Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 70 þúsund konur við hlið 83 þúsund karla — eftir Björn Steffensen Á fjórða tug okkar aldar, þegar kaupgjald og verðlag var síðast í nokkurn veginn föstum skorðum, voru mánaðarlaun ungra karla og kvenna, t.d. við verzlunarstörf og ýmsar iðnir, 150 til 200 krónur. 250 til 300 króna mánaðarlaun karla í verzlunum og við skrif- stofustörf voru algengust, en 400 króna laun þóttu afbragð. Aðeins yfirmenn höfðu 500 til 600 krónur og 700 til 800 krónur fengu aðeins framkvæmdastjórar, og aðalbók- arar stærstu fyrirtækja. Banka- stjórar fengu 1000 til 1500 króna mánaðarlaun. Mig minnir að ráðherrar hafi haft 1000 krónur á mánuði. Tímakaup verkamanna var lengst af kr. 1,36 á þessum árum og þannig rétt yfir 200 kr. á mán- uði, þegar stöðuga vinnu var að hafa. Tímakaup iðnaðarmanna var kr. 1,75, ef ég man rétt. Ég hefi lengi haft þann sið þeg- ar ég geri innkaup á matvörum og öðrum nauðsynjum, að reyna jafn- an að rifja upp hvað hinar ýmsu vörur, sem ég er að kaupa, kostuðu fyrir stríð, þ.e. árin 1938—9. Þetta geri ég til að reyna að viðhalda verðskyni. Og ef ég útbý matar- körfu með þeim föngum, sem telja má að meðalfjölskylda um stærð og efnahag noti núna, t.d. í viku- tíma, þá virðist mér að slík karfa mundi kosta 60 sinnum fleiri krónur nú heldur en samskonar karfa hefði kostað á 4. áratugnum, og eru landbúnaðarvörurnar þá reiknaðar með fullu verði (þ.e. niðurgreiðslan talin með). Að sjálfsögðu ræður persónulegt mat hér nokkru um vöruval. „í öllum umræðum um launakjör, láglaunahópa og „mannsæmandi kjör“ er ævinlega að því er virÖ- ist miðad við að allt vinn- andi fólk í landinu sé ein- hleypingar, að heimili sérhvers launþega hafi að- eins eina fyrirvinnu, eins og algengast var fram yfir 4. áratug aldarinnar.“ Með því að margfalda kaupgjald á 4. áratugnum með þessari sömu tölu, þ.e. 60, svara 150 króna mán- aðarlaun til 9000 króna nú og 200 króna launin til 12000 króna. 300 króna launin svara á sama hátt til 18000 króna nú, og 400 króna laun- in til 24000 króna, 700 króna laun- in til 42000 króna og loks svara 1000 króna launin til 60000 króna nú. Kaupmáttur launa nú er sam- kvæmt þessari viðmiðun svipaður því sem var á 4. áratugnum, því að laun eru nú ekki langt frá þessu. Annars er erfitt að henda reiður á hvert kaup raunverulega er, þar sem mjög mikið mun vera um yf- irborganir, auk þess sem bónus- og uppmælingataxtar skekkja dæmið. Meðaltalslaun í ýmsum starfsgreinum, samkvæmt hagtöl- um, benda m.a. til að svo sé. Samt er athyglisvert hvað hlutföll launaflokka haldast lítt breytt þegar til lengdar lætur, þrátt fyrir sífelldar tilraunir til hins gagn- stæða, og er ósýnilega höndin hér sjálfsagt að verki. En alltaf eru lægstu launaflokkarnir viðkvæm- astir og ómeðfærilegastir í samn- ingum, bæði vegna þess hve þeir eru fjölmennir og sérhver breyt- ing launa því þung á metunum í þjóðarbúskapnum, svo og vegna hins, sem skiptir enn frekar máli, að einmitt þessir flokkar vega þyngst í samkeppnisaðstöðunni, bæði á erlendum markaði, þar sem okkur er skammtað verð fyrir af- urðir okkar, svo og á heimamark- aði í samkeppni við innflutning. Mér virðist þetta vera sannleikur- inn alveg umbúðalaus. Á nefndum áratug, 1930—40, kostaði kúbikmetri í vönduðu steinhúsi 50 krónur. Tvílyft hús á kjallara, nálægt 100 m2 að stærð kostaði þannig kringum 50 þúsund krónur. Hús af þessari stærð var leigt út fyrir 5—6 þúsund krónur á ári, hvor hæð á sem næst 200 krónur, og kjallari á nálægt 100 krónum á mánuði. Leigan var þannig 10—12% af kostnaðarverði hússins; 7% fyrir vöxtum og 3 til 5% fyrir fasteignagjöldum, við- haldi, fyrningu og kannski svolitl- um hagnaði. Algengt var að fólk greiddi 'h launa sinna í húsaleigu. Menn sem höfðu 300 króna kaup bjuggu í kjallaraíbúð og greiddu 100 krónur í húsaleigu. Þeir sem höfðu 5—600 krónur í kaup greiddu 175—200 krónur í húsa- leigu. Þeir sem höfðu lægri laun en þetta bjuggu flestir I gömlum húsum, þar sem þægindi voru af skornum skammti. Á þessum ár- um eignuðust fáir hús fyrr en á miðjum starfsaldri, og að eiga hluta af húsi var óþekkt fyrirbæri, nema þá í sameign. Nú kosta hús af þessari stærð, 1000 m3 á tveim hæðum ásamt kjallara, um 5 milljónir króna. Hér dugar þannig ekki að marg- falda fyrirstríðsverðið með 60, heldur dugar ekkert minna en 100-földun. Bæði er að nú er mun meira í íbúðir borið heldur en áður var og svo segja uppmælingarnar líklega til sín, auk þess sem ýmiss konar efni hefur hækkað hlut- fallslega meira í verði en aðrar neyzluvörur. Leiga eftir svona hús þyrfti þannig að vera 5—6 hundr- uð þúsund á ári, til þess að það gæfi af sér 10—12% eins og svipað hús gerði fyrir stríð, eða 20.000 krónur á mánuði fyrir hvora hæð og 10.000 krónur fyrir kjallara. Hér virðist sem málin gætu ver- ið komin í ógöngur. En svo er víst ekki í raun. Svona húsaleigu dett- ur víst engum í hug að fara fram á, enda gera menn sig ánægða með mun lægri raunvexti af fé sínu heldur en var fyrir verðbólgu, sem er í samræmi við það sem almennt er á peningamarkaðinum, ef að- eins er borgið höfuðstólnum. Nú virðist mér kjallaraíbúðin vera leigð út fyrir 6 þúsund á mánuði og hæðirnar fyrir 12 þúsund hvor, í stað 10 og 20 þúsunda. Borgar leigjandinn þannig húsaleigu sem er í sama hlutfalli við tekjur og var á 4. áratugnum, þ.e. einn þriðji af tekjum, og er þá miðað við tekj- ur húsbóndans einar saman. Og nú er ég loks, eftir bollalegg- ingar um heimilishagi launþega almennt, kominn að því sem átti að vera aðalefni þessa greinar- stúfs: í öllum umræðum um launakjör, láglaunahópa og „mannsæmandi kjör“ er ævinlega að því er virðist miðað við að allt vinnandi fólk í landinu sé ein- hleypingar, að heimili sérhvers launþega hafi aðeins eina fyrir- vinnu, eins og algengast var fram yfir 4. áratug aldarinnar. Á ís- landi vinna þó úti 70 þúsund konur við hlið 83 þúsund karla, og mikill meirihluti þessa fólks er í sambúð, og væntanlega ekki ævinlega að hvorttveggja hjónanna sé í allra lægstu launaflokkum. Er ekki skynsamlegt og eðlilegt að hafa hliðsjón af þessari stað- reynd, þegar skoðuð eru vandamál láglaunafólks, einkum þegar harðnar á dalnum? Eru það ekki fyrst og fremst vandamál ein- stæðra foreldra og einmana gam- almenna sem þarf að huga að í þessu efni, fólks sem ekki á stuðn- ing í maka og á hvorki íbúð né aðrar eignir að framfleyta sér á? Er hér ekki um að ræða þess háttar félagsmál sem ráða á fram úr í tryggingakerfinu, en ekki í kjara- samningum? Vandinn í kjaramálum, aftur á móti, er sem fyrr þeir forkólfar launþega, sem aldrei taka tillit til staðreynda í efnahagsmálum þjóðarinnar og sem ýmist gera nú kröfu um viss lágmarkslaun, sem virðast miðuð við að allt láglauna- fólk í landinu sé bágstaddir ein- hleypingar, eða að endurheimt verði kjör sem náðst hafi endur fyrir löngu, þótt þau kjör hafi aldrei verið annað og meira en dautt pappírsplagg, sem afnema varð samstundis, með tilsvarandi gengisfellingu og verðhækkunum. Það væri hörmulegt ef þessum herrum tækist að eyðileggja þá tilraun ríkisstjórnar okkar að endurheimta heilbrigt og traust efnahagslíf, sem nú lofar svo áþreifanlega árangri, og steypa okkur þess í stað út í sama sukkið sem við bjuggum við alla tíð síð- ustu vinstristjórna, að því við- bættu m.a., að þá yrði ekki komist hjá að taka upp algera gjaldeyr- isskömmtun á ný, með tilheyrandi nefndafargani, til að loka inni kaupgetu sem ekki yrði hægt að mæta, því að ekki verður lengur mögulegt að lifa á erlendum lán- um eins og við gerðum síðasta ára- tug. Umfram allt vekur þó kvíða að finna enn einu sinni hve veikt og berskjaldað þjóðskipulag okkar er gagnvart harðsvíruðum þrýsti- hópum. Svo augljóslega blasir það við nú, að ekki er rétti tíminn til að fara fram á kjarabætur, að til þess að gera það þarf mikla ófyr- irleitni eða einfeldni, nema hvorttveggja sé. Samt er þetta fólk undanþegið allri ábyrgð á skemmdarverkum sínum, eins og ómyndugir hálfvitar. Hér er áreið- anlega þörf einhverra lagfæringa á leikreglum. Björn Stefíensen er löggiltur endurskoóandi. Hvað er að gerast? — eftir Sigurlaugu Bjarnadóttur Dýrtíðarfár undanfarinna ára hefur, hvað sem hver segir, þjapp- að íslendingum saman um eitt meginmarkmið: að vinna bug á verðbólgunni og ná sæmilegu jafn- vægi í enfahagslífi okkar. Og nú hefir undrið gerst. Verðbólgu- draugurinn, sem áður stóð glott- andi í hverju horni, hefir séð sitt óvænna og er nú á hröðu undan- haldi. „Leiftursókin" sem Stein- grímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, notaði eigi alls fyrir löngu sem íhalds-grýlu í kosn- ingabaráttu til hrellingar kjós- endum, er orðin að veruleika og „niðurtalning" er orð, sem ekki fyrirfinnst lengur í hans munni. Furðumiklar vangaveltur Alljr sáu það fyrir, að jafn harkalegar aðgerðir og gripið var til af illri nauðsyn við stjórnar- skiptin sl. vor, hlytu að kosta þjóð- ina nokkrar fórnir í skertum lífskjörum og koma verst við þá, sem síst gátu tekið á sig auknar byrðar. Auðvitað er það komið á daginn. Það er staðreynd, sem ekki verður í móti mælt, að nokk- ur hópur fólks býr nú við eymd- arkjör, sem íslendingum er van- sæmd af að láta viðgangast í okkar landi. Vandinn væri auð- leystari nú, ef ríkisstjórnin hefði í upphafi tekið af meira raunsæi og sanngirni á málum þessa fólks, sem henni bar sérstök skylda til „... viðunandi lausn á vandamálum, eins og þau horfa nú við, er ekki ein- ungis undir ríkisstjórn, verkalýðsforystu og vinnu- veitendum komin, svo mikil sem ábyrgð þessara aðila er. Hér mun það ekki síður skipta sköpum, að almennir borgarar sýni samhug og sanngirni hver í annars garð — skilning á því, hve mikið er nú í húfi.“ að vernda gegn áföllum, sem því er um megn að standa undir. Furðu langvinnar vangaveltur og tvínón við að ákveða hvernig nú skuli úr bætt, bæta aðeins gráu ofan á svart. Koma ekki á óvart Niðurstöður tveggja víðtækra kjarakannana, á vegum VSÍ og Kjararannsóknarnefndar nýverið, koma engum á óvart. Það var vit- að fyrir, að langsamlegur meiri- hluti þjóðarinnar þarf ekki að kveinka sér að ráði undan þeim læknisaðgerðum, sem langsjúkt efnahagslíf gengst nú undir og Sigurlaug Bjarnadóttir gefa vonir um varanlegan bata. Fyrir því var líka — og er full vissa, að innan þessa meirihluta er stór hópur hátekjumanna, sem standa utan og ofan við allt tal um „fórnir" og „sultarólar" á erfiðum tímum. Það þurfti heldur ekki neinar nýjar kannanir til að segja okkur, að „launataxtar" segja ekki alla söguna um launakjör fólks, svo hörmulega og umfram allt vel- sæmi, sem búið er að fela og flækja allt launakerfi í landinu — í hag þeim hærra launuðu. Vita- skuld hefir það líka alltaf verið svo, að heimilishagir og ýmsar persónulegar aðstæður ráða miklu um raunverulega afkomu fólks, hvað sem líður hinum eiginlegu launakjörum. Talað fyrir daufum eyrum Verkalýðsforystan hefir löngum — og ekki að ósekju — legið undir ámæli fyrir að hygla stöðugt þeim sem hærri launin hafa fyrir á kostnað hinna veikari, sem hvað helst þyrftu fulltingis hennar með. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, sem hefir árum saman barist fyrir bættum hlut hinna lægst launuðu verkakvenna, kemst ekki upp með neinn moðreyk við samningaborð- ið. Bjarni Jakobsson, fulltrúi iðn- verkafólks, hefir svipaða sögu að segja. Þau tala bæði fyrir daufum eyrum. Það er nú svo — einhverjir verða líklega að lenda I lægstu launaflokkunum. En þetta er meira en spurningin um hæstu og lægstu laun og allt þar á milli. Það er lika spurningin um, hvort stætt er á því, siðferðislega og þjóð- hagslega, að nokkurt starf, enda þótt það útheimti ekki langskóla- menntun eða prófgráðu, sé það lágt metið, að fólkið, sem við það vinnur skrimti ekki af launum sín- um. Svo kennir hver öðrum um og fullyrðingar standa gegn fullyrð- ingum. Vinnuveitendur staðhæfa, að sökin sé hjá sundurþykkri og spilltri verkalýðsforystu og verka- lýðsforingjar svara fullum hálsi, að hún sé hjá vinnuveitendum, sem ekki tími að borga fólkinu kaup. Það er undarlegur tvískinn- ungur í þessu öllu saman. Því skýtur t.d. nokkuð skökku við, þeg- ar menn, sem staðhæfa — auðvit- að með réttu — að verðbólgan geri stöðugt þá ríku ríkari og þá fá- tæku fátækari, grípa jafnan til þeirrar röksemdar, þegar til ákvarðana kemur í launamálum, að ekki megi raska launahlutföll- um í landinu með því að hverfa frá sömu hlutfallshækkun launa upp allan launastigann en gera því betur til þeirra, sem neðstir sitja í stiganum. Sjálfsagt myndu slíkar ráðstafanir, ef oft væru endur- teknar, leiða til óeðlilega mikillar launajöfnunar, en eins og málum er komið nú eru þær sjálfsagðar. Gerist ekki á einni nóttu Hátekjumennirnir svara því jafnan til, að þeir borgi nú drjúg- an skilding til baka í háum skött- um og víst er það rétt (að skatt- svikurunum undanteknum). En það eru fleiri en hátekjumennirn- ir, sem borga skatta. Eða sagði ekki bílstjórinn við höfnina í sjón- varpsþætti fyrir skömmu, að hann fengi í mánaðarlaun 15.700 kr. fyrir 10 tíma vinnu á dag og af því borgaði hann 15.000 kr. í opinber gjöld? Álíka háar tekjur eigin- konu hans verði að nægja til fram- færslu fimm manna fjölskyldu og auk þess fyrir rafmagni, síma og sjónvarpi. Það er augljóst mál, að árangur- inn af framleiðniaukandi aðgerð- um, aukinni nýtni og vöruvöndun og ýmsum nýjum leiðum í at- vinnumálum, sem að er stefnt, skilar sér ekki á einni nóttu í auknum þjóðartekjum, sem hlýtur á hverjum tíma að vera forsendan fyrir raunverulegum kjarabótum. Það þarf enga hagfræðinga til að skilja það né heldur hitt að fyrir- sjáanlegur samdráttur í sjávar- afla og minnkandi þjóðartekjur (loðnan ætti þó að geta hjálpað eitthvað upp á sakirnar) gefa ekki tilefni til verulegra almennra kauphækkana nú. Verðlag á að lækka Hinsvegar mætti vænta þess, að stórlækkaðir vextir og fjár-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.