Morgunblaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 15. MAÍ 1984 Samkomulag í „Búsetamálinu^ SAMKOMULAG náöist í gær milli stjórnarliöa um svonefnt Búsetamál. í gærkvöldi kom síðan fram á Al- þingi breytingartillaga við frumvarp til laga um Húsnæðisstofnun ríkis- ins. Tillagan gerir ráð fyrir að niður falli setning, sem deilt hefur verið um túlkun á vegna aðildar Búseta að lánveitingum Byggingasjóðs verka- manna. Þá er stefnt að því að ganga frá samkomulagi um mjólkur- drykkjamálið á ríkisstjórnarfundi árdegis. Mun það byggjast á sam- komulagi, sem náðst hefur milli ráð- herra landbúnaðarmála og fjármála. Samkomulagið um Búsetamáiið varðar 33. grein frumvarpsins, sem er svohljóðandi: „Leiguíbúðir, sem byggðar eru eða keyptar af sveitarfélögum, stofnunum á þeirra vegum og eða ríkisins eða félagssamtökum og ætlaðar eru til útleigu við hóflegum kjörum fyrir námsfólk, aldraða, öryrkja og aðra, sem ekki hafa aöstöðu til þess að eignast eigið húsnæði við hæfi.“ Breytingartillaga gerir ráð fyrir að settur verði punktur á eft- ir orðinu öryrkja og að niður falli það, sem á eftir kemur. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, mælti fyrir breytingar- tillögunni í upphafi fundar neðri deildar í gærkvöldi. Stjórnar- andstæðingar deildu hart á breyt- ingartillöguna í umræðum, sem á eftir fóru. Landbúnaðarráðherra og fjár- málaráðherra hafa náð samkomu- lagi vegna mjolkurdrykkjanna kakómjólkur, mangósopa og jóga. Landbúnaðarráðherra hefur að eigin sögn ritað framleiðendum þessara drykkja bréf og farið fram á, að þeir lækki verð þeirra um 20% þar til nákvæm úttekt hefur farið fram á verðmyndun þeirra. í móti mun fjármálaráðherra hafa gefið fyrirheit um að fresta álagn- ingu vörugjalds og söluskatts á þessar vörur til sama tíma. Ráðinn framkvæmda- stjóri á sölusviði SH 6 norskir rækjutogar- ar í höfn á ísafirði ísafirdi, 14. maí. Á MIÐNÆTTI síðastliðinn fylltu norskir sjómenn aflakvóta sinn á rækjumiðunum viö Austur- Grænland. Þá mun aðeins vera eftir á miðunum einn franskur togari og ef til vill einn Færeying- ur að sögn Gunnars Jónssonar, skipamiðlara á ísafiröi. Miklar annir hafa verið hjá honum í dag við afgreiðslu þeirra sex norsku rækjutogara, sem hættu veiðum í nótt, en þeir hafa allir verið hér í dag og tek- ið vistir og olíu. Togararnir halda héðan í kvöld, ýmist til Svalbarða eða heim til Noregs. Að sögn Gunnars Jónssonar nemur nú rækjuveiðin við Austur-Grænland um 5.000 lest- gm, en á síðasta ári voru skipin allt fram í nóvember að ná sama aflamagni. Af þessum 5.000 lest- um fengu Grænlendingar sjálfir aðeins að veiða 1.700 lestir vegna samninga við Efnahags- bandalagið og Norðmenn. — Úlfar Á stjórnarfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna 9. maí síðastlið- inn var samþykkt að ráða Olaf Gunnarsson, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, sem framkvæmdastjóra á sölu- sviði SH með sérstöku tilliti til þróunarverkefna. Olafur Gunnars- son er tæknifræðingur að mennt, fæddur á Akranesi 13. marz 1940. Ólafur Gunnarsson Foreldrar hans eru Gunnar Olafs- son; fyrrverandi skólastjóri og Ingibjörg Magnúsdóttir, eigin- kona hans. Ólafur útskrifaðist sem vél- stjóri frá Vélskóla íslands árið 1960 og stundaði síðan tækni- nám í Þýzkalandi og lauk hann námi þaðan árið 1965. Að námi loknu réðst hann sem tækni- fræðingur til Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Árið 1968 var Ólafur ráðinn framkvæmda- stjóri fyrirtækisins og hefur verið það síðan. Ólafur Gunnarsson hefur átt sæti í stjórn SH frá 1969 og ennfremur verið í stjórn fyrir- tækis SH í Bretlandi, Icelandic Freezing Plants Ltd., síðan 1979. Hann hefur átt sæti í ýmsum nefndum á vegum SH, er hafa fjallað um hagsmunamál fyrir- tækisins, heima og erlendis. Þá átti Ólafur sæti í stjórn Síldar- útvegsnefndar tímabilið 1972 til 1980. Eiginkona Ólafs er Helga Friðriksdóttir og eiga þau eina dóttur. Ólafur mun hefja störf síðar á árinu. Konan fhitt út úr húsinu um hádegisbilið í gær eftir að eiginmaður hennar hafði stungið hana og sjálfan sig með hnffl. MorrunbiaAið/júiíus. ______ Stakk konu sína tvisv- ar og sjálfan sig á eftir — hvorugt í lífshættu LIÐLEGA fertug kona í Reykjavík varð fyrir hættulegri árás hálffimm- tugs eiginmanns síns um hádegið í gær. Lagði hann til hennar með eldhúshníf og særði tveimur sárum, í hægri upphandlegg og hægra brjósti. Síðan rak hann hnífinn i kvið sjálf- um sér. Hvorugt þeirra er í lífs- hættu, konan fékk að fara af sjúkra- húsi eftir að gert hafði verið að sár- um hennar, maðurinn er í vörslu lögreglunnar. Hjónin eru um það bil að skilja og hefur gengið á ýmsu í hjóna- bandi þeirra á undanförnum ár- um. Mun maðurinn margsinnis að undanförnu hafa ógnað konu sinni og hótað líkamsmeiðingum. Hann er fluttur af heimili þeirra í mið- bænum en þegar konan kom heim úr vinnu í hádeginu í gær, var hann þar staddur. Samkvæmt frásögn konunnar réðst hann að henni um leið og hún kom inn í íbúðina og stakk hana tvisvar, að því er Þórir Oddsson, vararann- sóknalögreglustjóri, sagði í sam- tali við blaðamann Mbl. í gær- kvöld. Konan komst undan og tókst að læsa sig inni í baðherbergi íbúðar- innar. íbúi á neðri hæð hússins varð vitni að átökunum og til- kynnti til lögreglu kl. 12:15 að maður með hníf væri að ráðast að konu þar í húsinu. Þegar lögreglan kom á vettvang lá eiginmaðurinn á gólfinu með tvö stungusár á kviði. Konan kom út úr baðher- berginu eftir að lögreglan var komin á staðinn og voru þau bæði flutt á Slysadeild Borgarspítalans. Hnífurinn, sem maðurinn beitti, er af algengri eldhúshnífagerð, blaðið um 17,5 sm. langt, oddhvasst og beitt. — Rannsókn málsins verður haldið áfram í dag. Eiginmaðurinn verður yfirheyrð- ur og m.a. tekin afstaða til hvort krafist verður gæsluvarðhalds- úrskurðar yfir honum. Rfkissaksóknari kærir sakadómsúrskurð í nauðgunarmáli: Hæstiréttur úrskurði árás- armanninn í gæsluvarðhald RÍKISSAKSOKNARI hefur kært til Hæstaréttar sakadómsúrskurð í máli 36 ára Keykvíkings, sem játað hefur á sig nauðgun og nauögunartilraun. At- burðir þessir áttu sér stað á Hverfisgötu milli kl. 3 og 4 aðfaranótt sunnu- dagsins. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar en hann var látinn laus um kl. 1 í fyrrinótt, eftir að úrskurður Sakadóms hafði gengið. Rannsóknalög- regla ríkisins hafði gert kröfu um að hann yrði látinn sæta geörannsókn og gæsluvarðhaldi í 30 daga. Búist er við að Hæstiréttur fái gögn málsins til meðferðar árdegis í dag og að dómur verði kveðinn upp öðru hvoru megin við helgina. Aðilar hafa frest fram á föstudag til að skila greinargerðum í málinu. „Við erum sama sinnis og Rann- sóknalögregla ríkisins, við teljum að heppilegra hefði verið að hneppa manninn í gæsluvarð- hald,“ sagði Þórður Björnsson, ríkissaksóknari, í samtali við blaðamann Mbl. í gær. Hann sagði að hann myndi ekki eftir því að áþekk staða hefði komið upp í sakamáli hérlendis áður, að minnsta kosti væri hér um afar sjaldgæfan atburð að ræða. Ágúst Jónsson, aðalfulltrúi í Sakadómi Reykjavíkur, sem kvað upp hinn kærða úrskurð, sagði í samtali í gær að synjunarúrskurð- ur sinn hefði verið byggður á því, að rannsóknin hefði verið vel á veg komin og að sakborningurinn hefði því ekki getað spillt gögnum eða torveldað rannsókn málsins að öðru leyti. Þá hefði hann, með hliðsjón af föllnum dómum í nauðgunarmálum, ekki talið óyggjandi að hinn kærði yrði dæmdur í tveggja ára fangelsi. Þessi tvö atriði eru m.a. skilyrði fyrir því, að orðið sé við kröfum um gæsluvarðhald. Hann hefði þó fallist á, að maðurinn yrði látinn sæta geðrannsókn og farbanni. Þórir Oddsson, vararannsókna- lögreglustjóri ríkisins, sagði í samtali við blaðamann Mbl., að RLR hefði talið vert að hafa manninn í haldi á meðan rann- sóknin hefði beinst að högum hans, ferðum og gerðum undan- farna daga. Framburður hans væri óljós á ýmsa lund og ekki öll kurl í málunum komin til grafar. Maðurinn réðist að stúlkunum tveimur, sem fæddar eru 1959 og 1962, með 2—3 stundarfjórðunga millibili á Hverfisgötu aðfaranótt sunnudagsins. Á mótum Hverfis- götu og Snorrabrautar réðst hann að annarri stúlkunni, dró hana af- síðis og reyndi að þröngva henni til samræðis við sig. Þegar hann hafði rifið föt hennar lagði hann skyndilega á flótta enda höfðu hróp stúlkunnar vakið fólk í ná- grenninu. Skömmu síðar barst lögreglunni tilkynning um að eitthvað óvenjulegt væri að gerast á móts við Þjóðleikhúsið og þegar komið var á staðinn var maðurinn að koma fram vilja sínum við stúlku, er fékk engum vörnum við komið. Lagði maðurinn á flótta en náðist skömmu síðar og játaði verknaðina síðdegis á sunnudag. Hann er fjölskyldumaður, bú- settur í nágrenninu, og hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. Hann hafði verið á veitingahúsi um kvöldið og var áberandi ölvað- ur þegar hann náðist. Hnífaárás í strætisvagni RÁÐIST var á tvo pilta í strætis- vagni í Reykjavík á (östudagskvöld- ið og er annar m.a. nefbrotinn eftir. Hinn var skorinn á höfði er árásar- mennirnir, sem voru piltar á svipuðu reki, drógu upp hnífa þegar hann reyndi að koma félaga sínum til hjálpar. „Rannsóknin er að fara í gang hérna. Málið var kært í dag og við höfum tekið skýrslu af piltinum, sem kærði," sagði Gunnlaugur Valtýsson, rannsóknalögreglu- maður í Reykjavíkurlögreglunni, í samtali við blaðamann Mbl. „Það er talið víst hverjir þarna voru að verki en málsatvik eru ekki fylli- lega ljós að öðru leyti." Gunnlaugur sagði ástæðu þess að rannsóknin væri í höndum Reykjavíkurlögreglu fremur en Rannsóknalögreglu ríkisins, sem m.a. skal hafa með höndum rann- sókn líkamsárása, vera þá að „kæran barst hingað til okkar og svo er spurning hversu alvarlegt málið er. Árásir af þessu tagi eru ekki óvenjulegar — það gerist um hverja helgi að ráðist er á fólk og því misþyrmt," sagði hann. Fálkaeggjaþjófnaðurinn: Saksóknari vill framhaldsrannsókn „ÞAÐ ER atriði í þessu máli, sem þarf að kanna nánar. Til þess þarf að taka frekari skýrslur af Þjóðverjun- um,“ sagði Þórður Björnsson, ríkis- saksóknari, er Mbl. leitaði fregna hjá honum af máli þýsku hjónanna, sem grunuð eru um að hafa komið hingað til lands í því skyni að hafa á brott með sér fálkaegg. Málið var sent til umsagnar ríkissaksóknara sl. föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.