Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.05.1984, Blaðsíða 48
* ' » ' * ■ ■%*< Opiö öll fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. AUSTURSTRÆTI 22, INNSTRÆTI, SÍMI 11633 Opid alla daga frá kl. 11.45-23.30. SaetJa&iMn AUSTURSTRÆTI 22, INNSTRÆTI, SÍMI 11633. FIMMTUDAGUR 3. MAI 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Hjónin úrskurðuð í gæzluvarðhald: Grunuð um að vera á snær- um þekktra þýzkra fálkaþjófa ÞÝZKU hjónin, sem úrskuröuð voru í gæzluvarðhald til 9. maí í Sakadómi Reykjavíkur síödegis í gær, hafa enga viðhlítandi skýringu gefíð á fálkaeggj- unum, sem fundust í fórum þeirra þegar þau voru handtekin í Gilsfírði á mánudagskvöldið. Þau segjast hafa fundið eggin á víðavangi fyrir tilviljun og hafí ekki gert sér grein fyrir að um fálkaegg væri að ræða. Þau neita að hafa rænt hreiður fálka. En f fórum þeirra fannst fullkominn sigbúnaður, Hjónin segjast hafa fundið fálkaeggin á víðavangi — Þrír íslandsfálkar fundust fyrir stuttu í Köln tæki til þess að varðveita egg og kort þar sem fálkaslóðir voru merktar. Samkvæmt heimildum Mbl. telur v-þýzka lögreglan, að ungu hjónin séu á snærum þekktra fálkaþjófa — Cieselski-feðganna, sem hafa legið undir grun um að stela ungum og eggjum hér á landi, og hefur þeim verið vísað úr landi. Fyrir skömmu fundust þrír íslandsfálkar í hýbýl- um þeirra í Köln í V-Þýzkalandi. Ungu hjónin voru stödd hér á landi í fyrra, og samkvæmt heimildum Mbl., leikur grunur á að þau hafi þá útvegað þeim feðgum egg eða unga héðan. Svo sem fram kom í Mbl. þá hef- ur eggjum verið stolið úr fimm fálkahreiðrum í Þingeyjarsýslum. Ekki liggur ljóst fyrir hvort eggin, sem fundust í fórum hjónanna, séu úr Þingeyjarsýslum eða Dölum. Hjónin staðhæfa að eggin séu úr Dölunum og að þau hafi fundið þau liggjandi á víðavangi. Sjá bls. 5: „Cieselski-feðgum vís- að úr landi 1978.“ ICBLANOAIR 1" ■ " m r 11 Flugleiðir selja tvær DC-8 þotur Á FUNDI stjórnar Flugleiða, sem haldinn var í gær, var ákveðið að taka tilboði bandarísks flugfélags í tvær DC-8-63CF flugvélar Flugleiða. Sam- kvæmt upplýsingum Mbl. er söluverð- ið á bilinu 9—10 milljónir dollara, jafnvirði 270—300 milljóna króna. Um er að ræða flugvélina TF- FLE, sem undanfarin ár hefur verið leigð til fraktflugs hjá erlendum flugfélögum. Sú flugvél yrði afhent í byrjun ágústmánaðar. Hin flug- vélin er TF-FLB, sem notuð er í áætlunarflugi Flugleiða á Norður- Atlantshafsleiðinni, og yrði hún af- hent í októbermánuði. Kaupandi flugvélanna mun láta skipta um hreyfla á þeim, en það kostar um 18 milljónir Bandaríkjadala fyrir hvora flugvél. Ungu hjónin koma úr Sakadómi Reykjavíkur í fylgd með lögreglumönnum eftir að þau voru úrskurðuð í gæzluvarðhald. Morgunbiaðið/Júiius. Stjómarfrumvarp vegna ríkis- og lánsfjármála á Alþingi í dag: Heimild til 10% bindiskyldu innlánsstofnana í Seðlabanka — Ráðherrarnir virðast hafa gleymt að skýra þingflokknum frá þessu, segir Ólafur G. Einarsson Á FUNDI ríkisstjórnarinnar að morgni 1. maí var ákveðið að í stjórn- arfrumvarpi um ráðstafanir í ríkis- og lánsfjármálum, sem lagt verður fram á Alþingi í dag, verði aflað heimilda fyrir ríkisstjórnina til að taka upp á ný sveigjanlega bindiskyldu innláns- stofnana í Seðlabankanum. Heimildin gerir ráð fyrir 10% bindiskyldu að sögn Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra. f ríkisstjórninni var rætt um að leggja þennan nýja lið fjármálaaðgerðanna fyrir þingflokka stjórnarliöa á fundum þeirra í gær til endanlegrar afgreiðslu. Að sögn forsætisráðherra sam- þýkkti þingflokkur Framsóknar heimildina til bindiskyldunnar á fundi sínum í gær. Formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, Ólafur G. Einarsson, hafði ekki heyrt minnst á mál þetta, er blm. Mbl. spurði hann um afgreiðslu þing- flokksins, eftir fund hans í gær. Eftir nánari eftirgrennslan, m.a. samtal við viðskipta- og banka- málaráðherra, Matthías Á. Mathie- sen, sagði þingflokksformaðurinn síðan í viðtali við blm. Mbl. um kvöldmatarleytið, að svo virtist sem ráðherrarnir hefðu gleymt að skýra þingflokknum frá þessu. Hann kvað þá ólíklegt að unnt yrði að ná sam- an þingflokksfundi síðar í gær- kvöldi, en kvaðst ætla að ráðherr- arnir myndu úr því sem komið væri hafa samband við þingmenn til að skýra þeim frá þessu. Stjórnarfrumvarpið sem forsæt- isráðherra flytur mun að hans sögn fjalla um ráðstafanir bæði í ríkis- og lánsfjármálum. Aðspurður sagði hann að gert yrði ráð fyrir allt að 1,9 milljörðum kr. í nýjum erlend- um lánum. Hann var spurður, hvort 10% bindiskylduheimildin þýddi, að einnig gæti komið til hækkana á vöxtum. Hann kvað þvert nei við því. Hér væri einvörðungu um að ræða heimild til handa ríkisstjórn- inni, ef þenslan í peningamálum yrði of mikil. Hann sagði að hér væri um svipaða heimild að ræða og gilt hefði á árunum 1981 til 1983. Hann sagði ennfremur: „Það má segja að þetta sé nauðsynlegt vegna þess að vextir verða ekki hækkaðir. Það er reyndar ekki nema þrennt sem Seðlabankinn getur gert til að draga úr þenslu. Það er í fyrsta lagi vaxtahækkanir, í öðru lagi binding og í þriðja lagi að draga úr endur- kaupum. Það er engin ástæða til að hækka vexti og því þykir rétt að hafa þessa heimild fyrir hendi, ef þensla verður of mikil í bankakerf- inu.“ Spurt og svarad um garðyrkju- og byggingarmál LESENDUR Morgunblaðsins eru minntir á, að eins og undanfarin ár býður blaðið upp á lesenda- þjónustu um garðyrkju. Geta les- endur á næstu vikum snúið sér til blaðsins með spurningar er varða garðyrkju og verður leitast við að svara þeim í þættinum „Spurt og svarað um garðyrkju'*. Morgunbiaðið hefur fengið Hafliða Jónsson, garðyrkju- stjóra Reykjavíkurborgar, til að svara þeim fyrirspurnum sem kunna að berast, og geta lesend- ur komið þeim á framfæri í síma 10100 milli kl. 13 og 15 mánudaga til föstudaga. Svörin birtast síðan í blaðinu nokkrum dögum síðar. Morgunblaðið minnir einnig lesendur sína á sams konar þjónustu um byggingarmál, og er tekið við fyrirspurnum um þau mál í sama sfma og á sama tíma. Vetrarvertíðin: Óttalegur ræfill U ALMENNT afíaleysi hefur verið síð- an um páska og afli í aprílmánuöi á vertíðinni mun alls staðar minni nú en á sama tíma í fyrra. Þá virðist mun minna af þorski nú en í fyrra og víða standa menn frammi fyrir því að ná ekki aflakvóta sínum á vertíð- inni. f heild virðist það, sem af er vertíðinni nú, lakara en í fyrra og var þó síðasta ár með þeim verri. Sem dæmi um afíabrögðin í apríl sl. má nefna að um helmingi minni afli barst þá á land í Þorlákshöfn en í sama mánuði í fyrra. Á Höfn í Hornafirði fengust þær upplýsingar, að vertíðin nú hefði gengið mun verr en í fyrra og mættu menn þar hafa sig alla við, ætluðu þeir að ljúka kvóta sín- um á vertíðinni. Innveginn fiskur hjá frystihúsi KASK er nú tæpum 2.000 lestum minni en á sama tíma í fyrra eða 5.623 lestir nú á móti 7.483 lestum í fyrra. í Vestmannaeyjum segja heim- ildarmenn Mbl., að botninn sé dottinn úr vertíðinni og fjórir bát- ar séu þegar búnir að taka upp netin. Lítið hafi að undanförnu fengizt í trollið og aprílmánuður hafi verið slakur. Á hafnarvigtinni í Þorlákshöfn sögðu menn, að vertíðin væri ótta- legur ræfill og um helmings mun- ur á afla í apríl nú og í fyrra. Lítið hefði fengizt af þorski að undan- förnu, en svolítið ýsukropp hefði verið hjá nokkrum bátum. Jón Júlíusson á hafnarvigtinni í Sandgerði sagði, að vertiðin væri orðin algjör ræfill, þetta hefði ver- ið nánast sviðið frá páskum og miklum mun verra en í fyrra. Bátaaflinn í apríl hefði verið 1.644 lestir en 2.635 í fyrra og væri mun- urinn því nær 1.000 lestir. I Grindavík sögðu vigtarmenn, að vertíðin væri heldur rýr. Marz hefði verið lélegur en apríl svipað- ur og í fyrra enda hefðu aflabrögð verið léleg þá. Menn væru aðeins að kroppa í 6 tommu möskvann en svo virtist sem búið væri að drepa hrygningarstofninn. í Keflavík hefur aprílmánuður verið lélegur frá páskum og mun lakari en í fyrra. Þokkalegur afli var verið framan af og nú eru afla- hæstu bátarnir komnir með rúmar 900 lestir. Vigtarmenn í Reykjavík sögðu vertíðina óttalega hörmung, afli væri nánast enginn og því væri þetta mun verra en hin lélega vertíð í fyrra. Flestir væru því í vandræðum með að ljúka kvóta sínum fyrir vertíðarlok. Frá Olafsvík hefur afli verið mjög tregur á netunum og nánast enginn eftir páska. Þó hefur verið góður afli á handfæri að undan- förnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.