Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.02.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1984 Tilkynning um að Díana sé ólétt vekur athygli: V eðmangarar telja yfir- gnæfandi lík- ur á stúlku Fjölskyldufaðirinn syrgður Tatyana, ekkja Andropovs leiðtoga sovézka kommúnistaflokksins, og börn þeirra, Irina og Igor, auðsýna sorg sína við athöfn er kistu Andropovs var komið fyrir á viðhafnarbörum í Kreml. Grænlendingar verda að treysta á annað en fiskinn Kaupmannahofn, 13. febrúar. Frá Ib Björnbak „Grænlendingar geta ekki lengur byggt tilveru sína á fiskveiðum. Þeir upplifa nú þriðja kuldaveturinn í röð og margt bendir til að þeir verði fleiri, sem haft getur þær afleiðingar í för með sér að þjóðfélagsgerðinni verði að breyta,“ segir Tom Hoeyem Grænlandsmálaráðherra í blaðavið- tali í dag. Ráðherrann segir að þótt sendir verði ísbrjótar frá Danmörku þá muni þeir ekki duga til að halda fiskimiðum opnum, sem þakin eru hafís. „Við verðum að horfast i fréttaritara Mbl. augu við að hugsanlega kann ára- tugur að líða áður en Grænlend- ingar losna úr helgreipum vetr- arkuldanna. Kínverskir vísinda- menn segja að Grænlendingar megi búast við kuldavetrum næstu 30 árin, og því er nauðsynlegt að leita fanga annars staðar en í fisk- veiðum," segir Hoeyem. Hoeyem segir að gefa verði hugsanlegri olíuvinnslu gaum, einnig vinnslu sjaldgæfra málm- tegunda, sem finnast í Grænlandi. Ef til vill megi einnig virkja fall- London, 14. rebrúar. AP. KKKI KR nema rúmur dagur liðinn frá því tilkynnt var, að Díana prinsessa ætti von á öðru barni sínu í september. Fréttin hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og víðar og breskir veðmang- arar eru sjálfum sér samkvæmir að vanda og taka nú strax á móti veðmál- vötn í því skyni að setja á laggirn- ar orkufrekan iðnað. f blaðaviðtali í dag segir Jonat- an Motzfeldt, formaður græn- lensku landstjórnarinnar, að óhugnanlegir kuldar séu nú ríkj- andi á Grænlandi, og sé ástandið jafnvel verra en í fyrra. Allt líf sé nær lamað vegna kuldanna. Hafin er úttekt á forðabirgðum í land- inu, og verið er að skipuleggja dreifingu matvæla og lífsnauð- synja loftleiðis. Nú þegar hefur þurft að flytja matvæli til nokk- urra byggðarlaga með þyrlum. um í tengslum við fæðinguna. Greinilegt er að veðstofur telja lík- urnar á meybarni yfirgnæfandi. Veðmálin standa 10 gegn 11. Það þýðir nánast, að ekki borgar sig að veðja á að hún eignist stúlku. Lík- urnar á að Díana og Karl Bretaprins eignist annan son eru taldar 50 gegn 50, en ýmist 25 eða 50 gegn 1, að útkoman verði tvíburar. Veðmál sín byggja veðstofurnar á þeirri hefð, ef hægt er að komast svo að orði í þessu tilviki, sem ríkt hefur í barneignum innan bresku kon- ungsfjölskyldunnar. f nær öllum til- vikum hefur fyrsta fæðing verið sveinbarn og meybarn fylgt í kjöl- farið. Fyrsta barn þeirra Karls og Díönu, Vilhjálmur prins, kom í heiminn þann 21. júní 1982. Hvorugt þeirra hefur sagt það skipta sig máli hvort þeim fæðist annar sonur eða þá dóttir, en óvandaðri ensk dagblöð segjast hafa það eftir nánum vinum þeirra hjóna, að þau vonist heitt og innilega eftir stúlku. En það eru fleiri blöð en þau óvandaðri, sem velta möguleikunum fyrir sér. The Times skýrði í morgun frá því, að heldur fleiri drengir en stúlkur fæddust í Bretlandi ár hvert. Fyrir hver 100 meybörn kæmu 106 sveinbörn í heiminn. Veður víöa um heim Akureyri 4 skýjaó Amsterdam 5 heióskirt Aþena 7skýjaó Bankok 34 heióskfrt Beirút 18 skýjað Berltn 2 skýjað Brússel 3 heióskirt Buenos Aires 19 skýjaó Chicago 12 heióskírt Dubtin 7 heiðskfrt Feneyjar 2 skýjaó Frankfurt 4 skýjað Genf 1 skýjaó Helsinki 1 skýjaó Hong Kong 16 skýjaó Jerúsalem 12 heiðskírt Jöhannesarborg 30 heiöskírt Kairó 19 skýjaó Kaupmannahófn 0 heióskírt Las Palmas 19 heiöskirt Lissabon 17 heiöskfrt London 8 heióskirt Los Angeles 19 skýjaó Madríd 10 heióskírt Mextkóborg 23heióakírt Miami 24 rigning Montreal 6 skýjaö Moskva +6 heiöskírt New York 7 rigning Osló -7 heióskirt Parfs 6 heióskírt Peking 2 skýjaó Perth 30 heiöskírt Reykjavík 5 rigning Ríó de Janeiró 38 heiðskírt Róm 9 heióskírt San Francisco 13 skýjað Stokkhólmur 1 skýjaó Sydney 27 rigning Tel Aviv 18 heiðskirt Tókýó 7 heióskírt Toronto 7 rigning Vínarborg 0 skýjaó Elton John kyssir brúðina, hina 30 ára gömlu Renötu Blauel, í kirkjudyrunum að athöfninni lokinni í gær. Símamynd AP. Poppstjarnan Elton John f það heilaga í gær: Glymjandi rokktónlist og þúsundir hvítra rósa Sydney, 14. febnjar. AP. POPPSTJARNAN Elton John gerði sér lítið fyrir í Sydney í dag og smellti sér í hnapphelduna, nokkuð á óvart. Sú heppna heitir Renata Blauel. Ekki eru nema fjórir dagar frá því Elton bað hennar. „Renata er eina konan, sem ég hef elskað af öllu mínu hjarta um ævina," sagði Elton John við fréttamenn skömmu fyrir sjálfa athöfnina. Er hann var að því spurður hvort skjálfti væri í hon- um vegna athafnarinnar svaraði hann: „Já, auðvit- að.“ Renata hefur um marga ára skeið unnið með Elton John við plötuupptökur hans. Hún er þýsk, fædd í Múnchen, þrítug að aldri. Þótt ekki væri neinum gestum sérstaklega boðið að vera viðstaddir athöfnina kom það ekki í veg fyrir að um 500 manns söfnuðust saman fyrir utan kirkjuna. Allir reyndu að fá eins gott útsýni og kostur var og sumir gripu til þess ráðs að klifra upp í tré. Aðrir nenntu ekki að leggja klifrið á sig, en bættu sér útsýnisskortinn upp með því að leika plötur poppstjörnunnar á hæsta styrk fyrir utan kirkjuna. Bæði voru þau Elton John og Renata í sinum fegursta skrúða og geysilegu blómahafi hafði verið komið fyrir inni í kirkjunni sjálfri. Þar á meðal voru þrjú þúsund hvítar rósir og hundruð orkídea. Ekki munaði þó miklu að giftinaráform þeirra hjúa rykju út í veður og vind um helgina. Hvorugt þeirra gerði sér grein fyrir því að í lögum New South Wales-fylkis í Ástralíu eru ákvæði sem kveða á um að 30 dagar verði að bíða frá bónorði að giftingu. Eftir því gátu þau engan veginn beðið og með aðstoð lögfræðinga var hægt að fá undanþágu. Stuttfréttir .. Eftirlýstur glæpamaður skotinn á götu Forl l>auderdak‘, Flórída, 14. febrúar. AI*. LÖGREGLUMKNN skutu í dac mann, sem talinn er vera eftirsótt- asti glæpamaóur Suður-Afríku. Náóist hann eftir mikinn eltingar- leik og var skolinn til bana er hann neitaói aó kasta frá sér byssu, scm hann bar á sér. Maðurinn, sem talið er fullvíst að sé hinn 36 ára gamli Andre Stander, var á árum áður lög- regiumaður, en söðlaði síðan skyndilega um og gerðist banka- ræningi. Talsmenn lögreglunnar í Fort Lauderdale eru nær fuilvissir um að sá er þeir skutu sé umræddur Stander, en bættu því við, að ekki yrði endaniega úr því skorið fyrr en fingraför hans kæmu frá S-Afriku. Skyndileg for- setaskipti í Panama l'anamabori;, 14. frbrúar. Al*. RK'ARDO de la Kspriella, forseti l’anama, sagói af sér í dag og nýr forseti, hinn 65 ára gamli Jorge Knrique Illueca, var þegar í staó settur í embætti af yfirdómara hæstaréttar landsins. Illueca gegn- ir nú jafnframt embætti forseta 38. þings Sameinuóu þjóóanna. Engin opinber skýring hefur enn verið gefin á leiðtogaskipt- unum. Ekki eru nema þrír mán- uðir þar til forsetakosningar áttu að fara fram í Panama. Ekki hef- ur verið efnt til forsetakjörs frá því 1968. Stjórn landsins hefur að mestu leyti verið í höndum hersins, sem gefið hefur skipanir, eða óbeint í gegnum forseta, sem yfirmenn hans hafa sjálfir valið. Illueca sagði í sjónvarps- og útvarpsávarpi til þjóðarinnar, að fyrsta verkefni hans yrði að sjá til þess, að forsetakosningarnar þann 6. mai færu fram á heiðar- legan hátt. Herstatt fyrir rétt Köln, 14. ft‘brú»r. Al*. SAKSÓKNARI hefur krafizt fimm ára fangelsis yfir Iwan David Herstatt fyrrum bankastjóra fyrir meint svik hans í mesta gjaldþrota- máli í sögu Vestur-Þýzkalands. Sex fyrrum starfsmenn Herstatt-banka voru dæmdir í fangelsi árið 1979, en Herstatt slapp þá við málssókn er læknar staðfcstu að hann væri of hjart- sjúkur til að gangast undir yfir- heyrslur. Ákveðið var hins vegar í ársbyrjun að sækja Herstatt til saka. Herstatt er sagður bera sjálfur ábyrgð á því að banki hans varð gjaldþrota 1974, en þá lá við að innista’ður 50 þúsund viðskipta- manna yrðu að engu. Birgöastöö ný- nasista finnst í V-Berlín Berlín, 14. fobrúar. Al*. LÖGRKGLA hefur fundió birgða- gcymslu stærstu nýnasistasamtaka Vestur-Þýzkalands í gömlu loft- varnarbyrgi í Vestur-Berlín. Tveir menn voru hnepptir í varðhald eftir að lögregla gerði áhlaup á byrgið á sunnudags- kvöld. Vcggir byrgisins voru þaktir nasistamerkjum og óhróðri um gyðinga. Mennirnir tveir, sem eru 18 og 20 ára, voru að lappa upp á byrg- ið er lögreglan lét til skarar skríða. Meðal þess sem fannst í miklu magni í byrginu voru veggmyndir af Hitler og öðrum nasistaleiðtogum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.