Morgunblaðið - 08.06.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1984 Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar: 95,6 milljóna kr. tap á sfðasta ári Vextir tæplega sjöfaldar árstekjur fyrirtækisins Á mvndinni eru, talið frá vinstri: Stefán Halldórsson, markaðsfulltrúi Arnarflugs, Örn Helgason, forstöðumaður innanlandsflugs, Magnús Oddsson, markaðsstjóri, og Sveinn Haraldsson, flugmaður, fyrir framan hina nýju vél Arnarflugs. Vélina er enn ekki búið að mála í ritum félagsins. Ljósm. Mbi.: Friðþjófur. Ný vél í flota Arnarflugs NÝ FLUGVÉL bættist í flugflota innanlandsdeildar Arnarflugs fyrir skömmu. Vélin, sem er af gerðinni ('essna 402 C Businessliner, er með níu farþegasæti og stórar dyr til að auðvelda vöruflutninga. Flugvélin, sem er af árgerð 1981, var fengin í skiptum fyrir Piper Cheyenne II skrúfuþotu, sem Arn- arflug hafði átt í tæp fjögur ár. Kaupverð nýju vélarinnar var tæpar sex milljónir króna, en sölu- verð hinnar rúmar sjö milljónir króna. Að sögn Magnúsar Oddssonar, markaðsstjóra Arnarflugs, er nýja vélin mun hagkvæmari í rekstri og viðhaldi, en eldri vélin. Kvað Magnús ástæðu til að ætla, að Arnarflug nái umtalsverðum hagnaði í ár og nefndi því til stað- festingar að fyrstu fimm mánuði ársins voru farþegar í áætlunar- flugi 30% fleiri en á sama tímabili í fyrra og aukning í vöruflutning- um væri 164%, á þessu sama tíma- bili. Stefán Pétursson hjá Landsbankanum um afurðalánin: „Það er heimilt sam- kvæmt veðlögunum“ Borgarnesi, 7. júní. 95.6 MILUÓNA kr. tap varð á rekstri Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar á síðastliðnu ári. Hitaveitan skuldaði 851.6 milljónir kr. um áramótin og var eigið fé fyrirtækisins þá neikvætt um 260 milljónir, þrátt fyrir að eignir hafi verið færðar upp miðað við bygginga- vísitölu og til tekna hafi verið færð reiknuð verðbreytingafærsla að upp- hæð 283,4 milljónir kr. Þessar upplýsingar koma fram í reikningum HAB sem lagðir hafa Eyrarfosssmyglið: Allir lausir úr gæsluvarðhaldi ALLIR mennirnir fimm sem stóðu að fíkniefnasmyglinu mikla með Eyrarfossi eru nú lausir úr gæslu- varðhaldi. Sá sem dæmdur var í styttst gæsluvarðhald var látinn laus á mánudaginn var, en hinir fjórir voru allir látnir lausir í fyrrakvöld. Mennirnir voru úr- skurðaðir í gæsluvarðhald, mið- vikudaginn 30. mai síðastliðinn, tveir þeirra í 30 daga, tveir í 21 dag og einn í 15 daga. Yfirheyrslum er að fullu lokið og málið talið upplýst, þannig að ekki er lengur þörf á því að hafa mennina í gæsluvarðhaldi- „FYRIR ÞAÐ fyrsta, þá veit ég ekki hversu mikið launaskrið á sér stað í Hampiðjunni," sagði Magnús Gunn- arsson framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands íslands í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður álits á því sem Gunnar Svav- arsson forstjóri Hampiðjunnar grein- ir frá í frétt í Morgunblaðinu í gær, að talsvert launaskrið eigi sér stað innan fyrirtækisins í kjölfar samn- inga þeirra sem gerðir voru í febrúar sl. og að það sé einkum tilkomið til þess að breikka launaskalann á nýj- an leik, en hann hafi dregist verulega saman við gerð síðustu kjarasamn- inga, vegna ákvæðisins um lág- markslaun. „Ég held að þetta sýni kannski fyrst og fremst þann vanda sem við er að etja, á hverjum tíma, þegar reynt er að semja þannig að samn- ingarnir komi láglaunahópunum sérstaklega til góða,“ sagði Magn- ús, „og við höfum margoft ítrekað það hérna hjá Vinnuveitendasam- bandinu, að það er ekki stemmning fyrir því, nema í orði, að þjappa launaskalanum of mikið saman. Það er óhjákvæmilega það sem ger- ist, þegar sérstaklega er samið um meiri hækkanir fyrir þá sem lægstu launin hafa.“ Magnús var spurður hvort hann teldi að launaskrið það sem á sér stað innan Hampiðjunnar, fyrir utan alla kjarasamninga, endur- speglaði ef til vill það sem væri að gerast í atvinnulífinu almennt: „Mér er miklu meira áhyggjuefni atvinnuástand á næstu mánuðum, heldur en útlit fyrir miklu launa- skriði. Staðreyndin er sú, ef menn horfa á þá stöðu sem ríkir nú í dag, að það hefur skapast tímabundin spenna, vegna þessarar erlendu lántöku sem hefur haldið opinber- verið fyrir Hreppsnefnd Borgar- neshrepps og Bæjarstjórn Akra- ness. Tekjur hitaveitunnar af vatns- sölu voru 59,9 milljónir. Rekstrar- gjöld voru 41 milljón en fjármuna- gjöld voru 114,4 milljónir. Vaxta- gjöld, verðbætur og gengistap var 403,4 milljónir kr., eða tæplega sjö- faldar árstekjur fyrirtækisins, en frá þeim eru í reikningum dregnar vaxtatekjur að upphæð kr. 5,6 millj. kr., og reiknaðar tekjur vegna verð- lagsbreytinga að upphæð kr. 283,4 milljónir. Eignir HAB eru metnar á 590,8 millj. í reikningunum, þar af eru veitukerfi 562,9 milljónir kr. Eignir höfðu þá verið hækkaðar upp skv. verðbreytingastuðli sem reikn- aður er eftir byggingavísitölu. Skuldir voru um áramót 851,6 millj- ónir en þar af voru erlendar skuldir 819 milljónir. Eigið fé var neikvætt um 194,9 milljónir kr. auk gengis- jöfnunarreiknings, sem færður er í reikningunum, að upphæð kr. 65,9 milljónir, eða samtals rúmar 260 milljónir kr. Stærsti hluti tekna HAB fyrir vatnssölu kom frá nolendum á Akranesi, eða 38,7 milljónir kr., 17,8 milljónir komu frá notendum í Borgarnesi og 2,9 milljónir frá not- endum í sveitum. HAB selur mín- útulítrann núna á 1.130 krónur, en gjaldskráin hækkaði um 9,7% um mánaðamótin. Á síðasta ári hækk- aði gjaldskráin um 119%. um framkvæmdum gangandi. Um leið hefur þessi spenna skapað eft- irspurn eftir starfsfólki, tímabund- ið. Hins vegar er ástandið þannig í fiskveiðunum t.d. hér á höfuðborg- arsvæðinu, að atvinnunni er haldið gangandi með karfavinnslu, sem öllum er mjög vel kunnugt um að ber sig ekki nægilega vel. Ég tel það því fyrirsjáanlegt að sjávar- útvegsfyrirtækin eiga eftir að lenda í miklum erfiðleikum. Reynd- ar þarf ekki að fara mörgum orðum um sjávarútveginn og fiskvinnsl- una og þá stöðu sem þar er. Bæði aflamagnið og aflasamsetningin er svo slæm að fyrirtækin koma ekki til með að geta klárað sig. Það hef- ur safnast upp einn vandinn í við- bót, bæði í útgerð og fiskvinnslu, sem kemur til með að stöðva allan þennan rekstur, ef ekki rætist úr. „FORYSTA ASÍ hefur ekki verið í neinum beinum samningum við Hampiðjuna, — þetta er því einhliða yfirlýsing þeirra," sagði Björn Þór- hallsson, varaforseti ASÍ í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær, er hann var spurður hver skoðun forystu ASÍ væri á því sem kemur fram í frétt Morgunblaðsins í gær, um launaskrið innan Hampiðjunnar. „Vitaskuld erum við því fegnir," sagði Björn, „ef fólkinu er borgað betra kaup heldur en þessir skammarlegu samningar sem við náðum við vinnuveitendur gera ráð fyrir, en okkur .kom það. áreiðan- „VIÐ byggjum álit okkar á veðlög- um, fyrst og fremst fjórðu málsgrein fjórðu greinar laganna," sagði Stefán Pétursson lögfræðingur hjá Lands- banka íslands í samtali við blm. í gær er hann var spurður á hverju Mér finnst í umræðunni í þessu þjóðfélagi að við séum mikið til bú- in að gleyma því hvaðan kjarni þeirra lífskjara sem við búum við kemur. Við erum í raun og veru eins og skip sem er að reyna að keyra á úrbræddri vél.“ Magnús sagðist telja að það tímabundna ástand sem upp væri komið í dag skapaði falska örygg- iskennd, bæði hjá fólki og stjórn- málamönnum um að ástandið væri bara nokkuð gott. Ég óttast það,“ sagði Magnús, „að framundan séu feikilega erfiðir tímar, og að það sem við lifum við í augnablikinu sé kannski aðeins lognið á undan storminum. Þess vegna er það mér miklu meira áhyggjuefni að at- vinnuástandið á næstu mánuðum haldist þokkalegt, heldur en að það verði mikið launaskrið." lega öllum á óvart að það skyldi vera Hampiðjan af öllum fyrir- tækjum, sem þetta gerir." Björn sagði að ekki færi hjá því að þeim hjá ASÍ dytti í hug sú spurning, hvers vegna vinnuveit- endur, stjórnendur Hampiðjunnar, væru að hæla sér af því í blöðum að gera betur en samningar segja til um — þeir sem hefðu verið taldir hvað lakastir í því að borga fólki sínu kaup. „Af hverju er Vinnuveit- endasambandið svona gjörsamlega slitið úr sambandi við sína með- limi, að þetta geti gerst án vitund- ar þess,“ _spurði_ Björn^ ^„og það er lögfræðingar Landsbankans byggðu það álit sitt, sem fram kemur í yfír- lýsingu bankastjóra Landsbankans hér í blaðinu í gær, að þeim sem hafa afurðir til sölu sé heimilt að veðsetja þær. Veðlögin eru frá árinu 1887 en grein sú sem Stefán vitnar til er frá árinu 1960 og hljóðar hún svo: „Svo er og útgerðarmanni, fram- leiðanda sjávarafurða og landbún- aðarafurða og öðrum, sem vörur þessar hefur til sölumeðferðar, heimilt að setja banka eða spari- sjóði að sjálfsvörsluveði afla og til- greindar tegundir afurða og rekstrarvöru sjávarútvegs og land- búnaðar, sem veðsali á eða kann að eignast á tilteknu tímabili, allt að einu ári í senn, til tryggingar lán- um þeim, er hann tekur út á hin veðsettu verðmæti.” Stefán sagði að þungamiðja málsins væri sú að sá sem veðsetur vöruna verði að hafa hana undir höndum, í um- ræddu tilviki umboðssalarnir. Almennt um veitingu afurða- Iána sagði Stefán: „Afurðalán gilda fyrst og fremst um sjávar- útveg og landbúnað en einnig um iðnað, en í minna mæli. í sjávar- útvegi eru lánin tvískipt. Annars- vegar rekstrarlán til útgerða með veðsetningu í væntanlegum afla en þau lán geta útgerðarmenn einir tekið. Hinsvegar eru veitt afurða- lán út á fiskinn á hinum ýmsu framleiðslustigum. í landbúnaðin- um er þessi aðskilnaður ekki til hjá okkur. Þar eru eingöngu veitt lán vegna framleiðslu landbúnað- arvara. Gerður er afurðalána- samningur við lántakandann þar sem lántakandi lýsir því yfir að eitthvað mjög mikið að, þegar jafn- vel Hampiðjan segist vilja borga hærri laun en Vinnuveitendasam- bandið er tilbúið að semja um.“ Aðspurður um hvort ASf gæti notfært sér þessa vitneskju sína í komandi kjarabaráttu, svaraði Björn: „Það veit ég ekkert um og um það vil ég ekkert fullyrða á þessu stigi, en vissulega er þetta athugunarefni í þeirri stöðu sem nú er — bæði fyrir Vinnuveitenda- sambandið og fyrir ríkisstjórnina, sem öllu öðru virðist vilja sinna en hann veðsetji bankanum tilteknar tegundir afurða, sem hann á eða eignast kann á framleiðsluárinu, með 1. veðrétti og sjálfsvörsluveði. Út á þessa veðsetningu lánum við til landbúnaðarins og hefur það verið föst venja að veita sláturleyf- ishöfum og öðrum þeim sem ann- ast vinnslu landbúnaðarafurða lánin. Það fer síðan eftir atvikum hvort bankinn hefur tekið frekari tryggingar, í fasteignum eða öðru, en það er ekki gert nema sérstök ástæða þyki til. Rétt er að taka fram að það reynir á báða þætti lagagreinar- innar því sumir sláturleyfishafar eignast kjötið við slátrun en aðrir taka það í umboðssölu. Þegar þeir eignast kjötið er þetta óumdeilt en í hinu tilvikinu hefur verið deilt um hvort orðalag lagagreinarinnar geti stangast á. Það er sannfæring okkar að þetta ákvæði sé sett í lög- in til að gera veðsetningu vörunn- ar mögulega þó að hún sé farin frá framleiðanda. Mig langar til. að bæta því við, af því að undanförnu hefur mikið verið talað um rekstr- arlán til bænda, að hjá okkur eru engin lán skráð þannig, heldur er þetta lánað í einni heild út á þá samninga sem.ég greindi frá áðan. Hinsvegar er í veðlögunum ákvæði þar sem bændum er heimilað að veðsetja ákveðna flokka búfjár síns til tryggingar rekstrarlánum. Ég tel að sú grein hafi verið sett inn í lögin til að gera bændum kleift að taka rekstrarlánin beint til sín en sú heimild hefur aldrei verið notuð svo ég viti,“ sagði Stef- án Pétursson lögfræðingur hjá Landsbanka íslands. ugt versna. Allt annað má ganga sinn sjálfvirka hækkunarveg, svo sem landbúnaðarvöruverð, verslun- in og þjónustan. Ef ríkisstjórninni væri alvara í því að byrja á öðrum þætti viðfangsefna sinna, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti yfir að nauðsynlegt væri að byrja á, þarf vitanlega frið til þess, en sá friður fæst ekki ef kaupmátturinn er látinn rýrna áfram, án þess að nokkuð sé að gert. Ríkisstjórnin hefur úrslitaaðstöðu til þess að hafa áhrif á þetta ástand, og vilji hún fá frið, þá getur hún ef til vill kjörum launafólks, þau mega stöð- skapað sér hann.“ - HBj. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, um launaskrið í þjóðfélaginu: „Meiri áhyggjur af atvinnuástandinu“ Björn Þórhallsson, varaforseti ASÍ, um launaskrið innan Hampiðjunnar: „Stjórnin hefur úrslitaaðstöðuu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.