Morgunblaðið - 22.12.1983, Page 28
68
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1983
veiku r Hann hefurekki kvaníab um neitt
í prjá. dcujcl. "
Með
morgnnkaffinu
Mér virðist konan þín skilja allt til
fullnustu.
HÖGNI HREKKVISI
f.
T3<1
OMIMOOflð
r •
P-IÍLJ U -W t * © i
VJA HéKMA.'ÉG GERI ViST EKKI FLElKA i PAG ! "
Með góðu eða illu verður að
hefta framgang kommúnismans
„Ég er að rifja þetta upp núna, af því að til er fólk sem virðist trúa enn á
þessi ósköp og heldur þvf fram að sandinistarnir í Nicaragua geti einir allra
bætt lífskjör þjóðar sinnar eftir fyrrnefndri kokkabók, með aðstoð hernað-
arsérfræðinga frá Kúbu og kennara frá Svíþjóð."
Húsmóðir skrifar:
„Nú skrifar enginn lengur bók
og kallar Sovét-Rússland „Land
lífshamingjunnar", eins og gert
var á verstu kúgunardögum Stal-
íns.
Sannleikurinn fyrirfinnst ekki í
munni þeirra, sem flytja hoðskap
Karls Marx. Eða hver hefur heyrt
hann? Heimurinn veit, að frá því
að hungurhugmyndafræði Karls
Marx var tekin í notkun, hefur
rússnesk alþýða búið við ómennsk
kjör. Stéttaskiptingin er eins og á
dögum Katrínar miklu. Verka-
mennirnir eru ekki bara réttlaus-
ir, því að það eru allir, og Stóri
bróðir hefur gætur á þér, eins og
stendur í 1984, bók sem núna
sannar gildi sitt betur en daginn
sem hún kom út. Svo vel þekkti
Geurge Orwell kommúnismann.
Verkamennirnir eru sem sé það
óhreinir í augum valdhafanna, að
þar eru sérstök sjúkrahús fyrir þá,
og þeir fá ekki einu sinni að deyja
með öðrum þjóðfélagsþegnum.
í rúm sextíu ár hefur rússnesk
alþýða mátt þreyja þorrann og
góuna og hvernig halda menn, að
heilsufarið sé bæði líkamlegt og
andlegt eftir matvælaskortinn og
óttann við fangabúðirnar, sem
núna eru í 4 milljónir manna. Lít-
um á Pólland, sem bara hefur lifað
í 40 ár eftir kokkabók Karls Marx.
Hörgulsjúkdómar hrjá þjóðina og
við fslendingar, eins og fjöldi ann-
arra þjóða, sendum þangað lífs-
nauðsynjar í stórum stíl til þess
að ekki verði horfellir eins og hér
á dögum Skaftáreldanna. Svona er
ástandið í löndunum, þar sem
kommúnistarnir lofuðu, að allt
skyldi tekið frá þeim ríku og fært
þeim fátæku.
Ég er að rifja þetta upp núna, af
því að til er fólk, sem virðist trúa
enn á þessi ósköp og heldur því
fram, að sandínistarnir í Nicar-
agua geti einir allra bætt lífskjör
þjóðar sinnar eftir fyrrnefndri
kokkabók, með aðstoð hernaðar-
sérfræðinga frá Kúbu og kennara
frá Svíþjóð. Ekki hefur Kastró
bætt lífskjörin á Kúbu. Og hvernig
er ástandið í Angóla, Mosambik og
Eþíópíu? Það býr enginn til mat
eða saumar föt úr tómum loforð-
um. Þess vegna sjá menn núna, að
ekki er hægt lengur að horfa upp á
fólk kveljast eftir ritúali Karls
Marx. Og með góðu eða illu verður
að hefta • Iramgang kommúnism-
ans, það ér það nauðsynlegasta
sem gera þarf, ef mannkynið á að
lifa frjálst og hafa eitthvað til að
bíta og brenna."
Sími og tími
Ellilífeyrisþegi (4973-7998)
skrifar:
„Velvakandi.
Á tólf vikna fresti í ársins hring
berst símnotendum — ungum sem
gömlum — gíróseðill til greiðslu á
símnotkun þeirra undangengna
mánuði. Eindagi er 10. dagur
greiðslumánaðarins, og má búast
við lokun að þeim degi liðnum,
hafi greiðslan eigi borist réttum
aðilum fyrir þann tíma.
Alþjóð veit, að Tryggingastofn-
un ríkisins greiðir út elli- og ör-
orkulífeyri hinn 10. hvers mánað-
ar, sehi eigi allsjaldan ber upp á
föstudag, laugardag eða sunnu-
dag, en eins og allir vita eru bank-
ar og útibú þeirra harðlæst á laug-
ardögum og sunnudögum. Þá daga
liggja póstgöngur einnig niðri.
Undirritaður ellilífeyrisþegi og
sumt af kunningjafólki hans hefur
greitt símareikning sína í banka-
útibúi um hádegisbil á föstudegi
hinn 10. hvers mánaðar, en eigi að
síður var símunum lokað þann
sama dag. Þar sem greiðslurnar
höfðu þá enn ekki borist fésjóði
símans. Þetta getur komið illa og
jafnvel valdið dauðsfalli, í bráðu
sjúkdómstilfelli.
Er nú til of mikils mælst, að
Póst- og símamálastofnunin hagi
sér í stíl við Gjaldheimtuna og
setji eindagann við 15. dag hvers
greiðslumánaðar?"
Gagnvegir
l»ór Jakobsson skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Gagnvegir nefnist verkefni, sem
hleypt var af stokkunum sl. haust
og hefur það verið kynnt nokkuð í
fjölmiðlum. í Gagnvegum er stung-
ið upp á því við unglinga, að þeir
eigi viðtöl við fólk yfir sjötugt og
skrifi síðan stutta frásögn af því
helsta, sem bar á góma. Frásögn-
unum verður safnað saman og
verður því næst stefnt að því að
gefa safnið út í bókarformi.
Bréf þetta er skrifað til að leita
eftir stuðningi lesenda vjð giftusam-
lega framkvæmd þessa verkefnis
víðs vegar um land.
Gagnvegum er ætlað að vera til
fróðleiks og ánægju í senn. Dýr-
mæt, persónuleg kynni munu hefj-
ast og styrkjast. Upplýsingum um
landsins gagn og nauðsynjar hér
fyrr á tíð yrði bjargað frá glötun.
Gagnvegir eru að sjálfsögðu einnig
heppilegir við kennslu móðurmáls
og samfélagsfræða. Samtök og
sveitir, sem áhuga hafa á sögu
sinni, ættu að sjá sér leik á borði,
t.d. sveitarfélög, átthagafélög og
íþróttafélög.
í Gagnvegum eru fáar reglur.
Aldur: annars vegar 11—18 ár,
hins vegar 70 ár eða hærri. Lengd
ritgerðar: 3—10 vélritaðar eða
snyrtilega skrifaðar síður. Fæð-
ingardagur og fæðingarár þátt-
takenda. Samþykki viðmælanda
fylgi eða að öðrum kosti fullyrðing
umsjónarmanns, ef nokkur er, um
að þeir sem hlut eiga að máli séu
sáttir við lokafrágang á ritsmíð-
inni, orðalag og annað. Nafn og
heimilisfang umsjónarmanns
fylgi einnig. Óskað er eftir mynd
af viðmælanda og höfundi viðtals-
ins.
Við í framkvæmdanefnd Gagn-
vega leggjum áherslu á, að Gagn-
vegir eru ekki ritgerðasamkeppni.
Þvert á móti kysum við, að ungl-
ingarnir segðu frá með þeim hætti
sem þeim er tamastur. Þetta er
veigamikið atriði í Gagnvegum.
Ef þurfa þykir, er unnt að lesa
nánar um skipulag Gagnvega í
septemberblaði Æskunnar. Það er
einnig ávarp forseta íslands, frú
Vigdísar Finnbogadóttur, og
hvatning til þátttöku.
Við förum þess vinsamlega á
leit við þig, lesandi góður, að þú
komir til liðs við Gagnvegi og ger-
ist umsjónarmaður með einni rit-
gerð, eða jafnvel fleirum. Umsjón-
armaður tekur að sér að fylgjast
með verki, sem á annað borð er
hafið, þannig að því verði að fullu
lokið. Heimilisfang Gagnvega er
hjá Æskunni.
Þess skal að lokum getið, að þau
viðtöl sem nú þegar hafa borist
eru í senn með afbrigðum geðþekk
og fróðleg."