Morgunblaðið - 08.06.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.06.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1984 27 fjölda nefnda á vegum kaupstað- anna beggja. Þá má geta þess að hann átti sæti í fyrstu stjórnum Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands og Sambands sveit- arfélaga i Austurlandskjördæmi og formaður íþróttabandalags Vestmannaeyja var hann um skeið. Kynni okkar Hrólfs heitins hóf- ust er hann réðst til starfa sem sveitarstjóri Mofellshrepps. Við höfðum reyndar hist nokrum sinn- um, m.a. á fundum sveitarstjórn- armanna, og við Kristján heitinn, yngri bróðir hans, síðast fræðslu- stjóri Austurlands, vorum góðir vinir og skólabræður. Þegar Hrólfur heitinn kom til starfa hjá hreppnum fundum við fljótt, að þar fór reyndur og glöggur sveit- arstjórnarmaður og öruggur í öll- um athöfnum. Samstarfið allt gekk eftir því. Unnið var að margs konar nauðsynlegum framkvæmd- um í ört vaxandi byggðarlagi und- ir traustri og farsælli forystu sveitarstjórans. Hjá því fór ekki, að um Hrólf heitinn blési á stundum kaldur gustur, eins og alla, sem slíkum störfum gegna, en þess minnist ég ekki að hann hafi nokkru sinni tekið afstöðu til manna, sem til hans leituðu sem sveitarstjóra, eftir hugsanlegum þjóðmálaskoð- unum þeirra. Hann taldi sig fyrst og síðast þjón þess fólks, sem hann starfaði fyrir. ótal margs er að minnast nú frá þessum árum, en fátt eitt verður nefnt. Þó get ég ekki stillt mig um að nefna, hversu mjög Hrólfur heitinn lagði sig fram um að leysa vandamál þeirra Vestmanneyinga er leituðu ásjár hreppsins eftir eldana í Heimaey í ársbyrjun 1973. Þá fundum við greinilega hve sterk ítök Eyjarnar og fólkið þar átti í honum. Meðan Hrólfur heitinn starfaði sem sveitarstjóri kom fram sú hugmynd innan hreppsnefndar að sýslumaður Kjósarsýslu opnaði umboðsskrifstofu í Mosfellshreppi til hagræðis fyrir íbúa upphreppa sýslunnar, sem ella þyrftu að reka erindi við embættið suður í Hafn- arfirði. óeðlilega langan tíma tók að koma máli þessu í höfn og það varð ekki fyrr en 1. ágúst 1979 að skrifstofan var opnuð í húsnæði, sem Hrólfur heitinn lagði til. Þar starfaði hann síðan hálfan daginn, nánast þrotinn að kröftum, en sinnti sínum skyldum eigi að síð- ur. Mér er enn minnisstætt, hve ánægður Hrólfur heitinn var, þeg- ar skrifstofan var opnuð. Nauð- synjamáli fyrir íbúana var komið í höfn og hann fann ríkulega hversu ánægðir þeir voru með þá þjón- ustu, sem hann gat veitt þeim. Því nefni ég þetta sérstaklega hér, að mér finnst þetta lýsandi dæmi um lífsviðhorf Hrólfs heit- ins og lífsstarf allt, þ.e. löngunin til þess að verða samferðamönn- unum að liði. Hrólfur heitinn var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Ólöfu Andrés- dóttur missti hann árið 1959. Þeim varð fjögurra barna auðið, sem öll eru á lífi. Þau eru: Andri Valur, stöðvarstjóri á Reykjavíkurflug- velli, kvæntur Sunnu Karlsdóttur, Ingólfur, verkfr. og framkv.stjóri Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar, kvæntur Hönnu Jónsdótt- ur, Gunnhildur, gift Jóhanni Edvin Stefánssyni, húsasmið og Bryndís, gift Engilbert Gíslasyni, framkv.stjóra. Eftirlifandi kona hans er Hrefna Sveinsdóttir, skósmiðs í Vík í Mýrdal Jónssonar og konu hans, Sólveigar Magnúsdóttur, og varð þeim þriggja sona auðið, en þeir eru: Sveinn, húsasmiður, kvæntur Láru Bryndísi Björns- dóttur, Daði, lauk prófi frá Sam- vinnuskóianum nú í vor, og Arnar Þór, lauk grunnskólaprófi í vor. Þá ól Hrólfur heitinn upp dóttur Hrefnu, Elsu Þorsteinsdóttur, húsmóður í Mosfellssveit. Enginn flýr örlög sín. Það varð Hrólfi heitnum, skapríkum ákafa- manni, þung raun að missa heils- una á góðum starfsaldri. Sú hefði orðið raunin með fleiri. í síðustu heimsóknum mínum til hans fann ég þó hve mikil huggun honum var velgengni barnanna, en hjá þeim og Hrefnu var hugur hans. Henn- ar þáttur í langri og erfiðri bar- áttu gleymist seint. Á kveðjustund látins vinar þakka ég samfylgd og samvinnu, sem aldrei bar skugga á. Ég minn- ist með gleði þeirra stunda, sem við áttum saman og ræddum sam- eiginleg áhugamál og vandamál líðandi stundar. í samstarfi okkar öllu var und- irritaður þiggjandinn. Einlægar samúðarkveðjur sendi ég Hrefnu, börnum, barnabörnum og skyldmennum öllum. Blessuð sé þeim og okkur minningin um drengskaparmanninn Hrólf Ing- ólfsson. Tómas Sturlaugsson Ólafía Sigríöur Jómdóttir - Minning Fædd 21. maí 1929. Dáin 1. júní 1984. Ólafía var fædd að Keldunúpi á Síðu, en fluttist með foreldrum sín- um og systkinum að Mosum um ferminaraldur. Mér er minnisstæður einn fagur og mildur haustmorgunn á Kirkju- bæjarklaustri árið 1944. Það kom ung og falleg stúlka í hlaðið á Kirkjubæjarklaustri í fylgd með föður sínum, aðeins fimmtán ára gömul. Þetta var hún Óla, eins og hún var oftast kölluð. Hún var að koma í vinnu til Guðrúnar og Valdi- mars á Klaustri. Þetta voru okkar fyrstu kynni. óla var á Klaustri þennan vetur, ’44—’45 við öll algeng störf, bæði innan bæjar og utan. Það var oft langur vinnudagur hjá Ólu. í þá daga voru ekki skráðir vinnutímar sólarhrings, og Óla klár- aði sín störf fyllilega á við þá sem eldri voru. Eftir veru sína á Klaustri fór Óla til Reykjavíkur og vann þar marg- vísleg störf, bæði til sjós og lands. Eitt ár var hún í Danmörku, og eitt ár vann hún í mötuneyti Áburðar- verksmiðju ríkisins, svo eitthvað sé nefnt. Óla stofnaði eigið fyrirtæki, Hraðhreinsun Austurbæjar í Kópa- vogi, sem hún starfrækti nú síðast ásamt manni sínum, Daníel. Óla hafi orð á því að vera sfn á Klaustri hefði verið einn skemmti- legsti þáttur í lífi sínu. „Þá gat ég alltaf hlegið." Óla var mjög trygglynd. Það kom best fram þegar ég var á siúkrahús- um, fáir komu oftar en Ola. Fyrir það þakka ég henni sérstaklega. Flestir hafa sínar áætlanir, það vissi ég að óla hafði, þó hún væri orðin sárveik. Hér er þessu lokið. Það var klippt á lífsþráðinn. Óla svífur nú á eilífð- arbraut. Ólu þakka ég fyrir allt. Ég votta eiginmanni, systkinum og vinum innilega samúð og kveðju mfna. Sigurður Skúlason Þúfa í Kjós 45 km vegalengd frá Reykjavík Einnar viku dvöl, byrjar á laugardegi. Ennþá laus námskeið þ.á m. næsta sem er frá 9.—16. júní. Útreiöartúr á hverjum degi og undirstööuatriði, einnig tvær veiöi- feröir aö Meðalfellsvatni. Allur búnaöur, hestar og uppihald nem- enda tilheyra námskeiöinu. Nemendur geta komiö með eigin hross ef vilja. Kvöldvökur og fl. skemmtilegt. Upplýsingar í síma 22997 alla virka daga frá kl. 9—6, eöa á Þúfu laugardaga og á kvöldin í síma 667047. Ódýr dvöl. Hringið strax. Geymiö auglýsinguna. Föt fyrir sumar og sól Fallegur Ijós og léttur sumarfatnaður frá Evrópu Herrahúsið Aðalstræti 4. Herrahúsió Bankastræti 7. Ódvrustu viöarkolin í bænum! ARMULA 1A S. 686-111 — Eiðstorgi 11 S. 29366.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.