Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.08.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1983 29 Skúli Pálsson — Minningarorð Fæddur 9. febrúar 1914 Dáinn 6. ágúst 1983 Veturinn leið — hann var hon- um erfiður. Vorið kom og sumarið sýndi sig. Meðan lif náttúrunnar lifnaði, dvínaði kraftur hans. Í glímunni miklu, milli lífs og dauða, var hart glímt og lengi var- ist. Hér var þó ekki glímt sem í Haukadal forðum, þar sem höfð- inginn við Geysi stjórnaði og hvatti til átaka, fegurðar og þors, en ætíð þó fyrst og síðast með drengskap. Lífsglímu Skúla Pálssonar lauk í faðmi konu sinnar á Landa- kotsspítala laugardaginn 6. ágúst sl. Fögru drengskapar-samlífi í þessum heimi var lokið. Skúli Pálsson fæddist að Gerð- um í Garði 9. febrúar 1914. For- eldrar hans voru Guðrún Jóns- dóttir og Páll Pálsson. Heimur Skúla stóð við Faxaflóann frá vöggu til grafar. Þar undi hann í æsku við — legg og skel — líkt og annað æskufólk þeirra tíma. En fyrir landi sigldu skútur og kútt- erar, vélbátaöld gekk í garð; með þróun togaraútgerðar fékk hinn ungi sveinn að fylgjast frá upp- hafi. Ungum suðurnesjamönnum hef- ur hafið ætíð verið heillandi og þangað stefndi hugur Skúla fjótt. Hann réðst ungur í skipsrúm og reyndist þar sem annars staðar dugmikill starfsmaður. Til Olíufélagsins hf. ræðst Skúli 1. apríl 1946 og var þar starfsmað- ur til dánardægurs. Starfsvöllurinn hverfur frá haf- inu upp í — Heiðina — þar sem önnur atvinnusaga var upplifuð, saga flugsins. Þó atvinnubreyting yrði mikil og starfssvæðin ólík, þá skipti það hann ekki máli, hann upphafði starfið en starfið setti ekki mark á hann. I Gerðum í Garði var mikið mannlíf og gott á æskuárum Skúla. Foreldrar hans áttu stóran og myndarlegan barnahóp og þar voru um þessar mundir ung hjón búsett, einnig með stóran þarna- hóp, hjónin Guðný Helga og Þorsteinn Árnason. Þessar tvær fjölskyldur áttu eftir að hafa bú- setuskipti og einn góðan veðurdag leiddust tvö titrandi hjörtu eftir Suðurgötunni í Keflavík, sem þá var gata í byggingu. Síðar rann sú stund upp að hjörtun tvö urðu eitt við hjóna- vígsluna 8. nóv. 1941, er Skúli Pálsson kvæntist Hallveigu Þor- steinsdóttur. Skúli var hamingjusamur í einkalífi sínu. Hann átti greinda og hugprúða konu. Halla var Skúla sem Bergþóra Njáli. Skúli mat líka konu sína að verðleikum. Lífsbaráttan hefst, það er úti í hinum stóra heimi hildarleikur háður, en tíminn er óræður sem lifað er í, jafnvel á íslandi. Ungu hjónin byrja búskap og eignast sitt fyrsta barn, sem var stúlka og skírð Bima, Hún fæddist 22. febrúar 1942, en deyr sem kornabarn, en trúin á Guð gefur þeim hjónum að fagna barnaláni, þau eignast Guðna f. 10. desember 1944, Snorra f. 11. janúar 1947, Guðrúnu f. 17. desember 1951 og Birnu f. 22. ágúst 1962. Systkinin öll hafa eignast maka og gefið Höllu og Skúla níu barnabörn. Ég sem þessar línur skrifa, kynnist ekki Skúla Pálssyni að marki, fyrr en um 1960, og þá með þeim hætti að kona mín, Guðný Helga Árnadóttir, leiddi okkur saman eða fjölskyldur okkar. Kona mín var í fóstri hjá afa sín- um og ömmu, foreldrum Höllu, og hafði sem krakki reynst Skúla nokkuð erfið í tilhugalífs-heim- sóknum að Suðurgötu 8, en þar í æsku bundust þeir kærleikar með konu minni, Höllu frænku og Skúla, að aldrei hefur á skugga borið. Þessu kærleiksbandi fékk ég að knýtast þó seint gengi. Skúli Pálsson gleypti hvorki við mönnum eða málefnum, en tæki hann manni þá sýndi hann það sem felst í því fagra orðtaki: hann var drengur góður. Sumarið 1965 veiktist kona mín af sjúkdómi í höfði, er varð til þess að skyndilega urðum við að leita til sérfræðinga erlendis. Þá áttum við þegar þrjár dætur, en þeirra yngst var Haliveig Björk, sem þá var aðeins þriggja mánaða gömul. Auðvitað varð hennar athvarf hjá nöfnu sinni og Skúla í Norðurtún- inu, en líka síðan hefur sá reitur fagurs og góðs heimilis laðað og verið staður sem allt gott hefur snúist um. í Norðurtún 6 kom fjölskyida mín mörg jól og um mörg áramót. Skipti þá ekki máli hvort búið var að Bifröst í Norðurárdal eða á Reykjum í Hrútafirði, ef færðin leyfi þá var ekið til Keflavíkur. Þar var tekið á móti vinum og kunningjum á þann hátt að allir fundu sig velkomna, og þar var veitt vel og ríkulega en aldrei í óhófi. í sælureit Olíufélagsmanna að Laugarvatni var líka gaman að koma og eiga kvöldstund — á Dropastöðum. Skúli Pálsson var ekki maður mikilla ferðalaga, þó urðum við þeirrar ánægju aðnjótandi að fá hann í heimsókn, með sinni góðu Höllu, á alla þá staði, er við höfum búið á sl. 26 ár. Og ætíð voru það dásemdar dagar sem þau færðu með sér í heimsóknum sínum. í upphafi þessarar litlu og fá- tæklegu minningargreinar minnt- ist ég á dvöl Skúla á íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal, þar sem hann naut tilsagnar í nokkra mánuði í íþróttum og þáði af Sigurði í fararnesti þá lífsspeki að leitast við að vera drengskapar- maður, er hann og reyndist ætíð vera í lífi sínu og starfi. Af kynnum mínum við Skúla Pálsson vissi ég það fyrir iöngu, að hann var karlmenni, en aldrei var mér ljóst, hvílíkt karlmenni hann var, fyrr en í hinni síðustu orustu, er hann háði við lífið. Ég og fjölskylda mín sjáum hann í anda á ströndinni miklu, umvafinn sólbjarma, glaðan og ör- uggan við hlið þeirra sem farnir eru á undan, og tilbúinn að búa undir komu okkar hinna, þegar okkar tími er kominn að sigla yfir móðuna miklu. Megi ástúð hans styrkja ástvini hans og hugga þá. Kveðjur mínar og fjölskyldu að leikslokum. Höskuldur Goði Minning: Friðrik Þ. Bjarna- son tollvörður í dag er til moldar borinn Frið- rik Þórður Bjarnason tollvörður á Keflavíkurflugvelli. Hann fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 29. ágúst 1930. Foreldrar hans voru Bjarni Friðriksson, ötull félags- málamaður í sínu héraði, og Sig- urborg Sumarlína Jónsdóttir. Börn þeirra hjóna urðu alls sex- tán, en eru nú tíu á lífi. Eftirlif- andi eiginkona Friðriks er Guðrún Bjarnadóttir, f. 17. okt. 1933 á Hörgslandi á Síðu, og gengu þau í hjónaband 29. júlí 1960. Þau eign- uðust einn son barna og heitir hann Bjarni. Friðrik stundaði alla almenna vinnu framan af ævi, uns hann fór að vinna við flugvélaafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli, fyrst hjá varnarliðinu en síðan hjá Loftleið- um. 1967 var hann ráðinn tollvörð- ur og gengdi hann því starfi til dauðadags. Friðrik kenndi veikinda sl. haust og fór þá í nákvæma lækn- isrannsókn. Um síðustu áramót gekkst hann svo undir mikla skurðaðgerð. Hún dugði þó ekki til að vinna bug á sjúkdómi hans. Eftir uppskurðinn tók við lang- vinn og tvísýn barátta við sjúk- leikann, sem leiddi Friðrik loks til dauða þann 7. ágúst. Friðrik barð- ist með miklum kjarki og þolgæði við hinn skelfilega sjúkdóm, en í þeim raunum var Guðrún, eigin- kona hans, honum mikill styrkur. Við sem til þekkjum sáum oft að henni var gefið meira þrek en flestum öðrum. Friðrik var oftast alvörugefinn, en í hópi vina og vinnufélaga var hann spaugsamur og glettinn. Hann var á yngri árum góður körfuknattleiksmaður og um ára- bil var hann einn af bestu borð- tennismönnum landsins. Á því sviði lagði hann á sig mikla vinnu við leiðbeiningar og æfingar hjá ungu borðtennisfólki í Keflavík. Friðrik unni útivist og gönguferð- um og spilaði golf yfir sumarmán- uðina. Hann var áhugamaður um félagsmál íþróttahreyfingarinnar og starfaði mikið með stjórn Borð- tennissambands íslands. Við andlát Friðriks Bjarnasonar er okkur starfsmönnum hans rík- ast í huga þakklæti fyrir ágætt samstarf við þann grandvara mann og góða dreng, sem nú hefur kvatt hópinn löngu fyrir aldur fram. Við hljótum að undrast að honum sem næstum aldrei varð misdægurt, skyldi ætlað svo fljótt að hverfa á braut. En við getum aðeins vonað og beðið að hann sem öllu stýrir veiti eiginkonu hins látna og öðrum ástvinum hans styrk í raunum þeirra. Vinnufélagar Pétur Guðjóns- son — Kveðjuorð Fæddur 19. mars 1926. Dáinn 23. júlí 1983. Pétur Guðjónsson, náinn vinur minn, eyddi síðasta kvöldi ævi sinnar í besta skapi, föstudaginn 22. júlí á Grillinu á Hótel Sögu. Hann talaði jöfnum höndum ensku, frönsku og þýsku. Hann talaði þýsku eins og móðurmálið. Sjaldgæft þykir að íslendingur kunni tök á níu tungumálum, en Pétur var sérstakur hvort sem hann var í duggarapeysu heima við eða í smóking í mannfagnaði. Hann tengdist okkur vináttubönd- um vegna djúpra samræðna og sameiginlegs áhuga á skíðaíþrótt- inni. Skíðaferðir voru mikið áhugamál hans og eftirlætisgam- an. Og þannig gekk hann á vit feðra sinna á hjarnbreiðum ætt- lands síns. Með Pétri er gengið mikilmenni, frjáls maður, sjálfstæður maður, kempa og víkingur okkar tíma. Pétur var fram úr hófi mannlegur og þess vegna minnumst við hans. Við kveðjum hetju, dulúð svífur yfir minningu hans. Við kveðjum Pétur. Christoph Czwicklitzer, París — Baden-Baden. Þegar ég hringdi til Islands þann 28. júlí, fékk ég þá sorgar- fregn að Pétur frændi væri dáinn og var ég harmi sleginn. í fyrstu neitaði ég að trúa því að hann væri horfinn frá okkur. Pétur var öllum góður og þá sér- staklega börnum. Ætíð tók hann á móti mér með opnum örmum og gaf mér góð ráð og sagði: Það borgar sig að hlusta á Pétur frænda. Mér sárnaði að ég fékk ekki einu sinni þakkað honum fyrir þá gullfallegu gjöf, sem hann og kona hans, Bára frænka, sendu mér og konu minni á brúðkaups- daginn okkar. Ég og kona mín sendum okkar innilegustu samúð- arkveðjur til barna og barna- barna. Blessuð veri minning hans. Gunnar Sigurjónsson, Noregi. Siguröur Kristjáns- son Garði - Minning Fæddur 31. desember 1886 Dáinn 5. ágúst 1983 I dag, laugardag 13. ágúst, verð- ur jarðsunginn frá íltskálakirkju Sigurður Kristjánsson frá Ás- garði, Garði. Siggi afi, eins og ég kallaði hann alltaf þó hann væri ekki afi minn, lést í sjúkrahúsi Keflavíkur föstudaginn 5. ágúst eftir stutta sjúkrahúslegu tæplega 97 ára að aldri. Sigurður var sérstakur persónu- leiki og bjó yfir flestum þeim mannkostum sem prýða góðan mann. Hann var alltaf hress og kátur og kvartaði aldrei. Kynni mín af Sigurði hófust þegar ég var 11 ára og flutti suður í Garð, þá var ég heimagangur á heimili hans og konu hans í mörg ár og alltaf var gaman að koma að Ás- garði. Þegar ég varð fullorðinn hafði ég ekki eins mikið samband við Sigurð, en þó hitti ég hann alltaf annað slagið. Fyrir rúmu ári gerist Sigurður vistmaður á Dvalarheimilinu Garðvangi, þar sem ég er starfs- stúlka. Hann vann sér fljótt ást og hylli alls starfsfólks og vist- manna. Hann var elsti vistmaður- inn á heimilinu en mjög ungur i anda. Hann tók sér gönguferð á hverjum degi og kom svo við í eldhúsinu og fékk kaffisopa og spjallaði við okkur. Ég man eftir að hann var ekki ánægður að kom- ast ekki út í vetur fyrir hálku. Þegar Sigurður er horfinn af sjónarsviðinu er hans saknað af starfsliði og vistfólki á Garðvangi. Ég mun ætíð minnast hans sem góðs vinar. Ég og fjölskylda mín vottum öllum ættingjum Sigurðar innilegar samúðarkveðjur. Sibba Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.