Morgunblaðið - 31.01.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.01.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1984 33 11 ■ -M smáauglýsingar — smáauglýslngar — smáauglýsingar — smáauglýsingan □ Edda 59841317=7 □ Edda 59841317 = 2 □ Sindri Kf 59841317 — 1 Atkv. I.O.O.F. Rb. 4 = 1321318V4 E.l. Bibliulestur verður í kvðld kl. 20.30, Jery Daly kennlr. Allir velkomnir. Vegurinn Kristiö samfélag, Siðumúla 8. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almennur Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræðumaöur Einar J. Gisla- son. Ad. KFUK Amtmannsstíg 2B .100 ára afmæli KFUK í Dan- mörku*. Fundur i umsjá Kristínar Muller og Agnesar Steinadóttur. Skemmtikvöld veröur haldiö föstudaginn 2. febrúar 1984 aö Laufásvegi 41, félagsvist og fleira. Skemmtinefndin. Kvenfélag Langholtssóknar boöar aöalfund þrlöjudaginn 7. febrúar kl. 20.30 i Safnaöar- heimilinu Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnarkosning. Önnur mál. Almenn krabbameinsfræösla, orsakir og forvarnir. Framsögu- erindi: Guöbjörg Andrésdóttir. Kaffiveitingar. Stjórnin. Sálarrannsóknafélag Suöurnesja heldur almennan félagsfund í K.K.-húsinu v/Vesturbraut, Keflavík nk. fimmtudagskvöld kl. 20.30. Gestir fundarins: Séra Árelíus Níelsson, Þórkell Björg- vinsson frá Selfossi. Hljóöfæra- leikur Sverrir Guömundsson og Hlif Káradóttir meö undirleik Ragnheiöar Skúladóttur. Félag- ar mætiö vel og stundvislega. Sálarrannsóknafélag Suöurnesja. r--VarT-1nrvyr-y ýmislegt VEROBRÉFAMARKAOVJR HUSI VERSLUNARINNAR SIMI 687770 Similimar kl. 16—12 og 3—5. ( KAUP 0G SALA VEÐSKULDABRÉFA Snjómokstur Uppl. í símum 73716 — 14113. Nýbyggingar Steypur, múrverk, flisalögn. Múrarameistarinn sími 19672. Hilmar Foss Lögg. skjalaþýö. og dómtúlkur, Hafnarstræti 11, simi 14824. , U4 KYWWUIGAIHIIT SKOUItS 5EWT HtlS | HMÍ«f kwiaSiB-ifflwatkkrwir aJlt tand.læni tefluiíneu.dmBtskrífl o« fl.i sn—n tima-nýtt :6dfrt bananámskaö [ radauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar XFélagsstarf Sjátfstœðisflokksins\ Til trúnaðarmanna sjálfstæöisflokksins í Laugarneshverfi og Háaleitishverfi Minnt er á áöur boðaöan fund meö trúnaöarmönnum Sjálfstæöis- flokksins sem búsettir eru í áöurgreindum hverfum, meö Þorsteini Pálssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og Friörik Sophussyni, vara- formanni. Fundurinn veröur haldinn í Valhöll fimmtudaglnn 2. febrúar kl. 20.30. Stjórnir fólaga sjálfstæóismanna i Háaleitishverfi og Laugarneshverfi. Til trúnaðarmanna Sjálfstæðisflokksins í Breiðholtshverfum Minnt er á áöur boöaöan fund meö trúnaöarmönnum Sjálfstæöis- flokksins sem búsettir eru í Bakka- og Stekkjahverfl, Skóga- og Seljahverfi, Hóla- og Fellahverfi, meö Þorstelni Pálssyni formanni Sjálfstæöisflokksins og Friörik Sophussyni varaformanni. Fundurinn veröur haldinn i Menningarmiöstööinni viö Geröuberg kl. 20.30 þriöjudaginn 31. janúar nk. Stjórnir félaga sjálfstæóismanna í Hóla- og Fellahverfi. Skóga- og Seljahverfl, Bakka- og Stekkjahverfl. Mosfellssveit Sjátfstæöisfélag Mosfellinga boöar til al- menns félagsfundar í Hlégarði þriöjudag- inn 31. janúar nk. kl. 21.00. Fundarefni: 1. Magnús Sigsteinsson oddviti ræölr rekstrar- og framkvæmdaáætlun Mos- fellshrepps fyrir áriö 1984. 2. Spurningar og svör um hreppsmálefni. 3. Önnur mál. Allt sjálfstæöisfólk velkomiö. Stjórnin. kennsla Lærið vélritun Eingöngu kennt á rafmagnsritvólar. Dagtímar, kvöldtímar, engin heimavinna. Ný námskeið hefjast mánudaginn 6. febrúar. Innritun og uppl. í símum 76728 og 36112. Vélritunarskólinn, Suöurlandsbraut 20. Sími 85580. Metsölublad á hverjum degi! Minning: Olafur Magnús son Siglufirði Fieddur 28. desember 1906 Dáinn 2. janúar 1984 Þriðjudaginn 10. janúar var gerð frá Siglufjarðarkirkju útför Olafs Magnússonar, er lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 3. janúar eftir stutta legu. Ólafur Magnússon var fæddur 28. desember 1906 á Ytrakrossnesi í Eyjafirði. Hann var sonur hjón- anna Soffíu Árnadóttur og Magn- úsar Jónssonar, sjómanns. Þau Soffía og Magnús eignuðust niu börn sem öll eru látin, nema Helga, sem búsett er í Reykjavík, ekkja Haraldar Jónssonar, smiðs frá Akureyri. Þegar ðlafur var þriggja ára gamall dvaldi móðir hans með hann hjá hjónunum ólöfu Elías- dóttur og Jóni Benjamínssyni, sem síðan urðu fósturforeldrar hans, en þau bjuggu á Hóli í Staðarsveit í Eyjafirði. f þessari fallegu sveit ólst ólafur upp og kynnist þar fljótlega búmennsku og bústörf- um, uns hann yfirgaf þetta góða heimili sitt og fór til náms í bú- fræði að Hólum í Hjaltadal. Á þessum árum þurfti mikið áræði og dugnað til þess að brjótast til náms. Minningarnar frá námsár- unum að Hólum voru Ólafi kærar og samferðafólkið þar hugstætt alla ævi. Á Hólum stundaði ólafur íþróttir og var í sýningarhópi, sem fór allvíða og sýndi fimleika. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir alla ævi. Árið 1927 lauk hann búfræði- námi frá Hólum. Það var eftir- minnilegur dagur í lifi Ólafs, er hann 1982 sótti Hóla heim á hundrað ára afmæli skólans og hitti þar fyrir skólafélaga, sem hann hafði átt samleið með fyrir rúmlega fimmtíu árum. Sú stund gladdi hann mjög, þá 76 ára gam- all. Eftir námið á Hólum lá leið hans aftur heim í Eyjafjörð þar sem hann starfaði á ýmsum býl- um. Hingað til Siglufjarðar flytur ólafur 1932. Fyrst í stað starfaði hann hjá Árna Ásbjarnarsyni við bústörf. Seinna vann hann hjá múrarameisturunum Baldri ólafssyni og Sigurði Magnússyni. All mörg ár vann ólafur hjá Síld- arverksmiðju rfkisins en síðustu árin hjá Þormóði ramma hf. með- an heilsan leyfði. Árið 1936 kvænist Ólafur eftir- lifandi eiginkonu sinni, Júliönu Sigurðardóttur, mestu myndar- og dugnaðarkonu, dóttur sæmdar- hjónanna Guðrúnar Hansdóttur og Sigurðar Ásgrímssonar, sem allir eldri Siglfirðingar þekktu. Þau hjónin Ólafur og Júlíana eignuðust fjögur börn. Tvö þeirra dóu í frumbernsku, en upp komust tvíburarnir Arnar, rafvirki og verkstjóri hjá Rafveitu Siglufjarð- ar, kvæntur Guðrúnu Árnadóttur, og Sigrún, gift Sigurði Jónssyni, sjómanni. Með ólafi Magnússyni er til moldar genginn mætur og gegn maður úr verkalýðsstétt, sem ekki lét mikið yfir sér í hversdagslegu lífi, en var einn af þeim hundruð- um manna og kvenna, lífs og lið- num, sem eru hornsteinar og máttarstólpar þjóðfélagsins með gjörðum sínum og athöfnum. Hversu oft höfum við ekki heyrt það hin síðari ár, sérstaklega úr hópi yngri kynslóðarinnar, þegar spurt er um störf og stöðu manna, „ég er bara verkamaður", „ég er bara sjómaður", „ég er bara bóndi". Það er starf bóndans að láta tvö strá eða fjögur vaxa, sem áður var eitt. Það er starf sjómannsins að sækja björg í bú og gull um lygnan og ólgu sjó. Það er starf verka- mannsins að byggja upp borgir og bæi, vegi og stræti, temja fossa og beisla hita jarðar og orku vind- anna, nýta þann afla sjávar, sem okkar fengsælu sjómenn bera að landi og skapa alhliða fram- kvæmdir með vinnu sinni. I þess- um störfum verkamannsins, sjó- mannsins og bóndans hefur verið og verður saga lands og þjóðar. Þetta eru ekki bara verkamenn, bara sjómenn eða bara bændur eins og nú er svo oft talað um, heldur hornsteinar og máttar- stólpar íslensks þjóðfélags frá ör- ófi alda og um alla framtíð. ólafur Magnússon var duglegur og samviskusamur verkamaður — trúr og dyggur í hverju þvi starfi sem hann gegndi. Rólegheita-frið- semdarmaður, sem mátti ekki vamm sitt vita i neinu. Aldrei heyrðist hann mæla styggðaryrði í garð nokkurs manns. Drengskap- armaður til manna og málefna. En þetta þýddi ekki það að hann hafði ekki skoðun á málefnum jýóðfé- lagsins og bæjarfélagsins. Olafur var jafnaðarmaður er taldi að jafnaðarstefnan væri eina stjórn- málastefnan sem boðaði öllum þjóðum gróandi þjóðlíf, frelsi, jafnrétti og bræðralag. Þessi skoð- un breyttist ekki hjá Ólafi, þótt Alþýðuflokkurinn ætti ekki alltaf velgengni að fagna í kosningum. Eins og svo margir Siglfirðingar kynntist ólafur slæmum tímum í atvinnumálum bæjarins, en með atorku og dugnaði þeirra hjóna kom það aldrei niður á heimili þeirra, enda bæði eftirsótt til vinnu. ólafur var stéttvís maður og var mörg ár í trúnaðarmannaráði verkalýðsfélagsins. Sótti hann manna best fundi og fylgdist vel með. Hann var vel látinn vinnufé- lagi og var gott til vina. Að síðustu kveð ég Óiaf Magn- ússon með bestu þökk fyrir sam- ferðina. Okkar kunningsskapur var þannig, að hann gleymist mér ei. Frú Júlíönu og börnum þeirra hjóna og öðrum ættingjum og ástvinum flyt ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Nú er ferð ólafs yfir móðuna miklu hafin og fyrir stafni er fyrirheitna landið, þar sem bræðralag ríkir og jöfnuður býr og almætti Guðs varir um alla eilífð. Blessuð sé minning Ólafs Magn- ússonar. Jóhann G. Möller Siglufiréi ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að bcrast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. I»ess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Ilandril þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.