Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1983, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. DESEMBER 1983 Fasteignasalan Hátún Nóatúni 17, s: 21870,20998. Gleðileg jól Hilmar Valdimarsson, Ólafur R. Gunnarsson viðskiptafr. Brynjar Fransson heimasími 46802. Óskum öllum viðskiptavinum okkar nær ogfjær gleðilegra jóla FASTEIGNA MARKAÐURINN Óðinsgötu 4, símar 11540 — 21700. Jón Guömundsson, sölustj., Lsó E. Löve lögfr., Ragnar Tómasson hdl. esiö fjöldanum! o x*£unl)lnfoií> Óskum viðskipta- vinum okkar gleðilegra jóla 2C Eicn«nmpiunin ti VÍT ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SlMI 27711 Sötustjóri Sverrir Kristínsson Þorleifur Guómundsson sölumaður Unnsteinn Beck hrl., sími 12320 Þórólfur Halldórsson lögfr. Kvöldsími sölumanns 30483. Gleðileg jól Óskum viðskiptavin- um okkar, starfs- brœðrum og lands- mönnum öllum, gleðilegra jóla. Daníel Arnason, Ornólfur Örnólfsson, Húseignir og Skip, Veltusundi 1, Rvk. Sími 28444. Ingólfsstrseti 18 s. 27150 j GleÖileg jól I Gœfuríkt komandi ár. I Þökkum viðskiptin á árinu. ? Benedikt ffalldórssoh sölustj. | Hjalti Steinþórsson hdl. * Gústaf Þór Tryggvason hdl. Sverrir Kristjánsson Hus Verslunarinnar 6. hœö. Sðium Guóm. Daót Agúetaa. 7*214. Óskum vidskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs ÉtaigDsS œdID Umsjónarmaður Gísli Jónsson 223. þáttur Fyrst eru fáein þakkarorð í stað þess að nöldra um það sem miður fer. I hádegisfrétt- um hinn 15. þessa mánaðar var frá því skýrt að 24 höfðingjar hersins í Argentínu hefðu verið sviptir völdum, ekki hershöfð- ingjar hersins. Hinn þráláti staglstíll beið þarna ánægju- legan ósigur. Ekki veit ég hver hefur búið fréttina í hendur þularins, en sá var að þessu sinni Jón Múli Árnason. Þá hef ég tekið eftir því í sjónvarpsauglýsingu, að ný- yrði sr. Bjarna Sigurðssonar frá Straumi, gegnheill í stað massívur, hefur verið notað svo að vel fer á. Enn er þess svo getandi, að ég sé ekki betur en orð eins og forvörn og forvarnarstarf séu að festast í málinu, og hefur oft verið um þau fjallað hér áður. Þá er hér meginefni bréfs frá Halldóri Kristjánssyni í Reykjavík: „Góðar stundir. Kvæðið um Goðmund á Glæsivöllum hefur mér lengi fundist eitt hið besta kvæði sem ég þekki. Til að skilja „en lítt er af setningi slegið“ finnst mér að fyrst verði að gera sér ljóst hvað er slegið. Eg held að þar sé um að ræða hljóðfærin sem eiga sinn þátt í gleðinni í höll- inni og skemmtikraftarnir nota. Setningi held ég að sé skylt ásetningi. Hljóðfæra- sláttur er ekki gerður sam- kvæmt áætlun eða einhverri mótaðri stefnu og ásetningi, heldur ræðst hann af áhrifum augnabliksins. Og þar sem bróðernið er flátt og höfðing- inn brosir þegar blóðið rennur, þó hann sé kurteis og hýr, verður áslátturinn og hljóm- listin með ýmsu móti. Jötnar einir þola drykkinn. Þegar drukkið er til botns eða hornin nærri tæmd, verða menn sljóir og viðskotaillir — óminnis- hegri og illra hóta norn undir niðri í stiklunum þruma — og feiknstafir svigna í brosi Goðmundar kóngs þar sem hann situr kurteis og hýr. Það eru vandfundnar betur gerðar hendingar en sumar í þessu kvæði — eða svo finnst mér.“ Svo finnst fleirum, og bestu þakkir færi ég Halldóri frá Kirkjubóli. En fleiri en hann leggja sitthvað athyglisvert til málanna. Næstur kemur Vík- ingur Guðmundsson á Akur- eyri: „Eg þakka þér fyrir alla þættina þína um íslenskt mál. Ég er hálfhræddur um að eg hafi misst af sumum þeirra í öllu pappírsflóðinu sem er í kringum mann. Eg var þó að lesa tvö hundraðasta og nítj- ánda þáttinn og gat ekki setið á mér að senda þér línu útaf tilmælum þínum um skýringar á kvæði Gríms Thomsens „Á Glæsivöllum". Þetta kvæði lærði eg þegar eg var ungling- ur og held mikið upp á það ... Eg minnist þess að eitt sinn þegar eg var ungur, heyrði eg og sá tvær konur dásama vel gerðan hlut. Önnur konan fór um hann þessum orðum: „Mik- ið er þetta settlegt." Eg starði í forundran á þessa gáfuðu konu. Mér fannst eg aldrei hafa heyrt jafnmikið sagt í svo stuttu máli. Látbragð konunn- ar og hreimur raddarinnar gáfu einnig til kynna að um mikið listaverk væri að ræða... Fyrir mér merkir „settlegt" vel gerður hlutur, hógvær feg- urð, fínlegt verk, fágað lista- verk. Mér finnst orðið list svo- lítið útflatt. Setningur er þrengra. Það tjáir næma til- finningu, ynnileika, við- kvæmni. „en lítt er af setningi slegið" merkir því fyrir mér: en lítið er slegið á strengi við- kvæmni, göfgi og fegurðar. Enda segir í kvæðislok: kalinn á hjarta þaðan slapp eg. Það er rétt hjá þér, þessi setning er þungamiðja kvæðis- ins. Kvæðið lýsir hrottaskap, fláttskap, grályndi og háværri yfirborðsmennsku. Eg læt mér detta í huga að Grímur hafi farið utan fullur tilhugsunar um háleitar hugsjónir, göfgi og drengskap og fyrirmyndar líferni, en orðið fyrir sárum vonbrigðum. Kvæði hans bera það með sér að hann hefur ver- ið viðkvæmur tilfinningamað- ur. Hetjudýrkun hans vitnar um það og hetjurnar urðu að vera göfugmenni. Jafnvel ræn- ingjar og misindismenn eins og Arnljótur Gellini urðu að vera göfugir." Hér gerir umsjónarmaður innrás í bréf Víkings Guð- mundssonar og bíður fram- haldið næsta þáttar. Ég færi Víkingi bestu þakkir fyrir skýringu hans og eftir allt, sem ég hef þegið af því tagi, verð ég nú betur undir það búinn að skilja og skýra þann hluta í kvæði Gríms sem ég spurði um. Athyglisvert er að fáir vilja hagga þeirri grundvallarkenningu að setn- ingur eigi við einhvers konar hljóðfæraslátt. Þegar þetta birtist verður lokið mánuðinum ýli, en mör- sugur tekinn við (21. des.). Eg hef verið beðinn um skýringar á þessu skrýtna mánaðarnafni, ýlir. Ég kann enga nema þá gömlu, að þetta sé með ein- hverjum hætti skylt orðinu jól, jólamánuðurinn. Margt er óljóst um uppruna orðsins jóL Þó hallast menn helst að því, að orðið merki gleðitíð. Væri það þá skylt latneska orðinu jocus = leikur, sbr. þá einnig ensku joke, joker og joy, en öll þessi orð hafa svipaða merkingu. Einnig var til, og ekki má gleyma því í þessu sambandi, orðið jóln (hvk.flt.), goðin og óðinn var, með mörgum öðrum heitum, nefndur Jólnir. Að lokum vil ég láta það í ljósi, að sálmur Sveinbjarnar Egilssonar Heims um ból sé frumortur, ekki þýðing, þótt hann sé undir sama lagi og þýski sálmurinn Stille Nacht, heilige Nacht. P.s. Á einum stað í síðasta þætti misprentaðist auga leið fyrir aufta leift, í afbrigði orðtaksins, þaft gefur auga leift, fengnu úr Strandasýslu. Janus Djurhuus: Elía spámaður á Hórebsfjalli Á Hórebsfjalli hímdi hann dægrin löng, og hrafnar báru honum vistaföng, og hárri röddu í sárri neyö hann söng: „Sjá, ísrael í útlegð rak mig burt. Á auðnum Hórebs vex ei nokkur jurt, og enginn býður öörum vott né þurrt. Sjá, dómarar mig dæma vildu í hel, því dirfst ég hafði að efla vinarþel, og hatri eyða úr hjarta ísrael. Ó, Jahve, lát mig merki um mátt þinn sjá, svo mæddur þjónn þinn aftur megi fá þann kjark sem grimmum ótta sigrast á!“ Úr geimsins fjarska stríöa storma bar, svo stráin jaröar skulfu allstaöar. En Guösrödd ekki í stunum stormsins var. Og jörðin skalf, og eldar brunnu og bál, og brjóstiö nísti angist hvöss sem stál. í hvæsi elds var ekki Jahves mál. Um síðir lék um fjalliö blíöur blær, og burtu rak á svipstund ógnir þær sem áöur hrelldu. Andi Guös var nær. Guðmundur Daníelsson sneri á íslensku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.