Morgunblaðið - 10.12.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.12.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS (ViítMineYUM'pu í öllum bjórlöndum er drukkið í vinnutíma H.Kr. skrifar: „Heili og sæll, Velvakandi. Mér er ljúft að birta Jóni Óttari og öðrum nokkur rök fyrir afstöðu minni í sambandi við áfengt öl. Ég tel ekki að það sé verra að menn drekki léttari áfengisteg- undir en sterkar ef jafnmikið er drukkið. En ég veit ekki til þess að nokkurs staðar hafi tekist að eyða áfengisböli með því að halda áfengum bjór að fólki. Ég hygg að Dönum hafi tekist á öðrum tug þessarar aldar að beina neyslu frá brennivíni að áfengum bjór með því að margfalda verð á sterkum drykkjum allt í einu en hafa bjórinn ódýran. Það varð þó ekki til að skapa neitt fyrirmynd- arástand. Víða um heim hefur fólki ofboð- ið brennivínsdrykkja og þá hafa menn stundum ímyndað sér að mjög væri til bóta að beina mætti neyslunni að léttari tegundum. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar í þá átt og má þar vitna til Svíþjóðar, Finnlands og Rússlands m.a. og hafa þær allar endað illa. Hætta sú sem fylgir léttum vín- um fremur en sterkum, er sú að neytendur þeirra verði sídrykkju- menn af frjálsum vilja í trausti þess að mjöðurinn sé svo meinlaus að hann geti tæpast talist áfengi og alls ekki vimugjafi. Slíkum drykkjuvenjum fylgja m.a. stór- kostlegar lifrarskemmdir svo að það er með algengustu banamein- um í Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi og víðar þar sem létt áfengi er teygað daglega. Mér hefur skilist að tillögur Jóns óttars, Ásgeir hvítaskálds og þeirra kumpána séu ekki að leyfa léttan bjór í staðinn fyrir brenni- vín, heldur til viðbótar. Ljósti bletturinn í áfengismál- um íslendinga er sá, að almenn- ingsálitið er á móti áfengisneyslu á vinnustað og í vinnutíma. í öll- um bjórlöndum er drukkið í vinn- unni. Ég tel víst að yrði bjórsala leyfð hér myndu fljótt rísa upp bjórkrár í grennd við vinnustaði eins og skólasjoppur." Grámyglunni rutt út R.R. skrifar: „Velvakandi. Hvílík sæla að geta með einu handtaki snúið apparati því er út- varp nefnist í gang, og opnað þar með sólargeislum rásar tvö leið inn í hugskotið og rutt út grá- myglunni sem svo oft vill hreiðra þar um sig. Og sjá, slyddan og slepjan er ósjáanleg orðin, létt- leiki og lipurð einkennir allar gjörðir manna. Móðir mín sem löngum hefur Pétur Hannesson skrifar 5. des.: „Velvakandi. Vegna rabb-greinar Leifs Sveinssonar í Lesbók Mbl. 3. des. langar mig að fram komi eftir- farandi: Það er ekki nýtt að heyra að Reykjavík sé perla sköpunarverksins. Þess vegna leiðist mér þær missagnir sem fram koma í grein hans um hreinsun og umgengni okkar við borgina. Markmið okkar allra er hrein borg. Við viljum efla hreinsun lóða og gatna og fjar- lægja númerslausa bílgarma sem eru til óprýði og óþrifnaðar. Hreinsunardeild borgarinnar auglýsir lóðahreinsun á hverju vori með fresti til 14. maí. Flestir húseigendur bregðast vel við og hreinsa hjá sér en stundum verð- ur hreinsunardeildin að grípa til annarra ráða. Nú er komin heim- verið talin hinn mesti anti-popp- isti dillar sér óstjórnlega í takt við Bowie, Bubba, Megas, Mezzoforte og hvað þetta nú allt saman heitir um leið og hún smeygir ljúffengu smákökunum lipurlega inní ofninn. Já, sjaldan hefur hún af- kastað öðru eins í jólabakstrinum. Amma mín, hin virðulegasta kona, hefur nú þegar fleygt frá sér stult- unum og dansar heil ósköp um allt hús en þrátt fyrir viðvaranir hvítsloppunga lætur hún ekki ild í lögreglusamþykkt um að borgin megi fjarlægja númers- lausa bílgarma af götunum og er þegar mikið gert af því. Það er rétt að koma þarf því fyrirkomu- lagi á að vissa daga megi ekki leggja bílum við götukant, því þá fari götuhreinsun fram. Ábend- ing um flöskubrot er mjög þörf því þetta er einatt okkar versta hreinsunarverk. Sameinumst öll um að halda borginni okkar hreinni." segjast. Frændi minn, traustur starfsmaður hjá borginni, mokar sandinum grimmt og galið í takt við rás tvö, svo að menn hafa aldr- ei orðið vitni að öðrum eins af- köstum. Já, víða má greina jákvæðar bylgjur þessa langþráða óska- barns þjóðarinnar. Því hefur tek- ist að lyfta andlegri vitund lands- manna upp á öllu hærra og Iéttara stig. Skatta- og víxlaáhyggjur hafa umbreyst í hið skemmtileg- asta krossgátuspil við undirleik léttrar tónlistar. Mikil er sælan og dillum okkur því í takt við tónlistina, „smælurn" framan í heiminn , því eins og skráð er í Bókinni um veginn: „Fólki veitist auðvelt að deyja, vegna þess að það erfiðar of mikið fyrir gæð- um lífsins. Þess vegna lætur það sér dauðann i léttu rúmi liggja. Þess vegna er betra að láta sér lífið í léttu rúmi liggja en að gera of mikið úr því.“ (Lao-Tse, Bókin um veginn, bls. 79.) Þökk sé rás tvö, fyrir að þessi hugsunargangur er að ryðja sér til rúms á þessari „basaltbungu" sem stödd er á mörkum hins byggilega heims. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hafin er vinna vegna jarðgangna. Rétt væri: ... vegna jarðganga. (Eignarfall af göng er ganga; en gangna er eignarfall af göngur. Markmið okkar er hrein borg Utgerðarmenn — Skip- stjórar á Austurlandi Tökum aö okkur uppsetningu á björgunarbátagálgum frá Óla Ólsen Ytri-Njarðvíkum. Uppl. í síma: 9-6166, heimasími: 9-6480. Vélaverkstædi Eskifjaröar. I dag, 10. desember veröur annar jólamarkaöur Félags einstæöra foreldra í Skeljahelli, Skeljanesi 6, og hefst kl. 2. Mjög mikil aösókn var aö markaðnum um síöustu helgi, en mikið hefur bætzt viö af varningi. Fjölbreytt jólagjafaúrval, skreytingar af öllu tagi, búta-púöar, ullarflíkur, kökur o.fl., o.fl. . Munið að leiö 5 hefur endastöö viö húsiö. | ^^Sjáumst. Jólamarkaðsnefndin.lt^^B SKYRTUR MELKA TWIN er mest selda skyrtan í Svíþjóö. B'f ^ Fyrsta flokks efni ogíl fragangur. Auöveld í þvotti, þarfg*^ ekki aö strauja.JHH Veröiö sérlega hagstætt.l FÆST í ÖLLUM HELSTUl HERRAFATAVERSLUNUM LANDSINS.HHBHHÉ JOIASVEINARNIR frá ísf ugl Kertaljós, alveg nauö- synlegt meö kjúkling- um og rúllettum frá ÍSFUGL. Reyndu þaö. ísfugl Fuglasláturhusið að Varmá Reykjavegi 36 Mosfetlssveit Símar 91-66103 og 66766

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.