Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 1
76 SÍÐUR 219. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaösins Loftárás í Nicaragua Managua, Nicaragua, 24. september. AP. UPPREISNARMENN í Nicaragua gerðu í gær loftárás á herstöð í land- inu og ollu á henni miklum skemmd- um að eigin sögn. Sprengjum var einnig varpað á brugghús fyrir norð- an höfuðborgina. Byltingarsinnaða lýðræðisfylk- ingin, sem berst gegn stjórn sand- inista og aðsetur hefur í Costa Rica, segir í tilkynningu, sem hún lét frá sér fara, að flugvélin hafi verið á hennar vegum. Hafi meg- inárásin verið gerð á herstöð við hafnarbæinn Montelimar og mikl- ar skemmdir unnar á henni. Tals- maður varnarmálaráðuneytisins i Managua vildi ekkert um málið sega. Arásin á brugghúsið hefur hins vegar verið staðfest af starfs- mönnum þess, sem segja, að tvær sprengjur hafi fallið nærri því en ekki valdið umtalsverðu tjóni. Fann 62 kg gullklump Brasilía, 24. september. AP. Bláfátækur námumaður að nafni Julio De Deus Filho varð milljónamæringur í gær, er hann fann það sem reyndist vera næst stærsti gullklumpur sem fundist hefur. Var Filho að róta í gull- námu í Para, sem er í noröur- hluta Brasilíu. Hnullungurinn reyndist vera 62 kílógrömm og seldi Filho grjótið umsvifalaust og fékk fyrir upphæð sem svarar 996,924 dollurum. „Það var eins og hann hefði sigrað í getraun- um eða happdrætti, gleði hans var taumlaus,“ sagði talsmaður orkuráðuneytisins í Brasilíu í gær, en þangað var steinninn fluttur fyrst um sinn. Stærsti gullklumpurinn heldur enn velli, hann var 68 kílógrömm og fannst í Ástralíu. Flugslysið: Sprengja í vélinni? Abu Dhabi, 24. september. AP. Flugmálayfirvöld í Abu Dhabi hafa greint frá því, að það sé eigi útilokað og raunar alls ekki ósennilegt að Boeing 737 farþegaþotan frá Gulfair flugfélaginu sem hrapaði á föstudag- inn, hafi orðið fyrir skemmdarverk- um. 111 manns fórust með þotunni, ekki 112 eins og fyrstu fregnir hermdu. Ekki var farið nánar út í ástæð- ur fyrir grunsemdunum, en hópur sérfræðinga frá Gulfair og ríkis- stjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur haldið til Pakistan til að rannsaka málið, en þaðan var þotan að koma úr áætl- unarflugi. Fátt er vitað um hvað í raun átti sér stað í háloftunum nema svo virðist sem þotan hafi orðið alelda á svipstundu. Þykir það ekki draga úr líkunum fyrir því að sprengja hafi sprungið um borð. Flugmálayfirvöld í Abu Dhabi hafa ekki gefið út lista yfir nöfn hinna látnu, aðeins sagt að 97 hafi verið verkamenn frá Pakistan, 7 breskir ríkisborgarar, 1 amerískur og 1 íranskur, auk 5 heimamanna. * | -í j 3 J m 1 GJÓLA — Það sýnist ekki aldeilis fararsnið á stúlkunum þeim arna þar sem þær hirða þvottinn af snúrunum vestur í Djúpavík, en eins og fram kemur í grein okkar á bls. 20 og 21, þá er hinn dapurlegi sannleikur samt sem áður að líklegast er plássið á síðasta snúningnum. RAX tók myndina, Árni Johnsen fór á staðinn og þær broshýru heita Guðmunda og Emilía Þórðardætur. Báðar eru raunar fluttar til Njarðvíkur en kusu að eyða sumrinu heima. Friðargæslulöndin vinna að vopnahléi l.undúnum. 24. sontember. AP. I.undúnum, 24. september. AP. BRETLAND, ITALÍA OG FRAKKLAND, Evrópuþjóðirnar sem halda úti friðargæsluliðum í Líbanon ásamt Bandaríkjamönnum, eru að hefja sínar eigin friðarumleitanir í Líbanon. Fengu þreifingar þeirra byr undir báða vængi, er vopnahléssamkomulag fór út um þúfur á síðustu stundu rétt fyrir helgina. Talsmaður breska utanríkis- ráðuneytisins sagði að umleitanir Evrópulandanna þriggja væru í fullu samráði við Bandaríkin og Saudi Arabíu, sem bæði hafa reynt að stilla til friðar á þessum slóðum. „Við ætlum þreifingum okkar að styrkja friðarviðræður þær sem farið hafa fram, en ekki að grafa undan þeim,“ sagði um- ræddur talsmaður sem ekki vildi láta nafns getið. Breska blaðið „The Times" greindi frá þessu í laugardagsút- gáfu sinni og sagði ástæðuna fyrir samvinnu landanna þriggja vera áhyggjur vegna vaxandi þátttöku friðargæslusveita í beinum átök- um í Líbanon, en síðustu vikuna hafa bæði bandarísku og frönsku friðarsveitirnar ráðist á stöðvar drúsa eftir að hafa sjálfar orðið fyrir árásum, auk þess sem Bandaríkjamenn hafa nokkrum sinnum liðsinnt stjórnarhernum með stórskotahríð á drúsana. Blaðið sagði auk þess að það vott- aði fyrir áhyggjum af því að Bandaríkjamenn kynnu að sætta sig við einhvers konar skiptingu Líbanon ef það mætti verða til að treysta friðinn. Síðasta atriðið vildi hinn ónefndi talsmaður utan- ríkisráðuneytisins ekki staðfesta. Filippseyjar: Breytingar eða „blóðug bylting“ JAIME L. SIN, kardináli í Manila « fund með Ferdinand Marcos, forset hann kallar síðasta örþrifaráðið til að í landinu. f tillögum sínum leggur Sin til, að efnt verði til frjálsra kosninga á Filippseyjum, að prentfrelsið verði virt og að dómarar í landinu og réttarkerf- ið verði óháð duttlungum stjórn- valda. Einnig vill hann, að þjóð- arráð, skipað fulltrúum stjórn- valda, kirkjunnar og stjórnar- andstöðunnar, hafi hönd í bagga með stjórninni nú og síðar og verði sá vinur, sem til vamms >g sá eini á Filippseyjum, átti í dag a, og lagði fyrir hann tillögur, sem koma í veg fyrir „blóðuga byltingu" segir. Sin hefur áður sett þessar tillögur fram opinberlega en ekki fyrr lagt þær fyrir Marcos sjálfan. Róstusamt hefur verið í Man- ila að undanförnu og margir menn fallið í átökum mótmæl- enda og hermanna. Kirkjunnar menn margir hafa tekið þátt í mótmælunum og Sin hefur margoft sagt, að þjóðin sé búin að fá sig fullsadda af stjórn Marcosar og Imeldu konu hans, sem hafa verið við völd í 18 ár. Talsmenn kirkjunnar eru þó ekki of bjartsýnir á að Marcos láti sér segjast og óttast, að til enn alvarlegri tíðinda muni áður draga. Japanskur blaðamaður, sem stóð í flugvélardyrunum þegar Aquino, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar var skotinn í stigan- um, heldur því fram, að bana- maður Aquinos hafi ekki verið sá, sem stjórnvöld segja. Segir hann, að á eftir Aquino niður stigann hafi gengið þrír öryggis- Ferdinand Marcos, forseti Filipps- eyja. verðir og hafi þeir verið búnir að draga byssur úr belti áður en Aquino féll. Örskömmu síðar hafi maður í búningi viðgerðar- manns eins og hrotið inn á sviðið og verið skotinn af hermönnum en ekki öryggisvörðum eins og yfirvöld segja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.