Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 20 kr. eintakið. íslandssaga og friðarfræðsla Alþýðubandalagsmenn og meðreiðarsveinar þeirra á Kvennalistanum berjast ntí hatrammlega gegn ályktun al- þingis íslendinga um að kennsla í sögu íslensku þjóðar- innar verði aukin í grunnskól- um og að kennslan verði við það miðuð, að nemendur öðlist ekki aðeins þekkingu og skiln- ing á sögu þjóðarinnar heldur trú á landið og vilja til að varðveita það menningarsam- félag, sem þróast hefur á ís- landi í ellefu aldir. Telja and- stæðingar tillögurnar að af- staða þeirra sem hana styðja sé í ætt við galdraofsóknir fyrri alda. Hatrammar árásir alþýðubandalagsmanna á | þessa tillögu eru einkar at- hyglisverðar í sögulegu sam- hengi. í því skyni að þvo af sér kommúnistastimpilinn hafa þeir um langan aldur látið eins og enginn jafnist á við þá þegar þjóðerniskennd og þjóð- arást ber á góma. Barátta kommúnista gegn því að í skólum landsins verði lögð rækt við trú á landið og varð- veislu íslenskrar menningar er í litlu samræmi við þessa yfir- lýstu þjóðarást kommúnista, enda hampa þeir henni til að slá ryki í augu annarra. Eitt helsta einkenni á stjórnmálastarfsemi Alþýðu- | bandalagsins er tvískinnungur þegar meginatriði ber á góma. Þjóðernislega tilfinningasemi setja þeir á svið þegar það er talið henta vegna áróðursstöð- unnar. Kennsla í sögu íslands er hins vegar misnotkun á skólakerfinu og innræting að mati marxískra sagnfræðinga sem telja einræði Castrós á Kúbu heimsins besta „lýð- ræði“ og berjast fyrir því í nýstofnuðum „uppeldis“-sam- tökum að hafin verði kennsla á óskilgreindum „friði" á barnaheimilum, í grunnskól- um og framhaldsskólum. ís- landssagan er nákvæmlega skilgreint og afmarkað náms- efni. Þeir sem leggjast gegn því að kennsla i sögu íslands verði aukin í grunnskólum og telja ályktun alþingis um það vantraust og aðför að kennur- um landsins eru hins vegar áköfustu talsmenn þess að al- þingi samþykki óljósa ályktun um friðarfræðslu alls staðar þar sem opinberir aðilar geta beitt skipunarvaldi sínu og börn eru annars vegar. Hræsni alþýðubandalags- manna hefur birst í mörgum myndum allt síðan Kommún- istaflokkur íslands var stofn- aður 1930. Hún hefur þó sjald- an orðið jafn átakanleg og núna þegar þeir standa upp á alþingi og rakka þá niður sem vilja standa vörð um forsend- ur íslensks frelsis og sjálf- stæðis, söguna, tunguna og menninguna og heimta síðan í hinu orðinu að sögukennsla víki fyrir friðarfræðslu. Hvaða þörf er á því að láta sögu íslands víkja fyrir friðar- fræðslu í íslenskum skólum? Er hin ópvopnaða smáþjóð að búa sig undir einhverjar þær aðgerðir sem ógna friði í ver- öldinni? Á að koma þeirri skoðun kommúnista á fram- færi að við búum ekki við frið fyrr en við rjúfum samvinnu við vinveittar nágranna- þjóðir? Kommúnistar segja að „tilskipanir til kennara" sæmi ekki alþingi þegar saga ís- lands er annars vegar en vilja að slíkar tilskipanir séu gefn- ar af þingmönnum um friðar- fræðslu á barnaheimilum, í grunnskólum og framhalds- skólum. Tvíhyggja kommúnista á ís- landi er í fullu samræmi við lýsingar George Orwells í bók- aulskipulagt vopnað rán á föstudagskvöldið, þegar tæpum tveimur milljónum króna var náð frá starfs- mönnum Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins, við nætur- hólf Landsbankans á Lauga- vegi 77 vekur óhug. Ekkert má til spara í því skyni að ná ræn- ingjanum. Líklegt er að hann hafi fengið hugmyndina eftir að manni, sem ekki er enn fundinn, tókst að stela stórfé í útíbúi Iðnaðarbankans í Breiðholti. Tveir stórþjófar, annar vopnaður, ganga lausir þegar þetta er skrifað. Oftar en einu sinni hefur verið vakið máls á því hér á þessum stað að íslenski þjóð- arbragurinn sé að breytast. Við erum að taka stökkið úr fámenni yfir í fjölmenni. Þótt íslendingar séu ekki margir í samanburði við milljónaþjóð- irnar neyðumst við til þess að grípa til margra þeirra örygg- isráðstafana sem þar tíðkast í samskiptum manna. Illvirki eins og þau sem hér eru nefnd kalla á forvarnaraðgerðir af inni 1984. Hún setur æ meiri svip á umræður í lýðfrjálsu ríkjunum þar sem kommúnist- ar níðast á hugtökum eins og friður, frelsi og lýðræði með herfilegum hætti hvar sem þeir geta og helst þar sem heiðarlegir menn eiga sér ekki ills von, gagnvart einlægum og leitandi börnum á heimilum og í skólum ríkis og sveitarfé- laga. Gegn þeim hugmynda- fræðilegum níðingsverkum verður að rísa hvar og hvenær sem nauðsyn krefst. ýmsu tagi af hálfu banka og fyrirtækja með mikið fé í vörslu sinni. Einkaaðilar hafa gerst um- svifamiklir í öryggisgæslu fyrir stofnanir og fyrirtæki og fer vel á því. Innan lögregl- unnar í Reykjavík hefur verið komið á fót svonefndri vík- ingasveit sem er sérþjálfuð til að takast á við vopnaða ódæð- ismenn. Þessa sveit þarf að styrkja eftir því sem kostur er. Þegar hugað er að hlutverki lögreglunnar og þeirra sem gæta öryggis í daglegum sam- skiptum borgaranna á hið sama við og þegar rætt er um frið á milli þjóða, að um leið og tortryggni og hræðsla gríp- ur um sig gera menn strax miklar kröfur til þessara að- ila, en gleyma því gjarnan þegar allt er með friði og spekt að jafnt á friðar- og hættu- stundum er nauðsynlegt að hafa viðbúnaðinn í lagi. Óttinn við að nást og hljóta makleg málagjöld er enn sem fyrr það sem helst heldur óbótamönnum í skefjum. Rán í Reykjavfk ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ : : Rey kj a víkurbréf >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 1$. febrúar ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦i Málvöndun - framburöur hins talaða orös Nokkur skoðanaskipti hafa far- ið fram í fjölmiðlum um kennslu mælts máls, framburð tungunnar. Er það vel. Matthías Jónasson, prófessor og emeritus frá Háskóla Islands, segir m.a. í Morgunblað- inu föstudaginn 10. febrúar sl.: „Hér þarf að stinga við fótum. Hér er þörf afturhvarfs. íslensku- kennarar verða að snúa sér að þeim mikilvægari verkefnum, sem bíða þeirra. Stafsetningaræfingar og skrifleg fullgreining ná aldrei tilgangi sínum, meðan hljómfeg- urð, myndauðgi og skýrleiki mælts máls týnast og gleymast í skugga þeirra. Ef við viljum innræta æsk- unni málvöndun, bæði að hljómi, orðavali og byggingu, þá verðum við öllu framar að kenna henni að tala málið skýrt og hreint, opna eyru hennar fyrir hljómi og gerð hins mælta máls, kenna henni að þekkja og virða lögmál málfræð- innar í hinum síhvika straumi þess. Hver unglingur, sem lýkur námi, á að kunna að orða hugsun sína viðstöðulaust, tala með eðli- legum hraða svo hreint mál og fagurt sem hann gæti ritað best, tala með eðlilegum áherzlum og hreinum raddblæ." Síðar í grein sinni segir prófess- or Matthías: „Hugmynd mín er sú, að stór- aukin rækt verði lögð við kennslu og þjálfun í mæltu máli, allt frá þriðja eða fjórða ári grunnskóla. Hún á að tengjast lestri, en tak- markast þó engan veginn við hann, enda fer meginhluti skóla- kennslu fram á mæltu íslensku máli. Eftir þrjú skólaár er allur þorri barna orðinn sæmilega læs. Þá ætti að hefjast nýr þjálfunar- áfangi í áheyrilegum Iestri og framsögn og standa til loka grunnskólans. Vissulega þarf að kenna skýran og hijóðréttan framburð allt frá upphafi skóla- göngunnar og veitir hljóðaðferðin við lestur góð tök á því. Samt þurfa börn að hafa náð nokkurri lestrarleikni áður en þeim er ætl- andi að losa sig frá bókinni að því marki, að lestur þeirra nálgist hreim hins mælta máls.“ Greinarhöfundur segir það sína skoðun að landshlutabundin til- brigði í framburði og orðaforða megi ekki glatast, en miklum ár- angri megi ná með framburðar- kennslu, án fullrar samræmingar. Orðrétt segir hann: „Með sam- stilltu átaki kennarastéttarinnar, sem nú eflist enn að menntun og áliti, mætti okkur auðnast að laða börn og ungmenni til að beita tungutaki síns landshluta eins skýrt og áheyrilega og hæfileikar hvers og eins leyfa framast." Hér þarf í raun engu við að bæta. En tilvitnuð hugleiðing á er- indi til hvers þess, sem vernda vill þá dýrmætu sameign þjóðarinnar, móðurmálið. „Snjókarlar" skattheimtunnar Engum dylst að ríkissjóður þarf tekjur til að mæta útgjöldum margvíslegum, sem Iög, kjara- samningar og framkvæmdakvaðir leggja honum á herðar. Kröfur á hendur ríkissjóði eru ófáar og ósmáar. Og kröfugerðin vex frem- ur en hitt. Endanlega þarf að sækja útgjöldin öll, í einni eða annarri mynd, til atvinnulífs og almennings. Hugmyndaflug stjórnmála- manna hefur óvíða náð lengra en í skattheimtu. Þannig eykur það ríkissjóðstekjur ekki lítið ef Vetur konungur hleður niður snjó. Sveit- arstjórnir leggja nótt við nýtan dag í snjóruðningi svo fólk megi komast klakklaust milli heimila og vinnustaða og annarra erinda í önn hins daglega lífs. Flestar nýta eigin vélakost, auk þess sem tæki eru leigð til starfans. í miklum snjóavetrum hverfa milljónir og aftur milljónir króna í snjóruðn- ing. Ýmis sveitarfélög verða illa úti fjárhagslega af þessum sökum. Síðan kemur ríkissjóður og bætir 23,5% söluskatti ofan á herleg- heitin (kostnaðinn) og skiptir þá ekki máli, hvort unnið er með eig- in tækjum eða leigðum. Vanda- málið skal skattlagt. Með lögum nr. 24/1983 var fjár- málaráðherra heimilað að endur- greiða sveitarfélögum söluskatt af kostnaði þeirra við snjómokstur. Þessi heimild hefur enn ekki verið nýtt. Aðspurður um, hvort til stæði að létta þessum snjóruðn- ingsskatti af sveitarfélögum, svar- aði fjármálaráðherra skorinyrt: „Svar mitt getur verið stutt. Það er einfaldlega nei.“ Orðrétt sagði ráðherra: „Heimild þessi hefur ekki verið nýtt vegna þeirra vandkvæða sem á því eru að framkvæma endur- greiðslur af þessu tagi með sæmi- legum hætti. Menn verða að átta sig á því að vinnuvélaþjónusta er söluskattsskyld, hvort sem hún er unnin fyrir aðra eða í eigin þágu. Snjómokstur annast sveitarfélög bæði með eigin tækjum svo og leigutækjum. Það er ákaflega erf- itt fyrir skattyfirvöld að stað- reyna, hvenær þessi tæki hafa verið að moka snjó eða að vinna að einhverju öðru.“ Ráðherra tæpti á tveimur leiðum: 1) Annarsvegar að undanþiggja vinnuvélanotkun söluskatti, sem þýddi of mikið tekjutap fyrir ríkissjóð. 2) Hins- vegar að taka upp einhverskonar styrkjakerfi um jöfnunarsjóð eða ríkissjóð til sveitarfélaga sem sæta mikilli snjókomu. Snjókoma er ekki ný af nál sem skattstofn fyrir ríkissjóð. Hún gaf góðar tekjur í ríkissjóð öll fimm fjármálaráðherraár Ragnars Arn- alds, 1978—1983, án þess að hann hefði þá mörg orð um skattmóral- inn. En nú brá nýrra við. Þessi fyrrverandi „snjókarl" íslenzkrar skattheimtu sté í ræðustól þings- ins, er fjármálaráðherra hafði sagt sitt nei og mælti: „Ég segi fyrir mig, að ég varð mjög undr- andi á svari hæstvirts fjármála- ráðherra ...!“ Þessum fyrrverandi fjármálaráðherra hefði þó verið í lófa lagið, ef áhugi hefði staðið til, að ganga frá reglugerð um fram- kvæmd tilvitnaðs heimildar- ákvæðis áður en hann stóð upp úr valdastól sínum. En sumir menn verða ekki „mjög undrandi" fyrr en þeir verða óbreyttir á ný. Þá vex undrun með degi hverjum. Hvað sem líður orðaskilmingum fyrrverandi og núverandi fjár- málaráðherra hlýtur það að vera meir en lítið vafasamt, hvort við- halda eigi sem skattstofni til rík- issjóðs veðurfarsvanda af því tagi sem hér um ræðir. Á vetrarófærð, sem víða skapar vanda í þéttbýli, eins og höfuðborgarbúar hafa reynt í vetur, að vera sölu- skattsskyld með þessum hætti? Það er fleirum en sveitarstjórn- armönnum sem finnst mál að linni. Ef ekki fer máski vel á því að Veðurstofunni verði falinn hluti fjárlagagerðar framvegis. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 25 Gleðileg tilkynning hefur dottið inn um bréfalúgu ófárra borgara, þess efnis að nú sé ríkissjóður til- búinn til að skila skylduláni sem hann skammtaði sér af launum þeirra á árinu 1978. Það sé til reiðu uppreiknað i bankanum. Einfalt mál! Ýmsir hugðust nú nýta þennan lengi geymda eyri. Meðal þeirra Salome Þorkelsdótt- ir, alþingismaður, en af hennar launum og launum manns hennar hafði ríkið hirt skyldusparnað á sínum tíma. Salome framvísaði tilkynning- unni á réttum stað í bankanum. Ekki lá fé þeirra hjóna á lausu. Eiginmaðurinn yrði að gefa konu sinni skriflegt umboð til að snerta féð. Hún varð að halda upp í Mos- fellssveit við svo búið. Nú, Jóel Jóelsson veitti eiginkonu sinni, Salome Þorkelsdóttur, skriflegt umboð um að hún mætti taka út skyldusparnað beggja. Því fram- vísaði hún í bankanum. Ekki dugði það. Á umboðið vantaði uppáskrift tveggja vitundarvotta um að hann hefði raunverulega og liklega alls- gáður skrifað undir plaggið. Skil- ríki um að hún væri téð eiginkona komu fyrir ekki. Deildarstjóri var kallaður á vettvang. Lýstí því yfir að öllum væri orðið Ijóst hver hún væri, en lögin krefðust viðveru tveggja vitundarvotta — sem ekki höfðu verið tiltækir við morgun- verðarborðið í Mosfellssveitinni. Ekki fékkst féð fyrr en nöfn vit- undarvotta lá fyrir. Ef Jóel hefði komið sjálfur, þurfti hvorki leyfi eiginkonunnar né vottorð tveggja valinkunnra manna til að hann gæti tekið út upptekið skyldu- sparnaðarfé þeirra beggja. Hann hefði ekki einu sinni þurft að koma. Gat bar einfaldlega hringt í síma og látið færa upp- hæðina yfir á reikning sinn. Heil- agur sannleikur! Stendur svart á hvítu prentað í leiðbeiningum sem fylgdu tilkynningunni. Þar stend- ur aftur á móti ekkert um að eig- inmaðurinn verði að skrifa heim- ild, hvað þá að hjón þurfi vitund- arvotta. En gat þá ekki eiginkonan látið flytja féð milli reikninga á nafni manns síns í bankanum. Ekki aldeilis. Unnur Ágústsdóttir ætlaði að láta flytja skyldusparn- að þeirra hjóna af tilkynningunni með nafni eiginmanns hennar, Kjartans Jónssonar, á reikning með sama nafni. En Unnur hefur árum saman átt erindi í bankann fyrir sínar eigin stofnanir, Thor- valdsensfélagið og Bandalag kvenna, svo og fyrirtæki manns síns. Aldrei þurft umboð til þess. En nú kom ekki til mála að hún fengi að flytja skyldusparnaðarfé þeirra beggja milli reikninga. Ekki er einu sinni ljóst hvar á að spyrjast fyrir um skúrkinn sem stjórnar þessari meðferð á konum. Hélt satt að segja að þetta væri löngu liðin tíð. En eins og Piet Hein segir í þýðingu Auðuns Braga: Þú herjar á vandann samt viðhúinn því að birtist hann aftur og aftur á ný. Hefi það þó fyrir satt að þeir haldi að þeir séu nútímafólk, blessaðir. Einasta skýringin sem þeir létu sér detta í hug, sem spurðir voru, var að þessi ákvæði hafi verið sett í kerfið til að konan gæti ekki bara labbað niður í banka og tekið út féð, sem þau hafa bæði unnið fyrir. En vitan- lega varð hann sjálfur að geta hirt það allt með einu símtali í bank- ann. Að gera hann afturreka væri of auðmýkjandi. Þá vaknar spurn- ingin: Ef hjón hafa nú skilið síðan 1978, þegar féð var tekið hernámi af launum þeirra beggja, þá leysir eiginmaðurinn að sjálfsögðu út skyldusparnað konunnar og þarf engan að spyrja um ieyfi. Þegar skyldusparnaðurinn frá árinu áður var greiddur út, var annar háttur á. Með sama hugar- fari þó. Allir áttu að mæta í fjár- málaráðuneytinu og sækja skammtinn sinn. Sólveig Ólafs- dóttir lögfræðingur hugðist þá trítla yfir ganginn og sækja skyldusparnað sinn og eigin- mannsins, Jónatans Þórmunds- sonar. Svo einfalt gat það ekki verið. En féð fékkst útborgað eftir að deildarstjórinn hafði fengið í hendur umboð frá prófessornum, skrifað formlega á löggiltan Shhhh! skjalapappír með vottorðum mætra lagaprófessora og hafði lýst yfir að þetta merka skjal væri fullnægjandi. Það ætti í raun að innramma. Sólveig hefur raunar þjálfunina í leiknum „konan og kerfið“. Lög- um samkvæmt telja þau hjónin fram hvort í sínu lagi. Skatta- ‘framtölin þeirra aðskilin nema hvað þau hanga saman á kilinum. En þegar hún kemur o£ vill fá að sjá sitt eigið framtal, gengur það ekki þrátt fyrir nafnskírteini og nafnnúmer. Ekki hægt að finna það nema undir nafni og númeri manns hennar. Hún er ekki til sem einstaklingur á skattstofunni. Bara sem viðauki við eiginmann- inn. Kerfið þurrkar semsagt skipulega út konurnar, jafnvel þar sem þær eru lögum saman ein- staklingar. Ætli megi ekki svona í leiðinni þurrka þær út sem skattgreiðendur. Það væri ekki ónýtt. En þar hafa þeir áttað sig á því að 80% kvenna yfir 16 ára aldri hafa atvinnutekjur og eru ekki bara framlenging af körlum. Auðmjúkar konur, sem eiga að biðja um leyfi til að nota tekjur sínar. Enda skyldusparnaðurinn tekinn af þeirra launum líka. Ýmislegt fróðlegt hefur komið fram í þeim könnunum, sem gerð- ar hafa verið að undanförnu á tekjum kvenna og tekjuskipting- unni almennt í samfélaginu. Enda mögulegt orðið með nýju tölvu- tækninni að keyra slíkar upplýs- ingar út og gera samanburð. Það gerir allan muninn. í tölvu má keyra út þær sérgreindu upplýs- ingar sem menn telja sig þurfa að fá og það sem beðið er um. En af hverju ætli sé beðið um, fengnar og birtar sundurliðaðar upplýsingar um laun kvæntra karla og ókvæntra karla, giftra kvenna og ógiftra kvenna, þegar verið er að gera úttekt á launum til upplýsinga fyrir samningavið- ræður? Hvað skyldu menn nú ætla að gera með upplýsingar um hjúskaparstétt i launasamning- um? Láta vinnuveitandann greiða þeim kvæntu hærri laun fyrir að bera þann kross að eiga eigin- konu? Eða lægri laun af því hann á hvergi neina? Greiða giftum konum hærri laun fyrir vinnu sína en þeim ógiftu eða öfugt? Og láta þann, sem missir maka sinn óvilj- andi yfir í annan heim eða viljandi annað í þessum heimi, lækka í launum á vinnustað? Eða hækka? Að vinnuveitandi hætti að greiða fyrir afhenta vinnu og greiði í staðinn eftir hjúskaparstétt eða skv. þörfum, sem líka reiknast veigamikill þáttur? Þurfa þá allir það sama? Sumir segjast ekki geta lifað á launum sínum nema kom- ast a.m.k. eina ferð til útlanda á ári og skipta um bílinn annað hvert ár. Efiaust rétt. En aðrir virðast komast af án þess. Ef á að greiða laun eftir þörfum en ekki framlagi, hvor þarf þá meira, sá sem á maka eða sá sem ekki á maka? Hvor er þurftarfrek- ari, sá sem borgar af einum laun- um fyrir húsnæði, sima, útvarp, sjónvarp, rafmagnið og hitann o.s.frv. eða sá sem borgar það á móti öðrum? Hvor þarf hærri laun þar sem börn eru á heimili, sá sem einn borgar mat og föt eða tveir borga það sem þau þurfa? Þannig mætti halda áfram. Eitthvað hljóta þeir að hafa i huga sem láta sitja við að reikna þarfir launþega fyrir launasamninga eða skipta þeim upp í kvænta og ókvænta, giftar og ógiftar. Varla eru menn bara í tölvuleik, þótt leikfangið sé nýtt og hafi aðdráttarafl. Eða hvað? Spennandi verður að sjá hvað býr í huga þeirra? Hið dularfulla svar hlýtur að birtast fyrr en varir. Ég verð bara að segja eins og Bernhard Shaw í lok fagnaðarláta á frumsýningu á leikriti hans „Arms and Man“, þegar maður úti í sal tók að púa á hann. Shaw leit í áttina til hans og sagði: „Ég er þér alveg sammála, en hvers erum við megnugir svo fáir á móti svo mörgum?" Hvers megum við sem ekki skiljum leik- inn á móti svo mörgum sem klappa? Mismunandi hús- hitunarkostnaður Fátt veldur meiri mismunun í kjörum fólks í landinu en mis- munandi húshitunarkostnaður. Það skiptir máii, t.d. fyrir lág- launamann á „köldu svæði", ef hann greiðir þre- til fimmfaldan húshitunarkostnað þess sem býr á viðskiptasvæði Hitaveitu Reykja- víkur. Talið er að 60% þjóðarinnar, eða um 135 þúsund manns, búi að ódýrum hitaveitum. Um 25% þjóðarinnar sæta hita frá rafveit- um eða dýrum hitaveitum með margföldum húshitunarkostnaði. Þar að auki búa 6% eða um 15 þúsund manns við olíuhitun. Þessi mismunun í framfærslu fólks eftir búsetu og framboði valkosta við húshitun hefur oft komið á dagskrá Alþingis, enda ekki ný af nálinni. Það er hinsveg- ar nýlunda að Hjörleifur Gutt- ormsson, fyrrverandi orkuráð- herra, og Ragnar Arnalds, fyrr- verandi fjármálaráðherra, sem báru stjórnsýslulega ábyrgð á orkumálum og fjármálum 1978— 1983 gangi fram fyrir skjöldu á þessum vettvangi. ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknarflokks, lagði m.a. áherzlu á eftirfarandi efnisatriði í þingræðu um þetta efni: • 1) í ráðherratíð Hjörleifs Gutt- ormssonar, fyrrverandi iðnaðar- ráðherra, hækkaði gjaldskrá Landsvirkjunar um 600%. • 2) „Verkafólk í Reykjavík kýs heldur að vera atvinnulaust á höf- uðborgarsvæðinu og hafa hina ódýru hitaveitu en að fara á þá staði þar sem fiskiþorpin eru og fá sér atvinnu. Það er betri kostur. Þannig standa málin. Og við flytj- um inn erlent vinnuafl." Hér er kveðið fast að orði um stjórnun Hjörleifs (sem fram- sóknarmenn studdu til ráðherra- dóms í fimm og hálft ár), en fjöl- margir strjálbýlisþingmenn úr öllum flokkum hafa verið gagn- rýnir á verðþróun húshitunar undanfarin mörg ár. Karvel Pálmason, þingmaður Alþýðuflokks, sagði í þessari sömu umræðu: „Ég veit ekki hvort menn gera sér grein fyrir því að t.d. núna í janúarmánuði þurfti íbúðareig- andi í Bolungarvík ... að borga 9 þúsund krónur í upphitun þar“. Hér var kallað fram í: „Fyrir tvo mánuði?" „Nei, fyrir einn mánuð," var svar Karvels. Hér er eflaust tíundað einstakt dæmi, en engu að síður gefur þessi staðhæfing þingmannsins tilefni til að staldra við og huga vel að stöðu mála. Það er líka íhugunar- efni, hversvegna Hjörleifur Gutt- ormsson, Ragnar Arnalds og Svavar Gestsson, sem fóru með orku-, fjármála- og félagsmála- ráðuneyti 1978—1983, vakna fyrst til vitundar um þetta misrétti þeg- ar þeir stíga upp úr valdastólum, sem gáfu þeim aðstöðu til að gera „eitthvað í málinu". Ekki dugar fyrir Alþýðubanda- lag að kenna samstarfsaðilum um. Það fór með þau ráðuneyti sem varða alla þætti þessa máls, orkuþáttinn, félagslega þáttinn og fjármálaþáttinn. Það hafði þar ofan í kaupið hið margfræga neit- unarvald. Núverandi iðnaðarráðherra, Sverrir Hermannsson, brá skjótt við og hækkaði niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar allnokkuð. Fjárlagafé til þessara niður- greiðslna hækkaði um 700% frá síðustu fjárlögum Ragnars Arn- alds til fyrstu fjárlaga Alberts Guðmundssonar. Jafnframt hafa félagsmála- og iðnaðarráðherrar tekið upp samstarf um „ákveðnar orkusparandi aðgerðir", sem verið er að vinna að þessa dagana. Frumvarpsgerð, varðandi húshit- unarmál, er í smíðum. Of snemmt er fullyrða um, hvort umrædd viðbrögð duga, en þau eru þó við- leitni. Og sú er reynslan, gömul og ný, og skiptir þar ekki máli hvert viðfangsefnið er, að vinstri menn tala en hægri menn framkvæma. Sjálfsagt er að reyna, eftir því sem aðstæður leyfa, að „leiðrétta" félagslega og efnahagslega mis- munun eftir búsetu, sem vissulega er fyrir hendi. Það er t.a.m. vafa- samur gjörningur að leggja sölu- skatt ofan á flutningskostnað vöru frá uppskipunarhöfn út í strjál- býlið. En það má undir engum kring- umstæðum blanda þessu máli saman við jafnari kosningarétt, sem heyrir til almennum mann- réttindum. Þegar mannréttindi eiga í hlut er það bæði á valdi löggjafans og skylda hans, að þegnarnir hafi sama rétt, þ.e. sömu áhrif á skipan löggjafar- þings, hver sem búseta þeirra er eða efnahagslegar aðstæður. Það er grundvaílaratriði þingræðis og lýðræðis, sem ekki má fram hjá horfa. Þessvegna er það ekki vansalaust, hve hægt ganga þau málin á löggjafarþinginu, sem varðá stjórnarskrá og kosninga- lög. Þar má þessi hæggenga stofn- un, Alþingi, <spretta úr spori. Á þeim mannréttindamálum hefur nógu lengi verið sofið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.