Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 95 Sölustofnun lagmetis: 2.700 lestir fluttar utan á síðasta ári 27% aukning í magni frá fyrra ári SÖLUSTOFNUN lagmetis flutti út 2.700 lestir af lagmeti á síðasta ári er það 27% magnaukning frá árinum 1982. Verð- mæti útflutningsins var að þessu sinni um 345 milljónir króna og sé miðað við gengi útflutningsdagsins er það 151 % hærri upphæð en flutt var út fyrir árið áður, segir meðal annars í frétt frá Sölustofnun lagmetis. I fréttinni segir ennframur, að aðalfundur stofnunarinnar hafi verið haldinn 18. maí síðastliðinn og þar hafi Þorsteinn Jónsson, varaformaður stjórnar, og Heimir Hannesson, framkvæmdastjóri, gert grein fyrir starfsemi stofnun- arinnar. Lagmeti það, sem stofnunin flutti út var framleitt í 15 verk- smiðjum víðs vegar um landið, en hlutur K. Jónssonar & Co. á Akur- eyri var mestur eða tæplega 50% útflutningsins. Næst komu Norð- urstjarnan í Hafnarfirði, Lagmet- isiðjan Siglósíld, Arctic á Akra- nesi og Niðursuðuverksmiðjan á ísafirði. Helztu vörutegundir voru rækja, reykt síldarflök, gaffalbit- ar, kavíar, þorskalifur og murta. Stærstu viðskiptalöndin voru Vestur-Þýzkaland, Sovétríkin. Bandaríkin og Frakkland og gekk útflutningurinn áfallalaust á ár- inu. Þá segir í frétt stofnunarinn- ar, að talsvert hafi verið unnið að vöruþróun og séu nokkrar tegund- ir nú fullþróaðar og markaðs- kynning á þeim hafin. Þar á meðal séu nokkrar tegundir af „pöstum", sem þróaðar hafi verið bæði hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins og einstökum framleiðendum. Rekstur stofnunarinnar var hagstæður á árinu 1983 og verða framleiðendum greidd út 60% af hagnaði hennar, en 40% lögð inn á stofnssjóð. Eftirtaldir voru kjörnir aðal- menn í stjórn: Rafn A. Sigurðsson, Kristján Jónsson, Þorsteinn Jónsson, Einar Sigurjónsson og Böðvar Sveinbjarnarson. 60% kynningar- afsláttur á vegg- og huróa- myndum Veggmyndir 10 fm kr. 688,00. Veggmyndir 5 fm kr. 408,00. 46 gerðir Huröamyndir 40 geröir. Verö kr. 274,00. Opið alla daga frá kl. 19—18. Laugardaga frá kl. 10—17. Sunnudaga frá kl. 1—5. Myndin Dalshrauni 13, sími 54171. Breytt og ennþá betrikjör Stórkostlegar breytingar hafa verið gerðar á Safnlánakerfinyi þér í hag svo að segia má að um nánast NYTT SAFNLAN sé að ræða. Lengri endurgreidslutími Endurgreiðslutími láns eykst því lengur sem sparað er. Spamaður 3-6 mán. Endurgr. 3-6 mán. Sparnaður 7-12 mán. Endurgr. 9-15 mán. Spamaður 13-18 mán. Endurgr. 18-27 mán. Hærri vextir: 17% og 19% Nú eru vextir af þriggja til fímm mánaða reikningum 17% og fara upp í 19% ef sparnaðurinn nær yfir 6 mánuði eða lengur. Hærra lánshlutfall Lánshlutfallið með Safnlánakerfinu verður mun hagstæðara eftir því sem lengur er sparað. Eftir 3-6 mánaða sparnað 100% Eftir 7-12 mánaða sparnað 125% Eftir 13-18 mánaða sparnað 150% Hámarks upphæð sem veitir lánsréttindi er nú 10.000 kr. á mánuði. Að öðru leyti má spara hvaða upphæð sem er. Hag þínum er vissulega betur borgið með þessum breyt- ingum á Safnláninu. Leitaðu upplýsinga og fáðu bækling í næsta Verzlunarbanka. V/€RZLUNfiRBflNKINN Bankastræti 5 Grensásvegi 13 Umferðarmiðstöðinni Vatnsnesvegi 14, Keflavík Húsi verslunarinnar, Arnarbakka 2 Laugavegi 172 v/Hringbraut Þverholti, Mosfellssveit nýja miðbænum Taktu Safnlán - því eru lítil takmörk sett.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.