Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 31 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna BORGARSPÍTALINN LAUSAR STÖDUR Hjúkrunar- fræðingar Sérstök athygli er vakin á því, að Borgarspít- alinn býður hjúkrunarfræðingum, sem ekki hafa verið í starfi undanfarin ár, upp á 3ja vikna starfsþjálfun. Laun verða greidd á starfsþjálfunartíma. Staöa aðstoðardeildarstjóra á Geödeild Borgarspítalans A-2 er laus til umsóknar nú þegar. Geðhjúkrunarmenntun áskilin. Staöa hjúkrunarfræðings á dagdeild Geð- deildar v/Eiríksgötu er laus nú þegar. Geöhjúkrunarmenntun áskilin. Stööur hjúkrunarfræðinga á Geðdeild Borg- arspítalans í Arnarholti. Geðhjúkrunarmennt- un æskileg en ekki skilyrði. Um er aö ræöa dagvinnu og/eða næturvaktir. Fastar vaktir og hlutavinna koma mjög til greina. Unnið er á 12 tíma vöktum. (Unniö 3 daga, frí í 3 daga). Góð 3ja herbergja íbúð er í boði, annars eru feröir frá Hlemmi. Starfsemi deildarinnar er í mikilli uppbygg- ingu og kallar því mjög á fleiri hjúkrunarfræð- inga til aö taka þátt í þeirri þróun. Stööur hjúkrunarfræðinga á skurölækninga- deildum A-3, A-4, A-5 og skurðdeild eru lausar til umsóknar. Stöður hjúkrunarfræðinga á lyflækninga- deildum A-7, A-6, E-6 og Hvítabandi. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkra- liða til sumarafleysinga á spítalann. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og störf sendist hjúkrunarforstjóra. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma 81200 kl. 11 —12. Deildarfulltrúi Staða deildarfulltrúa við bókhald er laus til umsóknar. Starfið felur í sér umsjón með bókhaldi og sjúklingabókhaldi spítalans, skýrslu- og fjár- hagsáætlanagerð og innheimtu tekna spítal- ans. Nauösynlegt er, aö umsækjandi hafi reynslu í notkun tölvu. Nánari upplýsingar veitir aðstoðarframkvæmdastjóri í síma 81200, milli kl. 9—11, mánudag til miðviku- dags. Umsóknir, er greini aldur, menntun og starfsreynslu, sendist sama aöila fyrir 1. marz nk. Reykjavík, 19. febrúar 1984. BORGARSPímiNN 0 81-200 Sölumaður Heildsölufyrirtæki í örum vexti óskar aö ráða sölumann til starfa sem fyrst. Starfið býður uppá: 1. Góö laun sem samanstanda af föstum launum, bílastyrk og prósentum af launum. 2. Þátttöku í ört vaxandi og lifandi fyrirtæki. Starfið krefst: 1. Starfsmanns með einhverja starfsreynslu og mikinn áhuga á sölumennsku. 2. Dugnaðar, áræöni og samviskusemi. 3. Notkunar á bíl í starfi. Þeir sem áhuga hafa á starfinu vinsamlegast leggi skriflega umsókn inn á augl.deild Mbl. merkt: „Trúnaðarmál — 0935“ fyrir kl. 16.00 miövikudaginn 22. febrúar nk. með uppl. um aldur, menntun, starfsreynslu og persónu- legar uppl. sem að gagni gætu komið við mat á hæfni. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaö- armál. Fjármálastjóri Félagsstofnun stúdenta óskar aö ráða fjár- málastjóra. Starfið er aöallega fólgiö í eftir- farandi: — Umsjón með bókhaldi, sem er tölvu- keyrt. — Öll áætlunargerð fyrir Félagsstofnun. — Mánaðarlegt rekstraruppgjör fyrir fyrirtækin. — Tilfallandi athuganir á ýmsum rekstrar- þáttum. Við mat á umsækjendum verður lögö áhersla á reynslu og hæfni í bókhaldi, fjármálastjórn og áætlunargerö. Laun eru miöuö við hæfni og reynslu viðkom- andi. Umsækjandi þarf aö geta hafiö störf eigi síö- ar en 1. apríl 1984. Skrifleg umsókn, þar sem fram koma upplýs- ingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist til Félagsstofnunar stúdenta, Po. Box 21, Reykjavík, fyrir 1. mars 1984. Allar upp- lýsingar um starfið fást á skrifstofu Félags- stofnunar. Félagsstofnun stúdenta hefur það hlutverk aö annast rekstur, bera ábyrgö á og beita sér fyrir eflingu félagslegra fyrirtækja í þágu stúdenta viö Háskóla íslands. Félagsstofnun rekur eftirfarandi fyrirtæki: Stúdentagaröana, Matstofu stúdenta, Kaffi- stofur Háskólans, Háskólafjölritun, Bóksölu stúdenta, Hótel Garð, Stúdentakjallarann, Ferðaskrifstofu stúdenta og tvö barnaheimili. Starfsmannafjöldinn er 55. Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut. Þroskaþjálfar Vístheimilið Sólborg á Akureyri auglýsir lausar stöður deildarþroskaþjálfa á sambýl- um og öðrum deildum heimilisins. Stööurnar veitast frá 1. mars nk. eða síöar. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar. Húsnæði er fyrir hendi. Nánari upplýsingar veita deildarstjórar eða undirritaður í síma 96-21755. Forstööumaöur. F.h. Vistheimilisins Sólborgar, Margrét Alfreösdóttir. Verslunarstjóri óskast Verslunarstjóri óskast í bóka- og búsáhalda- deild. Starfssviö: umsjón meö daglegum rekstri, innkaupum og sölu. Við óskum eftir traustum starfsmanni, stjórn- anda meö söluhæfileika og reynslu í verslun- arstörfum. Upplýsingar veita yfirverslunarstjóri og kaup- félagsstjóri. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Höfn Hornafiröi, sími 97-8200. Innflutningur Óskum eftir aö ráða starfsmann hjá innflutn- ingsfyrirtæki í miöborginni. Starfiö er aðal- lega fólgiö í banka- og tollafgreiöslu á vörum, veröútreikningum og sölumennsku. Starfsreynsla skilyrði. Nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9—15.00. AFLEYSMGA-OG RAÐNMGARPJÚNUSTA Lidsauki hf. fg> Hvorfisgotu 16 Á, simi 13535. Opiö kl. 9—15. St. Jósefsspítali Landakoti • Hjúkrunarfræðingar, lausar stöður viö eftirtaldar deildir: — Skurödeild, sérnám ekki skilyröi. — Gjörgæsludeild. — Lyflækningadeildir. — Augnskoöun, dagvinna. — Göngudeild, dagvinna. — Vöknun (uppvöknun), dagvinna. • Sjúkraliöar, lausar stöður viö eftirtaldar deildir: — Skurðstofu, dagvinna. — Lyflækningadeild. Sumarafleysingar, lausar stöður hjúkrunar- fræðinga og sjúkraliða. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600 kl. 11 —12 og 13—14 alla virka daga. Reykjavik 14. febrúar 1984. Skrifstofa hjúkrunarforstjóra. St. Jósefsspítalinn Landakoti Staða aöstoðarlæknis við lyflæknisdeild spít- alans er laus til umsóknar. Staðan veitist til eins árs frá 1. júlí nk. Um- sóknir ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf sendist yfirlækni lyflæknisdeildar fyrir 1. apríl nk. St. Jósefsspítaiinn Landakoti. Snyrtivöru- afgreiðsla Okkur vantar nú þegar eða fljótlega starfs- manneskju í snyrtivörudeild okkar, Thorellu, að Laugavegi 16. Góð starfsreynsla og þekk- ing á snyrtivörum og sölu þeirra er tilskilin. Starfiö er krefjandi þjónustustarf og mjög nauðsynlegur eiginleiki er lipurð og vingjarn- leg og kurteisleg framkoma viö alla. Þarf að vera eldri en 24—25 ára. Um heilsdagsstarf er að ræða. Upplýsingar hjá verslunarstjóra snyrtivöru- deilda okkar eftir hádegi alla opnunardaga að Laugavegi 16. Laugavegs Apótek, Laugavegi 16. Heildverslun — Innflutningur Óskum eftir starfskrafti til almennra skrif- stofu- og sölustarfa. Her er um fjölbreytt framtíöarstarf að ræða. Góð vélritunarkunn- átta skilyröi. Umsækjandi þarf aö geta unnið sjálfstætt og hafið störf um miðjan mars. Æskilegur aldur 25—35 ára. Eingöngu reglusamt og ábyggi- legt fólk kemur til greina. Þeir sem áhuga hafa sendi skriflegar um- sóknir sínar, sem tilgreini aldur, menntun og fyrri störf til augl.deildar Mbl. fyrir miöviku- dagskvöld 22. febrúar 1984 merkt: „Heild- verslun — Innflutningur — 0936“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.