flugvelli (hér á eftir nefnd „flug- stöð“) svo og til samkomulags milli fulltrúa Bandaríkjanna og íslands varðandi verklýsingu, hönnun og staðsetningu flugstöðv- arinnar. Eftirfarandi samkomulag hefir náðst milli ríkisstjórnar Banda- ríkjanna og ríkisstjórnar fslands (hér á eftir nefndar „aðilar") varð- andi framkvæmd ofangreindrar samþykktrar bókunar: 1. Flugstöðin skal notuð í þágu almenns flugrekstrar af hálfu rík- isstjórnar íslands og af hervöldum Bandaríkjanna á ófriðartímum eða í neyðartilfellum í samræmi við varnarsamninginn milli lýð- veldisins íslands og Bandaríkja Ameríku á grundvelli Norður- Atlantshafssamningsins frá 5. maí 1951 og hlutaðeigandi samn- inga og samþykkta. 2. Aðilar skulu skuldbinda sig til greiðslu á samtals 20 milljón- um króna í jöfnum upphæðum eða jafngildi í Bandaríkjadollurum til að ljúka fyrsta gagnlega fram- kvæmdaráfanga flugstöðvarinnar. Skuldbinding varðandi framlag til byrjunarframkvæmda skal vera fyrir hendi fyrir 1. október 1983. 3. Ríkisstjórn Bandaríkjanna skal láta í té allt að 20 milljónum dollara til greiðslu heildarfram- lags hennar til byggingarinnar. 4. Ríkisstjórn íslands er skuldbundin til að byggja flug- stöðina og skal að tilskildu sam- þykki Alþingis láta í té á réttum tíma i ljósi ríkjandi efnahags- ástands á íslandi þær fjárhæðir sem þörf er á umfram framlag Bandaríkjanna, sem vitnað er til í 3. mgr. og nauðsynlegar eru til að fullgera nothæfa flugstöðvarbygg- ingu. 5. Skilmálar fyrir samvinnu um byggingu flugstöðvarinnar um- fram þann verkþátt sem lýst er í 2. tl. að ofan, og fjallað hefir verið um af fulltrúum aðilanna á grund- velli skjals sem vitnað er til í hinni samþykktu bókun, skulu ræddir svo fljótt sem verða má í því skyni að ná samkomulagi um áætlun varðandi frekari áfanga byggingarinnar og skilmála þar að lútandi. Greiðslur samkvæmt 3. og 4. tl. hér að ofan skulu látnar í té að háðu samþykki þjóðþings Bandaríkjanna og Alþingis í formí tvíhliða greiðslna í samra;mi við byggingaráætlanir. 6. Þegar hafin er almenn starf- semi í flugstöðinni, skal varnarlið- ið taka aftur við núverandi flug- stöðvarbyggingu til afnota í sam- bandi við almenna starfsemi varn- arliðsins. Afhendingartími núver- andi flugstöðvar skal ákveðinn í nánari viðræðum aðila samkvæmt 5. tl. hér að ofan. Ég leyfi mér að leggja til að þessi orðsending og staðfesting yðar skuli fela í sér samkomulag milli ríkisstjórna okkar og taka gildi við dagsetningu svars yðar. Ég votta yður hr. utanríkisráð- herra enn á ný sérstaka virðingu mína.“ Óvíst með framtíð varðskipsins Þórs Varðskipið Þór er komið til hafnar í Reykjavík úr sinni síð- ustu ferð á þessu ári og að sögn Gunnars Bergsteinssonar, for- stjóra landhelgisgæslunnar, er enn allt óákveðið um hvað gert verður við skipið, hvort aðalvél þess sem brotnaði niður í síðasta mánuði verður gerð upp, eða skip- inu lagt endanlega. Gunnar sagði að ákveðið hefði verið að leggja Þór það sem eftir væri ársins áður en óhappið með vélina hefði átt sér stað og áhöfn hans færi yfir á Óðin og gæfist því góður tími til að meta hvort borgaði sig að gera við skipið, sem hann taldi vafa- mál, þar sem það væri orðið 32ja ára gamalt. Orðsending utanríkisraðherra „Hr. sendiherra. Ég leyfi mér að staðfesta mót- töku orðsendingar yðar frá í dag varðandi samning milli ríkis- stjórna okkar um samvinnu við byggingu flugstöðvar með tví- þættu hlutverki á Keflavíkur- flugvelli. Ég leyfi mér að staðfesta að orð- sending yðar og þetta svar við henni skuli fela í sér samkomulag milli beggja ríkisstjórna okkar varðandi þetta mál. Ég votta yður hr. sendiherra enn á ný sérstaka virðingu rnína." Sumartilboð Litir: Rautt, hvítt, dk.blátt. Verð 225 kr. Litir: Svart og drapp. Verö 245 kr. Litir: Hvítt, drapp, dk.blátt. Verö 225 kr. Litir: Hvítt, drapp, dk.blátt. Verö 225 kr. Litir: Hvítt, drapp, svart. Verö 225 kr. Litir: Drapp og dk.blátt. Verö 245 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.