Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir Thomas L. Friedman Schulz varar við bjartsýni. sama. Sýrlendingar hafa nefni- lega á tilfinningunni, að tíminn sé genginn í lið með þeim, því aðeins tveimur mánuðum eftir að samkomulagið var undirritað í Beirut, 17. maí, voru ísraelar farnir að huga að brottflutningi hermanna sinna frá Chouf-fjalli og nágrenni suðaustur af Beirut vegna mannfalls í árásum skæruliða. Sýrlendingar telja að frekari tilslakanir af hálfu ís- raela séu í vændum vegna þrýst- ings heima fyrir, en almenning- ur í ísrael er orðinn langþreytt- ur á mannfallinu. í öðru lagi telja Sýrlendingar að þeim sé að takast að fá önnur Arabalönd á sveif með sér í and- stöðunni gegn samkomulaginu Sýrlendingar ekki líklegir til tilslakana í Líbanon — þrátt fyrir ferð Schulz til Damascus Ferð George P. Schulz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Mið- Austurlanda, og þá sérstaklega til Sýrlands, í vikunni hefur vakið mikla eftirtekt og menn velta eðlilega fyrir sér hvort að ferðin sé merki þess að eitthvað sé að slakna á spennunni í málefnum Líbanon og brottflutningi erlendra herja frá landinu. Að Sýrlendingar skuli veita Schulz áhevrn þykja tíðindi, því nýlega neituðu þeir að ræða við sérlega sendifulltrúa Bandaríkjanna í Mið-austurlöndum, þá Phillip Habib og Morris Draper. Assad þykir ólíklegur til tilslak- ana. sem gert var 17. maí. Þeir hafa sent sendinefndir til Arabaland- anna og eru ánægðir með árang- urinn. Auk þess óttast þeir ekki að til vopnaskaks komi milli sfn og ísraela, ísraelar vilji ekki fórna mannslífum og þó að til bardaga myndi koma, yrði það einungis málstað Sýrlands til góða. í þriðja lagi, telja Sýrlend- ingar að ef Líbanondeilan leyst- ist nú, myndu Bandaríkin leggja ofuráherslu á friðaráætlun Reagans forseta. Sýrlendingar eru á móti þeirri áætlun fyrir margra hluta sakir, ekki síst þar sem hún gerir ráð fyrir því að Jórdanía verði „talsmaður" Pal- estínumanna, en ekki Sýrland. Loks er talið að Assad vilji fyrir engan mun láta líta svo út að stjórn sín sé að linast í einu eða neinu á sama tíma og hann á í erjum sínum við Yasser Arafat leiðtoga PLO. Svo er það PLO. ólíklegt er talið að skæruliðarnir hafi hug á að fara frá Líbanon, enda hefur skæruhernaðurinn gegn ísrael gengið að óskum. Arafat stendur svo höllum fæti, að ólíklegt er að honum yrði hlýtt ef hann fyrir- skipaði að hinir 10.—13.000 skæruliðar PLO færu frá Líban- on. Uppreisnarmennirnir í röð- um PLO, sem hafa bætt við sig fylgi, gera það auk þess að kröfu sinni, að Palestínumenn dvelji í Líbanon uns nýtt Palestínuríki verði stofnað. Snagarnir eru sem sé margir og fjölbreytilegir. Þýtt og endurs. — gg. Hvað segir Schulz? Schulz ræddi við fréttamenn við brottför sína til Saudi-Arab- íu, en þar hafði hann sína fyrstu viökomu í ferðinni. Hann sagði m.a.: „Auðvitað væri það stór- kostl.’gt ef okkur tækist að leysa málin í þessum viðræðum, en í raun og veru er hæpið að það takist. Það er miklu nær að líta á þessar viðræður sem viðleitni til þess að ýta við hlutaðeigandi að- ilum, en allt hefur verið í strandi síðustu misserij}. Ég mun viða að mér upplýsingum um málin og skilmála Sýrlendinga sjálfra og það er mikilsvert að fá tækifæri til að ræða við þá, því þeir hafa gefið út margs konar yfirlýs- ingar. Gott að fá að vita ná- kvæmlega hvar þeir standa, hvað þeir sætta sig við og hvað ekki,“ sagði Schulz og bætti við að menn skildu ekki gera sér of miklar vonir, því ekkert ber.ti til að afstaða Sýrlendinga hefði mildast, nema síður væri. Hvað segja „hinir“? Háttsettir embættismenn I Sýrlandi og vestrænir diplómat- ar þar reikna með því að Assad Sýrlandsforseti tjái Schulz að Sýrlendingar muni ekki taka í mál að eiga viðræður við stjórn Líbanon um brottflutning sýr- lenska hersins frá landinu, með- an að Líbanir aðhyllist „banda ríska" samkomulagið sem ísrael- ar og Líbanir gerðu með sér 17. maí. Diplómatarnir, sem ekki gáfu upp nöfn sín, sögðu ekkert benda til þess að Assad og stjórn hans hefðu endurskoðað hug sinn. Það sem þeir hafa sagt opinberlega er nákvæmlega og í öllum smáatriðum það sem þeir segja einnig á bak við tjöldin. Það er stutt síðan utanríkisráð- herra Sýrlands, Abdel Khadd- am, undirstrikaði harðlínu- stefnu Sýrlands í ræðu á sýr- ienska þinginu. Hann sagði m.a. að Sýrlendingar hefðu varað Líbani við því að eiga í viðræð- um meðan landið væri hernum- ið. „En Líbanir kusu að skella við skollaeyrum," sagði Khaddam. Hann minnti einnig á, að sýr- lenska stjórnin hefði gert Bandaríkjastjórn það ljóst 26. apríl þessa árs, að hefðu ísra- elsmenn eitthvað upp úr krafs- inu í samningunum umfram það sem þeir höfðu fyrir innrásina í Líbanon, myndi það kosta lengri hersetu Sýrlendinga í Líbanon en annars væri ástæða til. Hagnaður ísraela í ræðu sinni á þinginu reifaði Khaddam hvað lsraelsmenn hefðu haft upp úr krafsinu með því að gangast að „bandaríska samkomulaginu". í fyrsta lagi taldi hann það afleitt að einn þriðji hluti Líbanon væri með samkomulaginu gerður að hlut- lausu öryggissvæði, þar sem Saad Hadad majór hinn líbanski fengi að leika lausum hala, en Hadad er svarinn óvinur Sýr- lendinga. í öðru lagi telja Sýr- lendingar fráleitt að Líbanir hafi neyðst til að opna landa- mæri sín við ísrael fyrir verslun og ferðamönnum. í þriðja lagi að flugher Líbanon verði varla fær um að granda húsflugum sé far- ið eftir samkomulaginu, í fjórða lagi, að lönd sem engin tengsl hafa við ísrael fái ekki heimild til að hafa vopnaflutninga í Líb- anon. Og í sjötta lagi, að sam- komulagið raski sögulegum sam- skiptum Sýrlands og Líbanon, en þau samskipti hafa ávallt verið á þá lund að Líbanon hefur fylgt Sýrlandi stjórnmálalega. Sýrlenskur þankagangur Vestrænir diplómatar í Dam- ascus, sem þekkja hugsanagang Sýrlendinga benda á fleira sem kemur til, en Sýrlendingar fari ekki eins hátt með. í fyrsta lagi telja Sýrlendingar að ísraels- menn hefðu átt að kalla heim allt herlið sitt skilmálalaust samkvæmt samþykktum Sam- einuðu þjóðanna nr. 508 og 509. Þá myndu þeir gera slíkt hið Kjöreigns/f Ármúla 21. 85009 - 85988 Dan V.S. Wiium lögfrwðingur. Ólafur Guömundtton tölum. 2ja herb. Miðvangur Góö íbúð i lyftuhúsi. Öll þjón- usta á jaröhæö. Asparfell Snotur íbúö á 4. hæð. Laus strax. Ljósheimar Snotur íbúö í lyftuhúsi. Ca. 65 fm. Öll sameign í frábæru ástandi. Hamraborg Góö 2ja herb. íbúö á 1. hæð (ekki lyftuhús) 70 fm. Suöur- svalir. Bílskýli. 3ja herb. Tunguheiði Mjög rúmgóö íbúö á efri hæð í fjórbýlishúsi. Útsýni. Sér þvottahús. Dvergabakki Góö og haganleg íbúö á efstu hæö. Losun samkomulag. Lítið áhvílandi. 4raherb. Efra-Breiðholt með bílskúr Rúmgóð íbúö á efstu hæð. Vel umgengin íbúð. Sömu eigendur frá upphafi. Stórar suöursvalir. Ath. skipti möguleg á 2ja—3ja herb. íbúö. Súluhólar Nýleg íbúö á 2. hæð ca. 115 fm. Fullbúin eign. Afh. fljótlega. Hraunbær íbúð í góöu ástandi á 3. hæö. Ljós teppi. Suðursvalir. Laugalækur Góö íbúð á efstu hæö í nýlegu steinhúsi. Frábær staösetning. Sórhæöir Langholtsvegur Góö sórhæð á 1. hæö í þríbýli um 124 fm. Mæöin skiptist í 2 stofur, og 2 góð herb. Stórt eldhús meö góöum borökrók. Suöursvalir. Bílskúr. Ákv. sala. Dyngjuvegur Efri hæö í tvíbýlishúsi. Stærö ca. 110 fm. Frábært ástand. Fallegur garöur. Stór bílskúr. Fífuhvammsvegur Neöri hæð í góöu steinhúsi ca. 120 fm. Fallegur garður. Góð staösetning. Bílskúr í góöu ástandi ca. 50 fm. Agnar Ólafsson, Hafþór Ingi Jónsson hdl. Heimasími sölum.: 30832 og 75505. FASTEIGNA HÖLLIN FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIÐBÆR - HÁALErTISBRAUT 58-60 SÍMAR 35300& 35301 Ugluhólar Mjög góö 2ja herb. á 2. hæö. Ákveðin sala. Hávallagata Endurnyjuö 2ja herb. á jaröhæð. Ákveðin sala. Framnesvegur 2ja herb. á jaröhæö. Ákveöín sala. Hvassaleiti Rúmgóð 3ja herb. á jaröhæö. Skarphéðinsgata Endurnýjuö 3ja herb. Ákveðin sala. Kríuhólar Góö 3ja herb. ibúö meö bílskúr. Ákveö- in sala Orrahólar Stórglæsileg 3ja herb. íbúö meö harö- viöarinnrettingum. Akveöin sala. Skálagerði 3ja herb. á mjög góöum staö. Ákveöin sala Vesturberg Falleg 4ra herb. íbúö á 3. hæö. Ákveöin sala. Stóragerði Glæsileg 3ja — 4ra herb. íbúö á 3. hæö. Suöursvalir. Bilskúr. Eign í sérflokki. Blikahólar Mjög falleg 4ra—5 herb. íbúö á 1. hæö. Bilskur. Mikió útsýni. Hrafnhólar Stórglæsileg og rúmgóö 4ra herb. íbúö meö bílskúr. Akveöin sala. Holtagerði Kóp. 140 fm efrl sérhæö. Ibúöin er 6 herb. Bílskurssökklar Kambsvegur Efri sérhæö 230 fm sem skiptist í 2 stofur, 2 svefnherb., skála og eldhús. Þvottaherb. innaf eldhúsi. Unufell Mjög fallegt raöhús á einni hæö. Bíl- skúrssökklar. Akveöin sala. Skeiðarvogur — endaraðhús Húsiö er kjallari, hæö og ris. i kjallara eru 3 herb.. þvottahús og geymsla. A hæö stotur og eldhús. i risi 2 herb. og baö. Agnar Ólafsson, Hafþór Ingi Jónaaon hdl. Heimas.sölum. 30832 og 75505. 3ja herb. góð íbúð til leigu á góðum stað í Vesturbænum. Leigist frá 1. ágúst nk. Tilboð með sem gleggstum uppl. sendist Mbl. fyrir 9. þ.m. merkt: „Góð umgengni —2099“ Hveragerði Lítiö einbýli óskast Höfum öruggan kaupanda aö einbýlishúsi, ca. 60—100 fm, í gamla bænum. Þarf aö vera góð ræktuö lóö við húsiö. Eignin þarf aö vera í góðu standi. Bílskúr æskilegur. Huginn fasteignasala Templarasundi 3. Símar 25722 — 15522.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.