Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1984 63 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS 1/y It það væri fullt af sykri í þessu öllu. Ég spurði þá: „Hvað um það sem merkt er sykurlaust?" Þessu svaraði hann: „Fáðu þér bara kókosbollu." Þegar hér var komið sögu gekk ég orðalaust út en maður- inn minn varð eftir inni og ítrekaði spurninguna hvort hann ætti eitthvað sykurlaust, en hann fékk ekki heldur svar. Við höfum aldrei áður orðið fyrir annarri eins ókurteisi í af- greiðslu, og ef afgreiðslumaður- inn hagar sér ætíð svona við sykursjúka og aðra sem ekki mega nota sykur, þá finnst mér að hann ætti að setja miða í gluggann um að hann afgreiði ekki hvern sem er. Það má að lokum taka það fram að vð gengum áfram upp Bræðraborgarstíginn og fengum þá afgreiðslu á því sem við báð- um um eins og ekkert væri. Til umhugsunar fyrir hagspek- inga landbúnað- ariðnaðarins Gunnlaugur Bjarnason hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Sauðfjárræktin er sögð vera „al- vörubúgrein“ og mikilvæg fyrir gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Nú var haft eftir formanni Stétta- sambands bænda á fundi í Borg- arnesi að það vanti um 5 krónur upp á andvirði „besta kindakjöts í heimi" að það standi undir kostnaði við vinnslu og sölu kjötsins á erlendum markaði. Hrossaræktin er sögð óþörf búgrein. Meðalgóður reiðhestur skilar hins vegar um 35 þúsund krónum í gjaldeyri.Það þarf þá ekki nema u.þ.b. einn reiðhest til að jafna gjaldeyrisreikninginn fyrir ca. 7 tonn af útfluttu kindakjöti. Vangaveltur um Víkingasveitina Haraldur Sigurðsson, Akurevri, skrifar. Ég hefið verið með svolitlar vangaveltur um starfsaðferðir lögreglunnar og þá sérstaklega svokallaðrar „Víkingasveitar" í sambandi við atburð þann í Vest- urbænum, er óður byssumaður gekk þar berserksgang. Ég hef aldrei vitað til þess að „Comm- ando Unit“ (Víkingasveit) fari svona að í þessari stöðu sem skap- aðist þetta umrætt kvöld. „Þeir nálguðust manninn hægt. og ró- lega,“ segir í frétt í Mbl., á meðan náði hann að skjóta tugum skota að lögreglunni, sem faldi sig á bak við tómar tunnur og bárujárn, eft- ir fréttum útvarpsins sama kvöld að dæma. Einnig skilst mér að þarna hafi drifið að stóran hóp áhorfenda, sem vafaiaust hefur ekki gert sér grein fyrir hvað var að ske. f mínum bókum segir að í svona stöðu skuli gera byssumanninn óvígann strax, annað hvort með kraftmiklum riffli úr fjarlægð eða með rotsprengju eftir aðstæðum. Hvað hefði „Víkingasveitin" gert ef þetta hafði verið maður sem kunni með vopn að fara og hefði verið vopnaður riffli og e.t.v. náð að drepa eða stórslasa fjölda manns. Hefðu þeir nálgast hann „hægt og rólega“ og reynt að tala hann til, jafnvel lagt frá sér vopn- in gegn loforði frá hinum byssu- óða um að gera hið sama? Mér er spurn. Það er ekki nóg að klæða sig í stíl SAS-sveitanna, það væri ágætt að tileinka sér svolítið af þeirra „taktic" líka. Að lokum eru hér nokkrar spurningar til yfirmanns „Vík- ingasveitarinnar": Eftir hvaða fyrirmynd eru þeir þjálfaðir. Hvar hlutu þeir sína þjálfun og í hverju? Hver er hlaupvíddin á skammbyssunum sem þeir bera? Eru þessar upplýsingar e.t.v. „hernaðarleyndarmál"? hverfa úr borgarmyndinni. Þar mun rísa nýtt og fallegt hús. Sama er að segja um Grjóta- þorpið allt. Þar eiga gömlu kof- arnir að víkja og ný og falleg hús að koma í staðinn. Kofa- snobbið á engan rétt á sér. Ráðamenn borgarinnar stóð- ust prófið varðandi Fjalaköttinn og þeir munu vonandi standast prófið, þegar Grjótaþorpið kem- ur til sögunnar, en ég er ekki viss um að þeir fái 1. einkunn fyrir hundamálið, þegar próf- skírteini þeirra verða athuguð síðar. Hundaeigendur og vinir hafa auðvitað ýmislegt til síns máls, eins og oftast er þegar tveir deila, en yfirgnæfandi meiri- hluti Reykvíkinga er andvígur auknu hundahaldi í borginni. Ég sagði hér á undan, að ég væri gjaldgengur að tala um hunda, og skal nú í lokin styðja þessa fullyrðingu með lítilli reynslusögu. Þegar ég var lítill drengur í sveit, lék ég mér við hunda, og hundarnir léku sér við mig. Tík- in hét Freyja en hundurinn Kol- ur. Þessir vinir mínir hurfu svo úr lífi mínu því hundsæfin er svo stutt. Þegar ég eignaðist syni, þá kom aftur hundur á heimilið, lítill hvolpur, og synir mínir léku sér við hann og Kola, en svo kallaði ég tíkina, lék sér við drengina. Þetta var í Reykjavík, efsta húsið í Hlíðun- um, sem þá var útvörður byggð- arinnar í þá átt. Leiksvæðið var öll Kringlumýrin með sínum óendanlegu tilbrigðum, djúpum skurðum, mógröfum, fuglalífi, kálgörðum og kúm frá Geir í Eskihlíð. Mýrin var æfintýra- land barnanna og Kolu. En Kola stækkaði og varð stór hundur. Hún var ekki af ís- lensku kyni. Hún varð fyrirferð- armikil og ærslafull, öslaði um stiga og stofur og tók lítið tillit til mannasetninga úti sem inni. Þegar hún var lokuð inni í þvottahúsinu, ærðist hún og klóraði næstum því sundur krossviðinn í hurðinni. Hún var víst illa vaninn hundur. Dag nokkurn tók ég hana með mér upp í sumarhús og skaut hana. Hvernig gast þú gert þetta? Hvernig gast þú fengið af þér að deyða heimilishundinn þinn, og það sjálfur, var sagt við mig. Hvílíkt kaldlyndi. Eg gat lítið sagt. Sannlega gat ég það gengið á svig, að granda þér hundur minn tryggur. Með rjúkandi byssu ég blíni á þig, sem blóðug í sandinum liggur. Ég vil að mig dæmi hið skarpasta skyn, ei skilningur veill eða hálfur. Að leigja sér mann til að vega sinn vin, er verra en gera það sjálfur. Þetta eru síðustu vísurnar úr kvæðinu um Kolu. Yrði ég einn míns liðs, gamall maður, þá vildi ég gjarnan eiga hund til þess að tala við. r E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SIMI 51888 LEIGA HÚS Við viljum ' vekja athygli leigjenda og leigusala á því, að Félagsmálaráðuneytið gefur út eyðublað fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði. Notkun þess tryggir réttindi beggja aðila. HÚSEIGENDASAMBAND ÍSIANDS Leigjendasamtökin Hið löggilta eyðublað fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði fæst án endurgjalds hjá bæjar- og sveitéirstjómum og á skrifstofum okkar. Önnur samningseyðublöð em ekki gild. ! #Húsnæðisstofnunríkisins 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.