Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 Listæfingar á sjóflugvél á Hafravatni Það var Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri, og Magnús Guðmundsson, flugstjóri, sem voru þar á ferðinni og brunuðu þeir ýmist yfir vatninu eða á því af mikilli fimi. Síðan kom að því að þeir renndu að landi til að heilsa upp á gesti og gangandi, en að loknu stansi tók mótorinn upp á því að fara ekki í gang. Var þá snakað rafgeymi úr nœrstödd- um bíl um borð í vélina og rokkurinn þaut f gang, en í millitíðinni höfðu flugstjóranum verið útvegaðar árar til þess að koma vélinni hæfilega langt frá landi. Meðan vélin staldr- aði við þurfti að aðgæta lensidæluna og var vélinni rennt upp í sandfjöru á meðan en svo mjúklega rann hún upp á sandinn að fá þurfti tvo menn til að snúa henni við út á vatnið áður en þeir félagar lögðu aftur f loft- ið á þessum lipra fugli. Voru ræstir út tveir á svæðinu og snökuðu þeir sér úr skóm, sokk- um og buxum og óðu vatnið til þess að snúa vélinni. Allmikið vatn var komið f vélina þeg- ar lensidælunni var komið f lag og þess vegna var brugðið á það ráð að keyra vélina upp f fjöru, en sfðar kom í ljós að það vantaði eina neglu af fimm í vélina. Þegar þeir félagar brunuðu á loft skömmu fyrir myrkur eftir óvænt stans, með mikið vatn innanborðs, fossaði vatnið út um neglugötin góðu og þannig flaug vélin drykklanga stund yfir Mosfellssveitinni eins og úrvals garðkanna. — »j. Magnús Guðmundsson og Arngrímur Jóhannsson róa flugvélinni, en menn höfðu á orði að aldrei hefðu þeir séð flugvél róið í loftið. Áralagið tekið á flugvélinni Á árunum áður voru lendingar sjóflugvéla daglegt brauð á íslandi og frægar voru ferðir katalínuflugbátanna í farþegaflugi, en á síðari áratugum hefur lítið farið fyrir sjóflugvélum. Síðustu árin hefur aðeins ein sjóflugvél verið flughæf í íslenska flugflotanum, TF-GRS, en þeirri vél var einmitt lent í gríð og erg á Hafravatni í Mosfellssveit sl. fimmtudag. Hraðbát bar að og dró hann vélina út úr landhelgi fjörunnar áður en sett var á fulla ferð, en á myndinni er lóðsinn að fara frá vélinni. Double Nýkomin sending af kínverskum vörubílahjólbörö- um, 900-20, 100-20, 1100-20, 1200-20, bæöi fram- og afturdekk. Hagstætt verö. Umboösmenn um land allt. Reynir sf., sími 95-4400. Artline HVÍLD — MEGRUN — LÍKAMSRÆKT — ÚTIVERA Leitiö ekki langt yfir skammt vetrarfríið ÞARFTU AÐ MISSA NOKKUR AUKAKÍLÓ? ÞARFNASTU HVÍLDAR? VILTU LOSNA FRÁ AMSTRI HVERSDAGSINS? VIÐ HOFUM LAUSNINA Sérhæft starfsfólk svo sem læknir, iþróttakennarar, sjúkraþjálfi, leiðsögumenn og lipurt hótelstarfsfólk mun sjá til þess aö þér líði sem best. Dagskrá: Dagskrá: ÁRDEGI: Kl. 08.00 Vakiö gegnum hátalarakerfi húss- ins meö léttri tónlist og líkams- teygjum. Kl. 08.15 Boriö á herbergi heitt sítrónuvatn, drukkiö meöan klæöst er (íþrótta- galli). Kl. 08.30 Morgunleikfimi i sal, mál og vog. Kl. 09.30 Morgunverður. Kl. 10.30 Sund — gufa — heitur pottur. Kl. 11.00 Frjáls tími. Kl. 12.00 Hádegisveröur SÍDDEGI: Kl. 13.00 Hvíld. Kl. 14.00 Gönguferö meö farafstjóra. Kl. 15.00 Létt miödagskaffi Kl. 15.30 Nudd. Kl. 17.00 Frjáls tími. Kl. 19.00 Kvöldveröur. KVÖLD: Kl. 20.30. Kvöldvaka. Stutt ganga fyrir svefn. Verð pr. mann á viku: Kr. 9.750 í 2 m m/baði. Kr. 10.350 í 1m m/baði. Innifaliö í þessu verði er: Gisting. allar máltíöir, læknisskoöun, sund, gufa, heitur pottur, leik- fimi, nudd, gönguferöir meö fararstjórn, fræöileg erindi, fliig og transfer flugvöllur — hótel — flugvöllur. Ath. Hámarksfjöldi í hópi er 20 manns. Áskilinn er réttur til breytinga á ofangreindu verði. Til áramóta: 1. vika 02/10—09/10 '83 2. vika 16/10—23/10 '83 3. vika 06/11—13/11 '83 4. vika 20/11—27/11 '83 Söluaðilar: Hótel Húsavík, Ferðaskrifstofa ríkisins, Ferðaskrifstofan Úrval, Ferðaskrifstofan Útsýn, og ferðaskrifstofur víða um land. Vertu r velkominn Húsavik Sfmf 96-41220

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.