Morgunblaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Svelnsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 20 kr. eintakiö. Peninga- markaðurinn Víglundur Þorsteinsson, formaður FÍI, sagði á árs- þingi samtakanna í fyrradag, að frumaðgerðir nýrrar efna- hagsstefnu þyrftu að vera á pen- ingamarkaðinum. í því sam- bandi drap hann á eftirfarin efnisatriði: • Þegar í óefni var komið með erlendar skuldir sóiti hið opin- bera í vaxandi mæli á innlendan lánamarkað. Hætta er á að rík- isbúskapurinn ryðji atvinnu- rekstrinum út af þeim markaði. • Heilbrigð samkeppni um fjármagn er af hinu góða; leiðir að öðru jöfnu til þess að fjár- magnið leitar þangað sem það gefur mestan arð. Samkeppnin þarf hinsvegar að vera á jafn- réttisgrundvelli. Stjórnmála- menn hafa haft rangt við. Af- leiðing pólitískrar miðstýringar á lánsfjármarkaði hafi bæði leitt til offjárfestingar og rang- rar fjárfestingar, sem við blasa. Fjárfesting, sem ekki gefur eðli- legan arð, er jafnvel íþyngjandi vegna beins taps, má ekki hafa forgang umfram fjárfestingu, sem Jiefur ótvírætt þjóðhagslegt gildi. • Frumaðgerðir nýrrar efna- hagsstefnu þurfa að verða á peningamarkaðinum. Stjórn- málamenn verða að gefa eftir þann forgang sem þeir hafa tek- ið á lánsfjármarkaði. Atvinnu- reksturinn þarf að komast þar að. • Örva þarf innlendan sparnað með hvetjandi stjórnvaldsað- gerðum og laða til þátttöku í at- vinnurekstri. Virkja þarf banka- kerfið til frjálsrar samkeppni á peningamarkaðinum. Orðrétt sagði formaður FÍI: „Stjórnmálamenn hljóta að ná meiri árangri með því að laða þegnana til sjálfstæðra athafna heldur en með því að skipa þeim sífellt til verka. Hingað til hefur það a.m.k. verið talið réttara að beita dráttarklárunum fyrir vagninn en hengja þá aftan í hann." Stjórnmálamenn eiga að erja akur þjóðarbúskaparins svo, að atvinnureksturinn hafi vaxt- armöguleika; geti mætt atvinnu- þörf vaxandi þjóðar og aukið svo þjóðartekjur, að þær rís undir batnandi lífskjörum. Til þess þarf að virkja hugvit og framtak fólksins í landinu. Frumaðgerðir til breyttra viðhorfa þurfa að segja til sín í innlendum sparn- aði, á innlendum lánsfjármark- aði og breyttri skattalöggjöf. Nýsköpun atvinnulífsins Ríkisstjórnin hefur náð verulegum árangri í hjöðn- un verðbólgu. Vextir hafa lækk- að umtalsvert. Stöðugleiki í verðlagi hefur tekið við af dag- legu verðrisi vöru og þjónustu. Gengi krónunnar er stöðugra en verið hefur lengi. Viðskiptahall- inn hefur skroppið saman. Þjóðarframleiðsla dregst að vísu saman, þriðja árið í röð. Engu að síður hefur iðnaðurinn í landinu eflzt. Útflutningsverð- mæti iðnaðar var 5.500 m.kr. eða 30% af heildarútflutningi 1983. Þetta er hæsta hlutfall iðnaðar í vöruútflutningi frá upphafi. Þrátt fyrir ýmis batamerki er það rétt, sem formaður FÍI sagði á ársþingi samtakanna, að „íslendingar eru í ákveðinni sjálfheldu í atvinnumálum". Hann taldi skorta pólitískt frumkvæði til að brjótast út úr henni, ekki sízt á vettvangi efnahags- og peningamála. Þetta frumkvæði þarf fyrst og fremst að miðast við það megin- verkefni, að stuðla að nýsköpun í atvinnuuppbyggingu. Að mati formanns FÍI hefur árangur ríkisstjórnarinnar í hjöðnun verðbólgu vakið vissa eftirvæntingu hjá alþjóð, að stjórnin stígi næstu skref með sama öryggi og árangri, þ.e. í móti efnahagsstefnu, er leggi grunn að alhliða uppgangi og hagsæld hér á landi. Tækifærin blasa víða við: • Áframhaldandi uppbygging stóriðju. „Þar er nærtækur möguleiki til að skapa þúsundir nýrra starfa", segir formaður FÍI. • Miklir möguleikar eru fólgnir í útflutningi fjölþætts iðn- varnings. Ellefu ný iðnfyrirtæki hófu útflutning á liðnu ári. Ekki færri en 50 iðnfyrirtæki huga nú að tilraunum til útflutnings í fyrsta sinn. • Á sviði nýiðnaðar eru mögu- leikar á sviði rafeindaiðnaðar og fiskeldis. • Síðast en ekki sízt verður að nefna lífefnaiðnað, sem þegar er mjög vaxandi þáttur í atvinnu- lífi fjölda ríkja og margir spá að verði meginþáttur nýsköpunar í atvinnulífi iðnríkja á næstu ára- tugum. Alþingi samþykkti þings- ályktun um könnun á möguleik- um íslenzks lífefnaiðnaðar árið 1982. Þeirri þingsályktun var stungið undir stól í tíð fyrrver- andi iðnaðarráðherra. Það er meir en tímabært að taka það mál til gaumgæfilegrar yfirveg- - unar á nýjan leik. Málflutningur í „Skaftafellsmálinu: MorgunblaJiS/RAX. Akæruvaldíð krefst i sautján ára fangelsii ÞÓRÐIIR Björnsson, ríkissaksóknari, krafðist þess við málflutning í Hæstarétti í gær, að Grétar Sigurður Árnason verði dæmdur í að minnsta kosti 17 íra fangelsi fyrir að hafa af ásetningi orðið Yvette Marie Bahuaud að bana á Skeiðarársandi í ágúst 1982 og fyrir stórfellda líkamsárás á systur hennar, Marie Luce Bahuaud og hafa skilið hana eftir bjargarlausa. Þórður krafðist annars vegar, að Grétar verði dæmdur fyrir brot á 211. grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um manndráp. Hins vegar fyrir stórfellda líkams- árás og að skilja Marie Luce eftir bjargarlausa í sæluhúsinu á Skeiðarár- sandi og beinlínis að koma i veg fyrir að henni yrði bjargað með því að gera við- vart þegar hann átti þess kost. Með þessu athæfi krefst ríkissaksóknari að Grétari verði refsað fyrir brot á 2. máls- grein 218. greinar hegningarlaganna, samanber 1. málsgrein 220. grein lag- anna. Hann nefndi þrjá dóma sem for- dæmi, og tiltók dóma yfir Hallgrími Inga Hallgrímssyni fyrir alvarlega lík- amsárás á stúlku og að hafa skilið hana eftir í blóði sínu og dóm yfir Sævari Ciecelski, sem hlaut 17 ára fangelsi í febrúar 1980. Refsing var ákvörðuð fyrir brot á 218. grein og 215. grein hegn- ingarlaganna með tilliti til 2. málsgrein- ar 77. greinar laganna, sem kveður á um að jafnan skuli takmarka refsingu við hegningarákvæði, sem þyngsta hegningu setur, en að heimilt sé eftir málavöxtum að þyngja refsingu svo, að bætt sé við hana allt að helmingi hennar — samtals geti því refsing orðið 24 ár. Taldi Þórður Björnsson að 77. greinin ætti við nú og ákærði yrði dæmdur í að minnsta kosti 17 ára fangelsi, enda for- dæmi sett um 16 ára fangelsi í fjölmörg- um „einföldum" manndrápsmálum. ítarlega hefur verið greint frá málinu í Mbl. bæði skömmu eftir að voðaat- burðirnir áttu sér stað á Skeiöarársandi og eins þegar málið var fyrir undirrétti. í stuttu máli eru atvik þau, að þann 16. ágúst 1982 tók Grétar Sigurður Árnason tvær franskar systur, Marie Luce og Yvette Marie, upp í bíl sinn skammt frá Höfn í Hornafirði og ók þeim áleiðis I Skaftafell. Grétar ók systrunum að skála Jöklarannsóknafélagsins vestan Jökulsár, en þar var eigi rúm fyrir syst- urnar. Þá var ekið að skála Slysavarna- félagsins á Breiðamerkursandi en ekk- ert pláss var þar heldur. Því ók Grétar þeim að skála á Skeiðarársandi og skildi þar við þær um klukkan 20. Systurnar snæddu og lögðust til svefns um klukkan 21. Áður skrifuðu þær í dagbók skálans í íslenzkri þýð- ingu: „Þakkir til sheriff fyrir að hafa flutt okkur í sæluhúsið." Grétar kvaðst síðan hafa verið á ferðinni á sandinum um klukkan 23. Hann ók að skálanum og i kjölfarið fylgdi harmleikur sem ekki á sér hliðstæðu hér á landi. Grétar sló Marie Luce þrívegis í höfuðið með þungu barefli, svo hún missti meðvit- und. Hún höfuðkúpubrotnaði, hlaut heilamar og blæddi milli heilabarkar og heila. Þá hlaut hún slæma skurði. Eftir að hafa veitt Marie Luce þessa áverka veitti Grétar systur hennar, Yvette, eftirför, sem lyktaði með því að hann réð henni bana. I líki Yvette fannst 51 hagl, 39 fundust í baki hennar, 8 í hálsi upp að hvirfli, eitt í hvirfli og eitt hafði farið I gegn um gagnauga. Við krufningu kom í ljós að Yvette hafði látist af völdum skotsára, en andnauð átt þátt í dauða hennar. Grétar setti hana helsærða í farangursrými Merce- des Benz-bifreiðarinnar, eftir að hafa sagt vörubifreiðarstjóra, sem kom á vettvang, að bflslys hefði átt sér stað og stúlkan væri „geðveik". Hann bað bfl- stjórann að sækja hjálp en tók stúlkuna harkalega af bifreiðinni. „Please help me — he tries to kill me,“ hrópaði stúlk- an í örvæntingu sinni. Þórður reifaði málið, og skýrði frá framburðum vitna. Hann taldi fram- burð ákærða lftt áreiðanlegan f veiga- miklum atriðum. Efnislega sagðist Þórður í niðurlagi ræðu sinnar hafa komist að sömu niðurstöðu og héraðs- dómari, sem dæmdi ákærða f 16 ára fangelsi. Hann bar lof á rannsókn lög- reglu, bæði Rannsóknarlögreglu rfkisins og lögreglumanna í A-Skaftafellssýslu. Hann sagði að játningar lægju ekki fyrir og því kynnu að verða erfiðleikar á sönnun sakar. En rannsókn væri á þann veg, að óhætt væri að draga sterkar ályktanir. Ákærði hefði tekið systurnar Yvette Marie og Marie Luce upp í bif- reið sína skammt frá Höfn í Hornafirði 16. ágúst 1982 um klukkan 17. Hann ók þeim að sæluhúsi á Skeiðarársandi. Hann hefði verið skamma stund í sælu- húsinu, en komið aftur um klukkan 23. Ákærði hafi ekkert erindi átt f sæluhús- ið og hafi enga frambærilega skýringu á erindi í sæluhúsið. Hann hafi farið vopnaður í húsið og segist hafa fundið hasslykt. Staðhæfa megi að engin hass- lykt var í húsinu — annað hvort væri það ímyndun hans eða vísvitandi ósann- indi. Upplýst væri í málinu að ákærði vildi flytja þær til lögreglu. Marie Luce segði að ákærði hafi verið vopnaður hagla- byssu þegar hann kom inn í fyrsta sinn, en ákærði segist ekki hafa verið vopnað- ur en hafa komið með byssu í annað sinn. Staðreyndin er að hann kom vopn- aður haglabyssu þegar í upphafi og hlóð byssuna á leið inn. Staðreyndin væri sú, að ákærði hafi ætlað að beita ofbeldi. Ákærði hafi bor- ið að stúlkunar hefðu ráðist á sig — skellt á sig hurðinni og klórað sig. Ósennilegt sé í hæsta máta að 21 árs stúlka í svefnrofunum hafi ráðist á fer- tugan jaka, vopnaðan byssu. Eitt sagði Þórður alveg upplýst f þessu máli og það væri árásin á Marie Luce. Ákærði hafi ekki látið sér nægja að slá hana eitt högg, ekki tvö, heldur þrjú högg og valdi höfuðið með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund og höfuðkúpubrotn- aði. Hin systirin hafi skelfingu lostin flúið út f náttmyrkrið, en þegar Marie Luce hafi komið til meðvitundar hafi hún heyrt óp systur sinnar — síðan skot, þá aftur óp og annað skot. Síðan hafi þögn- in grúft sig yfir en nokkru síðar hafi hún heyrt bifreið ekið á brott. Ákærði hefði viðurkennt að hafa hleypt skoti úr byssu í sæluhúsinu eða við það. Hvar það skot lenti sé ekki upplýst. Hann hafi síðan hafið leit að Yvette og skilið Marie Samíð um vopnahlé en getur það haldizt? Frá Önou Bjarnadúttur, blaúamanni Mbl., i Lausanne. Þjóðarsáttarfundurinn í Laus- anne misheppnaðist. Eftir níu daga fundahöld, þrætur og stórorðar yfir- lýsingar sættust leiðtogar þjóðar- brotanna í Líbanon loks á lágmarks samkomulag til þess að Ijúka fund- inum. Þeim tókst ekki að semja um neinar breytingar á stjórnskipulagi landsins en sættust á að halda vopnahléð, sem hefur nú þegar staðið í eina viku í Beirút. Öryggis- nefnd verður sett á laggirnar til að tryggja friðinn og forseti landsins á að eiga forsæti í henni. Önnur nefnd verður mynduð til að gera drög að nýrri stórnarskrá. Hún verður skipuð 32 sérfræðingum í lögum og stjórnmálum og á að skila áliti innan sex mánaða. Mikil óþreyja hafði gripið um sig í Lausanne á þriðjudag. Við- ræðurnar sigldu í strand á mánu- dagskvöld þegar Franjie, fyrrver- andi forseti, þvertók fyrir að sættast á tillögur Gemayels for- seta. Þær voru samdar í samráði við Khaddam, varaforseta Sýr- lands, og Massoud, fulltrúa Saudi-Arabíu, en þeir voru kall- aðir áheyrnarfulltrúar á fundin- um. Tillögurnar fólu í sér aukin völd forsætisráðherrans, sem yrði áfram sunníti, en mun minni völd forsetans, sem yrði áfram kristinn. Trúarbrögð myndu skipta minna máli við val manna í embætti, þingmönnum múham- eðstrúarmanna yrði fjölgað til jafns við kristna og ný nafnskír- teini yrðu gefin út þar sem ekki kæmi fram hvaða trúflokki ein- -.1 v <i Gei

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.