Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1984 0f$tutli(afrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. Máttlaus slagorðaflokkur Eg veit ekki betur," sagði Svavar Gests- son, formaður Alþýðubanda- lagsíns, í Þjóðviljanum um helgina „en yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé andvígur hersetu í landinu og aðild okkar að hernaðar- bandalagi." Þessa firru lét Svavar sér um munn fara í tilefni af tíu ára afmæli Var- ins lands. Þegar /Vinnuveit- endasamband íslands (VSÍ) og Alþýðusamband íslands (ASÍ) höfðu gert kjarsamning 21. febrúar síðastliðinn sagði Svavar Gestsson: „Hér er í fyrsta lagi ekki um venjulega kjarasamninga að ræða. Verkalýðshreyfingin sem heild hefur ekki verið spurð um afstöðu til þessa. Hér er um að ræða niðurstöður sem forseti ASÍ og framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasam- bandsins komust að og ríkis- stjórnin samþykkti fyrir sitt leyti. Það er verkalýðsfélag- anna að taka afstöðu í þessum efnum. Þau hafa samnings- og verkfallsréttinn og enginn getur tekið þann rétt af þeim. Niðurstaða mín er því sú að nú þurfi að leggja allt kapp á að ná annarri samningsnið- urstöðu..." Þessi tvenn ummæli for- manns Alþýðubandalagsins eru náskyld. í fyrra tilvikinu lemur hann hausnum við steininn og lætur eins og sjónarmið flokks síns njóti meirihlutafylgis í máli þar sem að minnsta kosti 80% kjósenda eru honum andvígir. í síðara tilvikinu boðar Svav- ar Gestsson andstöðu Alþýðu- bandalagsins við kjara- samninga og lætur eins og það sé á hans valdi að ákveða hvort verkalýðsfélögin sam- þykki þá éða hafni. Nú fimm vikum síðar stendur Svavar Gestsson frammi fyrir því að pólitískir forystumenn Al- þýðubandalagsins eiga jafn lítil ítök í verkalýðsfélögun- um og meðal þjóðarinnar í varnar- og öryggismálum. Skemmdarverkin sem Svavar Gestsson hvatti til gegn samningum ASÍ og VSÍ báru ekki þann árangur sem hann vænti. Forystusveit Dags- brúnar sem átti að vera vopn Svavars og hinna nýju banda- manna hans í Fylkingunni til að breyta kjarabaráttunni í allsherjarstríð gegn ríkis- stjórninni hafði næstum dag- að samningslausa uppi eftir að samningarnir höfðu náð fram að ganga jafnt á félags fundum sem í allsherjar- atkvæðagreiðslum. Vangaveltur um það núna hjá Guðmundi J. Guðmunds- syni, Svavari Gestssyni, Pétri Tyrfingssyni og Guðmundi Hallvarðssyni, hinni nýju breiðfylkingu Alþýðubanda- lagsins í verkalýðsmálum, að „barátta" Dagsbrúnar hafi skilað svo og svo miklu er álíka mikils virði fyrir laun- þega og „andstaða" Svavars við framkvæmdir NATO oi varnarliðsins í Helguvík. báðum tilvikum er um hreina sýndarmennsku að ræða, moldviðri á áróðursstríði. Áður en Dagsbrún samdi var ljóst að ákvæði kjara- samninganna um lægri laun til ungmenna á aldrinum 16 til 18 ára reyndust óvirk í framkvæmd. Þess vegna er það skynsamlegt hjá ÁSÍ og VSÍ að fella þetta ákvæði kjarasamningsins hreinlega úr gildi. Að öðru leyti tekur samkomulagið við Dagsbrún mið af því sem orðið hefur annars staðar í kjölfar samn- inganna og þá ekki síst í Vest- mannaeyjum. í engu hefur verið hróflað við meginefni samnings ASÍ og VSÍ og orð Svavars Gestssonar um nauð- syn þess að ná annarri „samningsniðurstöðu" hafa verið höfð að engu. Þessar hrakfarir forystu- sveitar Alþýðubandalagsins í kjölfar kjarasamningannna sýna enn og aftur að þar er á ferðinni ótrúlega máttlaus slagorðaflokkur sem ekki er í neinum tengslum við „gras- rótina“ í verkalýðsfélögunum svo að notað sé orð sem Svav- ari og félögum er kært þegar þeir höfða til flokksbræðra sinna. Við blasir eftir þessa lotu að hinn almenni launþegi er reiðubúinn að leggja mikið á sig til að vinna bug á verð- bólgunni. Samningar ASÍ og VSÍ voru tímamótasamningar vegna þess að í þeim fólst staðfesting á því að stefna ríkisstjórnarinnar í átökun- um við verðbólguna væri rétt. Hvað sem líður misheppnaðri skemmdarstarfsemi alþýðu- bandalagsmanna er hins veg- ar ljóst að almenningur telur að nú sé komið að öðrum að herða ólina vegna átaka við verðbólguna. Til dæmis er meira en tímabært að tekið sé á vanda ríkissjóðs en við hann geta stjórnmálamennirnir átt milliliðalaust. Erlend skuldasöfnun 1979—1982: 14.300 mílljónir kr. Þrír fjórðu hlut- ar stöfuðu af við- skiptahallanum Á myndinni hér til hliðar er sýnt hve stórfelldur viðskipta- halli þjóðarbúsins við útlönd hefur orðið á undanförnum ár- um. Hann varð mestur 1981 og ’82. Samtals nam þessi halli 14.276 m.kr. á verðlagi yfirstand- andi árs árin 1979 til ’82 að báð- um árum meðtöldum. Þrír fjórðu af erlendri skuldasöfnun á þessu tímabili stafa af þessum við- skiptahalla. Hann skýrist fyrst og fremst af eyðslu umfram efni þar sem fjárfesting var svipuð þessi ár og áður. Þessi viðskiptahalli og tilheyr- andi eyðsluskuldasöfnun á rætur að rekja til rangrar gengisskrán- ingar og kaupmáttar í íslenskum krónum, sem þjóðarbúið reis ekki undir nema með erlendri skuldasöfnun. Tónlist er ekkert hættuleg — segir söngvarinn og háðfuglinn Bo Maniette, sérstakur gestur á tónleikum íslensku hljómsveitarinnar í kvöld Bo Maniette á æfingu með íslensku hljómsveitinni í gærkvöldi. Morgunblaðið/RAX. „JÚ, JÚ, viðkvæmu fólki er alveg óhætt að koma á tónleikana. Tónlist er ekkert hættuleg. En — ef mér leyfist að gefa væntanlegum áheyr- endum heilræði takið verkið ekki of alvarlega og umfram allt, skiljið ekki hláturstaugarnar eftir heima. Þá mun allt fara vel,“ sagði Svíinn Bo Maniette, söngvari, leikari og háðfugl, sem flytur í söng og lát- bragði tónverkið Hr. Frankenstein eftir Austurríkismanninn H.K. Gruber, á tónleikum íslensku hljóm- sveitarinnar í kvöld. Bo Maniette er sérstakur gestur tónleikanna, en hann starfar sem leikari og söngvari við óperuhúsið í Gautaborg, og flutti þar m.a. verk Hr. Frankenstein í janúar sl., undir stjórn finnska hljómsveitar- stjórans Esa Pekka Salonen. Maniette kom til landsins síðdegis í gær og gaf sér tíma til að rabba örlítið við blaðamann um þetta kostulega tónverk, sem fer sigur- för um heiminn um þessar mund- ir. Fáránleg hrollvekja „Textinn er saminn af austur- rískum furðufugli, H.C. Artman að nafni, sem er frægur fyrir lit- ríkt líferni sitt í Vín. Annað veit ég ekki um hann. Þetta er hroll- vekja frá upphafi til enda, en fáránleg eða absúrd að því leyti, að umbúðirnar, formið, hæfir ekki innihaldinu. Þetta er einskonar vögguvísu- eða barnaljóðaform. Þessar andstæður, viðkvæmni formsins og hryllingur orðanna, gera verkið að því sem það er: fyndið. Tónskáldið Gruber sá þennan texta og samdi við hann tónverk, þar sem hann reynir einmitt að undirstrika þessar skörpu and- stæður með því að hafa barna- legan blæ á lögunum. Það er varla hægt að segja að verkið sé heildstæð saga, það er frekar að það sé brugðið upp svipmyndum af hryllingi og óskapnaði, sitt úr hvorri áttinni. Það koma við sögu ýmisleg skrímsli og ofurmenni, bæði úr fortíð og nútíð, svo sem Dracúla, Frankenstein, Superman og Bat- man. Söngvarinn — það er að segja ég — gegnir hlutverki eins konar miðils sem þessar persónur opinberast í gegnum. Ég hef kosið að koma fram í gervi Dracúla, mér finnst það fara mér vel, en höf- undurinn, sem einnig hefur sungið verkið víða, kemur fram í hlut- lausum illmennaklæðum. Um tónlistina er það að segja, að hún er svipmyndakennd eins og textinn. Það má meðal annars kenna í henni hljómfall rúmbu, tangó og djass, ásamt barnalaga- taktinum, og ýmislegt. Þá eru not- ið margvísleg barnahljóðfæri við flutninginn, sem enn undirstrikar saklaust yfirborðið. Tæknilega er tónlistin mjög erf- ið og metnaðarfull, liggur mér við að segja. Því þrátt fyrir glensið og fáránleikann býr þung tónlistar- leg alvara að baki. Gruber skrifar þetta með dæmigerðri þýskri nákvæmni og natni. En sem sagt, þetta er verk fyrir fullorðin börn, verk sem ekki ber að taka of alvarlega," sagði Bo Manniette að lokum og sýndi á sér tennurnar. Þess má geta að texitnn er allur birtur í prógrammi tónleikanna í þýðingu Ríkharðs Arnar Pálsson- ar. Tvö íslensk verk frumflutt Á tónleikum íslensku hljóm- sveitarinnar i kvöld eru ýmis fleiri verk á dagskrá. Þar er fyrst að telja frumflutning á íslenskum tónverkum eftir þá Atla Ingólfs- son og Pál P. Pálsson, en bæði verkin voru samin að tilhlutan hljómsveitarinnar í vetur. Verk Atla heitir Negg en Páll kallar verk sitt Tónlist á tyllidögum. Þá leikur hljómsveitin Dansa frá Vínarborg eftir Strohmayer og Jo- hann og Josef Schrammel, auk Keisaravals Johanns Strauss yngri í útsetningu Arnold Sch;nbergs. Stjórnandi er Guð- mundur Emilsson. Tónleikarnir verða í Gamla bíói og hefjast kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.