Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.10.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1983 ALLTAF Á SUNNUDÖGUM OG EFNISMEIRA BLAÐ! AF INNLENDUM VETTVANGI: Sjálfstæöisflokkurinn á vegamótum FJÁRFLUTNINGAR í VESTMANNAEYJUM JÓHANN HELGASON SÖNGVARI, SAMTAL SIR RALPH RICHARDSON í DANSI: HEIMSÓKN í DANSSKÓLA SÉRA ÓLAFUR SKÚLASON, VÍGSLU- BISKUP, SAMTAL ELDINGAVEÐUR Á ÍSLANDI. Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans Kína: AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND GUÐJÓNSSON Miklar hreinsanir að hefjast innan kommúnistaflokksins Langtímamarkmiðið er að sögn skýrslunnar að fjórfalda landbún- aðar- og iðnaðarframleiðslu Kína og gera landið að nútímalegu menningarríki og um leið að óað- finnanlegu „sósíalísku lýðræðis- ríki“. Segir skýrslan þetta ekki hægt án þess að koma rækilega við flokkinn svo hrikti í stoðun- um. „Sem stendur morar allt í eig- inhagsmunaseggjum sem nota að- stöðu sína til að skemma fyrir flokknum. Þeir virða að vettugi flokkinn, en hugsa bara um sig sjálfa og svo þá sem þeir geta haft gott af síðar, eða aðra sem þeir launa greiða. Þeir eyða og eyða, svíkjast undan sköttum og hygla vinum og vandamönnum. Margir virða landslög svo lítils, að þeir bendla sig við glæpsamlegt athæfi eins og smygl, sölu á smygli, fjár- kúgun, mútuþægni og margt fleira," segir skýrslan og er ómyrk í máli er meinsemdin í þjóðfélag- inu er annars vegar. „Vilja ekki styggja ... “ í skýrslunni kemur fram að ým- islegt kunni að trufla „rannsókn" einstakra mála. „Margir embætt- ismenn vilja ekki styggja félaga sína þó þeir viti að þeir stundi Þrír hópar fólks Skýrslan getur þess einnig, að fleiri heldur en þeir sem flokkast í fyrrgreinda hópa geti átt brott- rekstur og endurhæfingu yfir höfði sér. Nefnir skýrslan þrjá hópa fólks. f fyrsta lagi flokksfé- laga sem komust til valda og áhrifa undir verndarvæng „fjór- menningaklíkunnar", í öðru lagi félaga sem hafa hættulegar til- hneigingar til að kljúfa flokkinn og safna til sín fylgi og í þriðja lagi félaga sem brotið hafa af sér á pólitíska sviðinu, til dæmis spilltir embættismenn. Þetta fólk á sér þó viðreisnar von þrátt fyrir allt, skýrslan segir að fólk úr þremur síðustu flokkunum geti fengið sakaruppgjöf ef það bæti ráð sitt fyrir alvöru og undir eft- irliti flokksins. Þessar umfangsmiklu hreinsan- ir eru auðvitað ekki af engu sprottnar og skýrsluritararnir gleymdu ekki að fjölyrða um orsakirnar. Kemur þar fram að spilling og svefngengilsháttur margra embættismanna um gerv- allt landið hefur haft „hroðaleg áhrif á framleiðslu landsins, orsakað stórfelld mistök ! stjórn sveitarfélaga og valdið efnahags- legu og pólitísku tjóni sem ekki verður metið til fjár“. Segir skýrslan að þessi „dæmi úrkynj- unar“ hafi leitt meðal annars til þess að alþýða manna hafi tekið embættismennina sér til fyrir- myndar með þeim afleiðingum að „sjúkdómurinn breiddist út“. Þriggja ára áætlun Aðgerðirnar eiga að standa yfir Auka á framleiðsluna með þvf að hreinsa til í flokkskerfinu. í þrjú ár og verður öllum flokks- meðlimum gert skylt að segja sig úr flokknum og skrá sig í hann á nýjan leik. Er hver umsókn verð- ur tekin fyrir, verða viðkomandi félagar kannaðir ofan í kjölinn og aðeins þeir sem standast ákveðn- ar og strangar kröfur fá aðgang á ný. „Það eru ljótir blettir í annars fullkomnum flokknum og blettina verður að má út,“ segir í skýrsl- unni margumræddu. Viðbúið er að margir standist ekki kröfurnar sem settar verða. En þó þeir geri það ekki, er öll nótt ekki úti, því ef þeir bera sig nægilega aumlega og lofa nógu sannfærandi betrun, fá þeir tveggja ára frest til að bæta sig og uppfylla kröfurnar. Þeir sem gagnrýndir verða og sýnast vafasamir fá að verja mál sitt og til þess að undirstrika að allt sé þetta gert í þágu flokksins og um leið Kínverja allra, verður enginn fangelsaður eða píndur, hvað þá liflátinn. Þeim sem ekki standast kröfurnar verður útveguð vinna svo þeir geti eftir sem áður séð fyrir sér og sínum. Þá verða þeir hvattir með öllum leiðum til að vera góðir og nýtir þjóðfélags- þegnar. Allt miðar að því að „lækna sjúkdóminn til þess að bjarga sjúklingnum." andkínverskt athæfi. Aðrir fyllast hatri og reiði er bent er á þá og ásaka þá sem vísað hafa á þá um sömu glæpi eða aðra verri." Vest- rænum áhrifum er auðvitað kennt um hvernig komið er, en samt sem áður segir í skýrslunni að stefna stjórnvalda að „opna Kína meira en gert hefur verið“ sé rétt, hins vegar sé nauðsynlegt að búa Kín- verja undir áhrifaflóðið. Aðgerðir stjórnvalda hefjast strax og verð- ur fyrst hreinsað til í miðstjórn flokksins, síðan í bæjar- og sveit- arstjórnum. Á þeim áfanga að vera lokið í lok vetrar 1984. Verð- ur þá ráðist á það sem eftir er, minni nefndir og embætti. Meðan kínverska kommúnista- flokknum er að „batna“ verður nýrri bók dreift. Er hún að sögn miðstjórnarmanna hið mesta þarfaþing fyrir alla flokksmeð- limi. í bókinni eru ritgerðir um stjórn og stefnur í flokknum svo eitthvað sé nefnt. Meðal höfunda ritgerðanna má nefna Mao Tse Tung, fyrrum formann flokksins, og Deng Xiao Ping, núverandi formann. (Byggt á AP og fleiru.) Cuðmundur Guðjónsson er hlaða- maður á Morgunblaðinu. KÍNVERSKI kommúnistaflokkurinn gaf út yfirlýsingu fyrir skömmu, þess eðlis að meiriháttar hreinsanir innan flokksins væru í vændum. Síðustu vikurnar hefur verið stórfelld hreinsun í gangi í hópi sakamanna landsins og þúsundir teknir af Iffi. Ekki stendur til að lífláta menn í þessari nýjustu hreinsun, heldur að endurhæfa hina „sjúku“ eins og þeir eru gjarnan kallaðir. Það er fólk úr ýmsum áttum sem hefur nú ástæðu til að óttast um stöður sínar í fiokknum, en í upprunalegu tilkynningunni frá miðstjórn flokksins var einkum talað um „róttæka vinstrimenn", „smáharðstjóra", „forréttindasnápa“ og „óhæfa embættismenn sem hafa svert flokkinn“. Hreinsanir án blóðsúthellinga 120 manna miðstjórn flokksins komst að þessari niðurstöðu á löngum leynifundi, en að honum loknum sagði talsmaður flokksins í sjón- og útvarpsviðtölum, að ekki stæði til að reka einhvern ákveðinn fjölda manna úr flokkn- um einungis aðgerðanna vegna, mál hvers og eins yrði metið gaumgæfilega. Hann sagði enn- fremur að engin átök myndu eiga sér stað eða deilur, ekkert sem myndi trufla þjóðarframleiðsl- una. Hreinsanirnar myndu vera án blóðsúthellinga. Við nokkuð annan tón kvað í langri skýrslu sem rituð var í lok fundarins. Að vísu var áætlunum um friðsamlegar hreinsanir ekki breytt, en ákveðin markmið þeirra voru óumdeilanleg. Þar var talað um að miðstjórn flokksins ætlaði að styrkja stöðu slna og gera það óvægilega með hörðum aðgerðum. „Allir verða gerðir brottrækir úr flokknum sem þrá- ast við að fylgja stefnu hans sem tekin var upp árið 1978,“ segir I skýrslunni, en það þýðir allir sem ekki vilja þýðast stefnubreytingar sem Deng Xiao Ping innleiddi eft- ir dauða Mao formanns. Deng ætlar að treysta stöðu sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.