Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983 9 ]£DaBeDsö ináD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 213. þáttur í næstsíðasta þætti birti ég vísu eftir Vatnsenda-Rósu og bað lesendur aðstoðar um nákvæmar skýringar. Vísan var úr ljóðabréfi til Natans Ketilssonar, eftir að hann sleit við Rósu ástartryggðum, og hljóðaði svo (ferskeytt, gag- araljóð): Kynni una anda grund, áður fyrri betra var, að ég hefði el.skað hund eymda frí við þjáningar. Menn hafa vikist vel undir þessa bón mína. Allir, sem hringdu, voru sammála um það (í alvöru) að anda grund væri kvenkenning í þessu sam- hengi og ætti við Rósu sjálfa. Þorgeir Þorgeirsson í Reykja- vík hafði að vísu aðra og gam- ansamari skýringu á taktein- um, við það miðaða að Rósa var kennd við Vatnsenda. Kristján frá Djúpalæk taldi aðra braglínu fortakslaust innskotssetningu, og þeirrar skoðunar voru flestir. Sam- kvæmt því myndi vísan merkja: Konan (ég) gæti unað því að hafa elskað hund (frem- ur en Natan) og gæti því verið frjáls af þjáningunni — áður fyrri leið mér betur. Áróra Guðmundsdóttir í Reykjavík tók saman fyrstu og fjórðu braglínu og leit ekki á aðra braglínu sem innskot. Samantekning hennar var á þessa leið: Betra var að ég hefði elskað hund áður fyrri, (þá) kynni anda grund una frí við þján- ingar eymda. Endursögn: Mér hefði verið betra að elska áður hund en Natan, þá gæti ég nú lifað frjáls af þjáningunni. Kemur þetta allt i einn stað niður að lokum. Dr. Jakob Jónsson í Reykja- vík sendi mér bréf um þetta og þykir ástæða til þess að birta það orðrétt að slepptum ávarps- og kveðjuorðum: „Þú hefir óskað eftir því, að lesendur Morgunblaðsins hjálpi þér til að finna skýringu á einni hendingu í Ljóðabréfi Skáld-Rósu til Natans Ketils- sonar. Ég hef þig grunaðan um að hafa sjálfur slíka skýringu á reiðum höndum, þó að þú viljir reyna á þolrifin í fáráð- um lesendum. Samt tek ég gjarnan þátt í leiknum. í vísunni eru „anda“ og „grund" andstæður. Andinn merkir hið æðra eðli sköpun- arverksins eða tilverunnar. Þar á mannveran heima. Orðið „grund" merkir í þessu sam- bandi jörðina, hið jarðneska og efnislega eðli tilverunnar, hina lægri þætti sköpunarverksins, og þá um leið dýraríkið. Þar á hundurinn heima. Sögnin að una hefir í vísunni sömu merkingu og í vísu Þórð- ar Sjárekssonar í Skáldskap- armálum Snorra (14. kap.). Skaði unir ekki Nirði. Hún samlagast honum ekki, getur ekki búið með honum. Þau eiga ekki saman. Skáld-Rósa hugsar sem svo, að dýrið og hin andlega vera, maðurinn, geti ekki átt saman, hið lægra geti ekki sameinast hinu æðra, grundin ekki unað andanum. En kynni slíkt að geta gerst, þá hefði verið betra „áður fyrri", að hún hefði elskað hund heldur en Natan Ketils- son. Beiskara gat háðið varla orðið eða fyrirlitningin dýpri. En þrátt fyrir allt ætlar hún Natan sitt rúm í æðra hluta sköpunarverksins." Umsjónarmaður var aldrei ánægður með sínar eigin skýr- ingar á vísunni og setti beiðni sína fram í fullu hrekkleysi. Hann hefur nú fengið svo góð- ar skýringar, að hann ætti ekki að vera í vandræðum, þegar hann kynnir nemendum sínum kveðskap Rósu Guð- mundsdóttur. Kann hann les- endum bestu þakkir fyrir. Gamalt er það lögmál tungu okkar að g breyttist í k, ef það fór næst á eftir s eða t. Þetta skýrir ýmislegt sem skrýtið þykir í fljótu bragði. Hvers vegna er orðið systkin ekki skrifað með ypsilon bæði í bak og fyrir? spyrja margir. Þessu er því til að svara, að seinni hluti orðsins á ekkert skylt við orðið kyn, enda þótt systkin sé frændsemisorð. Það er myndað með sama viðskeyti og feð-gin og mæð-gin. I þeim orðum breytist g-ið hins vegar ekki í k, þar sem ekki fer s eða t á undan. Syst-gin hefur hins vegar breyst í systkin eftir fyrrgreindu lögmáli. Þá skýrist einnig hvers vegna eignarfallið af enginn er einskis og reyndar líka eftir flóknum leiðum hvernig orð- myndin eitt með neitunarvið- skeytinu -gi átti eftir að breyt- ast í eittki og síðan í ekki og ekkert. Viðskeytið -gi lifir í orðmyndum eins og einugi og vettugi. Gamalt er það spak- mæli að fátt sé svo illt að ein- ugi dugi. Það merkir einna helst að fátt sé svo lélegt að það sé að engu nýtilegt, gagn- legt. Hitt orðið, vettugi, lifir í föstu sambandi: að virða eitt- hvað að vettugi, sama sem virða það einskis. Kyndugar eru þær breyt- ingar málsins sem verða vegna misheyrnar og vanskilnings. Að sjá sína sæng upp reidda hefur breyst í það að sjá sína sæng útbreidda. Hvort tveggja mun, að mönnum misheyrist og svo hitt að menn átta sig ekki lengur á því, að sæng merkti hvíluna alla og sú at- höfn að reiða upp sæng merkti að búa um rúm. Að sjá sína sæng upp reidda merkti því að sjá að búið var að búa um rúm- ið og ekkert annað að gera en leggjast í það, annaðhvort í bili eða til frambúðar. Mér er aftur óskýranleg sú merking- arbreyting sem orðin er á allra síðustu árum, þegar sagt er um knattspyrnumann í „dauðafæri" að hann sjái sína sæng útbreidda. Þegar eitthvað kemur skyndilega og óvænt, er sagt að það komi eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Þá er víst ráð fyrir því gert að skrattinn í sauðarleggnum sé íslenskt fyrirbæri sem samsvari flöskupúka erlendis. Nú, þegar sauðarleggir eru sjaldgæfara fyrirbrigði í höndum manna en fyrr var, þá má gjarna heyra og sjá að koma eins og skrattinn úr sauðalæknum. En kannski ætti ég ekkert að vera að rifja þetta upp, því að oft má saltkjöt liggja, eins og maðurinn sagði um daginn. Fasteignasala — Bankastrsti SÍMAR 29680 — 29455 — 3 LÍNUR Opiö í dag 1—4 Stærri eignir Breiðvangur Hf. Ca. 120 fm íb. á 2. hæð með góðum bílskúr. 3 herb., slola og skáli. Þvotta- hús Innaf eldhusi. Verö 1900—1950 þús. Möguleg skiptl á góðri 3|a herb. íb. á 1. hæö i Hafnarfiröi. Hafnarfjörður Ca. 140 fm eldra einbýli úr steini á tveimur hæöum ásamt bílskúr, staösett nálægt tjörninni. Nánari uppl. á skrif- stofu. Hjallabraut Hf. Ca. 130 fm ib. á 1. hæð. Skáli, stór stola, 3 svefnherbergi. þvottahús og búr innaf eldhúsl. Verð 1750 eða skipti á 3|a herb. ib. i noröurbænum. Hafnarfjöröur Litlö eldra elnbýll i vesturbænum ca. 70 fm hæð og kjallarl og geymsluris yflr. Uppi er eldhús, stola og bað. Nlðrl eru 2 herb. og þvottahús. Húslð er allt endur- nýjaó og í góðu standi. Steinkjallari og timbur yfir. Mögulelkar á stækkun. Akv. sala. Verð 1450—1500 þús. Vesturberg Parhús ca. 130 fm og fokheldur bílskúr. Ibuöin er stofur og 3 svefnherb. og eldhús meö þvottahúsi innaf. Vinsæl og hentug stærö. Verö 2,5—2,6 mlllj. Skaftahlíð Ca 115 fm ibúö á 3. hæö í góöri blokk. Mjög stórar stofur og 3 svefnherb. Hægt aö taka viöbótarherb. al stofu MJög góö sameign. Akv. sala. Miövangur Hf. Endaraöhús á 2 hæöum, ca. 166 fm ásamt bílskúr. Niöri eru stofur, eldhús og þvottahús. Uppi 4 svefnherb. og gott baöherb. Teppi á stofum. Parket á hinu. Innangengt í bílskúr. Verö 3—3,1 millj. Rauðagerði Ca. 220 tm einbýli á 2 hæðum ♦ rls og bilskúr. Skilast fokhelt. Verð 2.2 mlllj. 3ja herb. íbúðir Furugrund Góö ca. 85 fm íbúö á 1. hæó meö ca. 30 fm einstaklingsibúö í kjallara, sem má sameina ibúöinni eöa halda sem sér- eign. Ákv. sala. Furugrund Mjög góö ca. 87 fm ib. á 2. hæö. Fata- herbergi innaf hjónaherbergi. Góöar innróttingar, stórar suöursvalir. Verö 1450—1600 þús. Laugarnesvegur Ca. 96 fm íb. á 2. hæö í blokk. Góö stofa, 2 svefnh., endurnýjaö baöher- bergi. Viöarklæöningar, Oanfoss-hiti, suöursvalir. Góö sameign. Verö 1450—1500 þús. Skólastræti Ca. 70 fm ib. á 1. hæö. Sórinngangur. Selst meö nýjum innróttingum og nýjum lögnum. Afhendist i janúar—febrúar. Verö 1150—1200 þús. Vesturbær Ca. 70 fm falleg ib. á 3ju hæö í nýlegri blokk. Góöar innróttingar. Ákv. sala. Suöurbraut Hf. Ca 85 fm ib. á 1. hæö ásamt ca. 27 fm bílskúr. Góö íb., góö sameign. Ákv. sala. Verö 1400 þús. Furugrund Mjög góö ca 80 fm ib. á 2. hæö. Eldhús meö góöri innróttingu, stórt og gott baöherbergi. Stórar svalir. Verö 1400—1450 þús. Hverfisgata Ca. 85 fm góö íb. á 3. hæö í steinhúsi. Ekkert áhvílandi. Laus fljótlega. Ákv. sala Verö 1100 þús. Krummahólar Ca. 85 fm íb. á 4. hæö. Góö eldhúsinn- rótting. Flisalagt baö. Þvottahús á hæö- inni. Verö 1350 þús. j 2ja herb. íbúðir Þangbakki Ca. 60 fm íb. á 3 hæö i lyftublokk. Vel skipulögö og allar innróttingar mjög góöar. Þvottahús á hæöinni. Góö ib. á góöum staö. Akv. bein sala. Verö 1150—1200 þús. Gaukshólar Ca. 65 fm góö ibúö á 1. hæö í lyftu- blokk. Góöar innróttingar. Parket á gólfi. Góö sameign. Verö 1150—1200 þús. Möguleg skipti á 3ja herb. í Bökk- unum, Háaleiti eöa nálægt Landspítal- anum. Friðrik Slelánsson viðskiptafræðingur. JEgir Breiöfjörö sölustj. Opið frá 1—3 í dag Víð Eskihlíð 2ja—3ja herb. björt ibúö í kjallara ca 80 fm. Parket á öllu. Nýtt rafmagn, endurnýjaöar lagnir Verð 1.250 þút. Sér inng. í Vesturbænum 2ja herb. 70 fm, góö ibúö á 3. hæö í nylegri blokk. Gott útsýni. Verð 1.300 þúe. Ákveöin sala. í Miðbænum 3ja herb. risíbúö m. svölum. Verð 1 millj. Við Sörlaskjól 3ja herb. 75 fm ibúö i kjallara. Verð 1.200 þút. Við Einarsnes 3ja herb. 75 fm íbúö á 2. hæö. Verð 1 millj. Við Arnarhraun 3ja herb. góö ibúö á jaröhæö (gengið beint inn). Verð 1.350 þút. Viö Furugrund 3ja herb. ibúö ásamt einstaklingsibúö i kj. Möguleiki er aö sameina íbúöirnar. íbúö fyrir fatlaö fólk Höfum fengiö til sölu fallega 3ja herb. íbúö ca. 90 fm á jaröhæö í nýlegu húsi viö Kambsveg. íbúöin gæti hentaö vel fyrir fatlaö fólk. (Gengiö beint inn og þröskuldar engir). Verð 1.650 þút. Við Álfhólsveg 3ja herb. góö 80 fm ibúö á 1. hæö ásamt 30 fm einstaklingsíbúö á jarö- hæö. Verð 1.600—1.700 þút. Við Barmahlíð 4ra herb. íbúö á efri hasö. Verð 1.950 þút. Nýtt þak. Ekkert áhvilandi. Ákveö- in sala. Snyrtileg eign. Við Hlégerði — Kóp. Skipti 4ra herb. ca. 100 fm góö íbúö m. bíl- skúrsrétti i skiptum fyrir 5 herb. ibúö m. bilskúr. Við Álfheima 4ra herb. íbúö á 2. hæö. Verð 1.650 þút. í Hlíðunum Efri hæö og ris, samtals 170 fm. Ibúöin er m.a. 5 herb . saml. stofur o.fl. Verð 2,5 millj. Glæsileg íbúð v/Krummahóla 6 herb. vönduö 160 fm íbúö á 6. og 7. hæö. Svalir i noröur og suöur. Ðílskýli. Stórkostlegt útsýni. Við Bugðulæk 4ra herb. 100 fm ibúö á jaröhæö. Sór inng. Verð 1.550 þút. Við Háaleitisbraut 4ra herb., 110 fm jaröhæö Sór inng. Verð 1.400—1.450 þút. Raðhús v/Réttar- holtsveg 5 herb. gott 130 fm raöhús. Verð 2 millj. Raðhús í Selásnum Sala — Skipti 200 fm fallegt 6—7 herb. raöhús á tveimur hæöum. 50 fm bilskúr. Húsiö er laust nú þegar. Akveöin sala. Skipti á 2ja—4ra herb. íbúö koma vel til greina. Verð 3,2 millj. Glæsilegt einbýlishús viö Barrholt 140 fm 6 herb. nylegt einbýlishús m. 40 fm bilskúr. Fallegur blóma- og trjágarö- ur. Verð 3,5 millj. í Garðabæ 270 fm fullbúiö glæsilegt einbylishus i Lundunum. Tvöf. bilskúr. Góöur staöur. í skiptum — Sólheimar Gott raöhús viö Sólheima, fæst í skipt- um fyrir 4ra herb. ibúö i lyftuhúsi viö Sólheima eöa Ljósheima. Viö Hjallasel Vandaö 300 fm fullfrágengiö parhús. Bilskúr. Gott útsýni. Verð 3,5 millj. Skrifstofu- eða iðnað- arhúsnæði við Bolholt 350 fm hæö viö Bolholt, sem hentar fyrir hvers konar skrifstofur, læknastof- ur, lóttan iönaö eöa annaö þess konar. Góöur möguleiki á hvers konar skipu- lagi. Hagkvæmir greiösluskilmálar. Vantar 3ja—4ra herb. ibúö á hæöum. Bilskúr. Helst i Heimunum. Góöar greiöslur i boöi. Fjársterkur kaupandi. Vantar Höfum kaupanda aö 4ra herb. ibúö i Kópavogi t.d. Fannborg. Vantar Vantar 2ja—3ja herb. ibúö á hæö i Heimunum, Austurbrun, Espigeröi eöa Háaleiti. Góð útborgun í boði. 25 acnflmiÐLunin ÞINGHOLTSSTRÆTt 3 SIMI 27711 SMuttjóri Svtrrlr Krtsttnuon Þortoitur Guómundason (Atumaóur Unnttoinn Bock hrt., timi 12320 Þóróltur Haltdóruon lögtr. Kvöldsími sölumanns 30483. FASTEIGNA HÖLLIN FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIÐ6ÆR -HÁALEITISBRALTr 5860 SÍMAR 35300* w'" Opið í dag kl. 10—16 Einstaklingsíbúð Hafnarfirði Lítil en snotur einstaklingsibúð viö Suöurgötu. Laus fljótl. Hallveigarstígur Góð 2ja herb. íbúö, ca. 70 tm. Nýtt gler. Laus fljótl. Krummahólar Glæsileg 2ja herb. íbúö meö bílskýli. Ný teppi. Góöar innrétt- Ingar. Háaleitisbraut Mjög góö 2ja herb. íbúö. Til af- hendingar fljótlega. Lokastígur Mjög góð 2ja herb. íbúð í þrí- býlishúsi. Sérhiti. Nýtt, tvöfalt gler. Laus fljótl. Framnesvegur Glæsileg 3ja herb. íbúð, ca. 80 fm, í nýlegu húsi. Innbyggöur bilskúr. Laus strax. Asparfell Mjög góö 3ja herb. íbúó, ca. 86 fm. Þvottahús á hæðinni. Holtsgata Hf. 3ja herb. íbúö á jaróhæö. Bíl- skúr. Rýming samkomulag. Vesturberg Mjög góö 4ra herb. íbúö á 3. hæö, ca. 115 fm. Mikiö útsýni. Sólvallagata Mikiö endurnýjuð 4ra herb. ibúö, ca. 115 fm, í fjórbýlishúsi. Laus fljótlega. Sólheimar Mjög góö 4ra herb. ibúö á 12. hæö. Mikil og góö sameign. Glæsilegt útsýni. Rýming um áramót. Háaleitisbraut Mjög góö 4ra til 5 herb. íbúð á 3. hæö, ca. 136 fm. Bílskúr. Mikil sameign. Laus fljótl. Lindargata Nýstandsett 4ra til 5 herb. íbúö á 2. hæö, ca. 120 fm. Laus fljótl. Sérhæð á Seltjarnarnesi Ca. 145 fm. Bilskúrsréttur. Rýming samkomulag. Skeiðarvogur Mjög gott endaraöhús, tvær hæóir og kjallari. Á efri hæð eru 3 svefnherb. og bað. Á neöri hasð eru 2 stofur og eldhús. í kjallara eru 2 góö svefnherb., snyrting, þvottahús og geymsla. Möguleiki á séríbúð í kjallara meö sérinngangi. Fallegur garöur. Rýming i desember. Flúðasel Glæsilegt endaraöhús. ca. 230 tm. Séríbúö í kjallara. Á 1. hæö eru stórar og bjartar stofur. eld- hús og snyrting. Á efri hæð eru 4 svefnherb., stórt bað og sjón- varpsskáli. I kjallara er séríbúó. Bilskyli. Laust mjög fljótlega. Melabraut Stórglæsilegt einbýlishús á einni hæö, ca. 145 fm. 50 fm bílskúr. Fallegur garöur. Eign i algjörum serflokki. Garðabær Glæsilegt einbylishus, ca. 2x60 fm. Innbyggöur bílskúr. Frá- gengin lóö. Arnartangi Gott einbýlishús á einni hæö, ca. 145 fm. 40 fm bílskúr. Frá- cjengin lóö. I smíðum Birkihlíö Fallegt endaraðhús, sem af- hendist tilb. undir tréverk og málningu. Til afhendingar fljótl. Teikn. á skrifstofunni. Jórusel Fokhelt einbýlishús, kjallari, hæö og ris. Möguleiki á séribúö í kjallara. Bilskur Teikn. á skrifstofunni. Leirutangi Mos. Glæsilegt einbýlishús, sem af- hendist fokhelt. Teikn. á skrif- stofunni. Fasteignavióskipti: Agnar Ólafsson, Hafþór Ingi Jónsson hdl. Heimasími sölum.: 78954.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.