Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAl 1984 Ég vil fá að deyja, læknir Vestur-þýski læknirinn Julius Hackethal er ekki alveg ókunnugur viðkvæmum deilumál- um enda hefur hann skrifaö nokkr- ar bækur um mistök koliega sinna i læknastétt og tilraunir þeirra til aö þagga þau niður. Nú ber hins vegar svo viö, aö þaö er Julius sjálfur, sem fer með aðalhlutverkiö í stormasömum átökum og deilum um skyldur læknisins viö sjúkling sinn, hvaö læknirinn eigi aö gera þegar skjólstæöingur hans er haldinn ólæknandi sjúkdómi, sem dregur hann til dauöa hægt og bít- andi og á kvalafullan hátt. Deilurnar eru jafn ákafar og raun ber vitni vegna þeirra at- buröa, sem oröið hafa í Þýska- landi, hinna stórkostlegu „líknar- morða“ nasista, sem myrtu á valdatíma sínum a.m.k. 70.000 geösjúklinga og annaö andlega vanheilt fólk. Máliö nú snýst um konu, sem aðeins er kölluð „Hermy E“, og dr. Hackethal var ekki i neinum vafa um hvernig hann átti aö bregöast við. Skömmu fyrir síöustu páska baö hún um aö fá aö deyja á skjót- an og virðulegan hátt og dr. Hackethal útvegaöi henni fjögur grömm af blásýru. Fyrir þetta hefur hann veriö úthrópaöur í hverju ein- asta læknafélagi í Vestur-Þýska- landi og sakaður um aö hafa þverbrotið allar siðareglur stéttar- innar. Einn læknir hefur auk þess höföaö mál á hendur honum. Um viöbrögö almennings er erf- itt aö dæma en dr. Hackethal seg- ir, að siðan málið varö opinbert, hafi siminn „aldrei þagnað“ og aö- eins einn maöur mótmælt verkinu. Dr. Julius Hackethal hefur sagt söguna eins og hún gekk fyrir sig í viötali viö tímaritið Der Spiegel og var af því tilefni mynd af honum á kápusiöu ritsins. Segir hann, aö Hermy E hafi vel vitaö, aö hún var dauövona enda búin aö gangast undir 13 aögeröir og geislameö- ferö vegna krabbameins í andtiti. Þegar hún kom á læknastofuna til dr. Hackethals, sem er á strönd vatnsins Chiemsee um 60 km fyrir sunnan Múnchen, vó hún rétt rúmlega 40 kíló og var oröin ófær um aö neyta fastrar fæöu. Hún kvaldist hræöilega og gat í mesta lagi lifaö í níu mánuöi enn. „Hjálpaðu mér," sagöi hún. „Eg get ekki haldiö þetta lengur út.“ í viðtalinu viö Der Spiegel segir dr. Hackethal, aö ef ööru vísi heföi staöiö á héföi hann aukiö smám saman morfínskammtinn til aö lina kvalirnar þar til sá síöasti heföi veriö oröinn banvænn. Væri það líka nauösynlegt, þvi aö þol sjúkl- ingsins ykist fljótt, og algengt, aö þýskir læknar heföu þennan hátt- inn á. Hermy E vildi hins vegar deyja strax og of stór morfín- skammtur heföi ekki veriö neitt annað en morð. Á ráöstefnu, sem haldin var um rétt dauðvona manna til aö stytta sér aldur, ræddi dr. Hackethal viö lagaprófessor, sem sagöi honum, aö þótt þaö væri andstætt lögum aö drepa einhvern aö hans eigin ósk, þá væri þaö ekki bannað aö hjálpa til viö þaö. Þegar lögfræð- ingur dr. Hackethals haföi staöfest skoðun prófessorsins lét hann frú Hermy fá blásýrutöflurnar og vatnsglas og fór síðan út úr her- berginu. Ættingi Hermy E leysti töflurnar upp i vatninu og gaf henni síöan. Eftir örfáar mínútur var hún dáin. Dr. Hackethal fyllti sjálfur út dánarvottorðiö: Frú Hermy E lést af óeðlilegum ástæöum. Bana- meiniö var blásýrueitrun. í viötalinu viö Der Spiegel segist dr. Hackethal ekki hafa fyllt dán- arvottoröiö út á þennan hátt til aö vekja á sér athygli. „Ég vissi ekki, aö lögreglan myndi gera þetta opinbert. Ég hélt þeir væru bundn- ir þagnareiöi," sagöi hann en tók þó fram, aö hann heföi gert ráö fyrir lögreglurannsókn. Fylkissaksóknarinn biöur enn niöurstööu þeirrar rannsóknar og vill ekkert um máliö segja fyrr en hún liggur fyrir. Dr. Hackethal iör- ast hins vegar einskis. „Ég vil,“ segir hann í Der Spiegel, „aö siöa- reglum lækna veröi breytt þannig, aö þegar sérstaklega stendur á sé þaö skylda læknis aö hjálpa sjúkl- ingi aö deyja, alveg á sama hátt og honum ber nú skylda til aö bjarga lífi manna." TONY CATTERALL Úr Gúlaginu í geimfarasögu Sovézkum andófsmönnum er skemmt um þessar mundir vegna þess að þeir eru sannfærðir um aö Arthur C. Clarke, hinn kunni bandartski höfundur, sem fæst einkanlega viö samningu vísinda- skáldsagna, hafi leikiö á ritskoöara ríkisins þar eystra. Einn andófsmanna hefur komizt svo aö oröi, að Clarke hafi laumaö litlum en knáum trójuhesti inn í bók sína 2010; Odysseifur tvö, sem er framhald skáldsögu hans 2001: Odysseifur í geimnum, en á henni byggöi Stanley Kubric sam- nefnda kvikmynd. Rússar eru öörum þjóöum áfjáöari í vísindaskáldsögur. Mun þaö hafa veriö haft í huga, er vin- sælt sovézkt vísindarit ákvaö aö birta sögu Clarkes sem fram- haldssögu. Þar meö snýr tímaritiö, Tekhnika Molodozhi, viö þeirri mynd, sem yfirleitt er brugöiö upp af Bandaríkjamönnum í sovézkum fjölmiölum. í sögunni eru ekki lengur erkifjendur Rússa, eins og í fréttum jafnt sem skáldskap, held- ur hafa þjóöirnar tvær tekiö hönd- um saman viö geimrannsóknir. Sagan segir frá sameiginlegum leiöangri þeirra um tungl Júpíters til aö grafast fyrir um leyndar- dómsfullt flykki, sem sást í kvik- myndinni 2001. En þótt hér kveöi viö nýjan tón, er þaö samt ekki hann, sem sov- ézkir lesendur henda gaman af og telja aö sloppiö hafiö í gegnum rit- skoöunina. Slíkt gerist varla óvart. Þaö eru nöfnin á sovézku geimför- unum, sem hafa vakiö athygli og hlátur og þá spurningu, hvort rit- skoðararnir séu orönir næsta SPILAÐ A KERFIÐ Góðfúslega sendið mér milljón Ekki nokkrum manni í hinu viðamikla skrifstofubákni Efnahagsbandalagsins, sem bara fæst við niðurgreiðslur, datt í hug að gera athugasemd þegar skólastjóri í smáskóla í Boulogne í Frakklandi sótti um meira en 700.000 pund, um 30.000.000 ísl. kr., í mjólkur- peninga fyrir tveggja ára tíma- bil — meira en greitt var fyrir alla skóla í París á sama tíma. Skólastjórinn, sem heitir Daniel Telliez og er 32 ára gamall, hefur viðurkennt fyrir rétti að hafa „fundiö upp“ 40.000 börn til að réttlæta fjár- kröfurnar og það er óvíst, að upp um hann hefði komist ef skattaeftirlitsmaður nokkur hefði ekki farið að furða sig á hvernig kennari með sem svar- ar 17.000 ísl. kr. í laun fór að því komast yfir villu, tvær íbúðablokkir og 15 bíla. Telliez á yfir höfði sér þriggja ára fangelsi en dómarinn hefur hingað til varið meiri tíma í að yfirheyra aðra en svikahrapp- inn sjálfan, nefnilega ríkis- starfsmennina, sem borguðu Telliez alla peningana, á níundu milljón franka, án þess að blikka auga. Allir hafa þeir líka sömu söguna að segja, það var alltaf einhver annar, sem bar ábyrgðina. Landbúnaðarsjóðurinn, sem var stofnaður árið 1977, greiðir 25 pence, rúmar tíu ísl., með hverjum lítra, sem hægt er að fá skólakrakka til að drekka, og er það meiningin, að þannig megi grynnka nokkuð á mjólk- urhafinu. Telliez kom á laggirn- ar eins konar góðgerðastofn- un, sem hann kallaði „Vacanc- es Loisirs, Plein Air“, var sjálfur formaður og gjaldkeri og krafðist mjólkurniðurgreiðslna út á börnin, sem hann þóttist vera með í sumarleyfi. Til að láta líta út fyrir, að stofnunin væri ekta, hengdi Telliez upp veggspjöld víða um Boulogne með mynd af sjálfum sér og auglýsingu um starf- semina. I september árið 1981 sótti hann um 36.000 kr. í niðurgreiðslu fyrir 50 börn í sumarleyfisbúðum og þegar enginn hafði fyrir því að athuga hvort búðirnar eða börnin væru til jók hann barnafjöldann heldur betur og fór nú fram á nokkuð á sjöundu milljón kr. Þegar kom fram á árið 1982 var Telliez að nafninu til með 15. 000 börn á sínum snærum, í sumarleyfisbúðum, leikskól- um eöa í vikulegum hjólreiða- túrum. Telliez sagði við dómarann, að það hefði ekki verið neitt sérlega sniöugt við svikin, hann hefði bara fyllt rétta pappíra samviskusamlega út og látið fylgja með falsaðar nótur fyrir mjólkina, sem hann þóttist hafa keypt. „Sjóðurinn sendi mér umsóknareyðublöðin og ég fyllti þau út af mestu vand- virkni.“ glámskyggnir. Sannleikurinn er nefnilega sá aö geimfarar í sögu Clarkes eiga sér allir nafna i hópi sovézkra andófsmanna. Sex þeirra afplána um þessar mundir dóma í vinnubúöum Gúlagsins eöa eru í útlegö vegna baráttu fyrir mann- réttindum í Sovétríkjunum, og samkvæmt ströngum fyrirmælum ritskoöunarinnar er þessa fólks sárasjaldan getiö í sovézkum fjöl- miölum og þá aöeins í ófrægingar- skyni. „Þetta er vissulega stórskrýtin tilviljun," sagöi sovézkur gyöingur, sem hefur tekið virkan þátt í mannréttindabaráttunni. Aö sögn hans er tímaritinu dreift í 1,7 millj- ón eintökum og sagði hann aö þessi uppgötvun hlyti aö koma illa við starfslið þess, enda þótt í Ijós kynni aö korha að tilviljun ein réöi nafnavalinu. I sögu Clarkes fara tveir Banda- ríkjamenn ásamt indverskum tölvuvísindamanni og sjö rússn- eskum geimvísindamönnum út í geiminn. Rússarnir heita; Brail- ovsky, Kovalev, Marchenko, Orlov, Rudenko, Ternovsky og Yakunin. Þeir eru nafnar sovézku andófs- mannanna Viktor Brailovsky, Ivan Kovalev, Anatoly Marchenko, Uri Orlov, Leonid Ternovsky, Mylola Rudenko og Gleb Yakunin. Allir hafa þeir vakiö mikla athygli á Vesturlöndum og verið glöggt dæmi þess hvernig mannréttindi eru fyrir borö borin í Sovétrikjun- um. Vísindamenn og aðrir þeir sem áhuga hafa á hafa fylgzt meö störfum þeirra, en kunnastir sjömenninganna munu vera þeir Orlov og Brailovsky. Ekki er algerlega loku fyrir þaö skotiö aö þessar nafngiftir séu til komnar fyrir einbera tilviljun. Sov- ézkir andófsmenn í Moskvu eru þó efins um það. Sum þessara sjö nafna eru næsta óalgeng, t.d. Brailovsky og Yakunin. Hér gæti þaö því átt viö, sem Clarke lætur eina af söguhetjum sínum segja viö ákveöiö tækifæri: „Einu sinni er óviljaverk og tvívegis tilviljun, en þegar þaö sama gerist í þrígang þá er þaö samsæri." ROBERT GILLETTE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.