Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.02.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1984 27 sfræöi í framhaldsskólum 11.2. ’84 4. Um kaffivatnið hans Jóns a) Sú orka, sem vatnið í katlin- um hefur þegið frá rafveitunni, eru (100 - 10)1-4200 Joule til upphitunar að suðumarki, og 540-1-4200 Joule að auki til upp- gufunar. Alls eru þetta 2,6 milljónir Joule, en 2-kílóvatta ketill framleiðir 2000 J af varma úr raforku á sek; tíminn, sem spurt var um, verður þá hlutfallið þarna á milli, sem reynist vera rétt um 22 mínútur. Vegna varmarýmdar ketilsins sjálfs og tapa út um hliðar hans yrði tíminn í raun eitt- hvað lengri. b) Orkan úr a), umreiknuð í kíló- vattstundir, eru skv. þessu 22/60 sinnum tveir, svo kostnaðurinn verður 2,90 kr. c) Straumurinn er jafn afli (af- köstum) ketilsins deilt með spennunni, og er því 2000/220 = 9,1 Amper. Viðnámið er spennan deild með þessum sama straumi, sem sagt 24 ohm. 5. Verkefni um plötuþétti a)- og b)-liðir eru sjálfstæðir, og er svarið í b)-liðnum einfaldara en í hinum. Ef þéttirinn er af- tengdur fyrir færsluna, hlýtur hleðsla hans að verða áfram Q meðan á hleðslunni stendur, því hún kemst ekki burtu. Með auknu loftbili minnkar rýmdin C, svo spennan V eykst í hlutfalli við bilið. Rafsviðið er því alltaf hið sama meðan á færslunni stendur, og þá sömu- leiðis krafturinn. Vinnan verður margfeldi hans og viðbótar- færslunnar, þ.e. QVod/2d eða 'á V0VC. Þetta er jafnt og orkan, sem geymd var í þéttin- um fyrir færsluna. í a)-lið er spennan föst, þ.e. Vo, en C minnkar svo Q minnkar eftir því sem d eykst. Kraftur- inn verður því í öfugu hlutfalli við breidd loftbilsins í öðru veldi. Með einfaldri tegrun finnst, að vinna sú, sem færslan kostar, er helmingurinn af svar- inu úr b)-lið. í c)-lið þarf að hafa í huga, að spenna beggja þéttanna verður að vera sú sama. Hleðslan er áfram samanlagt 2Q á báðum þéttunum, en skiptist ávallt á milli þeirra í hlutfalli við rýmd hvors um sig. Að þessum upplýsingum fengn- um er fljótlegt að leiða út for- múlu, sem lýsir því að kraftur- inn sé í hlutfalli við surnmuna af loftbilum þéttanna í öðru veldi. Vinnuna má þá finna með tegrun. 6. Brennipunktur ljósgeisla í glerkúlu Ljósgeislinn er mjór miðað við þvermál kúlunnar (2 R), sem þýðir (eins og almennt í dæmum af þessu tagi) að hornaföllin sínus og tangent eru jafnstór hornunum sjálfum í radíanmáli, eða því sem næst. Miðja ljósgeislans fer að sjálf- sögðu gegnum kúlumiðjuna O (sjá mynd) án þess að brotna. Látum yzta hluta geislans öðrum megin falla á kúluna í punktinum A í fjarlægð h frá miðju geislans. Innfallshornið i er þá jafnt og h/R, svo brothornið b verður jafnt og % af i við þessar einfölduðu aðstæður, skv. lögmáli Snells um ljósbrot. Hæð punktsins B verður þá greinilega h - ('A) (h/R)-2R = h/3 frá miðlínunni. Innfallshorn þessa yzta hluta ljósgeislans í B er % i, því AOB er jafnarma þríhyrning- ur. Með því að draga halla línunnar OB, þ.e. i/3, frá brothorninu i utan kúlunnar, fæst að útfallsgeislinn stefnir neðan við lárétt um hornið % i. Brennipunktur geislans, F, verð- ur þvi í fjarlægðinni <h/3)/(2h/3R) = R/2 aftan viö kúluna, óháð stærð h. Glerkúlur af þessu tagi, með hita- næmum pappír fyrir aftan, hafa lengi verið notaðar á veðurathug- unarstöðvum til að mæla fjölda sólskinsstunda. Svíður þá sólar- ljósið pappírinn í punkti, sem fær- ist eftir gangi sólar. _____FRAM_______ _____TölvuskolT_ Tölvunámskeið Innritun stendur nú yfir á neðangreind námskeið er hefjast á næstunni. Væntanlegum þátttakendum er bent á að gera slíkt með góðum fyrirvara, því flest námskeið skólans eru fullsetin. ALMENNT GRUNNNÁMSKEIÐ / Á þessu námskeiði eru kennd grundvallaratriði tölvufræðinnar, svo sem upþbygging tölva, helstu gerðir, notkunarmöguleikar og fleira. Námskeiðið er ætlað öllum þeim er hafa áhuga á að kynnast tölvum og notkunarmögu- leikum þeirra, sem og starfsmönnum fyrirtækja er nota eða munu koma til með að nota tölvur. ALMENNT GRUNNNÁM- SKEIÐ FYRIR UNGLINGA Námsefni þessa námskeiðs er það sama og á almenna grunnnámskeiðinu hér að ofan. Framsetning efnisins er miðuö við að þátttakendur séu á aldrinum 12—16 ára. BASIC 1 FORRITUNARNÁMSKEIÐ Námsefni þessa námskeiðs er miðað við að þátttakendur hafi áður haft viðkynningu af tölvum t.d. með almennu grunnnámskeiði. Kennd eru grundvallaratriði forritunar, upp- bygging forrita og skipulagning. Við kennsluna er notaö forritunarmálið algenga BASIC. Að loknu þessu námskeiði eiga þátttakendur að vera færir um að rita forrit til lausnar á ýmsum algengum verkefnum er henta til lausnar með tölvu. BASIC 1 FORRITUNARNÁMSKEIÐ FYRIR UNGLINGA Námsefni þessa námskeiðs er það sama og á BASIC 1-námskeiðinu hér að ofan. Framsetning efnisins er miðuö við að þátttakendur séu á aldrinum 12—16 ára. BASIC 2 FORRITUNARNÁMSKEIÐ Þetta námskeið er beint framhald af BASIC 1-forritunarnámskeiöi. Tekin er fyrir skráar- vinnsla, kerfisfræði, skipulagning tölvuverkefna o.fl. STÝRIKERFIÐ CP/M Þetta námskeið kennir notkun stýrikerfisins CP/M (notenda stig) og er einstakt tækifæri fyrir alla þá er vinna við eða eiga tölvur er nota það stýrikerfi, til að læra að nýta sér möguleika CP/M. COBOL1 FORRITUNARNÁMSKEIÐ COBOL er eitt mest notaöa forritunarmál í heimi til lausnar á viöskiptalegum verkefnum. Hér gefst þeim er hafa áhuga á að læra notkun þess tækifæri til aö auka þekkingu sína. Athugið: FÉLÖGUM INNAN BSRB SKAL BENT Á AÐ HAFA SAMBAND VIÐ SKRIFSTOFUR FÉLAGA SINNA TIL SAMRÁÐS UM GREIÐSLUFYRIRKOMULAG NÁMSKEIÐSGJALDA INNRITUN OG UPPLÝSINGAR UM OFANGREIND NÁMSKEIÐ FÁST í SÍMA 91-39566 VIRKA DAGA MILLI KLUKKAN 13.00 OG 18.00. FRAMSÝN TÖLVUSKÓLI — TÖLVULEIGA, SÍÐUMÚLA 27, SÍMI 39566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.