Morgunblaðið - 31.01.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.01.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 Dagatal fylgiblaöanna * ALLTAF Á ÞRIÐJUDÖGUM * n«3TIA «2» AT.TTAF A FIMMTUDÖGUM Alltaf á fóstudögum ALLTAF A LAUGARDÖGUM LESBCK ALLTAF A SUNNUDÖGUM stóA CXÍ EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fróðleikur og skemmtun Mogganum þínum! AF ERLENDUM eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Zhivkov á blaðaraannarundi í Reykjavík haustið 1970. Breytmgar í Búlgaríu VÍÐTÆKAR breytingar hafa verið gerðar á valdaforystunni í Búlgaríu, fyrst og fremst til þess að koma stjórn efnahagsmála í betra horf svo að unnt verði að herða á baráttunni gegn efnahagsvanda landsmanna og flýta efnahagsumbótum. Hvort það tekst leiðir tíminn í Ijós. Með þessum breytingum hef- ur Todor Zhivkov forseti, sem hefur verið leiðtogi búlg- arska kommúnistaflokksins í 30 ár, enn treyst sig í sessi. Tiltölu- lega ungir menn taka við af eldri vaidamönnum og verið getur að tilgangur breytinganna sé einnig sá að koma upp nýrri sveit valdamanna. Eftirmaður Zhiv- kovs verður síðan að öllum lík- indum valinn úr þeim hópi. Mikilvægustu breytingarnar voru þær að tveir stuðnings- menn Zhivkovs voru skipaðir að- alfulltrúar í stjórnmálaráðinu. Þeir munu ugglaust eiga mikinn þátt í mótun stjórnarstefnunnar framvegis ásamt Zhivkov. Chudomir Alexandrov, sem er aðeins 47 ára gamall, tekur við embætti fyrsta varaforsætisráð- herra, auk þess sem hann fær stöðu aðalfulltrúa í stjórnmála- ráðinu. í kommúnistaríkjum hefur fyrsti varaforsætisráð- herra venjulega eftirlit með efnahagsmálum. Alexandrov hefur verið einn af riturum mið- stjórnarinnar og var áður leið- togi flokksdeildarinnar í höfuð- borginni Sofia. Alexandrov verður nokkurs konar yfirráðherra efnahags- mála og fær það meginhlutverk að bæta efnahagsástandið og framfylgja fyrirhuguðum efna- hagsumbótum. Þær miða m.a. að því að dreifa ákvörðunarvaldi í efnahagsmálum og eru að sumu leyti sniðnar eftir ungverskri fyrirmynd. Hann tekur við af Todor Bozhinov, sem fær nýtt ráðherraembætti og tekur við yfirstjórn orku- og hráefnamála. Önnur helzta breytingin var sú að Yordan Yotov, aðalritstjóri flokksmálgagnsins „Rabotnich- esko Delo“, sem einnig var skipaður aðalfulitrúi í stjórn- málaráðinu, var gerður að yfir- hugsjónafræðingi flokksins. Hann tekur við því starfi af Al- exander Litov, sem var óvænt vikið úr stjórnmálaráðinu í sept- ember. í hópi þeirra sem voru svipt embættum var Tsola Dragoi- cheva, 85 ára stjórnmálaráðs- fulltrúi, „kvenböðull Búlgaríu" sem stóð fyrir fjöldahandtökum fyrst eftir valdatöku kommún- ista. Veselin Nikiforov var vikið úr starfi bankastjóra landsbank- ans og Georgi Atansov úr stöðu formanns nefndar, sem sér um endurskoðun ríkisreikninga. Eft- irmenn þessara tveggja manna hafa ekki verið skipaðir. Síðast urðu mannaskipti í Búlgaríu í júlí 1982 þegar Kiril Zarev var vikið úr embættum varaforsætisráðherra og for- manns ríkisskipulagsnefndar- innar og Stanish Bonev skipaður eftirmaður hans. Georgi Karam- anev varð varaforsætisráðherra og ráðherra innanríkisviðskipta og opinberrar þjónustu. í febrúar 1982 hafði Bozhinov, sem nú hefur þokað um set, verið skipaður fyrsti varaforsætisráð- herra í stað Stamen Stamenov, sem lézt í ágúst 1981. Georgi Yordanov varaforsætisráðherra varð formaður menningarnefnd- arinnar í stað dóttur Zhivkovs, Lyudmila Zhivkova, sem lézt 38 ára gömul af völdum heilablóð- falls í júlí 1981. Lyudmila hafði setið í stjórn- málaráðinu síðan 1979 og verið formaður menningarnefndar- innar síðan 1975. Miðstjórnar- fulltrúarnir Mircho Spasov og Zhivko Popov voru reknir vegna ásakana um glæpsamlegt at- hæfi. Auk mannaskiptanna nú hafa verið gerðar víðtækar breyt- ingar á skipulagi og starfstilhög- un ráðuneyta og á starfsliði þeirra. Ráðuneytum, sem fjalla um efnahagsmál, hefur verið fækkað. Hingað til hefur Zhivkov fylgt hægfara stefnu í efnahagsmál- um. Búlgaría er eitt fátækasta ríki Evrópu og óvíða í Austur- Evrópu hafa lífskjör verið eins VETTVANGI slæm. Fyrir nokkrum árum var mikill vöruskortur og fréttir bárust um mótmæli og jafnvel setuverkföll í líkingu við verk- föllin í Póllandi. Lélegt húsnæði og lág laun hafa kynt undir óánægju á undanförnum árum, vaxandi spilling hefur vakið reiði og ungt fólk hefur dýrkað allt sem amerískt er. En ekkert bendir til þess að „innri andstaða" hafi verið skipulögð og á síðari árum hafa Búlgarar búið við töluverðan hagvöxt, meiri en gengur og ger- ist í Austur-Evrópu, þótt hann yrði minni í fyrra en vonað var. Þrátt fyrir þetta hefur verið við ýmis vandamál að stríða í efna- hagsmálum. Einkum hefur verið brotalöm í stjórn og skipulagi efnahags- kerfisins og breytingarnar nú eiga að sýna landsmönnum að stjórnvöld vilji bæta úr því. Til- raunir hafa áður verið gerðar til að bæta stjórn efnahagsmála og auka valddreifingu, en sérfræð- ingar segja að þeim umbótum hafi ekki verið framfylgt að öllu leyti og sá sveigjanleiki, sem vonað hafi verið að þær leiddu til, ekki orðið að veruleika. En á sama tíma og halli hefur verið á utanríkisviðskiptum Rússa og annarra Austur- Evrópuþjóða hafa Búlgarar rétt við fyrri greiðsluhalla. Vegna samdráttarins í heiminum hefur verð á hráefnum, sem þeir fá að- allega frá Sovétríkjunum, hins vegar hækkað meira en verð á landbúnaðarafurðum, sem þeir selja úr landi. Búlgarar hafa notið góðs af aðstoð Rússa, sem þeir eru ná- tengdir og hafa litið á sem „stóra bróður“, og m.a. fengið frá þeim olíu á niðursettu verði. Stundum hafa þeir endurselt hluta þessar- ar olíu fyrir harðan gjaldeyri. Búlgaría hefur stundum verið kölluð „16. sovétlýðveldið" vegna fylgispektar við Rússa (einnig hefur verið sagt að Búlgaría sé e.t.v. eina landið, þar sem menn hvorki óttist né hati Rússa). En þrátt fyrir náið samband við Rússa hefur Zhivkov ekki hikað við að hefjast handa um efna- hagsumbætur á undan þeim og auk þess hefur hann beitt sér fyrir því að Balkanskagi verði lýstur kjarnorkuvopnalaust svæði. Sú barátta Zhivkovs gengur ekki í berhögg við utanríkis- stefnu Rússa. En fréttaritari Guardians bendir á að hún sé þó talin nokkurs konar bending til þeirra um að Búlgarar vilji ekki taka beinan þátt í ráðstöfunum Varsjárbandalagsins gegn upp- setningu bandarískra meðal- drægra eldflauga í Vestur- Evrópu. Zhivkov sagði í ræðu nýlega að sú ákvörðun Rússa að koma fyrir meðaldrægum eldflaugum í Austur-Þýzkalandi og Tékkó- slóvakíu í „hefndarskyni" mundi óhjákvæmilega raska öllum efnahagsáætlunum í Austur- Evrópu. Sjálfur landvarnaráð- herra Austur-Þýzkalands, Heinz Hoffmann hershöfðingi, hafði áður lýst sams konar ugg í ann- ars herskárri ræðu. Fyrirætlanir Rússa hafa vakið ugg víða í Austur-Evrópu og yfirvöld hafa lagt á það óvenjuríka áherzlu að skýra út ástæðurnar fyrir al- menningi. Ekki er víst hvort Rússar hafa lagt til enn sem komið er að meðaldrægum eldflaugum verði komið fyrir í Búlgaríu eins og í Austur-Þýzkalandi og Tékkó- slóvakíu. En búlgarskir leiðtogar hafa tekið eins skýrt fram og þeir hafa getað að slíkur mögu- leiki vekf með þeim ugg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.