Morgunblaðið - 08.06.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.06.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1984_ Grænland 15 „Þaö var kannski eins gott ... Allir þeir spretthöröustu komnir til Pakistan." Staðan sú sama eftir kosningar Nuuk, 7. júní. Frá N. J. Bruun, frótlarilara Mbl. KOSNINGARNAR á Grænlandi komu engu til leiðar og standa Dokkarnir í sömu sporum og áður. Stóra spurningin nú er hvernig þeim gengur að koma sér saman um landsstjórnina. Stóru flokkarnir tveir, Siumut og Atassut, hafa eftir sem áður jafn marga menn á landsþing- inu, 11 hvor, en vinstriflokkur- inn Inuit Ataqatigiit bætti við sig einum og hefur nú þrjá. Formenn flokkanna sverja ekki fyrir samstarf við neinn en fyrstur til að reyna stjórnar- myndun verður Jonathan Motz- feldt, formaður landsstjórnar- innar og leiðtogi Siumut- flokksins, sem flest atkvæði fékk. Margir hafa litla trú á að stóru flokkarnir, erkifjendurnir, nái saman og ekki blæs heldur byrlega fyrir samkomulagi með Inuit og Siumut því að sá fyrr- nefndi varð til þess í febrúar að fella stjórn Siumuts vegna Jonathan Motzfeldt óánægju með samninginn við EBE. Kosningaþátttaka var lítil, aðeins 65% á móti 75% í fyrra, og er góða veðrinu um kennt. Eru nú margir á veiðum, frels- inu fegnir eftir erfiðan vetur. Ræðir við Kastró um ólympíuþátttöku Los Angeles, 7. júní. AP. PETER Uberroth, formaður fram- kvæmdanefndar Ólympíuleikanna í Los Angeles, sagðist í dag halda von bráðar til Kúbu í þeim tilgangi að ræða við Kastró og fá hann til þess að senda íþróttamenn til leikanna. Kúbumenn létu undan þrýstingi Rússa og ákváðu í fyrra mánuði að hætta við þátttöku í leikunum í Los Angeles. Kveðst Uberroth ekki sérlega vongóður um að Kúbumenn breyti ákvörðun sinni, en tilraunin væri þess virði. Full- trúi frá Mexíkó í Alþjóðaólympíu- nefndinni kom fundinum í kring. Frestur þjóða til að tilkynna þátttöku í leikunum rann út síð- astliðinn laugardag. Að honum liðnum er þó mögulegt að öðlast þátttökurétt, en til þarf að koma sérstakt samþykki Alþjóða- ólympíunefndarinnar. Norskt skip í haldi í Líbýu Osló, 7. júní. Frá Per Borglund, TretUriUra Mbl. NORSKA flutningaskipið „Germa Lionel“ hefur nú verið í haldi í Líbýu í harnær mánuð, og hefur útgerð skipsins alvarlegar áhyggjur af velferð skipshafnarinnar, sem er sambandslaus við umheiminn. Fjórtan manna áhöfn er á hafi stytt sér aldur. skipinu og hefur hún verið Útgerðinhi hefur ekki borist einangruð frá umheiminum þar formleg tilkynning um töku sem fjarskiptatæki skipsins voru skipsins, sem verið hefur í haldi gerð óvirk og lögregla bannar frá 11. maí. Fulltrúum útgerðar- öllum að fara um borð. innar hefur verið meinað að fara Líbýumenn halda því fram að um borð og þeir engar skýringar framið hafi verið morð um borð fengið. Utanríkisráðuneytið og því sé skipið í haldi. Einn norska hefur málið nú til með- skipverji mun látinn, en óljóst er ferðar og væntanlega verða með öllu hvernig andlát hans sendir embættismenn til Líbýu bar að, en m.a. er haldið að hann innan tíðar. Leiðtogi síkha féll í musterinu Delhí, 7. júní. AP. TVEGGJA daga umsátri stjórnar- bersins um Gullna musterið í Amr- itsar lauk í kvöld með falli rúmlega 250 síkha, þ.á m. leiðtoga þeirra, Jarnial Singh Bhindranwale, og tveggja lautinanta hans, að sögn talsmanna ríkisstjórnarinnar. Að minnsta kosti 59 stjórnarhermenn féllu í bardögum við musterið. Stjórnarherinn varðveitir lík Bhindranwale, en reiðir síkhar kröfðust líksins í dag og líka laut- inantanna tveggja, Amrik Singh frænda leiðtogans og Shuhbeg Singh fyrrverandi hershöfðingja í Indlandsher. Til uppþota og rána kom í Delhí og öðrum borgum er síkhar mót- mæltu umsátrinu og áhlaupinu á gullna musterið í amritsar, æðsta helgistaðar síkha. Mikil spenna er víða um land í kjölfar falls must- ersins. ItfílDUESTOHE£Rf;NS Viö eigum nú fyrirliggjandi allar stæröir af Bridgestone sumarhjólböröum á otrulega hagstæðu verði. Dæmi um verð: Diagonal hjólbarðar: Jeppahjólbarðar: 560 x 13 Kr. 2.195 9x15 Radial (604) Kr. 6.650 590 x 13 n 1.937 10 x 15 n n n 8.020 645 x 13 n 2.150 11 x 15 n n n 8.400 615 x 13 tt 1.846 12 x 15 n n n 8.700 640 x 14 n 2.656 9x15 Radial (606) n 6.200 695 x 14 tt 2.187 10 x 15 n n n 7.560 E 78 x 14 n 2.763 8.5 x 14 Radial (604) n 4.754 F 78 x 14 n 3.004 GR 78 x 15 " n 5.915 D 78 x 14 n 2.687 205 x 16 n n n 4.981 B 78 x 14 n 2.520 Radial hjólbarðar: 145 x 13 Kr. 2.013 155 x 13 n 2.089 165 x 13 n 2.376 175 x 14 n 3.072 185 x 14 n 3.104 195 x 14 n 3.618 205/60 x 13 n 3.596 235/60 x 14 n 4.360 245/60 x 14 n 4.529 Vörubílahjólbarðar: 1200 x 20 Radial fr./aft. Kr. 21.890 1100 x 20 " " " 18.760 1200 x 20 Diagonal frá " 17.670 1200 x 20 " " " 15.390 Þeir kröfuhörðu velja Bridgestone undir bílinn. Hjólbarðastöðin s/f Skeifunni 5, sími 33804

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.