Morgunblaðið - 22.12.1983, Síða 9

Morgunblaðið - 22.12.1983, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUJR 22. DESEMBER 1983 49 „Sérstaklega valin gimbra- lömb að hausti“ Segir Sigurður á Kastalabrekku um „jólalömbin“ sem koma á markaðinn nú fyrir jólin „ÞETTA eru gimbralömb, meðal- stór, valin að hausti með tilliti til holda á læri og baki,“ sagði Sigurður Jónsson bóndi á Kastalabrekku í Ásahreppi í Rangárvallasýslu í sam- tali við Morgunblaðið er hann var spurður að því hverskonar lömb hin svokölluðu „jólalömb" væru. En Sigurður er einn af þeim bændum í Rangárvallasýslu sem alið hafa lömb til slátrunar í desember þannig að kjötið af þeim hefur farið ferskt á markaðinn fyrir jólin. Frá þeim 4 bændum í Rangár- vallasýslu koma að þessu sinni 170 „jólalömb" á markaðinn en auk þeirra eru tveir bændur í Vestur- Skaftafellssýslu sem alið hafa „jólalömb". „Jú þetta heppnaðist ágætlega miðað við aðstæður," sagði Sigurður, „enda er þetta annað árið sem við gerum þetta. Kjötið lítur vel út. Þetta eru held- ur þroskaðri kindur en venjuleg haustlömb og minni fita á þeim. Meðalþunginn er tæplega 15 kíló en þau eru flest á bilinu 12—20 kíló. Þetta er lítilsháttar meira en á venjulegum haustlömbum, það er vegna þess að þau hafa stækkað og þroskast en við höfum ekkert alið þau. Fóðrunin miðast við að þau haldi holdum. Það er talsvert umstang við þetta og áhætta þannig að við telj- um okkur þurfa að fá um 30% hærra verð fyrir þetta kjöt. Kjötið er látið hanga og meyrna, það er aldrei fryst, en flutt uppihangandi á bílum til Reykjavíkur. Ég hef stundum verið að spyrja neytend- ur hvernig ferska kjötið bragðast og hefur þeim undantekningar- laust fundist það betra. Ég var með „páskalömb" í tvö ár en það féll niður á þessu ári. Það hefur sýnt sig að vel er hægt að rækta „páskalömb" en það er miklu meiri vandi en að rækta „jólalömbin" og áhættan meiri," sagði Sigurður Jónsson á Kastala- brekku. . VÖNDUÐ FRÖNSK með nylonskafti Utir: Beinhvítt, postuiínshvítt, vínrautt og dökkblátt RAFTÆ lAUG'AVEGI 170-172 SrMAR *11*$87 ‘ 21240, , x ua kynnakokkarnir v og gefa að smakka jólafoiréttinn: Reykan Graflax laX AÐEINS .00 pr.kg. Opið til kl. 1A í kvöld 1U B AUSTURSTRÆTI 17 STARMÝRI 2 HEYRT&SEÐ EFTIR JÓHANNES HELGA (Fimmtíuog sjö §krif að gefnu tilefni) Þaö er helst aö hægt sé í stuttu máli aö gefa hugmynd um efni bókar meö því aö nefna nokkur kaflaheiti. En til að veröa vísari aö gagni um bók verður auðvitaö aö lesa hana og helst kaupa. Öðruvísi verður marktækri bókaútgáfu ekki haldið úti til frambúðar á smæsta fnálsvæði í heiminunf. Öflug bókaútgáfa og varðveisla þjóöernis. Tveir fletir á sama hlut. Nordai og hinir; Listaverkið sem týndist; Er Landnáma hrikalegasta fölsun mannkynssögunnar; Að skrifa fótógrafíur - eða Thor í stað Kjarvals; Steinn Steinarr, Lúðvík og Gunnar Thoroddsen; Páfinn og söngfuglarnir; Síbrotamenn; Dansur í Losjunni; Þorn; Goðsögn úr froðu; Eilífðarinnar helvíti og pína; Kátar ekkjur og Drottins þjónar; Draslið hans Halldórs Laxness; Að sýna það á þökunum sem fram fer í herbergjunum; Sunnudagssiðdegi með Ingu Laxness; Staðaruppbót handa Reykvíkingum; Hvernig ég lærði að elska atomsprengjuna; Plattinn á veggnum - eða Herdísarvíkin og Einar; Jón Óskar á brautarstöð heilags Lazarusar. Solskinsland brjálseminnar. Sítar og mandólín. Nafnaskrá fylgir bókinni. Ármúli 36, sími 83195

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.