Morgunblaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.03.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1984 Hilmar Helgason — Minningarorð Fæddur 14. febrúar 1941 Dáinn 13. marz 1984 Kveðja frá SÁÁ Hilmar Helgason var fyrsti formaður SÁÁ. Hann veitti sam- tökum okkar forystu fyrstu og erf- iðustu árin. Afstaða aimennings til áfengissjúkra var önnur þá en nú, þekking minni og dómharka meiri. Á brattarm var að sækja og þá komu hæfileikar hans best í ljós. Bjartsýni Hilmars og dugn- aður fleytti okkur í gegnum ótrú- legustu erfiðleika, enda hafði hann sérstakan hæfileika til að laða fólk til fylgis við hugmyndir okkar og áform. Að leiðarlokum þökkum við Hilmari Helgasyni fyrir allt það sem hann gerði fyrir samtök okkar. Samúðarkveðjur sendum við ástvinum hans. Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið. Um Hilmar Helgason látinn dugar ekkert minna en sannleik- urinn. Honum voru allir vegir færir á meðal okkar og um ófærur ruddi hann brautir. Leiddi þús- undir manna út í dagsljósið, en valdi oftar myrkrið fyrir sjálfan sig. Hvíli minn gamli vinur í friði. Guð blessar dagsverkið. Ásgeir Hannes „Hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sín- um og ófjötraður leitað á fund Guðs síns?“ (Kahlil Gibran) Hann Hilmar er dáinn. — Ör- lögin eru einkennileg. Ég var sta- ddur á Freeport, þegar mér barst andlátsfregn Hilmars. Á sama stað og hann hafði, tæpum níu ár- um áður, flutt mig á nær dauða en lífi og á sama stað og hundruð annarra Islendinga áttu eftir að koma til að öðlast löngun á ný til að lifa lífinu lifandi. Allt var þetta í beinu framhaldi af veru hans þar og því mikla hugsjónastarfi sem hann vann. Hilmar hafði sérstakt lag á því að hrífa fólk með sér, — í hans augum var ekkert útilokað, það var nóg að hafa trú og löngun, þá var allt framkvæmanlegt. Það átti eftir að koma í ljós svo ótal sinnum, þau ár sem við störfuðum saman. Fyrst með stofnun Free- port-klúbbsins, síðan þegar hann og Lilli frændi minn fengu Reykjavíkurborg til að kaupa hús- in við Ránargötu og síðast en ekki sízt með stofnun SÁÁ. Stofnun SÁÁ og það frumherja- starf, sem Hilmar vann þar, fáum við honum aldrei fullþakkað, — og enginn veit betur en ég, hversu mikinn kjark, dug og trú Hilmar sýndi við að gera þennan stóra draum að veruleika. Alþjóð veit, hve mikil áhrif þessi draumur hans átti eftir að hafa á þúsundir fjölskyldna í Iandinu. Þegar ég sit hér og læt hugann reika til baka finn ég fyrst og fremst til þakklætis, — þakklætis, sem ég get ekki lýst með orðum, vegna þess að fáir aðrir menn hafa haft jafn mikil áhrif á mína persónu og mitt líf. Flestir okkar dagar saman voru góðir og gjöful- ir, en eins og í lífi allra manna skiptast á skin og skúrir. Við gát- um hlegið saman og grátið saman, — grátið saman vegna þess, að við vorum aðeins mannlegir og breyzkir. Tveimur mánuðum eftir að ég kom heim frá Freeport sendi Hilmar mér gjöf, — það var glasið sem ég hafði síðast drukkið vín úr. Þær línur, sem gjöfinni fylgdu, finnast mér lýsa honum betur en ég gæti með fátæklegum orðum: „Ég vona, að þessi litla jólagjöf mín komi til með að skipa stóran sess í huga þínum í framtíðinni, þegar þú ert reiður, leiður, ör- væntingarfullur, deprimeraður, vonsvikinn eða taugastrekktur, önugur og svekktur, horfðu þá á glasið góða og hugsaðu með þér, jú, þetta getur orðið verra. Ég vona líka, kæri vinur, að þú látir þér nægja að horfa á það, því ein- göngu það að virða þig fyrir sér, gefur okkur hinum kjark til að sætta okkur við okkar dóm, sem því miður er ekki möguleiki að áfrýja. En er það ekki furðulegt, hvað svona lítið glas rúmar mikið af óhamingju. Eflaust hefðum við ekki verið sammála um það þann 17. september 1975, daginn sem þú vonandi drakkst þitt síðasta fylli af hamingju og vellíðan í vökva- formi. Saman stöndum við, drukknir föllum við.“ Hilmar hafði sérstaka hæfileika til að leiðbeina öðrum og kunni ætíð ráð við vandamálum ann- arra, en öll höfum við reynt það, að oft getur verið erfitt að fara eftir eigin ráðleggingum, en ég veit að: „við hittumst í landinu, þangað sem fuglasöngurinn fer, þegar hann hljóðnar “ (Jökull Jakobsson) Ég og fjölskylda mín sendum sonum hans, Stefáni, Helga og Hannesi, og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi Guð gefa þeim styrk. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Binni í dag kveð ég góðan vin og sam- starfsmann í mörg ár. Kunn- ingsskapur okkar hófst þegar á unglingsárum okkar beggja, en varð nánari með árunum, sér- staklega við störf að sameiginlegu áhugamáli, stofnun og uppbygg- ingu SÁÁ. Enginn, sem til þekkir, gengur þess dulinn, hvílíku Grettistaki Hilmar lyfti með áhuga sínum, krafti og áræði í störfum fyrir þau samtök, og er mér ljúft að þakka honum þá lífsfyllingu, sem það gaf mér að fá að taka þátt í því starfi með honum. Hilmar, vinur minn, var maður mikilla andstæðna, skapgerðin spannaði bilið milli einfarans og félagsverunnar, — þarfnaðist at- hygli, en var þó hlédrægur innst inni, viðkvæmur og fórnfús við þá sem minna máttu sín, en harður og óvæginn, þegar því var að skipta. Ötrúlegur áhlaupamaður til verka og gat fært fjöll, ef hugur hans stóð til þess. Hann hafði ein- stakt lag á að laða og virkja aðra til samstarfs við sig og koma góðu til leiðar, þó svo að andstæður í skaphöfn færðu hann stundum af leið. Lífshlaup Hilmars varð því mið- ur ekki langt, en sannfærður er ég um, að hann hefur skilið eftir sig þau spor sem seint verða máð og ótrúlega margir eiga hugsjónum hans og starfi lífshamingju að þakka. t Litli sonur okkar og bróðir minn, LÁRUS HAFSTEIN PJETURSSON, lóst í Landakotsspítala 18. mars. Jaröarförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 23. mars kl. 11.00. Sigrún Ragnarsdóttir, Pjetur Hafstein Lárusson, Ragnar Hafstein Pjetursson. 1 Maöurinn minn, h GUOJÓN EINARSSON, Framnesvegi 63, andaöist 20. mars. Hjördís Hjörleifsdóttir. t Kveöjuathöfn um móöur okkar, HALLOÓRU J. EYJÓLFSDÓTTUR frá Þykkvabœ, veröur í Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. mars kl. 15.00. Jarösungiö veröur í heimagrafreit í Þykkvabæ í Landbroti laugar- daginn 24. mars kl. 14.00. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Ingá Þórarinsdóttir, Helgí Þórarinsson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, GUÐMUNOUR GUOMUNOSSON, fyrrverandi kaupmaóur, Móabarói 24, Hafnarfírói, lést á gjörgæsludeild Landakotsspitala aö morgni 21. mars. Anna Christensen, Hanna Petra Guómundsd., Helga Guömundsdóttir, Jónína Rós Guómundsdóttir, Bergur Jónsson. t Móöir okkar, MARGRÉT E. ÞORSTEINSDÓTTIR, Skildinganesi 6, andaöist í Landakotsspitala 20. mars. Börnin. t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, JÓNA JÓHANNESDÓTTIR frá Horni, Hlíðarvegi 32, fsafirói, veröur jarösungin frá isafjaröarkirkju laugardaginn 24. mars kl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Systir okkar, GUÐRÚN L. SVEINSDÓTTIR, Öldugötu 9, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 23. mars kl. 13.30. Ólöf Sveinsdóttir, Ingveldur Sveinsdóttir, Kristján Sveinsson. t Faöir okkar, tengdafaöir og afi, ATLI ÞORBERGSSON, skipstjóri, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. mars kl. 15.00. Ingibjörg Atladóttir, Jóhannes Atlason, Þorbergur Atlason, Kristinn A. Atlason, Kenneth Eells, Lára S. Rafnsdóttir, Halldóra M. Helgadóttir, Helga Atladóttir og barnabörn. Ástvinum hans öllum og ætt- ingjum sendi ég mínar einlægustu samúðarkveðjur og sannfærður er ég um, að heimkoma vinar míns hafi orðið góð til þess staðar, þar sem verk okkar mannanna eru réttilega metin og hismið léttvægt fundið. Fari hann í friði, þessi góði vin- ur, með þökk fyrir allt. Björgólfur Guðmundsson Enginn ókunnugur hefur gert mér betra en Hilmar Helgason sem nú er kvaddur hinztu kveðju. Ég tel að undir það geti fjöldi manna tekið, sem þjáðst hefur af þeim sjúkdómi, alkóhólisma, sem er einn versti óvinur heimilanna í dag. Hilmar var einn þeirra er þjáð- ust af þessum sjúkdómi. Hann leitaði sér lækninga við honum til Bandaríkjanna fyrir rúmum 8 ár- um. Er hann kom heim miðlaði hann öðrum óspart af þeirri reynzlu er honum hlotnaðist og má segja, að hann hafi opnað nýj- an heim og nýja möguleika fyrir alkóhólista og fjölskyldur þeirra. Með persónutöfrum sínum og mælsku tókst honum að hrífa fram þá bylgju, sem varð til þess að fjöldi alkóhólista leitaði sér lækninga í Bandaríkjunum og einnig að SÁÁ var stofnað. Var hann fyrsti formaður þeirra sam- taka og fannst flestum, að áætlan- ir hans um stofnsetningu leiðbein- ingar- og fræðslustöðvar, afvötn- unar- og sjúkrastöðvar og eftir- meðferðarheimilis væru fjarlægur draumur, en með áræðni og bjartsýni hrinti hann þessu öllu í framkvæmd og mörgu öðru á þessu sviði. Hann hafði við hlið sér marga ofurhuga, en ég tel víst, að þróun þessara mála hefði orðið mörgum árum seinni hér á landi ef Hilmars hefði ekki notið við. Fyrir þetta tel ég að íslendingar séu í þakkarskuld við Hilmar Helgason og væri það verðugt að ráðamenn þessarar þjóðar heiðr- uðu minningu hans með því að heimila nú þegar rekstur Vogs af fullum krafti. Á því er full þörf. Örugglega er það Hilmari að þakka, að fjöldi fólks hefur losnað úr viðjum virks alkóhólisma og þakka ég honum nú heils hugar fyrir mig. Því miður tókst Hilmari ekki að ná tökum á sínum eigin alkóhól- isma og þjáðist hann sárt af sjúkdómi sínum síðustu árin. Ég hitti Hilmar sl. sumar og sagði honum hvern hug ég bæri til hans og hvað ég teldi hann hafa gert mikið fyrir mig og bauð honum aðstoð mína ef og þegar hann vildi þiggja hana. Ég fann að honum þótti vænt um þetta en einnig að hann var ekki reiðubúinn. Þá óskaði ég þess, að ég hefði haft brot af þeim áróðurs- og persónu- töfrum, sem hann átti í svo ríkum mæli. Eftir þetta leitaði Hilmar nokkrum sinnum til mín, en aldrei varðandi mál málanna. Hann var ekki reiðubúinn. Því miður. Því fór sem fór, enn ein fórnin á altari alkóhólismans, og nú sá sem hjálpaði svo mörgum, en gat ekki þegið hjálpina sjálfur. Minningarnar um Hilmar eru bjartar, hvíli hann í friði. Grétar Haraldsson Hilmar Helgason var lands- þekktur vegna áhuga hans í bar- áttunni við áfengisbölið. Hann var einn af aðalhvatamönnum að stofnun SÁÁ og fyrsti formaður þeirra samtaka. Leiðir okkar Hilmars lágu sam- an á árunum 1980 og 1981 þegar hann var formaður Verndar, en þar sat ég í stjórn með honum. Hann kom til starfa hjá Vernd með eldmóði eins og hann var van- ur við þau verk sem hann tók að sér og hreif með sér fjölda manns til að leggja málefninu lið. Vernd naut þekkingar hans og reynslu. Á þessum stutta tíma meira en þre- faldaði hann vistrými fyrir skjólstæðinga Verndar og var það mikið átak. Af miklgm sannfær- ingarkrafti barðist hann við að kynna starfsemi Verndar og að reyna að vinna skjólstæðingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.