Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983 35 Flytja inn fyrstu Ákerman-gröfuna Tveggja daga vinna á 20 mínútum TOGGIIR hf. flutti nýverið inn fyrstu Ákerman-gröfuna. Hún er af gerðinni H14 og vegur 27 tonn, er með Volvo penta turbo dieselvél, 194 DIN hest- öfl. Þau tæki er með þessari vél komu eru 1200 lítra grjót-skófla, ripp- er og vökva brothamar. Þessar upplýsingar fengust hjá Agústi Ragnarssyni hjá Töggur hf. „Hamarinn er af gerðinni Mont- abert. Þessi hamar mun vera sá stærsti og öflugasti sem fluttur hefur verið til íslands. Sem dæmi um afkastagetu hamarsins má nefna, að fyrsta daginn sem vélin var í vinnu þurfti að brjóta fyrir hitaveitulögn yfir Vesturlandsveg- inn. Reiknað hafði verið með tveggja daga vinnu með hefð- bundnum hætti. Þessu verki lauk Ákerman-vélin á 20 mínútum. Ákerman-verksmiðj urnar sænsku eru dæmigerðar fyrir sænskan iðnað sem um síðustu aldamót þreifaði sig áfram á ýms- um sviðum, þar til útkoman varð að lokum framleiðsla og þróun á einu sviði, gröfum. Um þriðja hver grafa sem seld er á Norðurlöndum er Ákerman. Verksmiðjurnar hafa einnig haslað sér völl erlendis. Ákerman á nú stóran hluta í Bröyt-verksmiðjunum norsku og í Bandaríkjunum var nýlega hafin framleiðsla á Ákerman í eigin verksmiðjum. Ákerman-gröfurnar eru af ýms- um stærðum og gerðum, á hjólum og beltum frá 14 tonnum upp í 57 tonn. Er sú vél sem hér um ræðir nokkurn veginn í miðjunni í þess- ari fjölskyldu. Vélarnar í gröfunum eru ýmist Volvo penta eða Scania Turbo diesel með beinni innspýt- ingu. Þetta eru hæggengar og afl- Fyrsta Ákerman-grafan til tslands. miklar vélar og er vinnuálag sjald- an yfir 50%. Vökvakerfið vinnur í þremur að- skildum hringrásum þannig að út fást þrjár hreyfingar algerlega óháðar hver annarri. „Servó-syst- em“ gerir þær einnig afar nákvæm- ar. Mikið af aukabúnaði er hægt að fá með þessum vélum, til dæmis sérstakar útfærslur ætlaðar til jarðgangagerðar, það sem að ofan er talið og fleira," sagði Ágúst að síðustu. Dollar og pundið lækkuðu í sl. viku Danska krónan og vestur-þýzka markið hækkuðu DOLLARAVERÐ lækkaði um 0,68% í sfðustu viku, en sölugengi Bandaríkjadollars var skráð 27,980 í vikubyrjun, en sfðan 27,790 krón- ur sl. föstudag. Frá áramótum hef- ur dollaraverð hækkað um 66,91%, en f ársbyrjun var sölugengi Bandaríkjadollars skráð 16,650 króna. BREZKA PUNDIÐ Brezka pundið lækkaði um 0,45% í verði í liðinni viku, en í vikubyrj- un var sölugengi þess skráð 41,837 krónur, en það var hins vegar skráð 41,650 krónur sl. föstudag. Frá ára- mótum hefur verð á brezku pundi hækkað um 55,23%, en í ársbyrjun var sölugengi brezka pundsins skráð 26,831 króna. DANSKA KRÓNAN Danska krónan hækkaði um- talsvert í síðustu viku, eða um 1,39%. Sölugengi dönsku krónunn- ar var skráð 2,9377 krónur í upp- hafi síðustu viku, en sl. föstudag var skráningin hins vegar 2,9786 krónur. Frá áramótum hefur danska krónan hækkað um 50,05% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi hennar skráð 1,9851 króna. VESTUR-ÞÝZKA MARKID Vestur-þýzka markið hækkaði mest af gjaldmiðlunum f siðustu viku, eða um 1,69%. Sölugengi vestur-þýzka marksins var skráð 10,6005 króna í vikurbyrjun, en sl. föstudag var skráningin hins vegar 10,7763 krónur. Frá áramótum hef- ur verð á vestur-þýzku marki hækkað um 53,85% hér á landi, en f ársbyrjun var sölugengi þess skráð 7,0046 krónur. GENGISÞROUNIN VIKURNAR 26 30 SEPTEMBER 0G 3 7 0KTÓBER 1983 „Hvers vegna láta börnin svona?“ Frumsýning í Stúdenta- leikhúsinu á morgun STÚDENTALEIKHÚSIÐ frumsýnir á morgun kl. 20.30 dagskrána „Hvers vegna láta börnin svona", en frumsýningin var ranglega sögð vera í gær, á síðum þáttarins „Hvað er að gerast um helgina." „Hvers vegna láta börnin svona" er dagskrá um hin svokölluðu At- ómskáld og þeim úlfaþyt sem ljóð þeirra vöktu á sínum tíma. Dagskrána sömdu þau Hlín Agn- arsdóttir og Anton Helgi Jónsson, en alls taka um tuttugu manns þátt í henni. Leigjendasamtökin boða til stofnfund- ar um húsnæðissamvinnufélag í dag „HUGMYNDIN að stofnun húsnæð- issamvinnnufélags vaknaði upphaf- lega innan Leigjendasamtakanna og á fundi sem haldinn var 22. júní var ákvörðunin endanlega tekin,“ sagði Birna Þórðardóttir á blaðamanna- fundi, þar sem kynnt var fyrirhuguð stofnun slíks félags. Stofnfundur verður haldinn á Hótel Borg í dag, laugardag. Fyrirmyndin að húsnæðisam- vinnufélaginu er komin frá Svf- þjóð, þar sem slík félög hafa starf- að í allt að 60 ár. Þangað fóru þeir Jón Kjartansson, Jón Á. Sigurðs- son og Jón Rúnar Sveinsson til að kynna sér húsnæðissamvinnufélög í maf sl. „Húsnæðissamvinnufélag er í megindráttum ekki ósvipað bygg- ingarsamvinnufélagi," sagði Jón Rúnar Sveinsson, „áherslumunur- inn er sá að félagið heldur áfram starfi sínu að lokinni byggingu og þá sem rekstrarfélag. Eignarrétt- ur félagsmanna yrði takmarkaður við búseturétt og íbúðirnar sam- eign félagsins. Þannig greiddu íbúar fyrir búseturéttinn visst gjald en síðan mánaðarlega í 30 eða 42 ár þá upphæð sem svarar til fjármagns- og rekstrarkostnað- ar á íbúðinni. Slíkt er ekki framkvæmanlegt nema að breyting verði á lána- kjörum, en með þeirri forsendu að hægt sé að fá langtímalán sem næmi 65% af byggingarkostnaði til 30 eða 42 ára. Það er von okkar að slíkum lánakjörum verði komið á til að auðvelda fólki að eignast þak yfir höfuðið," sagði Jón Rúnar Sveinsson. Gluggar og útihurðir frá Ramma hf. eru búnir undir það versta. íslenskt veður gerir miklar kröfur til glugga og útihurða. Og það gerum við einnig hjá Ramma hf. Smíðum aðeins úr 1. flokks efni. Þá notum við eingöngu LOZARON þéttilistann sem er sá besti sem við þekkjum. Hann heldur framúrskarandi vel lögunsinniog gefur fullkomnaþéttingu. Listanner hægtaðtakaúrfræstri raufinni sem hann situr í og setja í aftur að málningu eða fúavörn lokinni. Þessi nýjung lengir líftíma listans meir en nokkuð annað. LOZARON þéttilistinn er ekki ódýrasti kosturinn fyrir okkur, en hann er sannarlega hagkvæmur fyrir húseigendur. Hitunarkostnaður erekki svo lítill hluti af rekstrarkostnaði húsnæðis i dag. LOZARON þéttilistinn Nýcjkröftugurþéttilisti sem lækkar hitunarkostnaö hússins. Listann er auövelt aö taka úr viö málningu eöa fúavörn. Þessi nýjung auöveldar mjög allt viöhald. ga- unöaverksmiðja Póslhólf 14230 Njarövlk Sími: 92-1601 Söluskritstofa í Reykjavik: Iðnverk hf. Nóatuni 17105 Reykjavik Simar: 91-25930og 91 -25945

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.